Fræðslunefnd - 21
Málsnúmer 2311029F
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Skagafjarðar - 20. fundur - 13.12.2023
Fundargerð 21. fundar fræðslunefndar frá 29. nóvember 2023 lögð fram til afgreiðslu á 20. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir forseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
-
Fræðslunefnd - 21 Fjárhagsáætlun fyrir stofnanir fræðslumála (04) lögð fram til síðari umræðu í fræðslunefnd. Nefndin samþykkir áætlunina fyrir sitt leyti og færir starfsfólki sveitarfélagsins þakkir fyrir vinnu við fjárhagsáætlun 2024. Nefndin vísar áætluninni til byggðarráðs. Bókun fundar Afgreiðsla 21. fundar fræðslunefndar staðfest á 20. fundi sveitarstjórnar 13. desember 2023 með níu atkvæðum.
-
Fræðslunefnd - 21 Fundagerð skólaráðs Árskóla frá 1. nóvember 2023 lögð fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 21. fundar fræðslunefndar staðfest á 20. fundi sveitarstjórnar 13. desember 2023 með níu atkvæðum.
-
Fræðslunefnd - 21 Lagður fram til kynningar póstur frá Jafnréttisstofu, dags. 10. nóvember 2023, þar sem vakin er athygli á mikilvægi kynja- og jafnréttissjónarmiða við stefnumótun og ákvarðanatöku í breytingum á fyrirkomulagi leikskóla. Bókun fundar Afgreiðsla 21. fundar fræðslunefndar staðfest á 20. fundi sveitarstjórnar 13. desember 2023 með níu atkvæðum.
-
Fræðslunefnd - 21 Lögð fram styrkbeiðni frá Bergi Þór Jónssyni vegna forvarnaverkefnis fyrir nemendur í elstu bekkjum grunnskóla og framhaldsskóla. Nefndin sér ekki fært að verða við beiðninni. Bókun fundar Afgreiðsla 21. fundar fræðslunefndar staðfest á 20. fundi sveitarstjórnar 13. desember 2023 með níu atkvæðum.
-
Fræðslunefnd - 21 Lögð fram tillaga að 4,9% hækkun dvalargjalda leikskóla og 4,9% hækkun fæðisgjalda sem er í samræmi við verðlagsbreytingar út frá þjóðhagsspá Hagstofu Íslands. Átta tíma almennt gjald hækkar úr 43.760 krónum í 45.903 krónur eða um 2.143 krónur á mánuði. Systkinaafsláttur af dvalargjaldi verður óbreyttur, 50% fyrir annað barn og 100% fyrir þriðja barn.
Steinunn Rósa Guðmundsdóttir fulltrúi VG og óháðra óskar bókað: VG og óháð hafa ávallt lagt á það áherslu að Skagafjörður bjóði uppá góða og ódýra þjónustu fyrir börn og barnafólk. VG og óháð styðja því ekki fyrirhugaðar gjaldskrárhækkanir meirihlutans, hvort sem er í leikskólum eða fæðisgjöld grunn- og leikskóla fyrir árið 2024. Því óska ég bókað að ég sit hjá við afgreiðslu þessa máls.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Byggðalistans óska bókað: Það hefur ekki farið fram hjá neinum að kostnaðarverðshækkanir og aukin verðbólga hafa haft mikil áhrif á samfélagið og þá er rekstur sveitarfélagsins engin undantekning. Tekin var meðvituð ákvörðun í vinnu við fjárhagsáætlun um að vera með hóflegar gjaldskrárhækkanir, sem er liður í þeirri vegferð að stemma stigum við verðbólgu. Skagafjörður er meðal þeirra sveitarfélaga sem er að leggja hve minnstar hækkanir á gjaldskrár.
Það er þó ljóst að leikskólagjöld geta ekki staðið í stað á milli ára og því nauðsynlegt að mæta hluta kostnaðarhækkana með gjaldskrárhækkun. Með þessu veljum við að hækka gjöld lítillega og fremur halda uppi því þjónustustigi sem er í leikskólum fjarðarins enda er starfsemi leikskóla einn af hornsteinum samfélagsins.
Tillaga um gjaldskrárhækkanir samþykkt af meirihluta og vísað til byggðarráðs. Bókun fundar Afgreiðsla 21. fundar fræðslunefndar staðfest á 20. fundi sveitarstjórnar 13. desember 2023 með níu atkvæðum. -
Fræðslunefnd - 21 Lögð fram tillaga að 4,9% hækkun gjaldskrár í grunnskóla sem er í samræmi við verðlagsbreytingar út frá þjóðhagsspá Hagstofu Íslands. Morgunverður og síðdegishressing hækka úr 249 krónum í 268 krónur eða um 19 krónur. Hádegisverður í áskrift hækkar úr 516 krónum í 556 krónur eða um 40 krónur. Stök máltíð í hádeginu hækkar úr 671 krónu í 723 krónur eða um 52 krónur. Dvalargjald í heilsdagsskóla (frístund) hækkar úr 293 krónum í 311 krónur eða um 20 krónur. Systkinaafsláttur af dvalargjaldi er óbreyttur, 50% hjá öðru barni og 100% hjá þriðja barni. Börn í dreifbýli hafa áfram forgang að heilsdagsvistun.
Steinunn Rósa Guðmundsdóttir fulltrúi VG og óháðra óskar bókað: VG og óháð hafa ávallt lagt á það áherslu að Skagafjörður bjóði uppá góða og ódýra þjónustu fyrir börn og barnafólk. VG og óháð styðja því ekki fyrirhugaðar gjaldskrárhækkanir meirihlutans, hvort sem er í leikskólum eða fæðisgjöld grunn- og leikskóla fyrir árið 2024. Því óska ég bókað að ég sit hjá við afgreiðslu þessa máls.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Byggðalistans óska bókað: Það hefur ekki farið fram hjá neinum að kostnaðarverðshækkanir og aukin verðbólga hefur haft mikil áhrif á samfélagið og þá er rekstur sveitarfélagsins engin undantekning. Tekin var meðvituð ákvörðun í vinnu við fjárhagsáætlun um að vera með hóflegar gjaldskrárhækkanir, sem er liður í þeirri vegferð að stemma stigum við verðbólgu. Skagafjörður er meðal þeirra sveitarfélaga sem er að leggja hve minnstar hækkanir á gjaldskrár. Það er þó ljóst að fæðisgjöld geta ekki staðið í stað á milli ára og því nauðsynlegt að mæta hluta kostnaðarhækkana með gjaldskrárhækkun.
Tillagan samþykkt af meirihluta og vísað til byggðarráðs. Bókun fundar Afgreiðsla 21. fundar fræðslunefndar staðfest á 20. fundi sveitarstjórnar 13. desember 2023 með níu atkvæðum. -
Fræðslunefnd - 21 Lögð fram tillaga að 4,9% hækkun gjaldskrá tónlistarskóla sem er í samræmi við verðlagsbreytingar út frá þjóðhagsspá Hagstofu Íslands. Hálft nám hækkar úr 6.845 krónum í 7.181 krónur á mánuði eða um 336 krónur. Fullt nám hækkar úr 10.267 krónum í 10.770 krónur eða um 503 krónur á mánuði. Gjaldskrá Hringekju hækkar einnig um 4,9% og fer úr 20.536 kr. í 21.542 kr. og sömuleiðs er um að ræða 4.9% hækkun á leigu á hljóðfræum sem fer úr 14.225 kr. í 14.923 kr. Veittur er 25% afsláttur ef fleiri en einn nemandi eru saman í hljóðfæranámi. Veittur er systkinaafsláttur, 25% fyrir annað barn, 50% fyrir þriðja barn og 100% fyrir fjórða barn.
Tillagan samþykkt og vísað til byggðarráðs. Bókun fundar Afgreiðsla 21. fundar fræðslunefndar staðfest á 20. fundi sveitarstjórnar 13. desember 2023 með níu atkvæðum. -
Fræðslunefnd - 21 Starfsáætlanir grunnskóla fyrir skólaárið 2023-2024 lagðar fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 21. fundar fræðslunefndar staðfest á 20. fundi sveitarstjórnar 13. desember 2023 með níu atkvæðum.
-
Fræðslunefnd - 21 Starfsáætlanir leikskóla fyrir skólaárið 2023-2024 lagðar fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 21. fundar fræðslunefndar staðfest á 20. fundi sveitarstjórnar 13. desember 2023 með níu atkvæðum.
-
Fræðslunefnd - 21 Sjálfsmatsskýrslur leikskólanna lagðar fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 21. fundar fræðslunefndar staðfest á 20. fundi sveitarstjórnar 13. desember 2023 með níu atkvæðum.
-
Fræðslunefnd - 21 Fræðslunefnd hefur undanfarin misseri haft til skoðunar fyrirkomulag skólahalds starfsstöðvar Grunnskólans austan Vatna á Hólum í Hjaltadal og framhaldið því sl. vikur í samræmi við bókun nefndarinnar frá 17. apríl sl. þar sem nefndin samþykkti að skoða hvernig skólastarfi verði best fyrir komið á Hólum.
Samkvæmt lögum nr. 91/2008 um grunnskóla er hlutverk grunnskóla, í samvinnu við heimilin, að stuðla að alhliða þroska allra nemenda og þátttöku þeirra í lýðræðisþjóðfélagi sem er í sífelldri þróun. Aðalnámskrá grunnskóla er rammi um skólastarfið og veitir sveitarfélögum og skólum leiðsögn um framkvæmd skólastarfsins. Fyrir utan ákvæði um almenna menntun sem og greinabundna menntun veitir aðalnámskrá leiðsögn um hvernig skólum ber að tryggja heilbrigði og velferð nemenda sem byggir á andlegri, líkamlegri og félagslegri vellíðan. Nám og námsaðferðir nemenda eru einstaklingsbundnar og geta verið mismunandi. Allir þurfa tækifæri til að njóta styrkleika sinna sem er lykilþáttur í að byggja upp jákvæða sjálfsmynd.
Í ljósi fárra nemenda við yngsta stig starfsstöðvar Grunnskólans austan Vatna á Hólum þykir ljóst að erfitt er að veita nemendum þar viðeigandi tækifæri til að þroska framangreinda þætti sem og tryggja þeim þá greinabundnu menntun sem þeir eiga rétt á. Þá þarf jafnframt að líta til rekstrarlegra og kennslufræðilegra sjónarmiða, skólaþróunar og þróunar á stoðþjónustu. Framtíðarsýn sveitarfélagsins er að byggja upp og reka þrjá öfluga grunnskóla og er sameining Grunnskólans austan Vatna undir eina starfsstöð liður í því. Með hliðsjón af þessu leggur fræðslunefnd til að starfsemi Grunnskólans austan Vatna á Hólum verði sameinuð starfsemi Grunnskólans austan Vatna á Hofsósi og að frá og með skólaárinu 2024-2025 muni kennsla grunnskólabarna eingöngu fara fram á Hofsósi. Fræðslunefnd mun á næstu mánuðum leggja fram tillögur um hvernig hægt verði að tryggja gott samstarf á milli leik - og grunnskóla og aukið aðgengi að frístundaiðkun fyrir alla nemendur.
Nefndin vísar málinu til byggðaráðs og leggur jafnframt til við ráðið að í fjárhagsáætlun 2024 verði gert ráð fyrir framkvæmdum við lagfæringu aðgengismála við Grunnskólann austan Vatna á Hofsósi sem lokið verði við sumarlok 2024. Samhliða verði lokið við hönnun á nýju íþróttahúsi og gagngerum endurbótum á húsnæði grunnskólans á Hofsósi. Þá verði svo fljótt sem hægt er hafnar framkvæmdir við byggingu íþróttahúss í samræmi við sjónarmið sem komu fram á fundi með starfsfólki Grunnskólans austan Vatna og foreldrum fyrir skemmstu.
Bókun fundar Afgreiðsla 21. fundar fræðslunefndar staðfest á 20. fundi sveitarstjórnar 13. desember 2023 með níu atkvæðum.