Skipulagsnefnd - 39
Málsnúmer 2311032F
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Skagafjarðar - 20. fundur - 13.12.2023
Fundargerð 39. fundar skipulagsnefndar frá 30. nóvember 2023 lögð fram til afgreiðslu á 20. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
-
Skipulagsnefnd - 39 Lögð fram tillaga að þremur óverulegum breytingum á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020- 2035, dags. 28.11.2023 sem unnar voru hjá VSÓ ráðgjöf.
Breytingarnar taka til íbúðarbyggðar við Lækjarbakka - Steinaborg á Steinsstöðum (ÍB-801), íbúðarbyggðar við Ránarstíg - Hegrabraut á Sauðárkróki (ÍB-404) og Miðsvæði við Aðalgötu - Faxatorg á Sauðárkróki (M-401).
Skipulagsnefnd telur að breytingarnar séu óverulegar þar sem þær fela ekki í sér breytta landnotkun eða eru líklegar til að hafa mikil áhrif á einstaka aðila. Því leggur skipulagsnefnd til við sveitarstjórn að þar sem breytingarnar eru það óverulegar að ekki sé talin ástæða til meðferðar skv. 30.- 32. gr skipulagslaga nr. 123/2010 að senda þær til Skipulagsstofnunar í samræmi við 2. mrg. 36. gr. sömu laga. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Aðalskipulag Skagafjarðar - Endurskoðun - Aðalskipulagsbreytingar, síðar á fundinum. Samþykkt samhljóða. -
Skipulagsnefnd - 39 Björn Magnús Árnason hjá Stoð ehf. verkfræðistofu kom á fund skipulagsnefndarinnar og fór yfir vinnslutillögur fyrir deiliskipulag fyrir Kirkjureitinn á Sauðárkróki.
Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram í samræmi við umræður fundarins. Bókun fundar Afgreiðsla 39. fundar skipulagnefndar staðfest á 20. fundi sveitarstjórnar 13. desember með níu atkvæðum. -
Skipulagsnefnd - 39 Fyrir liggur umsagnarbeiðni byggingarfulltrúa dags. 27. nóvember síðastliðinn með vísan til 10. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010 um umsókn frá Þórði Karli Gunnarssyni hjá Stoð ehf. verkfræðistofu, f.h. Kaupfélags Skagfirðinga, um leyfi til að gera breytingar á húsnæði sem stendur á lóðinni númer 20b við Aðalgötu á Sauðárkróki. Um er að ræða breytingar á innangerð og útliti hússins, ásamt því að breyta notkun þess í starfsmannaíbúðir.
Meðfylgjandi er aðalupppdráttur gerður á Stoð ehf. verkfræðistofu af Magnúsi Frey Gíslasyni arkitekt. Uppdrættir í verki 30152001, númer A-100, A-100b, A-101, og A-102, dagsettir 28. júní 2023.
Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu og óskar eftir að umsækjandi geri frekari grein fyrir erindinu. Bókun fundar Afgreiðsla 39. fundar skipulagnefndar staðfest á 20. fundi sveitarstjórnar 13. desember með níu atkvæðum. -
Skipulagsnefnd - 39 Fyrir liggur erindi frá Kaupfélagi Skagfirðinga er varðar úthlutuðum lóðum við Borgarflöt á Sauðárkróki. Lóðum nr. 23 og 25 var úthlutað á 10. fundi skipulagsnefndar 20.10.2022, úthlutun staðfest af sveitarstjórn 16.11.2022. Lóð 29 var úthlutað á 23. fundi skipulagsnefndar 27.04.2023, úthlutun staðfest af sveitarstjórn Skagafjarðar 10.05.2023.
Reimar Marteinsson fyrir hönd Kaupfélag Skagfirðinga óskar eftir því að reiturinn sem lóðirnar standa á auk lóðar nr. 27 við Borgarflöt, verði úthlutað sem þróunarreit, í samræmi við 8. gr. reglna um úthlutun byggingarlóða í sveitarfélaginu Skagafirði dags. 14.09.2022.
Fram kemur í erindi umsækjanda að fyrirætlanir Kaupfélags Skagfirðinga um þróunarreit á lóðum nr. 23, 25, 27 og 29 við Borgarflöt á Sauðárkróki er að gera heildarskipulag um framtíðarsýn vegna mögulegrar staðsetningar byggingarvöruverslunar KS á reitnum.
"Byggingarverslun KS er nú staðsett á Eyrarvegi 21. Iðnaðar og athafnalóðir á Skarðseyrinni eru að verða fullnýttar og er þörf fyrirtækjana á svæðinu fyrir auknu athafnasvæði mikil. Byggingavöruverslunin er að mörgu leyti óskyld annari starfsemi á Eyrinni og er ekki endilega ákjósanlegasti staðurinn fyrir verslun er varðar sýnileika og aðgengi. Það kemur því vel til greina að KS láti eftir hluta af lóð sinni að Eyrarvegi 21 og víki með byggingarvöruverslun sína annað ef til þess kæmi að önnur fyrirtæki á svæðinu myndu leitast eftir auknu athafnarsvæði.
Lóðirnar við Borgarflöt eru ákjósanlegur staður fyrir byggingavöruverslun að okkar mati. Staðsetningin er í alfaraleið og aðgengi gott og myndi bæta þjónustun við íbúa svæðisins frá því sem nú er auk þess að vera mun sýnilegri þeim sem um Strandveginn fara á leið sinni norður og suður.
Byggingavöruverslunin á Eyrinni er með um 3.000 fermetra undir þaki í dag, sem ætla má að væri um það bil sú stærð sem byggð yrði á reitnum."
Skipulagsnefnd felur Skipulagsfulltrúa ásamt Sveitarstjóra að ræða við umsækjanda um fyrirhugaða uppbyggingu svæðisins og ætlaðan framkvæmdatíma. Bókun fundar Afgreiðsla 39. fundar skipulagnefndar staðfest á 20. fundi sveitarstjórnar 13. desember með níu atkvæðum. -
Skipulagsnefnd - 39 Brynjar S. Sigurðarson sækir um raðhúsalóðina Birkimel 34-40 í Varmahlíð.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að óska eftir frekari gögnum frá umsækjanda í samræmi við úthlutunarreglur sveitarfélagsins Skagafjarðar. Bókun fundar Afgreiðsla 39. fundar skipulagnefndar staðfest á 20. fundi sveitarstjórnar 13. desember með níu atkvæðum. - .6 2311149 Umsagnarbeiðni; Svæðisskipulag Suðurhálendis nr. 0862 2023: Auglýsing tillögu (Nýtt svæðisskipulag)Skipulagsnefnd - 39 Svæðisskipulagsnefnd um svæðisskipulag Suðurhálendis hefur óskað eftir umsögn Skagafjarðar við eftirfarandi mál í skipulagsgáttinni:
Svæðisskipulag Suðurhálendis, nr. 0862/2023: Auglýsing tillögu (Nýtt svæðisskipulag). Sjá hér: https://skipulagsgatt.is/issues/862.
Kynningartími er til 14.1.2024.
Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu. Bókun fundar Afgreiðsla 39. fundar skipulagnefndar staðfest á 20. fundi sveitarstjórnar 13. desember með níu atkvæðum. -
Skipulagsnefnd - 39 Hörgársveit hefur óskað eftir umsögn Skagafjarðar við eftirfarandi mál í skipulagsgáttinni: Endurskoðun Aðalskipulags Hörgársveitar 2012-2024, nr. 0825/2023: Lýsing (Nýtt aðalskipulag). Sjá hér: https://skipulagsgatt.is/issues/825. Kynningartími er til 13.12.2023.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að ekki verði gerð athugasemd við skipulagslýsingu Aðalskipulags Hörgársveitar 2012-2024. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Umsagnarbeiðni; Endurskoðun aðalskipulags Hörgársveitar 2012-2024, nr. 0825 2023: Lýsing (Nýtt aðalskipulag), síðar á fundinum. Samþykkt samhljóða. -
Skipulagsnefnd - 39 Lögð fram til kynningar fundargerð byggingarfulltrúa frá fundi nr. 27 þann 17.11.2023. Bókun fundar Afgreiðsla 39. fundar skipulagnefndar staðfest á 20. fundi sveitarstjórnar 13. desember með níu atkvæðum.