Fara í efni

Aðalgata 20b - Umsagnarbeiðni frá byggingarfulltrúa

Málsnúmer 2311270

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 39. fundur - 30.11.2023

Fyrir liggur umsagnarbeiðni byggingarfulltrúa dags. 27. nóvember síðastliðinn með vísan til 10. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010 um umsókn frá Þórði Karli Gunnarssyni hjá Stoð ehf. verkfræðistofu, f.h. Kaupfélags Skagfirðinga, um leyfi til að gera breytingar á húsnæði sem stendur á lóðinni númer 20b við Aðalgötu á Sauðárkróki. Um er að ræða breytingar á innangerð og útliti hússins, ásamt því að breyta notkun þess í starfsmannaíbúðir.
Meðfylgjandi er aðalupppdráttur gerður á Stoð ehf. verkfræðistofu af Magnúsi Frey Gíslasyni arkitekt. Uppdrættir í verki 30152001, númer A-100, A-100b, A-101, og A-102, dagsettir 28. júní 2023.

Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu og óskar eftir að umsækjandi geri frekari grein fyrir erindinu.

Skipulagsnefnd - 41. fundur - 11.01.2024

Björn Magnús Árnason sendir fyrir hönd Kaupfélags Skagfirðinga viðbrögð við bókun skipulagsnefndar, dags. 30.11.2023 þar sem gerð er frekari grein fyrir erindi lóðarhafa Aðalgötu 20b skv. samtölum.

Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu erindisins.

Skipulagsnefnd - 42. fundur - 25.01.2024

Mál áður á dagskrá skipulagsnefndar 30.11.2023 og þá eftirfarandi bókað: "Fyrir liggur umsagnarbeiðni byggingarfulltrúa dags. 27. nóvember síðastliðinn með vísan til 10. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010 um umsókn frá Þórði Karli Gunnarssyni hjá Stoð ehf. verkfræðistofu, f.h. Kaupfélags Skagfirðinga, um leyfi til að gera breytingar á húsnæði sem stendur á lóðinni númer 20b við Aðalgötu á Sauðárkróki. Um er að ræða breytingar á innangerð og útliti hússins, ásamt því að breyta notkun þess í starfsmannaíbúðir. Meðfylgjandi er aðalupppdráttur gerður á Stoð ehf. verkfræðistofu af Magnúsi Frey Gíslasyni arkitekt. Uppdrættir í verki 30152001, númer A-100, A-100b, A-101, og A-102, dagsettir 28. júní 2023. Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu og óskar eftir að umsækjandi geri frekari grein fyrir erindinu.".

Málið einnig á fundi skipulagsnefndar 11.01.2024 og þá eftirfarandi bókað: "Björn Magnús Árnason sendir fyrir hönd Kaupfélags Skagfirðinga viðbrögð við bókun skipulagsnefndar, dags. 30.11.2023 þar sem gerð er frekari grein fyrir erindi lóðarhafa Aðalgötu 20b skv. samtölum. Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu erindisins."

Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að byggingarfulltrúi veiti umbeðið leyfi vegna breytinga á húsnæðinu en bendir jafnframt á að ekki sé tekin afstaða til uppdrátta sem sýna breytt skipulag utan lóðar og vísar í því sambandi til gerðar deiliskipulags.