Fara í efni

Skipulagsnefnd

41. fundur 11. janúar 2024 kl. 10:00 - 12:00 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Sigríður Magnúsdóttir formaður
  • Jón Daníel Jónsson varaform.
  • Eyþór Fannar Sveinsson aðalm.
  • Álfhildur Leifsdóttir áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Sæunn Kolbrún Þórólfsdóttir skipulagsfulltrúi
  • Sigurður H Ingvarsson starfsmaður skipulagsfulltrúa
Fundargerð ritaði: Sæunn Kolbrún Þórólfsdóttir skipulagsfulltrúi
Dagskrá

1.Sauðárkrókur - Deiliskipulag tjaldstæði - Sauðárgil

Málsnúmer 2203234Vakta málsnúmer

Lögð fram deiliskipulagstillaga fyrir tjaldsvæðið við Sauðárgil á Sauðárkróki sem unnin er af Teiknistofu Norðurlands fyrir hönd sveitarfélagsins Skagafjarðar. Markmið deiliskipulagsins er að setja fram stefnu um umgjörð og skipulag fyrir nýtt tjaldsvæði á Sauðárkróki ásamt uppbyggingu útivistarsvæðis við Sauðárgil. Fyrirhugað er að núverandi tjaldsvæði á Flæðum víki vegna uppbyggingar menningarhúss. Helstu viðfangsefni eru skilgreining á lóðarmörkum, byggingarreitum, bílastæðum og aðkomu með tilliti til umferðaröryggis. Stígakerfi um svæðið er skilgreint og umgjörð útivistarsvæðis við Sauðárgil. Jafnframt eru settir fram skilmálar um umgjörð og skipulag á nýju tjaldsvæði með góðri aðstöðu fyrir ferðavagna og tjöld.

Skipulagsnefnd leggur til við Sveitarstjórn að setja tillögu að deiliskipulagi fyrir Tjaldsvæðið við Sauðárgil í auglýsingu í samræmi við 41.gr skipulagslaga 123/2010.

Jón Daníel Jónsson vék af fundi við afgreiðslu erindisins.

2.Hraun í Fljótum - Deiliskipulag

Málsnúmer 2111012Vakta málsnúmer

Lögð fram uppfærð deiliskipulagstillaga fyrir Hraun í Fljótum unnin á Kollgátu arkitektastofu fyrir hönd Fljótabakka ehf. dags. 25.11.2023, þar sem gerðar hafa verið breytingar á tillögunni í samræmi við athugasemdir umsagnaraðila sem bárust á auglýsingartíma.

Skipulagsnefnd telur að um sé að ræða óverulegar breytingar og því ekki talin þörf á auglýsingu að nýju. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagstillagan verði send Skipulagsstofnun í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr.123/2010.

3.Sólheimar 2 - Deiliskipulag

Málsnúmer 2307129Vakta málsnúmer

Lögð fram deiliskipulagstillaga fyrir Sólheima 2 í Blönduhlíð unnin af Birni Magnúsi Árnasyni á Stoð ehf. verkfræðistofu.
Skipulagsuppdráttur nr. DS-01 sýnir fyrirhugaða uppbyggingu á Sólheimum 2. Uppdrátturinn sýnir staðsetningu byggingarreita, lóðamarka, vegtenginga og aðkomu að byggingum, ásamt helstu byggingarskilmálum.
Svæðið er að mestu leyti mólendi og ekkert ræktað land er innan skipulagssvæðisins. Austast á svæðinu er landið í um það bil 90 m hæð en lækkar til vesturs niður í um það bil 40 m hæð næst gamla þjóðveginum. Hafin er bygging á íbúðarhúsi og bílskúr innan byggingarreits nr. BR-1 sem var samþykktur í skipulagsnefnd Skagafjarðar þann 6.10.2022 og í sveitarstjórn þann 10.10.2022.
Stærð skipulagssvæðið er 11,3 ha.

Skipulagsnefnd leggur til við Sveitarstjórn að setja tillögu að deiliskipulagi fyrir Sólheima 2 í Blönduhlíð í Skagafirði í auglýsingu í samræmi við 41.gr skipulagslaga 123/2010.

4.Umsókn um lóð fyrir dreifistöð í Varmahlíðl

Málsnúmer 2312215Vakta málsnúmer

Rögnvaldur Guðmundsson fyrir hönd RARIK óskar eftir því að fá lóð undir dreifistöð/spennistöð í Varmahlíð til að auka afhendingar möguleika af raforku í Varmahlíð.
Húsið sem ráðgert er að nota er af gerðinni Rafal áætluð stærð 3340x2240 mm.
Meðfylgjandi gögn:
- Teikning af staðsetningu lóðar sem sótt er um.
- Mynd af væntanlegu húsi fyrir dreifistöð.

Skipulagsnefnd leggur til við sveitastjórn að grenndarkynna óverulega breytingu á gildandi skipulagi í samræmi við 2. mrg. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Lagt er til að tillagan sé kynnt fyrir Kaupfélagi Skagfirðinga og Olís ásamt lóðarhöfum Mánaþúfu 1, Skógarstígs 1, 2, 4 og 6 og Laugavegs 1.

5.Skarðseyri 5 - Umsagnarbeiðni frá byggingarfulltrúa

Málsnúmer 2312098Vakta málsnúmer

Fyrir liggur umsagnarbeiðni byggingarfulltrúa dags. 11. desember síðastliðinn með vísan til 10. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010 um leyfi fyrir breytingum á Steinullarverksmiðjunni, ásamt því að koma fyrir tilbúnu húsi fyrir spenni á lóð verksmiðjunnar að Skarðseyri 5 á Sauðárkróki.
Meðfylgjandi aðaluppdráttur gerður á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnar Arnórssyni byggingarverkfræðingi. Uppdrættir í verki 650204, númer A-100 A-101, A-102 og A-103, dagsettir 22. nóv. 2023.

Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að byggingarfulltrúi veiti umbeðið byggingarleyfi.

Eyþór Fannar Sveinsson vék af fundi við afgreiðslu erindisins.

6.Suðurbraut 9 - Umsagnarbeiðni frá byggingarfulltrúa

Málsnúmer 2312100Vakta málsnúmer

Fyrir liggur umsagnarbeiðni byggingarfulltrúa dags. 11. desember síðastliðinn með vísan til 10. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010 um leyfi til að innrétta gistiheimili á efri hæð Suðurbrautar 9 á Hofsósi, ásamt tillögu af nýrri aðkomu og bílastæðum á lóðinni.
Meðfylgjandi aðaluppdráttur gerðir á Stoð ehf. verkfræðistofu af Magnúsi Frey Gíslasyni arkitekt. Uppdrættir í verki 30311501, númer A-100 A-101, A-102 og A-103, dagsettir 30. nóv. 2023.

Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að byggingarfulltrúi veiti umbeðið leyfi vegna breytinga á húsnæðinu en bendir jafnframt á að ekki sé verið að samþykkja breyttra aðkomu að lóð frá Skólagötu og vísa þurfi slíkri breytingu til gerðar deiliskipulags.

7.Aðalgata 20b - Umsagnarbeiðni frá byggingarfulltrúa

Málsnúmer 2311270Vakta málsnúmer

Björn Magnús Árnason sendir fyrir hönd Kaupfélags Skagfirðinga viðbrögð við bókun skipulagsnefndar, dags. 30.11.2023 þar sem gerð er frekari grein fyrir erindi lóðarhafa Aðalgötu 20b skv. samtölum.

Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu erindisins.

8.Eyrarland L146520 - Umsókn um framkvæmdaleyfi - skógrækt

Málsnúmer 2107037Vakta málsnúmer

Málið áður á dagskrá 413. fundi Sveitarstjórnar Skagafjarðar 18.8.2021. Á fundinum eftirfarandi bókað:

„Vísað frá 976. fundi skipulags- og byggingarnefndar til afgreiðslu sveitarstjórnar. "Ása Jóhanna Pálsdóttir kt. 111174-5209 eigandi lögbýlisins Eyrarland L146520 óskar eftir framkvæmdaleyfi til nytjaskógræktar á 60,0 hektara svæði í landi jarðarinnar. Meðfylgjandi er hnitsettur uppdráttur af fyrirhuguðu skógræktarsvæði dagsettur 5.7.2021 gerður af Skógræktinni. Niðurstaða skipulags- og byggingarnefndar er að umbeðin framkvæmd sé ekki háð mati á umhverfisáhrifum sbr. 1.07 í 1. viðauka laga númer 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að umbeðið framkvæmdaleyfi verið veitt að fenginni jákvæðri umsögn minjavarðar." Afgreiðala byggaðrráðs: Afgreiðslu 409. fundar skipulags- og byggingarnefndar er vísað aftur til afgreiðslu nefndarinnar á 976. fundi byggðarráðs þann 9. ágúst 2021 með þremur atkvæðum þar sem fornleifaskráning liggur ekki fyrir. Ósk um veitingu framkvæmdaleyfis, að fenginni jákvæðri umsögn minjavarðar, borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar. Samþykkt með níu atkvæðum að vísa málinu aftur til afgreiðslu skipulags- og byggingarnefndar þar sem fornleifaskráning liggur ekki fyrir.“

Fyrir liggur uppfærð umsókn dagsett 6.12.2023 um framkvæmdaleyfi til skógræktar á lögbýlinu Eyrarlandi undirrituð af Ástu Jóhönnu Pálsdóttur og Einari Þorvaldssyni ásamt fornleifaskráningu vegna skógræktar unnin af Hermanni Jakob Hjartarssyni og Rúnu K. Tetzschner hjá Antikva ehf.
Fyrirliggur umsögn minjavarðar um samningssvæði skógræktar án athugasemdar dags. 13.12.2023.
Svæðið er skilgreint sem landbúnaðarland L2 í Aðalskipulagi Skagafjarðar þar sem nytjaskógrækt er heimiluð.

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að umbeðið framkvæmdaleyfi verið veitt.

9.Helluland land G L219626 - Umsókn um nafnleyfi

Málsnúmer 2312218Vakta málsnúmer

Þorvaldur Steingrímsson þinglýstur eigandi Hellulands land G L219626 óskar eftir nafnabreytingu á heiti landsins í Álfaborg.

Skipulagsnefnd samþykkir erindið.

10.Beiðni um lóð undir kennslu- og rannsóknaaðstöðu fiskeldis- og fiskalíffræði Háskólans á Hólum

Málsnúmer 2207159Vakta málsnúmer

Málið áður á dagskrá skipulagsnefndar 14.12.2023 og þá eftirfarandi bókað:
„Á 10. fundi Sveitarstjórnar Skagafjarðar þann 15.02.2023 var samþykkt að veita Háskólanum á Hólum vilyrði, á grundvelli 8. gr. reglna um úthlutun byggingarlóða í sveitarfélaginu Skagafirði, fyrir 15.520 m2 lóð austan við Borgarflöt 31 á Sauðárkróki undir kennslu- og rannsóknaraðstöðu fiskeldis- og fiskalíffræði. Vilyrðið mun renna út hinn 15.02 2024, sbr. grein 8.3 úthlutunarreglnanna.
Á grundvelli vilyrðisins hefur rektor Háskólans á Hólum nú óskað eftir að hluta framangreindrar lóðar, allt að 3450 m2, verði úthlutað skólanum undir 500-600 m2 hús, svokallað frumhús, og að nýtt vilyrði verði gefið skólanum um úthlutun lóðarinnar að öðru leyti. Ráðgerir skólinn að sækja um að þeim hluta verði úthlutað undir allt að 5.000 m2 framtíðarhúsnæði skólans á Sauðárkróki, sem verði nýtt fyrir kennslu og rannsóknir í lagareldi og fiskalíffærði. Auk þess eru hugmyndir um að húsnæðið geti rúmað nýsköpunarsetur og aðstöðu fyrir fyrirtæki sem tengjast lagareldisiðnaðinum.
Fyrirliggjandi eru eftirfarandi skjöl:
Skýrsla dags. 14.03. 2023 um húsnæðisþörf fiskeldis- og fiskalíffræðideildar.
Ófullgerðir uppdrættir í vinnslu; afmörkun heildarlóðar dags. 20.01. 2023, afstöðumynd og ásýndir dags. 21.03. 2023.
Fyrstu drög að mögulegri áfangaskiptingu.
Erindi frá rektor Háskólans á Hólum dags. 12.12. 2023 ásamt formlegri umsókn um byggingarlóð.

Skipulagsfulltrúi gerir grein fyrir fyrstu drögum að heildarskipulagi lóðar, þ.m.t. mögulegri skiptingu hennar sem miðast við að lóðarúthlutun fari fram í áföngum, eftir því sem fyrirhugaðri uppbyggingu vindur fram, ef áætlanir ganga eftir. Bendir skipulagsfulltrúi sérstaklega á að staðsetning svokallað frumhúss geti haft afgerandi áhrif á nýtingu heildarlóðarinnar að öðru leyti, bæði hvernig hún verði nýtt vestan við svokallað frumhús og hvernig lóðin nýtist í austur í átt að gatnamótum Sauðárkróksbrautar og Strandvegar. Umræður urðu um framkomin gögn.
Reiknað er með að nefndin fundi aftur um málið áður en sveitarstjórn kemur næst saman saman til þess að staðfesta afgreiðslu nefndarinnar. Nefndin felur skipulagsfulltrúa að vinna, að höfðu frekara samráði við umsækjanda, eftirfarandi fyrir næsta fund nefndarinnar, sem ráðgerður er hinn 11. janúar 2024:
a) Lóðarblað fyrir heildarlóðina.
b) Tillögu um afmörkun þess lóðarhluta (stærð og staðsetning), sem ætlaður er undir svokallað frumhús.
c) Notkunarskilmála fyrir lóðarhlutann um leyfða starfsemi, nýtingarhlutfall og aðrar upplýsingar, s.s. stærð byggingarreits, aðkoma, stærð og lögun mannvirkis, þakgerð og mænisstefna, sem nauðsynlegar eru til þess að láta fylgja tillögu að grenndarkynningu. Meðal notkunarskilmála verði samkomulag um greiðslu fyrir aðgang að sjóveitu.
Að fengnum framangreindum gögnum ráðgerir nefndin að taka endanlega ákvörðun á næsta fundi um úthlutun lóðarhlutans, framkomna beiðni um lóðarvilyrði og tillögu um grenndarkynningu.
Skipulagsnefnd fagnar fyrirhugaðri uppbyggingu Háskólans á Hólum innan Skagafjarðar.“

Hólmfríður Sveinsdóttir rektor og Edda Matthíasdóttir framkvæmdastjóri Háskólans á Hólum komu á fund skipulagsnefndar og fóru yfir fyrirhuguð uppbyggingarplön skólans á svæðinu.
Lagt fram lóðarblað með skilmálum og greinargerð dags. 10.01.2024 unnið á Stoð ehf. verkfræðistofu af Birni Magnúsi Árnasyni og Magnúsi Frey Gíslason. Samkvæmt lóðarblaðinu er gert ráð fyrir að s.k. frumhús verði nokkuð stærra og þ.a.l. plássfrekara en rætt var á áðurgreindum fundi nefndarinnar 14.12. 2023. Er gert ráð fyrir að frumhúsið verði allt að 1.300 m2 og sá lóðarhluti (lóðarhluti 1) sem fari undir það hús verði 5.197 m2 af þeim 11.626 m2 sem nú er til úthlutunar skv. lóðarblaðinu.
Skipulagsnefnd samþykkir að lóðinni verði úthlutað til Háskólans á Hólum. Þar sem skilmálar eru ekki frágengnir varðandi sjóveitu, þ.m.t. um tengi- og notkunargjald gerir nefndin þá tillögu til sveitarstjórnar að endanleg úthlutun verði staðfest að loknu samkomulagi sveitarfélagsins og Háskólans á Hólum um sjóveituna. Eftir úthlutunina standa 3.894 m2 óúthlutaðir af þeirri heildarlóð sem Háskólinn á Hólum fékk vilyrði fyrir hinn 15.02. 2023, sbr. áður. Nefndin frestar að taka afstöðu til þess hvort skólanum skuli veitt vilyrði fyrir úthlutun þessa hluta heildarlóðarinnar svo sem skólinn óskaði eftir í desember.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að kynna skólanum ákvarðanir nefndarinnar, upplýsa hann um gjaldtöku af úthlutaðri lóð og kalla eftir frekari gögnum frá Háskólanum á Hólum.

11.Birkimelur 25 - Lóðarmál

Málsnúmer 2312182Vakta málsnúmer

Fyrirliggur erindi frá Helgu Sjöfn Pétursdóttur og Hjalta Sigurðarsyni þar sem þau óska eftir fresti til að hefja byggingarframkvæmdir ásamt rökstuðningi þess efnis, en þau áforma að ljúka húsbyggingunni sumarið 2024.
Lóðinni fengu þau var úthlutað 16. nóvember 2022.

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að veita umbeðinn frest til 1. maí 2024 til að hefja byggingarframkvæmdir.

12.Nestún 14 - Lóðarmál

Málsnúmer 2401077Vakta málsnúmer

Stefán Vagn Stefánsson og Hrafnhildur Guðjónsdóttir óska eftir því að fá frestun á afgreiðslu á samþykktum byggingaráformum fyrir Nestún 14 þar til 1. apríl 2024.
Lóðinni fengu þau var úthlutað 10. maí 2023.

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að veita umbeðinn frest til 1. maí 2024 til að hefja byggingarframkvæmdir.

13.Birkimelur 34 - 40, Umsókn um lóð

Málsnúmer 2310175Vakta málsnúmer

Brynjar S. Sigurðarson dregur til baka umsókn sína um raðhúsalóð við Birkimel 34 - 40 í tölvupósti til skipulagsfulltrúa dags. 22.12.2023.

Skipulagsnefnd samþykkir erindið.

14.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 29

Málsnúmer 2312015FVakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð byggingarfulltrúa frá fundi nr. 29 þann 15.12.2023.

Fundi slitið - kl. 12:00.