Menntamálastofnun hefur gefið út bókina Orð eru ævintýri í samvinnu við Miðju máls og læsis hjá skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar, leikskólana Laugasól og Blásali, Austurbæjarskóla og námsbraut í talmeinafræði við Háskóla Íslands. Markar þessi útgáfa þáttaskil í útgáfu Menntamálastofnunar þar sem þetta er fyrsta námsefnið sem stofnunin gefur út fyrir leikskólastigið. Bókin verður einnig á rafrænu formi á vef og það á 11 tungumálum.
Menntamálastofnun færir bókina að gjöf til allra barna á Íslandi fædd árin 2018, 2019 og 2020, auk þess sem allir leikskólar fá afhend eintök af bókinni. Leikskólar sjá um að koma bókunum til barnanna. Á árinu 2024 fá öll börn fædd 2021 bókina og svo nýr árgangur barna á þriðja aldursári ár hvert á komandi árum.
Menntamálastofnun færir bókina að gjöf til allra barna á Íslandi fædd árin 2018, 2019 og 2020, auk þess sem allir leikskólar fá afhend eintök af bókinni. Leikskólar sjá um að koma bókunum til barnanna. Á árinu 2024 fá öll börn fædd 2021 bókina og svo nýr árgangur barna á þriðja aldursári ár hvert á komandi árum.