Byggðarráð Skagafjarðar - 75
Málsnúmer 2312003F
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Skagafjarðar - 20. fundur - 13.12.2023
Fundargerð 75. fundar byggðarráðs frá 8. desember 2023 lögð fram til afgreiðslu á 20. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir forseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 75 Farið yfir áætlun eignasjóðs um meiriháttar viðhald fasteigna annars vegar og hins vegar framkvæmdaáætlun eignasjóðs og B-hluta fyrirtækja.
Byggðarráð samþykkir áætlunina með áorðnum breytingum sem verður hluti af fjárhagsáætlun Skagafjarðar fyrir árið 2024. Bókun fundar Afgreiðsla 75. fundar byggðarráðs staðfest á 20. fundi sveitarstjórnar 13. desember 2023 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 75 Lögð fram fjárhagsáætlun Skagafjarðar fyrir árið 2024, ásamt þriggja ára áætlun 2025-2027, til síðari umræðu.
Byggðarráð samþykkir fjárhagsáætlunina og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Fjárhagsáætlun 2024-2027, síðar á fundinum. Samþykkt samhljóða. - .3 2312016 Umsagnarbeiðni; Tillaga til þingsályktunar um gjaldfrjálsar skólamáltíðir og umgjörð þeirraByggðarráð Skagafjarðar - 75 Lagt fram til umsagnar frá velferðarnefnd Alþingis, 402. mál, gjaldfrjálsar skólamáltíðir og umgjörð þeirra. Umsagnarfrestur er til 11. desember 2023.
Byggðaráð tekur undir mikilvægi þess að öll börn fái holla og góða næringu í heilnæmu umhverfi þar sem horft verður til þess að stuðla að góðum og heilbrigðum matarvenjum. Byggðarráð áréttar einnig að nauðsynlegt er að öll börn fái jafnan aðgang að næringarríkum mat enda það hluti að jafnræði á milli barna og stuðlar að aukinni lýðheilsu.
Flest sveitarfélög hafa þann háttinn á að veita tekjuminni foreldrum stuðning með það að markmiði að öll börn fái aðgang að skólamáltíð óháð stöðu. Það að gera skólamáltíðir gjaldfrjálsar fyrir alla foreldra, óháð tekjum er mun stærra verkefni. Liggja þarf fyrir samstaða á milli ríkis og sveitarfélaga um hvernig verkefnið er unnið, hvaða þætti ber að horfa til og með hvaða hætti ríkið muni koma að fjármögnun verkefnisins til lengri tíma. Rétt er að benda á að oft hefur hallað verulega á sveitarfélögin fjárhagslega þegar ákvörðun um aukna þjónustu sveitarfélaga er bundin í lög. Fagnaðarefni er ef ríkisvaldið hyggst tryggja gjaldfrjálsar skólamáltíðir en ef tillagan gengur út á að annað stjórnsýslustig landsins sé enn og aftur að ganga á rétt hins með fyrirmælum um kostnaðarauka er því mótmælt. Bókun fundar Afgreiðsla 75. fundar byggðarráðs staðfest á 20. fundi sveitarstjórnar 13. desember 2023 með níu atkvæðum.