Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 254/2023, "Endurmat á virkjunarkostum úr 3. áfanga rammaáætlunar - drög að tillögum verkefnastjórnar". Umsagnarfrestur er til og með 18.12. 2023.
Fulltrúar meirihluta Einar E. Einarsson og Sólborg S. Borgarsdóttir óska bókað:
Meirihluti byggðarráðs Skagafjarðar mótmælir þeirri niðurstöðu sem verkefnastjórn rammaáætlunar leggur til nú varðandi virkjunarkosti í Skagafirði.
Þann 15. júní 2022 samþykkti Alþingi þingsályktun um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða (rammaáætlun, þingskjal nr. 1210, 332. mál á 152. löggjafarþingi). Þingsályktunin byggði á niðurstöðu meirihluta umhverfis- og samgöngunefndar þar sem mikilvægt var talið að ákvarðanir um flokkun virkjunarkosta í verndarflokk eða nýtingarflokk grundvölluðust á mati sem byggðist á bestu mögulegum upplýsingum um viðkomandi svæði og áhrif fyrirhugaðra framkvæmda á náttúru þess og lífríki. Það var talið nauðsynlegt að eyða þeirri óvissu sem uppi var um raunveruleg áhrif viðkomandi virkjunarkosta á þau viðföng sem til staðar eru í Héraðsvötnum áður en tekin yrði ákvörðun um hvort svæðið eigi að fara í verndarflokk eða nýtingarflokk yrði tekinn (þingskjal nr. 1210, 332. mál á 152. löggjafarþingi).
Á grunni samþykktrar þingsályktunar og nefndarálits meirihluta umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis fól verkefnisstjórn 5. áfanga rammaáætlunar faghópi 1 að endurmeta ofangreinda virkjunarkosti miðað við þau tilmæli sem Alþingi veitti verkefnisstjórn. Í áliti verkefnastjórnar kemur ekkert fram um að þeir hafi beðið aðra lögbundna faghópa að fjalla um málið sem vekur mikla furðu.
Niðurstöður faghóps 1 í endurmatinu liggur nú fyrir og er hún sú að virkjunarkostir Héraðsvatna, Skatastaðavirkjun C, Skatastaðavirkjun D og Villingarnesvirkjun verði aftur færðar í verndarflokk. Sem fyrr segir er ekki neitt komið fram um vinnu eða álit faghópa nr 2, 3 eða 4 í endurmatinu. Það er líka rétt að benda á að niðurstöður faghópa nr. 3 og 4 hafa aldrei komið fram um virkjunarmöguleikana í Héraðsvötnum. Faghópi 3 er ætlað samkvæmt lögum að meta virkjunarkosti og landsvæði með tilliti til áhrifa þeirra á samfélagið og faghópi 4 er ætlað greina hagkvæmi virkjunarkosta og kostnaðarflokka. Meirihluti byggðarráðs telur því að málið hafi ekki verið rannsakað eins og lög nr. 48/2011 um verndar- og orkunýtingaráætlun kveða á um.
Rétt er einnig að minna á stefnu stjórnvalda um að orkuskiptum á Íslandi skuli lokið fyrir árið 2040 og að á Norðurlandi öllu er verulegur skortur á orku ásamt því að vegalengdir frá virkjunum hamla meðal annars möguleikum á nýtingu jarðstrengja í uppbyggingu flutningskerfisins á Norðurlandi. Einnig er rétt að minna á þá miklu jarðfræðilegu óvissu sem ríkir í dag um jarðvarmavirkjanir á Suðvesturhorni landsins en við virkjun Blöndu á sínum tíma voru meðal annars notuð þau rök að hún væri utan eldvirkra svæða. Sömu rök gilda einnig í dag um t.d. virkjun Skatastaðavirkjunar.
Fulltrúar meirihluta byggðarráðs Skagafjarðar skora því á umhverfis- og auðlindaráðherra og Alþingi að tryggja að allir virkjunarkostir Héraðsvatna verði áfram í biðflokki á meðan niðurstöðu annarra faghópa er beðið og ekki síður vegna þeirrar miklu óvissu sem uppi er um áhrif jarðhræringa á virkjanir og virkjanakosti á Reykjarnesskaganum.
Álfhildur Leifsdóttir, VG og óháðum óskar bókað:
Héraðsvötnin og Jökulárnar móta ásýnd og ímynd Skagafjarðar og eru undirstaða hins síkvika lífkerfis héraðsins allt frá jöklum til hafs. Tækifæri framtíðarinnar felast í að vernda þau og nýta þau óspjölluð í tengslum við fjölþætta útivist, veiði, ferðaþjónustu, landbúnað og aðra umhverfisvæna atvinnustarfsemi. Þýðing Vatnanna fyrir uppeldi fiskseiða, bæði ferskvatnsfiska og sjávarfiska er einnig ómetanleg. Ferðaþjónusta í Skagafirði er í vexti og hafa fljótasiglingar skapað svæðinu mikla sérstöðu, enda einstakar á heimsvísu.
Talið var að um ofmat væri að ræða í rökstuðningi faghóps rammaáætlunar 3 og óskað var eftir endurmati á þeim grundvelli. Voru Héraðsvötn færð aftur í biðflokk í síðustu rammaáætlun fyrir vikið. Niðurstöður endurmatsins eru afdráttarlausar. Höfundar greinagerðar um endurmat telja að ekki hafi verið um ofmat að ræða á áhrifum fyrirhugaðra virkjana í Héraðsvötnum á þá þætti náttúrufars sem óskað var nánari skoðunar á.
Meðal þess sem fram kom í athugunum endurmatsins var:
Náttúruverndargildi Héraðsvatna er mjög hátt enda meðal umfangsmestu flæðiengja landsins. Þetta endurspeglast í því að svæðið hefur fengið sérstaka stöðu m.t.t. náttúruverndar, bæði innanlands og alþjóðlega, m.a. vegna mikilvægi svæðisins fyrir fugla og líffræðilega fölbreytni.
Lífverusamfélög og vistkerfi flæðiengjanna hafa þróast í takt við reglubundnar sveiflur í umhverfinu. Aurinn sem berst með flóðum sem veita vatni á landið er vistfræðilega mikilvægur fyrir flæðiengjarnar og forsenda fyrir því að þær geti viðhaldið sér. Vatnsmiðlun vegna virkjunarframkvæmda hefur mikil og ófyrirsjáanleg áhrif á eðli flóða í vatnakerfinu en þau eru grundvöllur vistkerfis flæðiengjanna.
Flæðiengjar í Skagafirði eru hluti af stærri vistfræðilegri heild og því mikilvægt að huga að því þegar horft er til verðmætamats og mögulegra áhrifa aðgerða á vatnasvið Héraðsvatna. Orravatnsrústir sem eru efst á vatnasviði Héraðsvatna hafa hátt náttúruverndargildi ekki síst vegna rústamýra sem teljast alþjóðlega verndarþurfi og eru fremur sjaldgæfar hérlendis. Lón Skatastaðavirkjunar mun teygja sig inn á svæðið sem lagt er til að verði friðlýst og gæti haft áhrif á rústirnar.
Niðurstaða höfunda greinargerðar um endurmat á niðurstöðu faghóps 1 í 3. áfanga rammaáætlunar á virkjunarkostum í Héraðsvötnum er að verðmæti vatnasviðs Héraðsvatna sé mjög hátt og hafi þar að leiðandi mikið náttúruverndargildi. Það er einnig álit höfunda að fyrirhugaðir virkjunarkostir myndu hafa mikil áhrif á vistkerfi og vistgerðir með hátt verndargildi. Höfundar greinargerðarinnar eru sammála áliti erlends sérfræðings sem fenginn var til að meta niðurstöður faghóps 1 í 3. áfanga um að ekki sé um ofmat að ræða á mögulegum áhrifum virkjunarhugmynda á vistkerfi svæðisins, þ.m.t. flæðiengjar á láglendi.
Vinstri græn og óháð í Skagafirði fagna niðurstöðu endurmatsins og krefjast þess að farið verði eftir því faglega mati og um leið þeirri faglegu sátt sem rammaáætlun er ætlað að skapa.
Fulltrúar meirihluta Einar E. Einarsson og Sólborg S. Borgarsdóttir óska bókað:
Meirihluti byggðarráðs Skagafjarðar mótmælir þeirri niðurstöðu sem verkefnastjórn rammaáætlunar leggur til nú varðandi virkjunarkosti í Skagafirði.
Þann 15. júní 2022 samþykkti Alþingi þingsályktun um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða (rammaáætlun, þingskjal nr. 1210, 332. mál á 152. löggjafarþingi). Þingsályktunin byggði á niðurstöðu meirihluta umhverfis- og samgöngunefndar þar sem mikilvægt var talið að ákvarðanir um flokkun virkjunarkosta í verndarflokk eða nýtingarflokk grundvölluðust á mati sem byggðist á bestu mögulegum upplýsingum um viðkomandi svæði og áhrif fyrirhugaðra framkvæmda á náttúru þess og lífríki. Það var talið nauðsynlegt að eyða þeirri óvissu sem uppi var um raunveruleg áhrif viðkomandi virkjunarkosta á þau viðföng sem til staðar eru í Héraðsvötnum áður en tekin yrði ákvörðun um hvort svæðið eigi að fara í verndarflokk eða nýtingarflokk yrði tekinn (þingskjal nr. 1210, 332. mál á 152. löggjafarþingi).
Á grunni samþykktrar þingsályktunar og nefndarálits meirihluta umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis fól verkefnisstjórn 5. áfanga rammaáætlunar faghópi 1 að endurmeta ofangreinda virkjunarkosti miðað við þau tilmæli sem Alþingi veitti verkefnisstjórn. Í áliti verkefnastjórnar kemur ekkert fram um að þeir hafi beðið aðra lögbundna faghópa að fjalla um málið sem vekur mikla furðu.
Niðurstöður faghóps 1 í endurmatinu liggur nú fyrir og er hún sú að virkjunarkostir Héraðsvatna, Skatastaðavirkjun C, Skatastaðavirkjun D og Villingarnesvirkjun verði aftur færðar í verndarflokk. Sem fyrr segir er ekki neitt komið fram um vinnu eða álit faghópa nr 2, 3 eða 4 í endurmatinu. Það er líka rétt að benda á að niðurstöður faghópa nr. 3 og 4 hafa aldrei komið fram um virkjunarmöguleikana í Héraðsvötnum. Faghópi 3 er ætlað samkvæmt lögum að meta virkjunarkosti og landsvæði með tilliti til áhrifa þeirra á samfélagið og faghópi 4 er ætlað greina hagkvæmi virkjunarkosta og kostnaðarflokka. Meirihluti byggðarráðs telur því að málið hafi ekki verið rannsakað eins og lög nr. 48/2011 um verndar- og orkunýtingaráætlun kveða á um.
Rétt er einnig að minna á stefnu stjórnvalda um að orkuskiptum á Íslandi skuli lokið fyrir árið 2040 og að á Norðurlandi öllu er verulegur skortur á orku ásamt því að vegalengdir frá virkjunum hamla meðal annars möguleikum á nýtingu jarðstrengja í uppbyggingu flutningskerfisins á Norðurlandi. Einnig er rétt að minna á þá miklu jarðfræðilegu óvissu sem ríkir í dag um jarðvarmavirkjanir á Suðvesturhorni landsins en við virkjun Blöndu á sínum tíma voru meðal annars notuð þau rök að hún væri utan eldvirkra svæða. Sömu rök gilda einnig í dag um t.d. virkjun Skatastaðavirkjunar.
Fulltrúar meirihluta byggðarráðs Skagafjarðar skora því á umhverfis- og auðlindaráðherra og Alþingi að tryggja að allir virkjunarkostir Héraðsvatna verði áfram í biðflokki á meðan niðurstöðu annarra faghópa er beðið og ekki síður vegna þeirrar miklu óvissu sem uppi er um áhrif jarðhræringa á virkjanir og virkjanakosti á Reykjarnesskaganum.
Álfhildur Leifsdóttir, VG og óháðum óskar bókað:
Héraðsvötnin og Jökulárnar móta ásýnd og ímynd Skagafjarðar og eru undirstaða hins síkvika lífkerfis héraðsins allt frá jöklum til hafs. Tækifæri framtíðarinnar felast í að vernda þau og nýta þau óspjölluð í tengslum við fjölþætta útivist, veiði, ferðaþjónustu, landbúnað og aðra umhverfisvæna atvinnustarfsemi. Þýðing Vatnanna fyrir uppeldi fiskseiða, bæði ferskvatnsfiska og sjávarfiska er einnig ómetanleg. Ferðaþjónusta í Skagafirði er í vexti og hafa fljótasiglingar skapað svæðinu mikla sérstöðu, enda einstakar á heimsvísu.
Talið var að um ofmat væri að ræða í rökstuðningi faghóps rammaáætlunar 3 og óskað var eftir endurmati á þeim grundvelli. Voru Héraðsvötn færð aftur í biðflokk í síðustu rammaáætlun fyrir vikið. Niðurstöður endurmatsins eru afdráttarlausar. Höfundar greinagerðar um endurmat telja að ekki hafi verið um ofmat að ræða á áhrifum fyrirhugaðra virkjana í Héraðsvötnum á þá þætti náttúrufars sem óskað var nánari skoðunar á.
Meðal þess sem fram kom í athugunum endurmatsins var:
Náttúruverndargildi Héraðsvatna er mjög hátt enda meðal umfangsmestu flæðiengja landsins. Þetta endurspeglast í því að svæðið hefur fengið sérstaka stöðu m.t.t. náttúruverndar, bæði innanlands og alþjóðlega, m.a. vegna mikilvægi svæðisins fyrir fugla og líffræðilega fölbreytni.
Lífverusamfélög og vistkerfi flæðiengjanna hafa þróast í takt við reglubundnar sveiflur í umhverfinu. Aurinn sem berst með flóðum sem veita vatni á landið er vistfræðilega mikilvægur fyrir flæðiengjarnar og forsenda fyrir því að þær geti viðhaldið sér. Vatnsmiðlun vegna virkjunarframkvæmda hefur mikil og ófyrirsjáanleg áhrif á eðli flóða í vatnakerfinu en þau eru grundvöllur vistkerfis flæðiengjanna.
Flæðiengjar í Skagafirði eru hluti af stærri vistfræðilegri heild og því mikilvægt að huga að því þegar horft er til verðmætamats og mögulegra áhrifa aðgerða á vatnasvið Héraðsvatna. Orravatnsrústir sem eru efst á vatnasviði Héraðsvatna hafa hátt náttúruverndargildi ekki síst vegna rústamýra sem teljast alþjóðlega verndarþurfi og eru fremur sjaldgæfar hérlendis. Lón Skatastaðavirkjunar mun teygja sig inn á svæðið sem lagt er til að verði friðlýst og gæti haft áhrif á rústirnar.
Niðurstaða höfunda greinargerðar um endurmat á niðurstöðu faghóps 1 í 3. áfanga rammaáætlunar á virkjunarkostum í Héraðsvötnum er að verðmæti vatnasviðs Héraðsvatna sé mjög hátt og hafi þar að leiðandi mikið náttúruverndargildi. Það er einnig álit höfunda að fyrirhugaðir virkjunarkostir myndu hafa mikil áhrif á vistkerfi og vistgerðir með hátt verndargildi. Höfundar greinargerðarinnar eru sammála áliti erlends sérfræðings sem fenginn var til að meta niðurstöður faghóps 1 í 3. áfanga um að ekki sé um ofmat að ræða á mögulegum áhrifum virkjunarhugmynda á vistkerfi svæðisins, þ.m.t. flæðiengjar á láglendi.
Vinstri græn og óháð í Skagafirði fagna niðurstöðu endurmatsins og krefjast þess að farið verði eftir því faglega mati og um leið þeirri faglegu sátt sem rammaáætlun er ætlað að skapa.