Fara í efni

Breyting á lögum nr. 6-2001, um skráningu og mat fasteigna, gildistöku reglugerðar um merki fasteigna

Málsnúmer 2312070

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 40. fundur - 14.12.2023

Lagt fram til kynningar. Um áramótin 2023-2024 tekur lagabreyting gildi sbr. III kafli breytingarlaga nr. 74/2022, sem hefur þau áhrif að ferill mun breytast við skráningu og mælingu merkja fasteigna. Eftir lagabreytingu mega þeir einir sem hafa leyfi ráherra sem merkjalýsendur, mæla eignamörk og gera merkjalýsingar, en merkjalýsing er skjal sem tekur við af lóðauppdrætti eins og skilað hefur verið inn með skráningu fasteigna hingað til. Kröfur og efni merkjalýsinga eru meiri en almennt gilda nú til lóða-/mæliblaða og er lýst í nýrri reglugerð um merki fasteigna.
Sjá nánar á eftirfarandi vefslóð: https://island.is/samradsgatt/mal/3614.