Skipulagsnefnd
Dagskrá
1.Helgustaðir í Unadal - Beiðni um aðalskipulagsbreytingu
Málsnúmer 2211189Vakta málsnúmer
2.Umsagnarbeiðni -Breytingar á Blöndulínu 3, mál 0672 2023 í skipulagsgátt
Málsnúmer 2310046Vakta málsnúmer
Ákvörðun Skipulagsstofnunar vegna máls “Breytingar á Blöndulínu 3 - ákvörðun um matskyldu" lögð til kynningar, þar sem m.a. eftirfarandi segir:
“Á grundvelli fyrirliggjandi gagna er það niðurstaða Skipulagsstofnunar að fyrirhuguð framkvæmd sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif, sbr. þau viðmið sem tilgreind eru í 2. viðauka laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana. Því skal framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Samkvæmt 30. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana má kæra ákvörðunina til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Kærufrestur er til 2. janúar 2024."
“Á grundvelli fyrirliggjandi gagna er það niðurstaða Skipulagsstofnunar að fyrirhuguð framkvæmd sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif, sbr. þau viðmið sem tilgreind eru í 2. viðauka laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana. Því skal framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Samkvæmt 30. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana má kæra ákvörðunina til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Kærufrestur er til 2. janúar 2024."
3.Beiðni um aðalskipulagsbreytingu - Blöndulína 3
Málsnúmer 2305016Vakta málsnúmer
Vegna fyrirhugaðra framkvæmda við Blöndulínu 3, óskaði Landsnet eftir því við Sveitarfélagið Skagafjörð, í bréfi dags. 25.4.2023 um að hefja vinnu við breytingar á aðalskipulagi sveitarfélagsins, í samræmi við aðalvalkost sem kynntur var í umhverfismatsskýrslu Landsnets. Frá því aðalvalkostur var kynntur í umhverfismatsskýrslu hafa verið gerðar lítillegar breytingar á legu línunnar, sem eru tilkomnar vegna samtals og samráðs við landeigendur, en að auki hefur verkhönnun línunnar kallað á breytingar. Breytingarnar voru tilkynntar til Skipulagsstofnunar til ákvörðunar um matsskyldu og liggur ákvörðun stofnunarinnar fyrir um að þær séu ekki háðar umhverfismati.
Innan Skagafjarðar felast helstu breytingarnar í fráviki frá upphaflegri línuleið við Mælifell og Brúnastaði 1 og 2, þar sem línan færist um 600-700 m. Auk þessara breytinga er lítilsháttar tilfærsla á línuleið yfir Héraðsvötn. Fjallað er um þessar tilfærslur í tilkynningu Landsnets til Skipulagsstofnunar í köflum 3.1.1.-3.1.3 og eru sýndar þar á mynd 3.1.2.
Óskar Landsnet eftir því að Skagafjörður taki fyrir breytingu á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035 og Aðalskipulagi Akrahrepps 2010-2022 vegna Blöndulínu 3, í samræmi við Umhverfismatsskýrslu Blöndulínu 3 og því sem tekið er fram í minnisblaði: Breyting á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035 og Aðalskipulagi Akrahrepps 2010-2022 vegna Blöndulínu 3 dagsett 25. apríl 2023. Að auki því sem fram kemur í tilkynningu Landsnets til Skipulagsstofnunar dagsett september 2023.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila umbeðna breytingu á aðalskipulagi skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og breytingin verði unnin á kostnað umsækjanda í samræmi við gildandi samþykktir sveitarfélagsins.
Álfhildur Leifsdóttir fulltrúi Vinstri grænna og óháðra óskar bókað:
Nýlega endurskoðað og gildandi Aðalskipulag sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020- 2035 gerir ráð fyrir að Blöndulína 3 fari um svokallaða Héraðsvatnaleið með 3,7 km jarðstreng á þeirri leið. Landsnet taldi á þeim tíma sem Héraðsvatnaleið var helsti valkostur, að möguleiki væri á jarðstreng á línuleiðinni. Nú hefur Landsnet kynnt aðalvalkost sinn, Kiðaskarðsleið, og fer fram á breytingu á Aðalskipulagi Skagafjarðar.
Samkvæmt umhverfismatsskýrslu Landsnets er ekki gert ráð fyrir neinum jarðstreng á línuleiðinni m.a. með þeim rökum að jarðstrengur falli ekki að stefnu stjórnvalda um lagningu raflínu. Línuleiðin sem um ræðir fylgir ekki mannvirkjabelti að stórum hluta en Umhverfisstofun telur að velja eigi raflínum stað á mannvirkjabeltum sem þegar eru til staðar s.s. með vegum eða öðrum línum og forðast ætti að taka ný og óröskuð svæði undir háspennulínur og alls ekki svæði sem teljast lítið röskuð víðerni.
Kiðaskarðsleið mun fara yfir lítið snortið land og helsta kennileiti fjarðarins, Mælifellshnjúkurinn mun verða fyrir sjónmengun af völdum hennar. Áhrif loftlínu á nærumhverfi sitt á þessu nánast ósnortna svæði eru án nokkrus vafa verulega neikvæð. Umhverfisgæði íbúa á svæðinu munu skerðast vegna línumannvirkjanna, bæði vegna mikilla sjónrænna áhrifa og vegna hljóðmengunar sem vart verður við ákveðin skilyrði. Stórt tengivirki kemur til með að rísa við fjallsrætur og kostnaðarsamur aukalegur 15 km jarðstrengur verður lagður þaðan til Varmahlíðar. Sá jarðstrengur kemur til með að skerða aðra jarðstrengs möguleika línunnar í framtíðinni. Allar þessar framkvæmdir með tilheyrandi lýti á ásýnd Skagafjarðar koma þó ekki til með að skila aukinni raforku til íbúa eða fyrirtækja fjarðarins.
Að mati VG og óháðra eru forsendur fyrir lagningu Blöndulínu 3 brostnar þar sem engin áform eru um jarðstreng á línuleiðinni. Jarðstrengur er mikilvæg málamiðlun þannig að framkvæmd þessi geti orðið í sátt við íbúa, landeigendur og atvinnurekendur sem eiga mikið undir ímynd héraðsins en ekki síst í sátt við náttúruna. Sveitarfélaginu ber að gæta hagsmuna íbúa Skagafjarðar og landeigenda í hvívetna og beita sér til þess á öllum stigum. Eigendur 10 landeigna á Kiðaskarðsleið frá Mælifelli austur að Héraðsvötnum hafa með vottuðum undirskriftum alfarið hafnað línulögn um lönd sín og því augljóst að ekki er sátt um framkvæmdina.
Fulltrúar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks leggja fram eftirfarandi bókun:
Fulltrúar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks með því að taka umrædda ósk um breytingu á Aðalskipulagi Skagafjarðar 2020-2035 til efnislegar meðferðar er verið að byrja formlegt samráðsferli við íbúa Skagafjarðar um hugsanlega legu Blöndulínu 3 um Skagafjörð, þ.e.a.s. annan valkost en þann sem samþykktur var af sveitarstjórn 24. apríl 2019. Í samráðsferlinu mun öllum íbúum gefast kostur á að koma sínum sjónarmiðum á framfæri um kosti og galla mismunandi legu línunnar. Það að taka málið til skipulagslegrar meðferðar er því bæði skylda sveitarfélagsins sem ábyrgðaraðila skipulagsmála í Skagafirði og forsenda þess að hægt sé að taka vandaða ákvörðun um endanlega legu línunnar.
Eyþór Fannar Sveinsson fulltrúi Byggðalista óskar bókað:
Á 24. fundi Skipulagsnefndar þann 4. maí 2023 óskaði Landsnet eftir Aðalskipulagsbreytingu vegna færslu á Blöndulínu 3, frá svokallaðri Héraðsvatnaleið, yfir á nýja leið um Kiðaskarð. Með færslunni yrðu engar jarðstrengslagnir á línuleiðinni eins og gert er ráð fyrir í núgildandi Aðalskipulagi Sveitarfélags Skagafjarðar 2020-2035. Skipulagsnefnd frestaði afgreiðslu málsins vegna yfirstandandi mats um möguleika og getu raforkukerfisins á 220 kV jarðstrengslögn í Blöndulínu 3, unnið af Ragnari Kristjánssyni óháðum matsmanni og lektor við Háskólann í Reykjavík. Skýrsla með mati Ragnars var kynnt á 30. fundi Skipulagsnefndar, 16. ágúst, þar sem staðfest voru gögn Landsnets um litla sem enga möguleika á lagningu 220 kV jarðstrengs í Blöndulínu 3. Forsendur fyrir línuleiðinni um Héraðsvatnaleið eru því brostnar miðað við gildandi Aðalskipulag, þar sem gert er ráð fyrir a.m.k. 3,8 km löngum jarðstreng og er því ljóst að gera þarf breytingar á Aðalskipulagi vegna þess.
Við Aðalskipulagsbreytingu gefst íbúum Skagafjarðar möguleiki á umsögn vegna fyrirhugaðra breytinga við auglýsingu skipulagslýsingar, breytingartillögu og við sjálfa aðalskipulagsbreytinguna.
Innan Skagafjarðar felast helstu breytingarnar í fráviki frá upphaflegri línuleið við Mælifell og Brúnastaði 1 og 2, þar sem línan færist um 600-700 m. Auk þessara breytinga er lítilsháttar tilfærsla á línuleið yfir Héraðsvötn. Fjallað er um þessar tilfærslur í tilkynningu Landsnets til Skipulagsstofnunar í köflum 3.1.1.-3.1.3 og eru sýndar þar á mynd 3.1.2.
Óskar Landsnet eftir því að Skagafjörður taki fyrir breytingu á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035 og Aðalskipulagi Akrahrepps 2010-2022 vegna Blöndulínu 3, í samræmi við Umhverfismatsskýrslu Blöndulínu 3 og því sem tekið er fram í minnisblaði: Breyting á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035 og Aðalskipulagi Akrahrepps 2010-2022 vegna Blöndulínu 3 dagsett 25. apríl 2023. Að auki því sem fram kemur í tilkynningu Landsnets til Skipulagsstofnunar dagsett september 2023.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila umbeðna breytingu á aðalskipulagi skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og breytingin verði unnin á kostnað umsækjanda í samræmi við gildandi samþykktir sveitarfélagsins.
Álfhildur Leifsdóttir fulltrúi Vinstri grænna og óháðra óskar bókað:
Nýlega endurskoðað og gildandi Aðalskipulag sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020- 2035 gerir ráð fyrir að Blöndulína 3 fari um svokallaða Héraðsvatnaleið með 3,7 km jarðstreng á þeirri leið. Landsnet taldi á þeim tíma sem Héraðsvatnaleið var helsti valkostur, að möguleiki væri á jarðstreng á línuleiðinni. Nú hefur Landsnet kynnt aðalvalkost sinn, Kiðaskarðsleið, og fer fram á breytingu á Aðalskipulagi Skagafjarðar.
Samkvæmt umhverfismatsskýrslu Landsnets er ekki gert ráð fyrir neinum jarðstreng á línuleiðinni m.a. með þeim rökum að jarðstrengur falli ekki að stefnu stjórnvalda um lagningu raflínu. Línuleiðin sem um ræðir fylgir ekki mannvirkjabelti að stórum hluta en Umhverfisstofun telur að velja eigi raflínum stað á mannvirkjabeltum sem þegar eru til staðar s.s. með vegum eða öðrum línum og forðast ætti að taka ný og óröskuð svæði undir háspennulínur og alls ekki svæði sem teljast lítið röskuð víðerni.
Kiðaskarðsleið mun fara yfir lítið snortið land og helsta kennileiti fjarðarins, Mælifellshnjúkurinn mun verða fyrir sjónmengun af völdum hennar. Áhrif loftlínu á nærumhverfi sitt á þessu nánast ósnortna svæði eru án nokkrus vafa verulega neikvæð. Umhverfisgæði íbúa á svæðinu munu skerðast vegna línumannvirkjanna, bæði vegna mikilla sjónrænna áhrifa og vegna hljóðmengunar sem vart verður við ákveðin skilyrði. Stórt tengivirki kemur til með að rísa við fjallsrætur og kostnaðarsamur aukalegur 15 km jarðstrengur verður lagður þaðan til Varmahlíðar. Sá jarðstrengur kemur til með að skerða aðra jarðstrengs möguleika línunnar í framtíðinni. Allar þessar framkvæmdir með tilheyrandi lýti á ásýnd Skagafjarðar koma þó ekki til með að skila aukinni raforku til íbúa eða fyrirtækja fjarðarins.
Að mati VG og óháðra eru forsendur fyrir lagningu Blöndulínu 3 brostnar þar sem engin áform eru um jarðstreng á línuleiðinni. Jarðstrengur er mikilvæg málamiðlun þannig að framkvæmd þessi geti orðið í sátt við íbúa, landeigendur og atvinnurekendur sem eiga mikið undir ímynd héraðsins en ekki síst í sátt við náttúruna. Sveitarfélaginu ber að gæta hagsmuna íbúa Skagafjarðar og landeigenda í hvívetna og beita sér til þess á öllum stigum. Eigendur 10 landeigna á Kiðaskarðsleið frá Mælifelli austur að Héraðsvötnum hafa með vottuðum undirskriftum alfarið hafnað línulögn um lönd sín og því augljóst að ekki er sátt um framkvæmdina.
Fulltrúar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks leggja fram eftirfarandi bókun:
Fulltrúar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks með því að taka umrædda ósk um breytingu á Aðalskipulagi Skagafjarðar 2020-2035 til efnislegar meðferðar er verið að byrja formlegt samráðsferli við íbúa Skagafjarðar um hugsanlega legu Blöndulínu 3 um Skagafjörð, þ.e.a.s. annan valkost en þann sem samþykktur var af sveitarstjórn 24. apríl 2019. Í samráðsferlinu mun öllum íbúum gefast kostur á að koma sínum sjónarmiðum á framfæri um kosti og galla mismunandi legu línunnar. Það að taka málið til skipulagslegrar meðferðar er því bæði skylda sveitarfélagsins sem ábyrgðaraðila skipulagsmála í Skagafirði og forsenda þess að hægt sé að taka vandaða ákvörðun um endanlega legu línunnar.
Eyþór Fannar Sveinsson fulltrúi Byggðalista óskar bókað:
Á 24. fundi Skipulagsnefndar þann 4. maí 2023 óskaði Landsnet eftir Aðalskipulagsbreytingu vegna færslu á Blöndulínu 3, frá svokallaðri Héraðsvatnaleið, yfir á nýja leið um Kiðaskarð. Með færslunni yrðu engar jarðstrengslagnir á línuleiðinni eins og gert er ráð fyrir í núgildandi Aðalskipulagi Sveitarfélags Skagafjarðar 2020-2035. Skipulagsnefnd frestaði afgreiðslu málsins vegna yfirstandandi mats um möguleika og getu raforkukerfisins á 220 kV jarðstrengslögn í Blöndulínu 3, unnið af Ragnari Kristjánssyni óháðum matsmanni og lektor við Háskólann í Reykjavík. Skýrsla með mati Ragnars var kynnt á 30. fundi Skipulagsnefndar, 16. ágúst, þar sem staðfest voru gögn Landsnets um litla sem enga möguleika á lagningu 220 kV jarðstrengs í Blöndulínu 3. Forsendur fyrir línuleiðinni um Héraðsvatnaleið eru því brostnar miðað við gildandi Aðalskipulag, þar sem gert er ráð fyrir a.m.k. 3,8 km löngum jarðstreng og er því ljóst að gera þarf breytingar á Aðalskipulagi vegna þess.
Við Aðalskipulagsbreytingu gefst íbúum Skagafjarðar möguleiki á umsögn vegna fyrirhugaðra breytinga við auglýsingu skipulagslýsingar, breytingartillögu og við sjálfa aðalskipulagsbreytinguna.
4.Beiðni um lóð undir kennslu- og rannsóknaaðstöðu fiskeldis- og fiskalíffræði Háskólans á Hólum
Málsnúmer 2207159Vakta málsnúmer
Á 10. fundi Sveitarstjórnar Skagafjarðar þann 15.02.2023 var samþykkt að veita Háskólanum á Hólum vilyrði, á grundvelli 8. gr. reglna um úthlutun byggingarlóða í sveitarfélaginu Skagafirði, fyrir 15.520 m2 lóð austan við Borgarflöt 31 á Sauðárkróki undir kennslu- og rannsóknaraðstöðu fiskeldis- og fiskalíffræði. Vilyrðið mun renna út hinn 15.02 2024, sbr. grein 8.3 úthlutunarreglnanna.
Á grundvelli vilyrðisins hefur rektor Háskólans á Hólum nú óskað eftir að hluta framangreindrar lóðar, allt að 3450 m2, verði úthlutað skólanum undir 500-600 m2 hús, svokallað frumhús, og að nýtt vilyrði verði gefið skólanum um úthlutun lóðarinnar að öðru leyti. Ráðgerir skólinn að sækja um að þeim hluta verði úthlutað undir allt að 5.000 m2 framtíðarhúsnæði skólans á Sauðárkróki, sem verði nýtt fyrir kennslu og rannsóknir í lagareldi og fiskalíffærði. Auk þess eru hugmyndir um að húsnæðið geti rúmað nýsköpunarsetur og aðstöðu fyrir fyrirtæki sem tengjast lagareldisiðnaðinum.
Fyrirliggjandi eru eftirfarandi skjöl:
Skýrsla dags. 14.03. 2023 um húsnæðisþörf fiskeldis- og fiskalíffræðideildar.
Ófullgerðir uppdrættir í vinnslu; afmörkun heildarlóðar dags. 20.01. 2023, afstöðumynd og ásýndir dags. 21.03. 2023.
Fyrstu drög að mögulegri áfangaskiptingu.
Erindi frá rektor Háskólans á Hólum dags. 12.12. 2023 ásamt formlegri umsókn um byggingarlóð.
Skipulagsfulltrúi gerir grein fyrir fyrstu drögum að heildarskipulagi lóðar, þ.m.t. mögulegri skiptingu hennar sem miðast við að lóðarúthlutun fari fram í áföngum, eftir því sem fyrirhugaðri uppbyggingu vindur fram, ef áætlanir ganga eftir. Bendir skipulagsfulltrúi sérstaklega á að staðsetning svokallað frumhúss geti haft afgerandi áhrif á nýtingu heildarlóðarinnar að öðru leyti, bæði hvernig hún verði nýtt vestan við svokallað frumhús og hvernig lóðin nýtist í austur í átt að gatnamótum Sauðárkróksbrautar og Strandvegar. Umræður urðu um framkomin gögn.
Reiknað er með að nefndin fundi aftur um málið áður en sveitarstjórn kemur næst saman saman til þess að staðfesta afgreiðslu nefndarinnar. Nefndin felur skipulagsfulltrúa að vinna, að höfðu frekara samráði við umsækjanda, eftirfarandi fyrir næsta fund nefndarinnar, sem ráðgerður er hinn 11. janúar 2024:
a)
Lóðarblað fyrir heildarlóðina.
b)
Tillögu um afmörkun þess lóðarhluta (stærð og staðsetning), sem ætlaður er undir svokallað frumhús.
c)
Notkunarskilmála fyrir lóðarhlutann um leyfða starfsemi, nýtingarhlutfall og aðrar upplýsingar, s.s. stærð byggingarreits, aðkoma, stærð og lögun mannvirkis, þakgerð og mænisstefna, sem nauðsynlegar eru til þess að láta fylgja tillögu að grenndarkynningu. Meðal notkunarskilmála verði samkomulag um greiðslu fyrir aðgang að sjóveitu.
Að fengnum framangreindum gögnum ráðgerir nefndin að taka endanlega ákvörðun á næsta fundi um úthlutun lóðarhlutans, framkomna beiðni um lóðarvilyrði og tillögu um grenndarkynningu.
Skipulagsnefnd fagnar fyrirhugaðri uppbyggingu Háskólans á Hólum innan Skagafjarðar.
Á grundvelli vilyrðisins hefur rektor Háskólans á Hólum nú óskað eftir að hluta framangreindrar lóðar, allt að 3450 m2, verði úthlutað skólanum undir 500-600 m2 hús, svokallað frumhús, og að nýtt vilyrði verði gefið skólanum um úthlutun lóðarinnar að öðru leyti. Ráðgerir skólinn að sækja um að þeim hluta verði úthlutað undir allt að 5.000 m2 framtíðarhúsnæði skólans á Sauðárkróki, sem verði nýtt fyrir kennslu og rannsóknir í lagareldi og fiskalíffærði. Auk þess eru hugmyndir um að húsnæðið geti rúmað nýsköpunarsetur og aðstöðu fyrir fyrirtæki sem tengjast lagareldisiðnaðinum.
Fyrirliggjandi eru eftirfarandi skjöl:
Skýrsla dags. 14.03. 2023 um húsnæðisþörf fiskeldis- og fiskalíffræðideildar.
Ófullgerðir uppdrættir í vinnslu; afmörkun heildarlóðar dags. 20.01. 2023, afstöðumynd og ásýndir dags. 21.03. 2023.
Fyrstu drög að mögulegri áfangaskiptingu.
Erindi frá rektor Háskólans á Hólum dags. 12.12. 2023 ásamt formlegri umsókn um byggingarlóð.
Skipulagsfulltrúi gerir grein fyrir fyrstu drögum að heildarskipulagi lóðar, þ.m.t. mögulegri skiptingu hennar sem miðast við að lóðarúthlutun fari fram í áföngum, eftir því sem fyrirhugaðri uppbyggingu vindur fram, ef áætlanir ganga eftir. Bendir skipulagsfulltrúi sérstaklega á að staðsetning svokallað frumhúss geti haft afgerandi áhrif á nýtingu heildarlóðarinnar að öðru leyti, bæði hvernig hún verði nýtt vestan við svokallað frumhús og hvernig lóðin nýtist í austur í átt að gatnamótum Sauðárkróksbrautar og Strandvegar. Umræður urðu um framkomin gögn.
Reiknað er með að nefndin fundi aftur um málið áður en sveitarstjórn kemur næst saman saman til þess að staðfesta afgreiðslu nefndarinnar. Nefndin felur skipulagsfulltrúa að vinna, að höfðu frekara samráði við umsækjanda, eftirfarandi fyrir næsta fund nefndarinnar, sem ráðgerður er hinn 11. janúar 2024:
a)
Lóðarblað fyrir heildarlóðina.
b)
Tillögu um afmörkun þess lóðarhluta (stærð og staðsetning), sem ætlaður er undir svokallað frumhús.
c)
Notkunarskilmála fyrir lóðarhlutann um leyfða starfsemi, nýtingarhlutfall og aðrar upplýsingar, s.s. stærð byggingarreits, aðkoma, stærð og lögun mannvirkis, þakgerð og mænisstefna, sem nauðsynlegar eru til þess að láta fylgja tillögu að grenndarkynningu. Meðal notkunarskilmála verði samkomulag um greiðslu fyrir aðgang að sjóveitu.
Að fengnum framangreindum gögnum ráðgerir nefndin að taka endanlega ákvörðun á næsta fundi um úthlutun lóðarhlutans, framkomna beiðni um lóðarvilyrði og tillögu um grenndarkynningu.
Skipulagsnefnd fagnar fyrirhugaðri uppbyggingu Háskólans á Hólum innan Skagafjarðar.
5.Norðurbrún 9b - Umsókn um lóð
Málsnúmer 2312010Vakta málsnúmer
Atli Gunnar Arnórsson, fyrir hönd Skagafjarðarveitna, hitaveitu, óska eftir heimild skipulagsnefndar Skagafjarðar fyrir eftirfarandi ráðstöfunum varðandi athafnasvæði fyrirtæksins við Norðurbrún í Varmahlíð. Vísað er til meðfylgjandi afstöðuuppdrátta sem gerðir eru á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni, nr. S-101 og S-102 í verki nr. 1017-0001, dags. 27. nóvember 2023, og aðaluppdrátta nr. A-101 og A-102 í sama verki, dags. 28. nóvember 2023.
Skipulagsnefnd frestar erindinu.
Skipulagsnefnd frestar erindinu.
6.Lýtingsstaðir (L146202) - Umsókn um byggingarreit.
Málsnúmer 2312008Vakta málsnúmer
Sveinn Guðmundsson þinglýstur eigandi Lýtingsstaða, landnúmer 146202 óskar eftir heimild til að stofna 240 m² byggingarreit á jörðinni eins og sýnt er á meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S01 í verki 72076000 útg. 29.11.2023. Afstöðuppdráttur var unnin á Stoð ehf. verkfræðistofu.
Um er að ræða byggingarreit fyrir gestamóttöku/afgreiðslu og sýningu að hámarki 50 m² að stærð.
Á Lýtingsstöðum hefur verið rekin ferðaþjónusta frá árinu 2000. Megin starfssemi í rekstrinum er hestaleiga og móttaka gesta þar sem íslenskur menningararfur; „Íslenski hesturinn, Íslenski fjárhundurinn og íslensk torfhús“, er kynntur og honum miðlaður. Á nærliggjandi lóð (Lýtingsstaðir lóð 1, lnr. 219794) er boðið upp á gistingu í þremur gestahúsum.
Auk þinglýsts eigenda er umsóknin undirrituð af eiginkonu Sveins, Evelyn Ýr Kuhne en ferðaþjónustan er rekin á hennar kennitölu og er hún meðeigandi lóða sem liggja sunnan við byggingarreitinn sem nú er sótt um. Sonur hjónanna Júlíus Guðni Kuhne Sveinsson, skrifar einnig undir erindið.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að afgreiða erindið að fenginni umsögn minjavarðar.
Um er að ræða byggingarreit fyrir gestamóttöku/afgreiðslu og sýningu að hámarki 50 m² að stærð.
Á Lýtingsstöðum hefur verið rekin ferðaþjónusta frá árinu 2000. Megin starfssemi í rekstrinum er hestaleiga og móttaka gesta þar sem íslenskur menningararfur; „Íslenski hesturinn, Íslenski fjárhundurinn og íslensk torfhús“, er kynntur og honum miðlaður. Á nærliggjandi lóð (Lýtingsstaðir lóð 1, lnr. 219794) er boðið upp á gistingu í þremur gestahúsum.
Auk þinglýsts eigenda er umsóknin undirrituð af eiginkonu Sveins, Evelyn Ýr Kuhne en ferðaþjónustan er rekin á hennar kennitölu og er hún meðeigandi lóða sem liggja sunnan við byggingarreitinn sem nú er sótt um. Sonur hjónanna Júlíus Guðni Kuhne Sveinsson, skrifar einnig undir erindið.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að afgreiða erindið að fenginni umsögn minjavarðar.
7.Hamar 2 (L234539) - Umsókn um byggingarreit.
Málsnúmer 2312046Vakta málsnúmer
Baldur Haraldsson þinglýstur eigandi lóðarinnar Hamar 2 (landnr. 234539) Hegranesi Skagafirði, óskar eftir heimild til þess að stofna 1327,8 m² samkvæmt framlögðum afstöðuuppdrætti gerðum á Stoð ehf. verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni. Númer uppdráttar er S-101 í verki nr. 709521, dags.18. maí 2023.
Um er að ræða byggingarreit fyrir íbúðarhús með sambyggðri bílgeymslu, steypt hús á einni hæð með flötu þaki.
Hámarks nýtingarhlutfall byggingarreits verður 0,35 að meðtöldu aðstöðuhúsi.
Meðan á byggingu íbúðarhússins stendur er óskað eftir því að staðsetja aðstöðuhús og vinnuskúra í norðausturhorni byggingarreitsins.
Vegtenging verður um nýja heimreið frá Hegranesvegi 764. Jákvæð umsögn Vegagerðarinnar um vegtengingu liggur fyrir.
Fyrir liggur jákvæð umsögn Minjastofnunar.
Vegna landhalla og landfræðilegra aðstæðna getur minnsta fjarlægð byggingarreitsins frá þjóðvegi ekki orðið meiri en 50 m frá miðlínu og er sótt um undanþágu til þess að svo megi verða.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að óskað verði eftir undanþágu Innviðaráðuneytis frá d. lið 5.3.2.5, gr. skipulagsreglugerðar nr. 90/2013, vegna 100 m fjarlægðarmarka byggingarreits frá Hegranesvegi nr. (764).
Um er að ræða byggingarreit fyrir íbúðarhús með sambyggðri bílgeymslu, steypt hús á einni hæð með flötu þaki.
Hámarks nýtingarhlutfall byggingarreits verður 0,35 að meðtöldu aðstöðuhúsi.
Meðan á byggingu íbúðarhússins stendur er óskað eftir því að staðsetja aðstöðuhús og vinnuskúra í norðausturhorni byggingarreitsins.
Vegtenging verður um nýja heimreið frá Hegranesvegi 764. Jákvæð umsögn Vegagerðarinnar um vegtengingu liggur fyrir.
Fyrir liggur jákvæð umsögn Minjastofnunar.
Vegna landhalla og landfræðilegra aðstæðna getur minnsta fjarlægð byggingarreitsins frá þjóðvegi ekki orðið meiri en 50 m frá miðlínu og er sótt um undanþágu til þess að svo megi verða.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að óskað verði eftir undanþágu Innviðaráðuneytis frá d. lið 5.3.2.5, gr. skipulagsreglugerðar nr. 90/2013, vegna 100 m fjarlægðarmarka byggingarreits frá Hegranesvegi nr. (764).
8.Helluland land I L(222955) - Umsókn um byggingarreit og breyting á landheiti, staðfangi.
Málsnúmer 2312071Vakta málsnúmer
Alda Bragadóttir og Gunnlaugur Einar Briem þinglýstir eigendur íbðúðarhúsalóðarinnar Helluland land I, landnúmer 222955 óska eftir heimild til að stofna 4400 m² byggingarreit á lóðinni eins og sýnt er á meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S01 í verki 77290101 útg. dags. 6. desember 2023. Afstöðuppdráttur var unnin af Ínu Björk Ársælsdóttir á Stoð ehf. verkfræðistofu.
Um er að ræða byggingarreit fyrir íbúðarhús að hámarki 180 m² að stærð.
Einnig er óskað eftir vegtengingu inn á lóðina frá Hegranesvegi (764). Meðfylgjandi er samþykki vegagerðarinnar.
Meðfylgjandi er umsögn Minjastofnunar sem er án athugasemda.
Jafnframt óska, þinglýstir eigendur íbúðarhúsalóðarinnar Helluland land I eftir því að breyta staðfangi lóðarinnar í “Klettaborg". Staðfangið vísar til klettamyndana á lóðinni. Ekkert annað landnúmer í Skagafirði er skráð með sama staðfang.
Skipulagsnefnd samþykkir umbeðið nafn/staðfang Klettaborg en leggur jafnframt til við sveitarstjórn að óskað verði eftir undanþágu Innviðaráðuneytis frá d. lið 5.3.2.5, gr. skipulagsreglugerðar nr. 90/2013, vegna 100 m fjarlægðarmarka byggingarreits frá Hegranesvegi nr. (764).
Um er að ræða byggingarreit fyrir íbúðarhús að hámarki 180 m² að stærð.
Einnig er óskað eftir vegtengingu inn á lóðina frá Hegranesvegi (764). Meðfylgjandi er samþykki vegagerðarinnar.
Meðfylgjandi er umsögn Minjastofnunar sem er án athugasemda.
Jafnframt óska, þinglýstir eigendur íbúðarhúsalóðarinnar Helluland land I eftir því að breyta staðfangi lóðarinnar í “Klettaborg". Staðfangið vísar til klettamyndana á lóðinni. Ekkert annað landnúmer í Skagafirði er skráð með sama staðfang.
Skipulagsnefnd samþykkir umbeðið nafn/staðfang Klettaborg en leggur jafnframt til við sveitarstjórn að óskað verði eftir undanþágu Innviðaráðuneytis frá d. lið 5.3.2.5, gr. skipulagsreglugerðar nr. 90/2013, vegna 100 m fjarlægðarmarka byggingarreits frá Hegranesvegi nr. (764).
9.Breyting á lögum nr. 6-2001, um skráningu og mat fasteigna, gildistöku reglugerðar um merki fasteigna
Málsnúmer 2312070Vakta málsnúmer
Lagt fram til kynningar. Um áramótin 2023-2024 tekur lagabreyting gildi sbr. III kafli breytingarlaga nr. 74/2022, sem hefur þau áhrif að ferill mun breytast við skráningu og mælingu merkja fasteigna. Eftir lagabreytingu mega þeir einir sem hafa leyfi ráherra sem merkjalýsendur, mæla eignamörk og gera merkjalýsingar, en merkjalýsing er skjal sem tekur við af lóðauppdrætti eins og skilað hefur verið inn með skráningu fasteigna hingað til. Kröfur og efni merkjalýsinga eru meiri en almennt gilda nú til lóða-/mæliblaða og er lýst í nýrri reglugerð um merki fasteigna.
Sjá nánar á eftirfarandi vefslóð: https://island.is/samradsgatt/mal/3614.
Sjá nánar á eftirfarandi vefslóð: https://island.is/samradsgatt/mal/3614.
10.Umsagnarbeiðni; Svæðisskipulag Suðurhálendis nr. 0862 2023: Auglýsing tillögu (Nýtt svæðisskipulag)
Málsnúmer 2311149Vakta málsnúmer
Málið áður á dagskrá skipulagsnefndar þann 30.11.2023 og þá bókað:
"Svæðisskipulagsnefnd um svæðisskipulag Suðurhálendis hefur óskað eftir umsögn Skagafjarðar við eftirfarandi mál í skipulagsgáttinni: Svæðisskipulag Suðurhálendis, nr. 0862/2023: Auglýsing tillögu (Nýtt svæðisskipulag). Sjá hér: https://skipulagsgatt.is/issues/862. Kynningartími er til 14.1.2024. Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu."
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd.
"Svæðisskipulagsnefnd um svæðisskipulag Suðurhálendis hefur óskað eftir umsögn Skagafjarðar við eftirfarandi mál í skipulagsgáttinni: Svæðisskipulag Suðurhálendis, nr. 0862/2023: Auglýsing tillögu (Nýtt svæðisskipulag). Sjá hér: https://skipulagsgatt.is/issues/862. Kynningartími er til 14.1.2024. Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu."
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd.
11.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 28
Málsnúmer 2311034FVakta málsnúmer
Lögð fram til kynningar fundargerð byggingarfulltrúa frá fundi nr. 28 þann 01.12.2023.
12.Sauðárkrókur - Deiliskipulag. Skógargata, Aðalgata frá leikvelli að Kambastíg
Málsnúmer 2202094Vakta málsnúmer
Björn Magnús Árnason hjá Stoð ehf. verkfræðistofu kom á fund skipulagsnefndarinnar og fór yfir vinnslutillögur fyrir deiliskipulag fyrir Skógargötureitinn á Sauðárkróki.
Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram í samræmi við umræður fundarins.
Sigríður Magnúsdóttir formaður nefndarinnar vék af fundi og Einar E. Einarsson varamaður hennar kom inn í hennar stað.
Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram í samræmi við umræður fundarins.
Sigríður Magnúsdóttir formaður nefndarinnar vék af fundi og Einar E. Einarsson varamaður hennar kom inn í hennar stað.
Fundi slitið - kl. 12:45.
Hér er sett fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi til auglýsingar sbr. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja ofangreinda breytingingu og senda Skipulagsstofnun, sbr. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.