Skráningar í hádegisverð í grunnskólum
Málsnúmer 2312145
Vakta málsnúmerFræðslunefnd - 22. fundur - 18.01.2024
Lagt fram minnisblað frá sviðsstjóra fjölskyldusviðs varðandi fyrirkomulag skráninga í hádegisverð í grunnskólum. Nefndin telur ekki tímabært að breyta fyrirkomulagi stakra máltíða að svo stöddu en samþykkir að skoða skuli breytt fyrirkomulag fyrir næsta skólaár að undangengnu samráði við foreldra og starfsmenn skólans. Nefndin samþykkir að áskrift í hádegismat færist sjálfkrafa milli anna en beinir því til starfsmanna í samráði við skólastjórnendur að tryggja að foreldrar verði látnir vita í upphafi hverrar annar að þeir geti skráð börn sín úr mat.