Fara í efni

Samráð; Áform um frumvarp til laga um æskulýðs og frístundastarf

Málsnúmer 2312213

Vakta málsnúmer

Félagsmála- og tómstundanefnd - 21. fundur - 07.03.2024

Lagður fram tölvupóstur frá 22. desember 2023 þar sem mennta- og barnamálaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 264/2023, „Áform um frumvarp til laga um æskulýðs og frístundastarf“. Umsagnarfrestur var til 26. janúar sl. Frumvarpið felur í sér ný heildarlög um æskulýðs- og frístundastarf til samræmis við Barnasáttamála Sameinuðu þjóðanna og lög um samþættingu þjónustu í þágu barna. Þörf er á nýrri heildstæðri löggjöf þar sem núverandi æskulýðslög hafa ekki sætt endurskoðun frá árinu 2007.

Nefndin fagnar frumvarpi til laga um æskulýðs og frístundastarf. Í stefnu um tómstunda- og félagsstarf barna og ungmenna til 2030 sem er vegvísir til framtíðar kemur fram að mennta- og barnamálaráðuneytið hyggst leggja áherslu á til að styðja við skipulagt félags- og tómstundastarf þar sem börn og ungmenni hafa tækifæri til að taka þátt á eigin forsendum, þroskast í öruggu umhverfi og styðja um leið við þau grunngildi sem þátttaka í lýðræðissamfélagi felur í sér. Því miður hefur aldurinn 15-18 ára oft orðið útundan í slíku starfi þar sem ungmennahús eru ekki starfrækt í öllum sveitarfélögum. Markmiðið frumvarpsins er að styðja við tómstunda- og félagsstarf barna og ungmenna, faglegan vettvang frístundastarfs og starfsemi félagsmiðstöðva á landsvísu þar sem aukið vægi og áhersla er lögð á að öllum börnum og unglingum standa til boða skipulagt frístundastarf sem hefur forvarnar-, uppeldis- og menntunargildi sem tekur mið af aldri þeirra og þroska og er það mjög þarft málefni til að efla um land allt.