Tekið fyrir erindi frá Jóhannesi Árnasyni fyrir hönd Markaðsstofu Norðurlands, dagsett 10.01.2024, þar sem óskað er eftir samstarfi við að setja upp listaverk á Sauðárkróki. Listaverkið yrði hluti af fleiri listaverkum sem staðsett eru á Norðurstrandarleið og er unnið í samvinnu við hóp listafólks frá Úkraínu sem búsett er hér á landi. Verkefnið fékk styrk úr Uppbyggingasjóði SSNV. Listaverkið á Sauðárkróki verður innblásið af sagnaarfi svæðisins og óskað er eftir aðkomu sveitarfélagsins að hugmyndavinnu ásamt vali á staðsetningu á Sauðárkróki.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd fagnar verkefninu og felur starfsmönnum nefndarinnar að vera Markaðsstofunni og listahópnum innan handar í þessu verkefni.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd fagnar verkefninu og felur starfsmönnum nefndarinnar að vera Markaðsstofunni og listahópnum innan handar í þessu verkefni.