Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd
Dagskrá
1.Dagur kvenfélagskonunnar styrkbeiðni
Málsnúmer 2401242Vakta málsnúmer
2.Framkvæmdasjóður ferðamannastaða - Staðarbjargavík
Málsnúmer 2210030Vakta málsnúmer
Skagafjörður hlaut styrk í fyrra úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða til hönnunar á bættu og öruggara aðgengi að Staðarbjargavík. Staðarbjargavík er staðsett rétt hjá Sundlauginni á Hofsósi og er vinsæll áfangastaður fyrir ferðamenn. Hluti af hönnunarferlinu fyrir Staðarbjargarvík er að gera deiliskipulag fyrir svæðið. Lögð er fyrir nefndina skipulagslýsing fyrir svæðið sem unnin er af Birni Magnúsi Árnasyni hjá Stoð ehf.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir framlagða skipulagslýsingu ásamt því að farið verði í deiliskipulag fyrir Staðarbjargavík. Nefndin vísar málinu áfram til skipulagsnefndar Skagafjarðar.
Nefndin vill einnig vekja athygli á því að hægt er að skoða hönnunargögn, senda inn athugasemdir og fylgjast með framgangi verkefnisins á www.skagafjordur.is/stadarbjargavik
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir framlagða skipulagslýsingu ásamt því að farið verði í deiliskipulag fyrir Staðarbjargavík. Nefndin vísar málinu áfram til skipulagsnefndar Skagafjarðar.
Nefndin vill einnig vekja athygli á því að hægt er að skoða hönnunargögn, senda inn athugasemdir og fylgjast með framgangi verkefnisins á www.skagafjordur.is/stadarbjargavik
3.Sæluvikutónleikar - Árgangaball
Málsnúmer 2401208Vakta málsnúmer
Tekin fyrir styrkbeiðni, dagsett 17.01.2024, frá Karli Jónssyni vegna Árgangaballs sem fyrirhugað er í Sæluviku. Hugmyndin er að koma á fót dansleik í Sæluviku þar sem árgangar úr skólum væri hvattir til að hittast.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd fagnar framtakinu og samþykkir að aðstoða við að auglýsa viðburðinn í auglýsingum sveitarfélagsins sem tengjast Sæluviku. Nefndin vísar beiðni um afnot af íþróttahúsi til félagsmála- og tómstundarnefndar.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd fagnar framtakinu og samþykkir að aðstoða við að auglýsa viðburðinn í auglýsingum sveitarfélagsins sem tengjast Sæluviku. Nefndin vísar beiðni um afnot af íþróttahúsi til félagsmála- og tómstundarnefndar.
4.Listaverk á Norðurstrandarleið
Málsnúmer 2401143Vakta málsnúmer
Tekið fyrir erindi frá Jóhannesi Árnasyni fyrir hönd Markaðsstofu Norðurlands, dagsett 10.01.2024, þar sem óskað er eftir samstarfi við að setja upp listaverk á Sauðárkróki. Listaverkið yrði hluti af fleiri listaverkum sem staðsett eru á Norðurstrandarleið og er unnið í samvinnu við hóp listafólks frá Úkraínu sem búsett er hér á landi. Verkefnið fékk styrk úr Uppbyggingasjóði SSNV. Listaverkið á Sauðárkróki verður innblásið af sagnaarfi svæðisins og óskað er eftir aðkomu sveitarfélagsins að hugmyndavinnu ásamt vali á staðsetningu á Sauðárkróki.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd fagnar verkefninu og felur starfsmönnum nefndarinnar að vera Markaðsstofunni og listahópnum innan handar í þessu verkefni.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd fagnar verkefninu og felur starfsmönnum nefndarinnar að vera Markaðsstofunni og listahópnum innan handar í þessu verkefni.
5.Aðsóknartölur tjaldstæðanna í Varmahlíð, Sauðárkróki og Hofsósi 2023
Málsnúmer 2401266Vakta málsnúmer
Lagðar fram aðsóknartölur fyrir tjaldsvæðin í Skagafirði árið 2023.
Aukning er milli ára á nýtingu á öllum tjaldsvæðum Skagafjarðar og eru aðsóknartölur hærri en voru fyrir Covid faraldurinn.
Aukning er milli ára á nýtingu á öllum tjaldsvæðum Skagafjarðar og eru aðsóknartölur hærri en voru fyrir Covid faraldurinn.
6.Ársreikningar 2021, 2022 og 2023
Málsnúmer 2401214Vakta málsnúmer
Lagðir fram til kynningar ársreikningar fyrir félagsheimilið Melsgil fyrir árin 2021, 2022 og 2023.
Fundi slitið - kl. 15:15.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd þakkar fyrir erindið og samþykkir að veita 50.000 kr styrk vegna Dags kvenfélagskonunnar sem haldinn var hátíðlegur 1. febrúar sl. Tekið af fjárhagslið 05890.