Hafnasambandsþing 2024
Málsnúmer 2401181
Vakta málsnúmerLandbúnaðar- og innviðanefnd - 11. fundur - 19.09.2024
Lagt fram fundarboð til 44. hafnasambandsþings Hafnasambands Íslands sem fram fer í Hofi á Akureyri 24. og 25. október nk. en Skagafjarðarhafnir eiga þar fimm fulltrúa auk þess sem velja skal jafnmarga varafulltrúa. Tilkynnt skal um kjör fulltrúa á þingið fyrir 15. október.
Umhverfis- og samgöngunefnd tekur dagana frá og mun tilkynna stjórn Hafnasambandsins um fulltrúa Skagafjarðarhafna þegar nær dregur og upplýsingar um fjölda fulltrúa liggja fyrir. Nefndin felur jafnframt hafnarstjóra að senda inn ársreikning Skagafjarðarhafna fyrir árið 2023 til hafnasambandsins um leið og hann liggur fyrir.