Fara í efni

Landbúnaðar- og innviðanefnd

11. fundur 19. september 2024 kl. 09:00 - 11:00 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Einar Eðvald Einarsson formaður
  • Sólborg Sigurrós Borgarsdóttir varaform.
  • Hildur Þóra Magnúsdóttir ritari
  • Sveinn Þ. Finster Úlfarsson áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Kári Gunnarsson umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi
  • Guðný Hólmfríður Axelsdóttir ritari
  • Hjörvar Halldórsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs
  • Árni Egilsson
  • Gunnar Björn Rögnvaldsson verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Guðný Axelsdóttir Ritari
Dagskrá

1.Skógrækt Skógarhlíð

Málsnúmer 2408100Vakta málsnúmer

Umhirða skógarreits í Skógarhlíð í Silfrastaðaafrétt,vestan þjóðvegar 1. Reiturinn var stofnaður af Landgræðslunni (nú Land og skógur) og Akrahreppi 2010. Vegna ágangs sauðfjár liggja skógarplöntur nú undir skemmdum. Landbúnaðar og innviðanefnd samþykkir samhljóða að fela umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa að auglýsa eftir áhugasömum einstaklingum eða félagasamtökum til að taka að sér umsjón svæðisins.

2.Uppgjör refa og minkaveiða 2024

Málsnúmer 2408031Vakta málsnúmer

Kári Gunnarsson umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi fór yfir uppgjör refa- og minnkaveiða 2024. Búið er að veiða 144 minka og 334 refi á veiðitímabilinu sem er heldur færra en verið hefur síðustu ár. Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða að fela Umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa að kaupa fimm gildrur til minkaveiða samkvæmt umræðu á fundi með veiðimönnum s.l. vor.

3.Ársreikningar fjallskilanefnda 2023

Málsnúmer 2403217Vakta málsnúmer

Ársreikningur fjallskilanefndar Unadals fyrir árið 2023 lagður fram.

4.Vetrarþjónusta á heimreiðum

Málsnúmer 2402219Vakta málsnúmer

Kári Gunnarsson umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi kynnti drög að reglum um nýtt fyrirkomulag snjómokstrar á heimreiðum. Landbúnaðar- og innviðanefnd frestar afgreiðslu og samþykkir samhljóða að málið verði unnið áfram.

5.Gjaldskrá hitaveitu 2025

Málsnúmer 2409188Vakta málsnúmer

Kynnt voru drög að breytingum gjaldskrár og reglugerðar um SKV-hitaveitu frá 2013. Landbúnaðar- og innviðanefnd felur starfsmönnum Skagafjarðarveitna að vinna drögin áfram og leggja fram á næsta fundi.

Árni Egilsson skrifstofustjóri Skagafjarðarveitna og Gunnar Björn Rögnvaldsson verkefnastjóri Skv. sátu fundinn undir þessum lið.
Sólborg Borgarsdóttir vék af fundi eftir þennan lið

6.Fyrirkomulag gjaldskrár vegna dýrahræja

Málsnúmer 2311146Vakta málsnúmer

Farið var yfir fyrirkomulag gjaldskrár vegna dýrahræja. Afgreiðslu málsins frestað

7.Urðun Sorps

Málsnúmer 2409237Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar yfirlit vegna sorpurðunar í Stekkjavík fyrstu sex mánuði ársins.

8.Hafnasambandsþing 2024

Málsnúmer 2401181Vakta málsnúmer

Lagt fram fundarboð til 44. hafnasambandsþings Hafnasambands Íslands sem fram fer í Hofi á Akureyri 24. og 25. október nk. en Skagafjarðarhafnir eiga þar fimm fulltrúa auk þess sem velja skal jafnmarga varafulltrúa. Tilkynnt skal um kjör fulltrúa á þingið fyrir 15. október.
Sólborg Borgarsdóttir vék af fundi eftir 5. lið

Fundi slitið - kl. 11:00.