Fara í efni

Vík (L146010) - Umsókn um landskipti.

Málsnúmer 2401248

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 43. fundur - 08.02.2024

Vilborg Elísdóttir f.h. Gilsbúsins ehf. sem er þinglýstur eigandi jarðarinnar Vík landnr (L14010) sækir um stofnun fasteignar/jarðar í fasteignaskrá skv. 14. gr. l. 6/2001.
Á framlögðum uppdrætti sem gerður er af Einari I. Ólafssyni hjá Friðriki Jónssyni ehf. hinn 31.01. 2024. er vísað til hnitapunkta (X501-X513) sem koma fram í því fylgiskjali. Skikinn er samfleytt land og jafnframt allt það land Víkurjarðar sem liggur innan þeirra merkja sem hér segir:
a) Austan við merkjalínu skikans gagnvart jörðinni Stekkholti 1 (landnr. 145976) sem er sá hluti miðlínu Sauðárkróksbrautar (nr. 75) er nær frá hnitsettum suð-vestur hornpunkts skikans (X513) norður í gegnum hnitsettan punkt (X512) að hnitsettum norð-vestur hornpunkti skikans (X511).
b) Sunnan við merkjalínu skikans gagnvart jörðinni Birkihlíð (landnr. 145968), sem liggur úr síðastgreindum hornpunkti skikans í austur í gegnum þrjá hnitsetta punkta (X510, X 509 og X508) í hnitsettan norð-austur hornpunkt skikans (X507).
c) Vestan við merkjalínu skikans gagnvart jörðinni Útvík (landnr. 146007) sem liggur úr síðastgreindum hornpunkti skikans í suður í gegnum þrjá hnitsetta punkta (X506, X505, X504, X503 og X502) í suð-austur hornpunkt skikans (X501).
d) Norðan við merkjalínu skikans við síðastgreinda jörð sem liggur úr síðastgreindum hornpunkti skikans vestur í áðurgreindan suð-vestur hornpunkt skikans (X513).

Jörðin Stekkholt 2 (landnr. 221929) liggur að skikanum á áðurgreindum hnitsettum suð-vestur hornpunkti skikans (X513).
Umrætt land mælist 26 ha. Engar fasteignir/mannvirki eru innan hins útskipta lands.
Sótt er um að hið útskipta land fái heitið „Miðholt“ (í fleirtölu). Nafnið vísar til örnefnis innan skikans. Ekki er vitað til þess að annað landnúmer í sveitarfélaginu sé skráð með sama staðvísi.
Hlunnindi vegna Sæmundarár og Miklavatns fylgja ekki hinu útskipta landi í landskiptum þessum og tilheyra því áfram jörðinni Vík. Hið sama gildir um lögbýlisréttinn, hann tilheyrir áfram jörðinni Vík. Önnur hlunnindi, á landi eða undir því, sem eru til staðar á hinu útskipta landi, skulu fylgja hinu útskipta landi svo frekast sem lög heimila, s.s. vatnsréttindi hverskonar (heitt og kalt) og námuréttindi.
Landskipti þessi samræmast gildandi aðalskipulagsáætlun og skerða ekki landbúnaðarsvæði.
Meðfylgjandi erindi þessu fylgir undirrituð “Landamerkjalýsing", yfirlýsing landeigenda aðliggjandi jarða um landamerki dags. 06.02.2024.

Skipulagsnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrirlagt.