Skipulagsnefnd
Dagskrá
1.Aðalskipulag Skagafjarðar - Endurskoðun - Aðalskipulagsbreytingar
Málsnúmer 2211029Vakta málsnúmer
2.Aðalskipulag Skagafjarðar - Endurskoðun - Aðalskipulagsbreytingar - Fasi 2
Málsnúmer 2401240Vakta málsnúmer
Málið áður á dagskrá á 42. fundi skipulagsnefndar þann 25.01.2024.
Lögð fram skipulagslýsing fyrir fyrirhugaðar aðalskipulagsbreytingar, fasa tvö á Aðalskipulagi Skagafjarðar 2020- 2035, dags. febrúar 2024 sem unnin var hjá VSÓ ráðgjöf.
Breytingarnar snúa að nokkrum svæðum í sveitarfélaginu. Breytingarnar taka til íbúðarbyggðar á Sauðárkróki, hafnarsvæðis Sauðárkróks, stofnveitu í þéttbýli, verslunar- og þjónustusvæða í dreifbýli, efnisnámu í þéttbýli og dreifbýli, nýtt athafnasvæði í dreifbýli og flugvallar í dreifbýli.
Skipulagslýsing er fyrsta skrefið í undirbúningi skipulagsáætlana og er ætlað að upplýsa hagaðila og umsagnaraðila strax í byrjun um fyrirhugaða tillögugerð, viðfangsefni hennar og áherslur í þeirri skipulagsvinnu sem framundan er. Jafnframt skal haft samráð við Skipulagsstofnun um umfang og nákvæmni upplýsinga í umhverfismatsskýrslu, sbr. lög um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að setja skipulagslýsingu fyrir aðalskipulagsbreytingar fasa tvö á Aðalskipulagi Skagafjarðar 2020- 2035 í auglýsingu í samræmi við 30. gr skipulagslaga nr. 123/2010.
Sigurður H. Ingvarsson vék af fundi við afgreiðslu erindisins.
Lögð fram skipulagslýsing fyrir fyrirhugaðar aðalskipulagsbreytingar, fasa tvö á Aðalskipulagi Skagafjarðar 2020- 2035, dags. febrúar 2024 sem unnin var hjá VSÓ ráðgjöf.
Breytingarnar snúa að nokkrum svæðum í sveitarfélaginu. Breytingarnar taka til íbúðarbyggðar á Sauðárkróki, hafnarsvæðis Sauðárkróks, stofnveitu í þéttbýli, verslunar- og þjónustusvæða í dreifbýli, efnisnámu í þéttbýli og dreifbýli, nýtt athafnasvæði í dreifbýli og flugvallar í dreifbýli.
Skipulagslýsing er fyrsta skrefið í undirbúningi skipulagsáætlana og er ætlað að upplýsa hagaðila og umsagnaraðila strax í byrjun um fyrirhugaða tillögugerð, viðfangsefni hennar og áherslur í þeirri skipulagsvinnu sem framundan er. Jafnframt skal haft samráð við Skipulagsstofnun um umfang og nákvæmni upplýsinga í umhverfismatsskýrslu, sbr. lög um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að setja skipulagslýsingu fyrir aðalskipulagsbreytingar fasa tvö á Aðalskipulagi Skagafjarðar 2020- 2035 í auglýsingu í samræmi við 30. gr skipulagslaga nr. 123/2010.
Sigurður H. Ingvarsson vék af fundi við afgreiðslu erindisins.
3.Staðarbjargarvík - Hofsós - Deiliskipulag
Málsnúmer 2402024Vakta málsnúmer
Mál "Staðarbjargarvík - Hofsós - Fyrirspurn um framkvæmdaleyfi" áður á dagskrá skipulagsnefndar þann 26.10.2023, þá bókað:
"Heba Guðmundsdóttir verkefnastjóri hjá Skagafirði, ábyrgðarmaður verkefnisins Staðarbjargavík - Framkvæmdir við útsýnispalla, stiga og göngustíga sendir inn fyrirspurn varðandi hvort farið verði fram á deiliskipulag vegna framkvæmdaleyfis fyrir verkefninu. Meðfylgjandi gögn eru frumhönnunargögn vegna fyrirhugaðra framkvæmda í Staðarbjargavík unnin af Oddi Hermannssyni landslagsarkitekt hjá Landformi landlagsarkitektar. Sótt hefur verið um styrk í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða fyrir framkvæmdunum. Samkvæmt Aðalskipulagi Skagafjarðar 2020-2035 er svæðið skilgreint á opnu svæði OP-603 og er Staðarbjargavík hverfisvernduð (HV-602), þ.e. stuðlabergsklettar í Staðarbjargavík. Markmið með hönnunartillögunni er að gera stuðlabergið sýnilegra og styrkja aðgengi. Lagt er upp með að framkvæmdin raski á engan hátt hinni hverfisvernduðu náttúrusmíð. Í tillögunni er gert ráð fyrir að nýta núverandi bílastæði við Suðurbraut. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að framkvæmdaraðila verði heimilt að vinna deiliskipulag á eigin kostnað skv. 2. mrg 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, þar sem ekki er gerð grein fyrir fyrirhugaðri framkvæmd í gildandi Aðalskipulagi Skagafjarðar og því ekki hægt að veita framkvæmdaleyfi sem byggir á því.".
Bókunin var staðfest á 19. fundi sveitarstjórnar þann 15.11.2023.
Lögð fram skipulagslýsing “Staðarbjargarvík, Hofósi, Skagafirði" dags. 02.02.2024, útg. 1.0, uppdráttur nr. SL01, í verki nr. 56295303 unnin af Birni Magnúsi Árnasyni hjá Stoð ehf. verkfræðistofu.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn Skagafjarðar að samþykkja skipulagslýsinguna og Skipulagsstofnun verði send lýsingin til umsagnar skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að lýsingin verði kynnt almenningi skv. sömu grein skipulagslaga.
"Heba Guðmundsdóttir verkefnastjóri hjá Skagafirði, ábyrgðarmaður verkefnisins Staðarbjargavík - Framkvæmdir við útsýnispalla, stiga og göngustíga sendir inn fyrirspurn varðandi hvort farið verði fram á deiliskipulag vegna framkvæmdaleyfis fyrir verkefninu. Meðfylgjandi gögn eru frumhönnunargögn vegna fyrirhugaðra framkvæmda í Staðarbjargavík unnin af Oddi Hermannssyni landslagsarkitekt hjá Landformi landlagsarkitektar. Sótt hefur verið um styrk í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða fyrir framkvæmdunum. Samkvæmt Aðalskipulagi Skagafjarðar 2020-2035 er svæðið skilgreint á opnu svæði OP-603 og er Staðarbjargavík hverfisvernduð (HV-602), þ.e. stuðlabergsklettar í Staðarbjargavík. Markmið með hönnunartillögunni er að gera stuðlabergið sýnilegra og styrkja aðgengi. Lagt er upp með að framkvæmdin raski á engan hátt hinni hverfisvernduðu náttúrusmíð. Í tillögunni er gert ráð fyrir að nýta núverandi bílastæði við Suðurbraut. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að framkvæmdaraðila verði heimilt að vinna deiliskipulag á eigin kostnað skv. 2. mrg 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, þar sem ekki er gerð grein fyrir fyrirhugaðri framkvæmd í gildandi Aðalskipulagi Skagafjarðar og því ekki hægt að veita framkvæmdaleyfi sem byggir á því.".
Bókunin var staðfest á 19. fundi sveitarstjórnar þann 15.11.2023.
Lögð fram skipulagslýsing “Staðarbjargarvík, Hofósi, Skagafirði" dags. 02.02.2024, útg. 1.0, uppdráttur nr. SL01, í verki nr. 56295303 unnin af Birni Magnúsi Árnasyni hjá Stoð ehf. verkfræðistofu.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn Skagafjarðar að samþykkja skipulagslýsinguna og Skipulagsstofnun verði send lýsingin til umsagnar skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að lýsingin verði kynnt almenningi skv. sömu grein skipulagslaga.
4.Breyting á deiliskipulagi Sauðárkrókshafnar - Deiliskipulag - Sætún
Málsnúmer 2402025Vakta málsnúmer
Á fundi skipulagsnefndar þann 21.02.2023 voru tekin fyrir erindi frá Dögun ehf. og Kaupfélagi Skagfirðinga, beiðni um að vinna á eigin kostnað breytingar á gildandi deiliskipulagi Sauðárkrókshafnar. Bókanirnar voru staðfestar á fundi sveitarstjórnar þann 08.03.2023.
Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi Sauðárkrókshafnar “Sauðárkrókshöfn, Sætún, breyting á deiliskipulagi" dags. 02.02.2024, útg. 1.0, uppdráttur nr. DS01, í verki nr. 56296204 unnin af Birni Magnúsi Árnasyni og Ínu Björk Ársælsdóttir hjá Stoð ehf. verkfræðistofu.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að auglýsa breytingu á deiliskipulagi í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi Sauðárkrókshafnar “Sauðárkrókshöfn, Sætún, breyting á deiliskipulagi" dags. 02.02.2024, útg. 1.0, uppdráttur nr. DS01, í verki nr. 56296204 unnin af Birni Magnúsi Árnasyni og Ínu Björk Ársælsdóttir hjá Stoð ehf. verkfræðistofu.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að auglýsa breytingu á deiliskipulagi í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
5.Ósk um breytingu á deiliskipulagi íbúðarreits milli Sæmundargötu og Freyjugötu á Sauðárkróki
Málsnúmer 2402049Vakta málsnúmer
Byggingarfélagið Sýll ehf., lóðarhafi lóða nr. 25-27 og 29-31 við Freyjugötu óskar eftir að gerð verði breyting á gildandi deiliskipulagi fyrir svæðið, “Íbúðareitur milli Sæmundargötu, Ránarstígs og Freyjugötu á Sauðárkróki".
Lagður fram tillöguuppdráttur unnin hjá BR Teiknistofu slf. dags. 02.01.2024.
Jafnframt er þess óskað að samhliða verði gerð óveruleg breyting á Aðalskipulagi Skagafjarðar 2020-2035 á reit M401 þar sem í stað 18 íbúða verði heimilt að byggja 22 íbúðir á reitnum.
Breytingar, sem óskað er eftir eru:
Í stað tveggja parhúsa við Freyjugötu verði heimilað að byggja tvö 3ja íbúða raðhús. Lóð og byggingarreitur á lóð nr. 25-29 (áður 25-27) verði stækkuð um 1,7 m til suð-austurs og lóð og byggingarreitur á lóð nr. 31-35 (áður 29-31) skerðist að sama skapi. Lóð nr. 25-29 stækkar úr 1.153,3 m² í 1.195 m² og leyfilegt hámarks nýtingarhlutfall skerðist úr 0,35 í 0,32. Lóð nr. 31-35 minnkar úr 1.063,8 m² í 1.022,8 m² og hámarks leyfilegt nýtingarhlutfall er aukið úr 0,35 í 0,38. Hámarks leyfilegt nýtingarhlutfall samanlagt á báðum lóðunum helst óbreytt eða 0,35 þannig að ekki verður um meira byggingarmagn að ræða en heimilt er skv. gildandi deiliskipulagi.
Staðföng munu breytast með fjölgun íbúða.
Skipulagsnefnd fellst á að óverulega breytingu á aðalskipulagi sé að ræða og leggur til við sveitarstjórn að auglýsa breytingu á deiliskipulagi í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að gerð verði á kostnað umsækjanda í samræmi við gjaldskrá sveitarfélagsins aðalskipulagsbreyting í samræmi við 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Lagður fram tillöguuppdráttur unnin hjá BR Teiknistofu slf. dags. 02.01.2024.
Jafnframt er þess óskað að samhliða verði gerð óveruleg breyting á Aðalskipulagi Skagafjarðar 2020-2035 á reit M401 þar sem í stað 18 íbúða verði heimilt að byggja 22 íbúðir á reitnum.
Breytingar, sem óskað er eftir eru:
Í stað tveggja parhúsa við Freyjugötu verði heimilað að byggja tvö 3ja íbúða raðhús. Lóð og byggingarreitur á lóð nr. 25-29 (áður 25-27) verði stækkuð um 1,7 m til suð-austurs og lóð og byggingarreitur á lóð nr. 31-35 (áður 29-31) skerðist að sama skapi. Lóð nr. 25-29 stækkar úr 1.153,3 m² í 1.195 m² og leyfilegt hámarks nýtingarhlutfall skerðist úr 0,35 í 0,32. Lóð nr. 31-35 minnkar úr 1.063,8 m² í 1.022,8 m² og hámarks leyfilegt nýtingarhlutfall er aukið úr 0,35 í 0,38. Hámarks leyfilegt nýtingarhlutfall samanlagt á báðum lóðunum helst óbreytt eða 0,35 þannig að ekki verður um meira byggingarmagn að ræða en heimilt er skv. gildandi deiliskipulagi.
Staðföng munu breytast með fjölgun íbúða.
Skipulagsnefnd fellst á að óverulega breytingu á aðalskipulagi sé að ræða og leggur til við sveitarstjórn að auglýsa breytingu á deiliskipulagi í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að gerð verði á kostnað umsækjanda í samræmi við gjaldskrá sveitarfélagsins aðalskipulagsbreyting í samræmi við 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
6.Eyrarvegur 20 - Byggingarreitur
Málsnúmer 2402011Vakta málsnúmer
Reimar Marteinsson, f.h. Kaupfélags Skagfirðinga, lóðarhafa Eyrarvegs 20, Sauðárkróki í Skagafirði (landnr. L143289), óskar eftir heimild skipulagsnefndar til að stofna byggingarreit á lóðinni skv. meðfylgjandi fyrirspurnaruppdrætti, gerðum á Stoð ehf. verkfræðistofu af Þórði Karli Gunnarssyni. Númer uppdráttar er F-100 og F-101 í verki nr. 30270302, dags. 31.01.2024.
Um er að ræða byggingarreit fyrir viðbyggingu vestan við sláturhús KS á núverandi steyptri stétt.
Skipulagsnefnd telur að um óverulega breytingu á deiliskipulagi Sauðárkrókshafnar sé að ræða og leggur til við sveitarstjórn að fari fram grenndarkynning skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan skal grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum við Eyraveg 16 og 18, Eyrarveg 21 - Vörumiðlun/Verslunin Eyrin og Skarðseyri 5 - Steinull.
Um er að ræða byggingarreit fyrir viðbyggingu vestan við sláturhús KS á núverandi steyptri stétt.
Skipulagsnefnd telur að um óverulega breytingu á deiliskipulagi Sauðárkrókshafnar sé að ræða og leggur til við sveitarstjórn að fari fram grenndarkynning skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan skal grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum við Eyraveg 16 og 18, Eyrarveg 21 - Vörumiðlun/Verslunin Eyrin og Skarðseyri 5 - Steinull.
7.Norðurbrún 9b - Umsókn um lóð
Málsnúmer 2312010Vakta málsnúmer
Málið áður á dagskrá 40. fundi skipulagsnefndar þann 14.12.2023.
Atli Gunnar Arnórsson, fyrir hönd Skagafjarðarveitna, óska eftir heimild skipulagsnefndar Skagafjarðar fyrir eftirfarandi ráðstöfunum varðandi athafnasvæði Skagafjarðarveitna við Norðurbrún í Varmahlíð samkvæmt meðfylgjandi afstöðuuppdráttum sem gerðir eru á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni, nr. S-101 og S-102 í verki nr. 1017-0001, dags. 27. nóvember 2023, og aðaluppdrátta nr. A-101 og A-102 í sama verki, dags. 28. nóvember 2023.
1. Stofna lóðina Norðurbrún 9b.
2. Stofna byggingarreit vegna stækkunar borholuhúss VH-03 á lóðinni Norðurbrún 9b.
3. Endurnýja og stækka gasskiljutank fyrir heitt vatn á lóðinni.
4. Skrá eftirtalin mannvirki á lóðina Norðurbrún 9b:
a. Dæluhús VH-03, F2248700, 09-0101. Húsið er í dag skráð á óútvísað land í Varmahlíð, L146128.
b. Gasskilja, F2140848, 08-0101. Tankurinn er í dag skráður á óútvísað land í Varmahlíð, L146128. Nýr gasskiljutankur skv. uppdrætti A-101.
c. Borholuhús VH-03, með viðbyggingu skv. uppdrætti A-102. Húsið er að líkindum óskráð í dag.
5. Leggja nýja hitaveitulögn úr foreinangruðu stáli, DN125 í plastkápu ø225, frá gasskilju og niður fyrir Sauðárkróksbraut, þar mun hún tengjast inn á núverandi lögn sem þjónar Akrahreppi hinum forna og bæjum í Vallhólma. Lögnin mun auka flutningsgetu kerfisins, en hún kemur í stað lagnar með minna þvermál. Sú lögn verður nýtt sem útskolunar- og yfirfallslögn frá gasskiljunni við Norðurbrún, og verður hún framlengd að gröfnum skurði neðan við Sauðárkróksbraut. Nánari grein fyrir þessum áformum er gerð á uppdrætti nr. S-102. Vestasti hluti hinnar nýju hitaveitulagnar var lagður sumarið 2023, samhliða gatnaframkvæmdum við Norðurbrún og Laugaveg. Lagnaleið er skv. aðalskipulagi Skagafjarðar 2020-2035.
Umsóknin er í samræmi við aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035. Allar byggingar á lóðinni Norðurbrún 9b verða innan afmörkunar iðnaðarsvæðis I-502.
Skipulagsnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrirlagt og leggur til við sveitarstjórn að veitt verði framkvæmdaleyfi vegna 5. liðs erindinsins hér fyrir ofan er varðar stofnlögn nýrrar hitaveitulagnar.
Atli Gunnar Arnórsson, fyrir hönd Skagafjarðarveitna, óska eftir heimild skipulagsnefndar Skagafjarðar fyrir eftirfarandi ráðstöfunum varðandi athafnasvæði Skagafjarðarveitna við Norðurbrún í Varmahlíð samkvæmt meðfylgjandi afstöðuuppdráttum sem gerðir eru á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni, nr. S-101 og S-102 í verki nr. 1017-0001, dags. 27. nóvember 2023, og aðaluppdrátta nr. A-101 og A-102 í sama verki, dags. 28. nóvember 2023.
1. Stofna lóðina Norðurbrún 9b.
2. Stofna byggingarreit vegna stækkunar borholuhúss VH-03 á lóðinni Norðurbrún 9b.
3. Endurnýja og stækka gasskiljutank fyrir heitt vatn á lóðinni.
4. Skrá eftirtalin mannvirki á lóðina Norðurbrún 9b:
a. Dæluhús VH-03, F2248700, 09-0101. Húsið er í dag skráð á óútvísað land í Varmahlíð, L146128.
b. Gasskilja, F2140848, 08-0101. Tankurinn er í dag skráður á óútvísað land í Varmahlíð, L146128. Nýr gasskiljutankur skv. uppdrætti A-101.
c. Borholuhús VH-03, með viðbyggingu skv. uppdrætti A-102. Húsið er að líkindum óskráð í dag.
5. Leggja nýja hitaveitulögn úr foreinangruðu stáli, DN125 í plastkápu ø225, frá gasskilju og niður fyrir Sauðárkróksbraut, þar mun hún tengjast inn á núverandi lögn sem þjónar Akrahreppi hinum forna og bæjum í Vallhólma. Lögnin mun auka flutningsgetu kerfisins, en hún kemur í stað lagnar með minna þvermál. Sú lögn verður nýtt sem útskolunar- og yfirfallslögn frá gasskiljunni við Norðurbrún, og verður hún framlengd að gröfnum skurði neðan við Sauðárkróksbraut. Nánari grein fyrir þessum áformum er gerð á uppdrætti nr. S-102. Vestasti hluti hinnar nýju hitaveitulagnar var lagður sumarið 2023, samhliða gatnaframkvæmdum við Norðurbrún og Laugaveg. Lagnaleið er skv. aðalskipulagi Skagafjarðar 2020-2035.
Umsóknin er í samræmi við aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035. Allar byggingar á lóðinni Norðurbrún 9b verða innan afmörkunar iðnaðarsvæðis I-502.
Skipulagsnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrirlagt og leggur til við sveitarstjórn að veitt verði framkvæmdaleyfi vegna 5. liðs erindinsins hér fyrir ofan er varðar stofnlögn nýrrar hitaveitulagnar.
8.Borgarteigur 8 - Umsókn um lóð
Málsnúmer 2402029Vakta málsnúmer
Þröstur Ingi Jónsson sækir fyrir hönd Karó & co slf. kt: 5306140850 um iðnaðarlóðina Borgarteig 8 fyrir uppbyggingu atvinnuhúsnæði.
Skipulagsnefnd samþykkir að úthluta lóðinni til umsækjanda.
Skipulagsnefnd samþykkir að úthluta lóðinni til umsækjanda.
9.Hátún II (landnr. 146039) og Hátún I (landnr. 146038) - Umsókn um breytta afmörkun Hátúns II og landskipti
Málsnúmer 2402035Vakta málsnúmer
Helga Sjöfn Helgadóttir og Gunnlaugur Hrafn Jónsson þinglýstir eigendur jarðanna Hátúns II landnúmer 146039 og Hátúns I landnúmer 146038 óska eftir heimild til breyta landamerkjum jarðarinnar Hátún II og stofna millispildu sem síðan sameinast jörðinni Hátún I landnúmer 146038 skv. meðfylgjandi afstöðuuppdráttum nr. S101 og S102 í verki nr. 73850000 útg. dags 02.02.2024 unnir af Ínu Björk Ársælsdóttur á verkfræðistofunni Stoð.
Breytingar á landamerkjum felast í;
1. Hátún II lnr. 146039 fer úr stærð 54.844 m2 í stærð 4.382 m2 skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S101 í verki nr. 73850000. Íbúðarhús (F2140475) mhl.nr 03 0101, stærð 124,3 m2 er innan umræddrar lóðar Hátúns II og fylgir henni eftir breytingar.
2. Millispilda skipt út úr Hátúni II, sem Hátún II - millispilda að stærð 50.461 m2 skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S101 í verki nr. 73850000. Véla/verkfærageymsla (F2140475) mhl.nr. 04 0101 er innan umræddrar lóðar Hátúns II - millispilda.
3. Hátún II - millispilda sameinuð Hátúni I lnr. 146038 skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S102 í verki nr. 73850000.
Eftirfarandi fylgir Hátúni I lnr. 146038 eftir breytingar:
- Véla/verkfærageymsla (F2140475) mhl.nr. 04 0101. Stærð 126 m2
- Ræktað land 16.926 m2
Öll hlunnindi tilheyra Hátúni I.
Landskipti samræmast Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035 og styðja við markmið aðalskipulags um búsetu í dreifbýli.
Landskipti hafa óveruleg áhrif á búrekstrarskilyrði og skerða ekki landbúnaðarsvæði í I. og II. flokki.
Engin verndarsvæði skv. gildandi aðalskipulagi eru innan útskiptrar spildu.
Lögbýlarétturinn mun áfram fylgja Hátúni I, landnr. 146038.
Skipulagsnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrirlagt.
Breytingar á landamerkjum felast í;
1. Hátún II lnr. 146039 fer úr stærð 54.844 m2 í stærð 4.382 m2 skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S101 í verki nr. 73850000. Íbúðarhús (F2140475) mhl.nr 03 0101, stærð 124,3 m2 er innan umræddrar lóðar Hátúns II og fylgir henni eftir breytingar.
2. Millispilda skipt út úr Hátúni II, sem Hátún II - millispilda að stærð 50.461 m2 skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S101 í verki nr. 73850000. Véla/verkfærageymsla (F2140475) mhl.nr. 04 0101 er innan umræddrar lóðar Hátúns II - millispilda.
3. Hátún II - millispilda sameinuð Hátúni I lnr. 146038 skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S102 í verki nr. 73850000.
Eftirfarandi fylgir Hátúni I lnr. 146038 eftir breytingar:
- Véla/verkfærageymsla (F2140475) mhl.nr. 04 0101. Stærð 126 m2
- Ræktað land 16.926 m2
Öll hlunnindi tilheyra Hátúni I.
Landskipti samræmast Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035 og styðja við markmið aðalskipulags um búsetu í dreifbýli.
Landskipti hafa óveruleg áhrif á búrekstrarskilyrði og skerða ekki landbúnaðarsvæði í I. og II. flokki.
Engin verndarsvæði skv. gildandi aðalskipulagi eru innan útskiptrar spildu.
Lögbýlarétturinn mun áfram fylgja Hátúni I, landnr. 146038.
Skipulagsnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrirlagt.
10.Vík (L146010) - Umsókn um landskipti.
Málsnúmer 2401248Vakta málsnúmer
Vilborg Elísdóttir f.h. Gilsbúsins ehf. sem er þinglýstur eigandi jarðarinnar Vík landnr (L14010) sækir um stofnun fasteignar/jarðar í fasteignaskrá skv. 14. gr. l. 6/2001.
Á framlögðum uppdrætti sem gerður er af Einari I. Ólafssyni hjá Friðriki Jónssyni ehf. hinn 31.01. 2024. er vísað til hnitapunkta (X501-X513) sem koma fram í því fylgiskjali. Skikinn er samfleytt land og jafnframt allt það land Víkurjarðar sem liggur innan þeirra merkja sem hér segir:
a) Austan við merkjalínu skikans gagnvart jörðinni Stekkholti 1 (landnr. 145976) sem er sá hluti miðlínu Sauðárkróksbrautar (nr. 75) er nær frá hnitsettum suð-vestur hornpunkts skikans (X513) norður í gegnum hnitsettan punkt (X512) að hnitsettum norð-vestur hornpunkti skikans (X511).
b) Sunnan við merkjalínu skikans gagnvart jörðinni Birkihlíð (landnr. 145968), sem liggur úr síðastgreindum hornpunkti skikans í austur í gegnum þrjá hnitsetta punkta (X510, X 509 og X508) í hnitsettan norð-austur hornpunkt skikans (X507).
c) Vestan við merkjalínu skikans gagnvart jörðinni Útvík (landnr. 146007) sem liggur úr síðastgreindum hornpunkti skikans í suður í gegnum þrjá hnitsetta punkta (X506, X505, X504, X503 og X502) í suð-austur hornpunkt skikans (X501).
d) Norðan við merkjalínu skikans við síðastgreinda jörð sem liggur úr síðastgreindum hornpunkti skikans vestur í áðurgreindan suð-vestur hornpunkt skikans (X513).
Jörðin Stekkholt 2 (landnr. 221929) liggur að skikanum á áðurgreindum hnitsettum suð-vestur hornpunkti skikans (X513).
Umrætt land mælist 26 ha. Engar fasteignir/mannvirki eru innan hins útskipta lands.
Sótt er um að hið útskipta land fái heitið „Miðholt“ (í fleirtölu). Nafnið vísar til örnefnis innan skikans. Ekki er vitað til þess að annað landnúmer í sveitarfélaginu sé skráð með sama staðvísi.
Hlunnindi vegna Sæmundarár og Miklavatns fylgja ekki hinu útskipta landi í landskiptum þessum og tilheyra því áfram jörðinni Vík. Hið sama gildir um lögbýlisréttinn, hann tilheyrir áfram jörðinni Vík. Önnur hlunnindi, á landi eða undir því, sem eru til staðar á hinu útskipta landi, skulu fylgja hinu útskipta landi svo frekast sem lög heimila, s.s. vatnsréttindi hverskonar (heitt og kalt) og námuréttindi.
Landskipti þessi samræmast gildandi aðalskipulagsáætlun og skerða ekki landbúnaðarsvæði.
Meðfylgjandi erindi þessu fylgir undirrituð “Landamerkjalýsing", yfirlýsing landeigenda aðliggjandi jarða um landamerki dags. 06.02.2024.
Skipulagsnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrirlagt.
Á framlögðum uppdrætti sem gerður er af Einari I. Ólafssyni hjá Friðriki Jónssyni ehf. hinn 31.01. 2024. er vísað til hnitapunkta (X501-X513) sem koma fram í því fylgiskjali. Skikinn er samfleytt land og jafnframt allt það land Víkurjarðar sem liggur innan þeirra merkja sem hér segir:
a) Austan við merkjalínu skikans gagnvart jörðinni Stekkholti 1 (landnr. 145976) sem er sá hluti miðlínu Sauðárkróksbrautar (nr. 75) er nær frá hnitsettum suð-vestur hornpunkts skikans (X513) norður í gegnum hnitsettan punkt (X512) að hnitsettum norð-vestur hornpunkti skikans (X511).
b) Sunnan við merkjalínu skikans gagnvart jörðinni Birkihlíð (landnr. 145968), sem liggur úr síðastgreindum hornpunkti skikans í austur í gegnum þrjá hnitsetta punkta (X510, X 509 og X508) í hnitsettan norð-austur hornpunkt skikans (X507).
c) Vestan við merkjalínu skikans gagnvart jörðinni Útvík (landnr. 146007) sem liggur úr síðastgreindum hornpunkti skikans í suður í gegnum þrjá hnitsetta punkta (X506, X505, X504, X503 og X502) í suð-austur hornpunkt skikans (X501).
d) Norðan við merkjalínu skikans við síðastgreinda jörð sem liggur úr síðastgreindum hornpunkti skikans vestur í áðurgreindan suð-vestur hornpunkt skikans (X513).
Jörðin Stekkholt 2 (landnr. 221929) liggur að skikanum á áðurgreindum hnitsettum suð-vestur hornpunkti skikans (X513).
Umrætt land mælist 26 ha. Engar fasteignir/mannvirki eru innan hins útskipta lands.
Sótt er um að hið útskipta land fái heitið „Miðholt“ (í fleirtölu). Nafnið vísar til örnefnis innan skikans. Ekki er vitað til þess að annað landnúmer í sveitarfélaginu sé skráð með sama staðvísi.
Hlunnindi vegna Sæmundarár og Miklavatns fylgja ekki hinu útskipta landi í landskiptum þessum og tilheyra því áfram jörðinni Vík. Hið sama gildir um lögbýlisréttinn, hann tilheyrir áfram jörðinni Vík. Önnur hlunnindi, á landi eða undir því, sem eru til staðar á hinu útskipta landi, skulu fylgja hinu útskipta landi svo frekast sem lög heimila, s.s. vatnsréttindi hverskonar (heitt og kalt) og námuréttindi.
Landskipti þessi samræmast gildandi aðalskipulagsáætlun og skerða ekki landbúnaðarsvæði.
Meðfylgjandi erindi þessu fylgir undirrituð “Landamerkjalýsing", yfirlýsing landeigenda aðliggjandi jarða um landamerki dags. 06.02.2024.
Skipulagsnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrirlagt.
11.Litla-Gröf land (L213680) - Umsókn um landskipti
Málsnúmer 2402051Vakta málsnúmer
Vilborg Elísdóttir f.h. Gilsbúsins ehf. sem er þinglýstur eigandi jarðarinnar Litlu-Grafar lands (L213680) sækir um stofnun fasteignar í fasteignaskrá skv. 14. gr. l. 6/2001.
Á framlögðum uppdrætti sem gerður er af Einari I. Ólafssyni hjá Friðriki Jónssyni ehf. hinn 31.01. 2024 er gerð grein fyrir erindinu.
Útskipta lóðin á engin landamerki að öðrum jörðum en þeirri sem hún er tekin úr. Lóðin liggur innan lína sem dregnar eru milli hnitapunkta X600, X601, X602, X603 og X604 og koma fram í nefndu fylgiskjali. Lóðin mælist 0,22 ha. Framangreindar markalínur fylgja að mestu girðingarstæði utan um gamla skógrækt. Er landið að verulegu leyti undir trjám. Engin mannvirki eru innan hins útskipta lands.
Sótt er um að hið útskipta land fái heitið „Litluklappir“. Nafnið vísar til örnefnis sem a.m.k. að hluta til er innan skikans. Ekki er vitað til þess að annað landnúmer í sveitarfélaginu sé skráð með sama staðfangi.
Engin hlunnindi fylgja hinu útskipta landi í landskiptum þessum.
Landskipti þessi samræmast gildandi aðalskipulagsáætlun og skerða ekki landbúnaðarsvæði .
Gert er ráð fyrir að umferðarréttur milli Sauðárkróksbrautar og lóðarinnar verði tryggður með kvöð sem þinglýst verði á framangreinda jörð.
Skipulagsnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrirlagt.
Á framlögðum uppdrætti sem gerður er af Einari I. Ólafssyni hjá Friðriki Jónssyni ehf. hinn 31.01. 2024 er gerð grein fyrir erindinu.
Útskipta lóðin á engin landamerki að öðrum jörðum en þeirri sem hún er tekin úr. Lóðin liggur innan lína sem dregnar eru milli hnitapunkta X600, X601, X602, X603 og X604 og koma fram í nefndu fylgiskjali. Lóðin mælist 0,22 ha. Framangreindar markalínur fylgja að mestu girðingarstæði utan um gamla skógrækt. Er landið að verulegu leyti undir trjám. Engin mannvirki eru innan hins útskipta lands.
Sótt er um að hið útskipta land fái heitið „Litluklappir“. Nafnið vísar til örnefnis sem a.m.k. að hluta til er innan skikans. Ekki er vitað til þess að annað landnúmer í sveitarfélaginu sé skráð með sama staðfangi.
Engin hlunnindi fylgja hinu útskipta landi í landskiptum þessum.
Landskipti þessi samræmast gildandi aðalskipulagsáætlun og skerða ekki landbúnaðarsvæði .
Gert er ráð fyrir að umferðarréttur milli Sauðárkróksbrautar og lóðarinnar verði tryggður með kvöð sem þinglýst verði á framangreinda jörð.
Skipulagsnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrirlagt.
12.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 31
Málsnúmer 2401036FVakta málsnúmer
Lögð fram til kynningar fundargerð byggingarfulltrúa frá fundi nr. 30 þann 31.01.2024.
Fundi slitið - kl. 12:00.
Breytingin felur í sér stækkun afþreyingar- og ferðamannasvæðis AF-402 á kostnað opins svæðis OP-404 upp með Sauðá. Heimilað byggingarmagn innan afþreyingar- og ferðamannasvæðisins er aukið en þar er gert ráð fyrir þjónustuhúsum í tengslum við hlutverk svæðisins.
Á opnu svæði OP-404 upp með Sauðá, sem er í grennd við skólasvæðið hefur verið horft til aukinnar útikennslu og því mun breytingin fela í sér heimild undir slíka aðstöðu á opna svæðinu.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja ofangreinda breytingingu og senda Skipulagsstofnun, sbr. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Jón Daníel Jónsson vék af fundi við afgreiðslu erindisins.