Fara í efni

Auglýsingar og nafngiftir íþróttamannvirkja og íþróttasvæða

Málsnúmer 2401250

Vakta málsnúmer

Félagsmála- og tómstundanefnd - 20. fundur - 01.02.2024

Lagðar fram uppfærðar reglur um auglýsingar á íþróttamannvirkjum. Í reglunum kemur fram hvers konar auglýsingar eru heimilar innan og utan á íþróttamannvirkjum og íþróttasvæðum í Skagafirði. Auk þess fjalla reglurnar um nafngiftir á íþróttamannvirkjum í auglýsingaskyni. Nefndin samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti og vísar þeim til afgreiðslu í byggðarráði.

Byggðarráð Skagafjarðar - 83. fundur - 07.02.2024

Erindinu var vísað til byggðarráðs frá 20. fundi félagsmála- og tómstundanefndar 1. febrúar sl. þannig bókað:
Lagðar fram uppfærðar reglur um auglýsingar á íþróttamannvirkjum. Í reglunum kemur fram hvers konar auglýsingar eru heimilar innan og utan á íþróttamannvirkjum og íþróttasvæðum í Skagafirði. Auk þess fjalla reglurnar um nafngiftir á íþróttamannvirkjum í auglýsingaskyni. Nefndin samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti og vísar þeim til afgreiðslu í byggðarráði.
Byggðarráð samþykkir reglurnar samhljóða og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 23. fundur - 21.02.2024

Vísað frá 83. fundi byggðarráðs frá 7. febrúar sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
"Erindinu var vísað til byggðarráðs frá 20. fundi félagsmála- og tómstundanefndar 1. febrúar sl. þannig bókað:
Lagðar fram uppfærðar reglur um auglýsingar á íþróttamannvirkjum. Í reglunum kemur fram hvers konar auglýsingar eru heimilar innan og utan á íþróttamannvirkjum og íþróttasvæðum í Skagafirði. Auk þess fjalla reglurnar um nafngiftir á íþróttamannvirkjum í auglýsingaskyni. Nefndin samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti og vísar þeim til afgreiðslu í byggðarráði.
Byggðarráð samþykkir reglurnar samhljóða og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar."

Framlagaðar reglur bornar upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykktar með níu atkvæðum.