Íslenska gámafélagið (ÍGF) sinnir sorphirðu frá íbúum og stofnunum í Skagafirði. Fyrirtækið sinnir einnig akstri hráefnis frá móttökustöðvum í Varmahlíð og Hofsósi til Flokku á Sauðakróki. Þar er efnið meðhöndlað frekar, þ.e. flokkað og fer hluti þess í útflutning beint frá Sauðárkrókshöfn, ýmist til Svíþjóðar eða Hollands í endurvinnslu. Almennur úrgangur er fluttur áfram til Húnabyggðar þar sem hann er urðaður í Stekkjarvík. ÍGF skilar árlega skilagrein eða skýrslu um vinnu sína fyrir undangengið ár þar sem fram koma almennar upplýsingar um framkvæmd og gang þess og niðurstöður skráninga og mælinga. Skilagrein fyrir árið 2023 hefur verið skilað til sveitarfélagsins.
Umhverfis- og samgöngunefnd beinir því til sveitarfélagsins að stofnanir þess sýni gott fordæmi og vandi flokkun og henni verði komið á þar sem hún er ekki til staðar nú þegar.
Umhverfis- og samgöngunefnd beinir því til sveitarfélagsins að stofnanir þess sýni gott fordæmi og vandi flokkun og henni verði komið á þar sem hún er ekki til staðar nú þegar.