Fara í efni

Hátún II (landnr. 146039) og Hátún I (landnr. 146038) - Umsókn um breytta afmörkun Hátúns II og landskipti

Málsnúmer 2402035

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 43. fundur - 08.02.2024

Helga Sjöfn Helgadóttir og Gunnlaugur Hrafn Jónsson þinglýstir eigendur jarðanna Hátúns II landnúmer 146039 og Hátúns I landnúmer 146038 óska eftir heimild til breyta landamerkjum jarðarinnar Hátún II og stofna millispildu sem síðan sameinast jörðinni Hátún I landnúmer 146038 skv. meðfylgjandi afstöðuuppdráttum nr. S101 og S102 í verki nr. 73850000 útg. dags 02.02.2024 unnir af Ínu Björk Ársælsdóttur á verkfræðistofunni Stoð.

Breytingar á landamerkjum felast í;
1. Hátún II lnr. 146039 fer úr stærð 54.844 m2 í stærð 4.382 m2 skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S101 í verki nr. 73850000. Íbúðarhús (F2140475) mhl.nr 03 0101, stærð 124,3 m2 er innan umræddrar lóðar Hátúns II og fylgir henni eftir breytingar.
2. Millispilda skipt út úr Hátúni II, sem Hátún II - millispilda að stærð 50.461 m2 skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S101 í verki nr. 73850000. Véla/verkfærageymsla (F2140475) mhl.nr. 04 0101 er innan umræddrar lóðar Hátúns II - millispilda.
3. Hátún II - millispilda sameinuð Hátúni I lnr. 146038 skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S102 í verki nr. 73850000.
Eftirfarandi fylgir Hátúni I lnr. 146038 eftir breytingar:
- Véla/verkfærageymsla (F2140475) mhl.nr. 04 0101. Stærð 126 m2
- Ræktað land 16.926 m2
Öll hlunnindi tilheyra Hátúni I.
Landskipti samræmast Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035 og styðja við markmið aðalskipulags um búsetu í dreifbýli.
Landskipti hafa óveruleg áhrif á búrekstrarskilyrði og skerða ekki landbúnaðarsvæði í I. og II. flokki.
Engin verndarsvæði skv. gildandi aðalskipulagi eru innan útskiptrar spildu.
Lögbýlarétturinn mun áfram fylgja Hátúni I, landnr. 146038.

Skipulagsnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrirlagt.