Fyrir hönd stjórnar SSNV óskaði framkvæmdastjóri þann 6. september 2023 eftir tilnefningu frá sveitarfélögum á Norðurlandi vestra eftir fulltrúum í Samgöngu- og innviðanefnd SSNV og er hlutverk hennar að yfirfara gildandi samgöngu- og innviðaáætlun Norðurlands vestra og uppfæra eftir þörfum.
Skal endurnýjuð áætlun lögð fyrir ársþing SSNV 2024, ásamt lykilsamantekt.
Í síðustu áætlun lagði hvert sveitarfélag á Norðurlandi vestra fram áherslulista þar sem mælt var með þremur til sex atriðum sem óskað var eftir að nytu forgangs, en auk þess var listi með þremur sameiginlegum áhersluatriðum landshlutans.
Nú hafa Sveitarfélagið Skagafjörður og Akrahreppur sameinast og því þarf að raða að nýju á forgangslista sameinaðs sveitarfélags.
Umhverfis- og samgöngunefnd leggur til að ný forgangsröðun Skagafjarðar í vegamálum verði eftirfarandi:
Þrjú af fjórum áhersluatriðum Akrahrepps færast af forgangslistanum og annað. Fyrst ber að nefna Þjóðveg 1 frá Héraðsvatnabrú að Miðsitju, en þjóðvegakaflar eiga ekki heima á þessum lista þó vissulega sé brýnt að huga að ástandi vegarins og tryggja öryggi vegfarenda. Kjálkabrú færist af lista yfir vegi og yfir á lista yfir brýr samkvæmt samgöngu- og innviðaáætlun Norðurlands vestra.
Þá leggur nefndin ríka áherslu á að byrjað verði að huga að endurbótum á Hólavegi (767) og Siglufjarðarvegi (76) í útblönduhlíð, en þessir vegakaflar eru á köflum signir, mjóir og bylgjóttir, raunar svo mjög að þeir er varhugaverðir stærri bílum og bílum með tengivagna og hestakerrur.
Guðlaugur Skúlason óskar bókað að hann víkur af fundi undir þessum lið.
Skal endurnýjuð áætlun lögð fyrir ársþing SSNV 2024, ásamt lykilsamantekt.
Í síðustu áætlun lagði hvert sveitarfélag á Norðurlandi vestra fram áherslulista þar sem mælt var með þremur til sex atriðum sem óskað var eftir að nytu forgangs, en auk þess var listi með þremur sameiginlegum áhersluatriðum landshlutans.
Nú hafa Sveitarfélagið Skagafjörður og Akrahreppur sameinast og því þarf að raða að nýju á forgangslista sameinaðs sveitarfélags.
Umhverfis- og samgöngunefnd leggur til að ný forgangsröðun Skagafjarðar í vegamálum verði eftirfarandi:
Sveitarfélagið Skagafjörður
1.
Hegranes (764
2.
Sæmundarhlíðarvegur (762),
3.
Ólafsfjarðarvegur (82), Ketilási að Þrasastöðum
4.
Skagafjarðarvegur (752)
5.
Skagavegur (745)
6.
Kjálkavegur (759)
7.
Ásavegur (769)
8. Reykjastrandarvegur (748)
Sameignleg áherslumál fjórðungsins
1.
Vatnsnesvegur (711)
2.
Hegranesvegur í Skagafirði (764)
3.
Skagavegur (745)
Þrjú af fjórum áhersluatriðum Akrahrepps færast af forgangslistanum og annað. Fyrst ber að nefna Þjóðveg 1 frá Héraðsvatnabrú að Miðsitju, en þjóðvegakaflar eiga ekki heima á þessum lista þó vissulega sé brýnt að huga að ástandi vegarins og tryggja öryggi vegfarenda. Kjálkabrú færist af lista yfir vegi og yfir á lista yfir brýr samkvæmt samgöngu- og innviðaáætlun Norðurlands vestra.
Þá leggur nefndin ríka áherslu á að byrjað verði að huga að endurbótum á Hólavegi (767) og Siglufjarðarvegi (76) í útblönduhlíð, en þessir vegakaflar eru á köflum signir, mjóir og bylgjóttir, raunar svo mjög að þeir er varhugaverðir stærri bílum og bílum með tengivagna og hestakerrur.
Guðlaugur Skúlason óskar bókað að hann víkur af fundi undir þessum lið.