Vilborg Elísdóttir f.h. Gilsbúsins ehf. sem er þinglýstur eigandi jarðarinnar Litlu-Grafar lands (L213680) sækir um stofnun fasteignar í fasteignaskrá skv. 14. gr. l. 6/2001.
Á framlögðum uppdrætti sem gerður er af Einari I. Ólafssyni hjá Friðriki Jónssyni ehf. hinn 31.01. 2024 er gerð grein fyrir erindinu.
Útskipta lóðin á engin landamerki að öðrum jörðum en þeirri sem hún er tekin úr. Lóðin liggur innan lína sem dregnar eru milli hnitapunkta X600, X601, X602, X603 og X604 og koma fram í nefndu fylgiskjali. Lóðin mælist 0,22 ha. Framangreindar markalínur fylgja að mestu girðingarstæði utan um gamla skógrækt. Er landið að verulegu leyti undir trjám. Engin mannvirki eru innan hins útskipta lands.
Sótt er um að hið útskipta land fái heitið „Litluklappir“. Nafnið vísar til örnefnis sem a.m.k. að hluta til er innan skikans. Ekki er vitað til þess að annað landnúmer í sveitarfélaginu sé skráð með sama staðfangi.
Engin hlunnindi fylgja hinu útskipta landi í landskiptum þessum.
Landskipti þessi samræmast gildandi aðalskipulagsáætlun og skerða ekki landbúnaðarsvæði .
Gert er ráð fyrir að umferðarréttur milli Sauðárkróksbrautar og lóðarinnar verði tryggður með kvöð sem þinglýst verði á framangreinda jörð.
Skipulagsnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrirlagt.
Á framlögðum uppdrætti sem gerður er af Einari I. Ólafssyni hjá Friðriki Jónssyni ehf. hinn 31.01. 2024 er gerð grein fyrir erindinu.
Útskipta lóðin á engin landamerki að öðrum jörðum en þeirri sem hún er tekin úr. Lóðin liggur innan lína sem dregnar eru milli hnitapunkta X600, X601, X602, X603 og X604 og koma fram í nefndu fylgiskjali. Lóðin mælist 0,22 ha. Framangreindar markalínur fylgja að mestu girðingarstæði utan um gamla skógrækt. Er landið að verulegu leyti undir trjám. Engin mannvirki eru innan hins útskipta lands.
Sótt er um að hið útskipta land fái heitið „Litluklappir“. Nafnið vísar til örnefnis sem a.m.k. að hluta til er innan skikans. Ekki er vitað til þess að annað landnúmer í sveitarfélaginu sé skráð með sama staðfangi.
Engin hlunnindi fylgja hinu útskipta landi í landskiptum þessum.
Landskipti þessi samræmast gildandi aðalskipulagsáætlun og skerða ekki landbúnaðarsvæði .
Gert er ráð fyrir að umferðarréttur milli Sauðárkróksbrautar og lóðarinnar verði tryggður með kvöð sem þinglýst verði á framangreinda jörð.
Skipulagsnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrirlagt.