Fara í efni

Stóri plokkdagurinn 2024

Málsnúmer 2402220

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og samgöngunefnd - 23. fundur - 14.03.2024

Lagt fram erindi, dags. 22.2. 2024, frá Einari Bárðarsyni frá Plokk á Íslandi, þar sem vakin er athygli á Stóra plokkdeginum sem haldinn verður um land allt sunnudaginn 28. apríl. 2024. Það er Rótarýhreyfingin á Íslandi sem skipuleggur daginn með aðstoð og atfylgi góðra bakhjarla. Markmið Rótarýhreyfingarinnar er að dagurinn sé ætlaður öllum sem vilja skipuleggja hreinsunarátak á þeim degi, eða eftir atvikum öðrum degi á svipuðum tíma. Þannig er öllum heimilt að nota merki dagsins og myndefni tengt honum til kynningar á verkefnum tengdum plokki og umhverfishreinsun.
Á næstu vikum birtist uppfært efni á síðunni www.plokk.is og þá verða bakhjarlar Stóra plokkdagsins og samstarfið kynnt betur.
Allir mega stofna viðburði á Stóra plokkdaginn á samfélagsmiðlum, tengja þá við Plokk á Íslandi, fá merkingar frá Plokk á Íslandi.
Sveitafélög landsins auglýsa sína viðburði og hvernig hægt er að bera sig að með frágang, flokkun eða urðun á hverjum stað fyrir sig.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir samhljóða að taka þátt í Stóra plokkdeginum og skipuleggja umhverfisdaga í Skagafirði á tímabilinu frá apríllokum og fram í maí. Með ósk um góða þátttöku eins og undanfarin ár frá einstaklingum, fyrirtækjum og félagasamtökum á svæðinu. Starfsmönnum sviðsins er falið að undirbúa kynningu og framkvæmd umhverfisdaganna.