Endurskoðun stuðningskerfa í skógrækt og landgræðslu - Ósk um ábendingar og tillögur
Málsnúmer 2402258
Vakta málsnúmerUmhverfis- og samgöngunefnd - 23. fundur - 14.03.2024
Lagt fram erindi, dag. 27.2. 2024, frá Landi og skógi þar sem upplýst er um að matvælaráðuneytið hafi falið stofnuninni að hefja endurskoðun á núverandi fyrirkomulagi stuðningskerfa í landgræðslu og skógrækt. Því kallar Land og skógur eftir ábendingum sem nýst geta við vinnu við að móta tillögur að endurskoðuðu stuðningskerfi, en markmiðið er að til verði tillaga að heildstæðu stuðningskerfi málaflokksins innan stofnunarinnar sem jafnframt styður við stefnu stjórnvalda á sviði loftslagsmála, verndunar líffræðilegrar fjölbreytni og byggðamála. Landi og skógi er ætlað að skila tillögum um breytingar til ráðuneytisins í lok apríl 2024. Í framhaldinu er gert ráð fyrir að settar verði reglugerðir í samræmi við 8. gr. laga um landgræðslu nr. 155/2018 og 7. gr. laga um skóga og skógrækt nr. 33/2019 ásamt því að reglugerð um landshlutaverkefni í skógrækt nr. 285/2015 verði endurskoðuð, sbr. IV. kafla laga um skóga og skógrækt. Óskar Land og skógur eftir því að tillögur og ábendingar sendist stofnuninni fyrir 29. mars næstkomandi.
Umhverfis- og samgöngunefnd vísar málinu til Landbúnaðarnefndar til umsagnar og óskar jafnframt eftir umsögn Búnaðarsambands Skagafjarðar. Nefndin óskar eftir fresti hjá Landi og skógi til að skila inn umsögn til 15 apríl.
Hrefna Jóhannesdóttir vék af fundi undir þessum lið.
Umhverfis- og samgöngunefnd vísar málinu til Landbúnaðarnefndar til umsagnar og óskar jafnframt eftir umsögn Búnaðarsambands Skagafjarðar. Nefndin óskar eftir fresti hjá Landi og skógi til að skila inn umsögn til 15 apríl.
Hrefna Jóhannesdóttir vék af fundi undir þessum lið.
Tillögur og ábendingar óskast sendar á gustav.magnus.asbjornsson@landogskogur.is fyrir 29. mars næstkomandi.