Fara í efni

Ósk um lengdan opnunartíma sundlaugarinnar á Hofsósi sumarið 2024

Málsnúmer 2402263

Vakta málsnúmer

Félagsmála- og tómstundanefnd - 21. fundur - 07.03.2024

Lagt fram erindi um lengri opnunartíma sundlaugarinnar á Hofsósi mánuðina júní, júlí og ágúst. Farið er fram á að laugin verði opnuð klukkan 7:00 í stað 9:00. Með hliðsjón af hve fáir hafa nýtt sér þennan opnunartíma undangengin sumur sjá fulltrúar meirihluta Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks sér ekki fært að verða við erindinu. Kostnaður vegna lengri opnunar á Hofsósi myndi hafa í för með sér kostnaðarauka sem gæti hlaupið á u.þ.b. 1,2 milljón króna yfir þennan tíma sem óskað er eftir. Ekki var gert ráð fyrir þeim kostnaði í fjárhagsáætlun. Bent er á að nú er fjöldi opnunartíma lauga sem sveitarfélagið rekur sá sami, eða 84 klukkustundir í viku hverri á þessu tímabili.

Álfhildur Leifsdóttir VG og óháðum og Anna Lilja Guðmundsdóttir Byggðalista óska bókað:
Sundlaugin á Hofsósi á ekki síst að vera til að þjónusta íbúa þar og í nágrenni. Lengdur opnunartími sundlaugarinnar stuðlar að aukinni lýðheilsu í heilsueflandi samfélagi.
Það er því miður að lengdum opnunartíma sé hafnað í sundlauginni á Hofsósi á meðan sá opnunartími sem óskað er eftir á virkum dögum þar er í sundlaugum Varmahlíðar og Sauðárkróks yfir sumartímann.