Fara í efni

Páskamót Molduxa og páskaball körfuknattleiksdeildar Tindastóls

Málsnúmer 2402267

Vakta málsnúmer

Félagsmála- og tómstundanefnd - 21. fundur - 07.03.2024

Tekin fyrir beiðni Körfuknattleiksdeildar Tindastóls um gjaldfrjáls afnot af Íþróttahúsinu á Sauðárkróki 30. mars n.k., vegna páskamóts Molduxa og páskaballs körfuknattleiksdeildarinnar. Fulltrúar meirihluta Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks samþykkja gjaldfrjáls afnot vegna páskamótsins.
Samkvæmt gjaldskrá kostar leiga vegna skemmtana/balla kr. 368.555 pr. sólarhring sem ætlað er að standa straum af vinnu við uppsetningu, gæslu/eftirlits á meðan á viðburði stendur og frágangi/þrifum að honum loknum. Auk þessa fellur undir þetta leiga á búnaði sem og kostnaður við endurnýjun tækja/tóla þar sem öllum viðburðum fylgir ákveðið slit á eignum hússins. Fulltrúar meirihluta Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks samþykkja að fella niður leiguna að mestu en að deildin beri kostnað af vinnulið starfsmanns að upphæð kr. 55.629. Skilyrði er að öll uppsetning og frágangur verði unnin af hálfu deildarinnar.

Anna Lilja Guðmundsdóttir fulltrúi Byggðalista óskar bókað:
Íþróttahús gegna vegamiklu hlutverki þegar kemur að Íþróttastarfi barna- og ungmenna í heilsueflandi samfélagi. Þegar skemmtanaviðburðir sem þessi eru haldnir í íþróttahúsinu þurfa æfingar og tímar sem börn og ungmenni hafa til að stunda sitt lýðheilsustarf að víkja í að meðaltali 1-2 daga. Skemmtanahald í íþróttahúsi kemur niður á íþróttastarfi barnanna og tel ég því ekki ábyrgt að veita umbeðinn styrk á niðurfellingu á leigu á Íþróttahúsi Sauðárkróks vegna skemmtanahalds þegar um hagnaðardrifinn viðburð er að ræða.