Landbúnaðarnefnd - 16
Málsnúmer 2403001F
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Skagafjarðar - 25. fundur - 18.03.2024
Fundargerð 16. fundar landbúnaðarnefndar frá 7. mars 2024 lögð fram til afgreiðslu á 25. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir forseti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
-
Landbúnaðarnefnd - 16 Undir þessum dagskrárlið mættu fulltrúar frá fjallskilanefndum Skarðshrepps, Sauðárkróks og Rípurhrepps, þau Úlfar Sveinsson, Andrés Helgason, Sigurjóna Skarphéðinsdóttir, Þorbjörg Ágústsdóttir, Halla Guðmundsdóttir, Elvar Örn Birgisson og Þórarinn Leifsson. Rætt var um möguleika á sameiningu þessara nefnda og hugsanlega annarra einnig. Bókun fundar Afgreiðsla 16. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 25. fundi sveitarstjórnar 18. mars 2024 með níu atkvæðum.
-
Landbúnaðarnefnd - 16 Lagður fram tölvupóstur, dags. 5.3. 2024, frá fjallskiladeild úthluta Seyluhrepps, þar sem óskað er eftir að gerðar verði breytingar á skipan deildarinnar. Þeim verði háttað á þann veg að Einar Kári Magnússon verði fjallskilastjóri, Bjarni Bragason til vara og Ólafur Atli Sindrason verði áfram meðstjórnandi.
Landbúnaðarnefnd samþykkir beiðnina samhljóða og vísar málinu til afgreiðslu sveitarstjórnar. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Ósk um breytingar á skipan fjallskiladeildar, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða. -
Landbúnaðarnefnd - 16 Lagðar fram áætlanir fjallskilasjóða fyrir árið 2024. Landbúnaðarnefnd hefur til ráðstöfunar á fjárhagsáætlun 2024 fyrir deild 13210, samtals 8,44 mkr. til að veita í framlög til fjallskilasjóðanna. Nefndin samþykkir samhljóða að úthluta nú 4,6 m.kr. Nefndin mun jafnframt kalla eftir frekari upplýsingum hjá fjallskilanefndum. Bókun fundar Afgreiðsla 16. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 25. fundi sveitarstjórnar 18. mars 2024 með níu atkvæðum.
-
Landbúnaðarnefnd - 16 Lagður fram tölvupóstur, dags. 20.2. 2024, þar sem Rúnar Númason óskar eftir 5 ha landi undir kornrækt innan þéttbýlismarka Hofsóss, á svæði sem skráð er athafnasvæði á þéttbýlisuppdrætti í aðalskipulagi Skagafjarðar 2020-2035. Óskað er eftir landinu leigulaust en svæðinu yrði skilað sem túni að leigutíma loknum.
Landbúnaðarnefnd samþykkir samhljóða að vísa erindinu til afgreiðslu byggðarráðs. Bókun fundar Afgreiðsla 16. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 25. fundi sveitarstjórnar 18. mars 2024 með níu atkvæðum. -
Landbúnaðarnefnd - 16 Lagður fram tölvupóstur, dags. 4.3. 2024, frá Össuri Williard, þar sem hann óskar eftir samningi við sveitarfélagið um veiði á refum á landi hans við Neskot í Flókadal.
Landbúnaðarnefnd samþykkir samhljóða að hafna beiðni Össurar þar sem svæðið er þegar úthlutað öðrum. Bókun fundar Afgreiðsla 16. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 25. fundi sveitarstjórnar 18. mars 2024 með níu atkvæðum. -
Landbúnaðarnefnd - 16 Á 73. fundi byggðarráðs Skagafjarðar beindi ráðið því til landbúnaðarnefndar að vinna drög að reglum um refa- og minkaveiði í Skagafirði sem í kjölfarið verði teknar til afgreiðslu hjá stjórnsýslu sveitarfélagsins. Í kjölfarið á því eru lögð fram drög að verktakasamningi um veiðar á ref og/eða mink.
Landbúnaðarnefnd samþykkir drögin samhljóða og vísar málinu til afgreiðslu byggðarráðs. Bókun fundar Afgreiðsla 16. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 25. fundi sveitarstjórnar 18. mars 2024 með níu atkvæðum. -
Landbúnaðarnefnd - 16 Lagt fram til kynningar minnisblað frá Matvælaráðuneytinu, dagsett í febrúar 2024, þar sem fjallað er um sjónarmið ráðuneytisins varðandi regluverk um búfjárbeit.
Í minnisblaðinu kemur fram að ráðuneytið muni ekki, að svo stöddu, beita sér fyrir því eða gefa út samræmdar leiðbeiningar um túlkun fjallskilalaga eða laga um búfjárhald. Ráðuneytið vill þó hvetja sveitarfélög þar sem þessi mál koma til umfjöllunar að taka eftirtalin atriði til skoðunar:
- Að koma á skipulegu samstarfi sveitarfélaga um þessi mál meðal annars til að leita sameiginlegra lausna og deila þekkingu þar sem hún getur haft almennt gildi.
- Að fara yfir hvort til séu uppfærðar afréttarskrár í sveitarfélaginu sbr. ákvæði 6. gr. fjallskilalaga, til þess að ótvírætt sé hvaða svæði innan þeirra séu afréttir og hægt sé að beita ákvæðum fjallskilalaga sem til þeirra taka.
- Að yfirfara og eftir atvikum endurskoða fjallskilasamþykktir með skipulegum hætti, með það að markmiði að nota örugglega þau verkfæri sem eru í fjallskilalögum.
Þó lög um afréttarmálefni, fjallskil o.fl. séu komin til ára sinna eru reglurnar að mestu leyti skýrar að mati ráðuneytisins og mikilvægt að sveitarfélögin nýti þau verkfæri sem þau hafa samkvæmt lögunum til að skýra réttarástandið, til hagsbóta fyrir landeigendur, bændur og raunar alla íbúa sveitarfélaganna.
Bókun fundar Afgreiðsla 16. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 25. fundi sveitarstjórnar 18. mars 2024 með níu atkvæðum.