Frumkvæðisathugun á reglum sveitarfélaga um stoð- og stuðningsþjónustu
Málsnúmer 2403003
Vakta málsnúmerFélagsmála- og tómstundanefnd - 21. fundur - 07.03.2024
Lagður fram tölvupóstur frá Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála dags. 29.02.2024. Óskað er eftir því að sveitarfélagið svari spurningalista Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála (GEV). Spurningalistinn snýr að reglum um stoð- og stuðningsþjónustu sem sveitarfélögum er annars vegar skylt og hins vegar heimilt að setja samkvæmt lögum nr. 40/1991 um félagsþjónustu sveitarfélaga og lögum nr. 38/2018 um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir.
Félagsmála- og tómstundanefnd - 26. fundur - 26.09.2024
Málið áður á dagskrá félagsmála- og tómstundanefndar á 17. fundi þann 11. mars sl. Lagður fram tölvupóstur frá Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála dags. 17. september sl. þar sem lagðar eru fram niðurstöður frumkvæðisathugunar á stöðu uppfærslu stoð- og stuðningsþjónustureglna sveitarfélaga.
Félagsmála- og tómstundanefnd - 31. fundur - 06.03.2025
Málið áður á dagskrá nefndar 29. sept. sl. Lögð fram til kynningar skýrsla Gæða- og eftirlitsstofnunar (GEV) um frumkvæðisathugun á stoð- og stuðningsþjónustureglum sveitarfélaga sem fram fór á árinu 2024. GEV þakkar sveitarfélaginu góða samvinnu við framkvæmd athugunarinnar. Nefndin samþykkir samhljóða að fela starfsfólki að senda GEV afrit nýrra reglna frá því könnunin fór fram, sveitarfélögum er gefin frestur á úrbótum til 15. september 2025.