Fara í efni

Frumkvæðisathugun á reglum sveitarfélaga um stoð- og stuðningsþjónustu

Málsnúmer 2403003

Vakta málsnúmer

Félagsmála- og tómstundanefnd - 21. fundur - 07.03.2024

Lagður fram tölvupóstur frá Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála dags. 29.02.2024. Óskað er eftir því að sveitarfélagið svari spurningalista Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála (GEV). Spurningalistinn snýr að reglum um stoð- og stuðningsþjónustu sem sveitarfélögum er annars vegar skylt og hins vegar heimilt að setja samkvæmt lögum nr. 40/1991 um félagsþjónustu sveitarfélaga og lögum nr. 38/2018 um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir.

Félagsmála- og tómstundanefnd - 26. fundur - 26.09.2024

Málið áður á dagskrá félagsmála- og tómstundanefndar á 17. fundi þann 11. mars sl. Lagður fram tölvupóstur frá Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála dags. 17. september sl. þar sem lagðar eru fram niðurstöður frumkvæðisathugunar á stöðu uppfærslu stoð- og stuðningsþjónustureglna sveitarfélaga.