Fara í efni

Skipulagsnefnd - 44

Málsnúmer 2403006F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 25. fundur - 18.03.2024

Fundargerð 44. fundar skipulagsnefndar frá 7. mars 2024 lögð fram til afgreiðslu á 25. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Skipulagsnefnd - 44 Skipulagsnefnd vill koma á framfæri þökkum til íbúa Sauðárkróks fyrir góða þátttöku á íbúafundi sem haldinn var að Sæmundargötu 7A vegna Freyjugarðsins miðvikudaginn 28. febrúar síðastliðinn kl. 17:00- 18:00.

    Freyja Rut Emilsdóttir formaður Kiwanisklúbbsins Freyjanna kom á fund nefndarinnar í gegnum fjarfundarbúnaðinn Teams til að fjalla frekar um þær ábendingar og athugasemdir sem fram komu á íbúafundinum.

    Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram í samræmi við umræður fundar skipulagsnefndarinnar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 44. fundar skipulagnefndar staðfest á 25. fundi sveitarstjórnar 18. mars 2024 með átta atkvæðum. Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir óskar bókað að hún vék af fundi undir afgreiðslu málsins.
  • Skipulagsnefnd - 44 Í samræmi við úthlutunarreglur sveitarfélagsins, gr. 2.3. auglýsti skipulagsnefnd Skagafjarðar tvær parhúshúsalóðir á Sauðárkróki lausar til úthlutunar. Lóðirnar voru auglýstar frá og með 24. janúar 2024 til og með 9. febrúar 2024.
    Þrjár gildar umsóknir um Nestún 16 og fjórar umsóknir um Nestún 22 bárust.
    Umsækjendum var boðið að vera viðstaddir útdrátt, hluti umsækjenda og fulltrúar fyrir hönd umsækjenda voru á staðnum.
    Þar sem nokkrar umsóknir bárust í þessar lóðir var Björn Hrafnkelsson fulltrúi hjá sýslumannsembættinu á Norðurlandi vestra fenginn til að sjá um framkvæmd á útdrætti milli umsækjanda.

    Dregið var um lóðina Nestún 16 og úr pottinum var dregið nafn Karenar Lindar Skúladóttur.
    Skipulagsnefnd samþykkir að úthluta umsækjenda Karen Lind Skúladóttur lóðina við Nestún 16.

    Dregið var um lóðina Nestún 22 og úr pottinum voru dregin nöfn Björns Gunnars Karlssonar og Írisar Huldar Jónsdóttur.
    Skipulagsnefnd samþykkir að úthluta umsækjendum Birni Gunnari Karlssyni og Írisi Huldu Jónsdóttur lóðina við Nestún 22.
    Bókun fundar Afgreiðsla 44. fundar skipulagnefndar staðfest á 25. fundi sveitarstjórnar 18. mars 2024 með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 44 Þann 07.02.2024 barst formlegt erindi frá Hólmfríði Sveinsdóttur rektors Háskólans á Hólum um að framlengja vilyrðið fyrir lóðarúthlutun til Háskólans um 6 mánuði.

    Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að framlengja umrætt vilyrði um umbeðna 6 mánuði eða til og með 07.08.2024.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Beiðni um lóð undir kennslu- og rannsóknaaðstöðu fiskeldis- og fiskalíffræði Háskólans á Hólum, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða
  • Skipulagsnefnd - 44 Bjarni Halldórsson, þinglýstur eigandi landsins Tumabrekka land 2, lnr. 220570, Skagafirði, óskar eftir heimild til að stofna 625 m2 byggingarreit á landinu eins og sýnt er á meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S01 í verki 758160001 útg. 4. mars 2024. Afstöðuuppdrátturinn var unnin af Ínu Björk Ársælsdóttur á Stoð ehf. verkfræðistofu.

    Um er að ræða byggingarreit fyrir vélageymslu að hámarki 300 m2 að stærð.

    Jafnframt óskar undirritaður, Bjarni Halldórsson, þinglýstur eigandi landsins Tumabrekka land 2, lnr. 220570, eftir heimild til að láta vinna deiliskipulag fyrir landið á eigin kostnað, skv. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Skipulagssvæðið er á landbúnaðarlandi skv. Aðalskipulagi Skagafjarðar 2020-2035 og verður tillaga að deiliskipulagi unnin á grundvelli þess.

    Áformin styðja við markmið aðalskipulags Skagafjarðar um að styrkja búsetugrundvöll í dreifbýli og nýta betur innviði auk þess að gefa fleirum færi á að búa í dreifbýlinu án þess að hafa aðalatvinnu af landbúnaði.

    Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að afgreiða umbeðinn byggingarreit að fenginni umsögn minjavarðar.
    Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að umsækjanda verði heimilað að láta vinna deiliskipulag á eigin kostnað.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Tumabrekka land 2 (landnr. 220570) - Umsókn um stofnun byggingarreits og beiðni um heimild til að láta vinna deiliskipulag á landinu, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða
  • Skipulagsnefnd - 44 Rögnvaldur Ólafsson og Sigrún Hrönn Þorsteinsdóttir þinglýstir eigendur Flugumýrarhvamms (landnr. 146280) og f.h. Flugherja ehf. sem er eigandi lóðarinnar Flugumýrarhvamms 2 (landnr. 232693), óska eftir heimild skipulagsyfirvalda til að stofna millispildu úr landi Flugumýrarhvamms og sameina hana lóðinni Flugumýrarhvammi 2.
    Millispildan sem um ræðir er 3.717 m2 að stærð. Stærð lóðarinnar Flugumýrarhvammur 2 er 9.287 m2 fyrir breytingu, en verður 13.003 m2 eftir breytingarnar. Stærð upprunajarðarinnar Flugumýrarhvamms er óþekkt.
    Merkjalýsing skv. reglugerð um merki fasteigna nr. 160/2024 er fylgiskjal með umsókn þessari. Stofnað hefur verið mál með málsnúmer M000012 hjá Landeignaskráningu HMS, landeignaskraning.hms.is.
    Framlagðir afstöðuuppdrættir sem gerðir eru á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni, dags. 28. feb. 2024 gera grein fyrir erindinu. Númer uppdrátta eru S-101 og S-102 í verki nr. 7041-0301.
    Lögbýlaréttur og öll hlunnindi munu áfram fylgja Flugumýrarhvammi, landnr. 146280.
    Ofangreindar ráðstafanir samræmast Aðalskipulagi Akrahrepps 2010-2022, en þar er gert ráð fyrir að heimilt sé að reisa byggingar tengdar landbúnaðarstarfsemi á landbúnaðarsvæðum. Engin verndarsvæði skv. gildandi aðalskipulagi eru innan útskiptrar spildu.
    Undirrituð eru einnig eigendur lóðanna Flugumýrarhvammur 1 L232692 og Flugumýrarhvammur land L178429, en fyrirhuguð stækkun Flugumýrarhvamms 2 liggur upp að þessum lóðum.

    Skipulagsnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrirlagt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 44. fundar skipulagnefndar staðfest á 25. fundi sveitarstjórnar 18. mars 2024 með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 44 Rögnvaldur Ólafsson og Sigrún Hrönn Þorsteinsdóttir þinglýstir eigendur Flugumýrarhvamms (landnr. 146280) og f.h. Flugherja ehf. sem er eigandi lóðarinnar Flugumýrarhvamms 2 (landnr. 232693), óskum eftir heimild skipulagsyfirvalda til að stofna byggingarreit vegna fyrirhugaðrar fjósbyggingar á landi Flugumýrarhvamms. Fyrirhuguð bygging verður innan lóðarinnar Flugumýrarhvammur 2 eftir stækkun lóðarinnar. Stærð byggingarreits verður 1.800 m². Á byggingarreitnum er fyrirhugað að byggja lausagöngufjós úr steinsteypu, grunnflötur allt að 1000 m2, með límtrésþaki sem klætt verður yleiningum, mænishæð allt að 6,0 m.
    Framlagðir afstöðuuppdrættir sem gerðir eru á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni, dags. 28. feb. 2024 gera grein fyrir erindinu.
    Ofangreindar ráðstafanir samræmast Aðalskipulagi Akrahrepps 2010-2022, en þar er gert ráð fyrir að heimilt sé að reisa byggingar tengdar landbúnaðarstarfsemi á landbúnaðarsvæðum.
    Fyrir liggur umsögn Minjavarðar dagsett 5. mars 2024 án athugasemda.

    Skipulagsnefnd samþykkir umbeðinn byggingarreit.
    Bókun fundar Afgreiðsla 44. fundar skipulagnefndar staðfest á 25. fundi sveitarstjórnar 18. mars 2024 með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 44 Undirritaðir Sigurjón R. Rafnsson fyrir hönd Kaupfélags Skagfirðinga, Eyjólfur Sigurðsson fyrir hönd Ártorgs ehf., Þórarinn G. Sverrisson fyrir hönd Öldunnar stéttarfélags og Jóhannes Kári Bragason fyrir hönd Frímúararstúkunnar Mælifells, þinglýstir lóðarhafar og eigendur mannvirkja á iðnaðar- og athafnalóðunum Borgarmýri 1, landnr. 143222, og Borgarmýri 1A, landnr. 200074, óska eftir breytingu á lóðamörkum á milli lóðanna tveggja þar sem 94,3 m² hluti af lóð Borgarmýrar 1A fellur undir lóð Borgarmýrar 1. Meðfylgjandi afstöðuuppdráttur nr. S01, í verki 65020500 útg. 13. feb. 2024, gerir grein fyrir erindinu. Afstöðuppdráttur var unnin á Stoð ehf. verkfræðistofu af Birni Magnúsi Árnasyni. Breytingin felur í sér tilfærslu á hnitpunktum nr. LM05 og LM06 og viðbættum punkti nr. LM11 frá núgildandi lóðablaði dags. 26.11. 2004. Fyrir breytingu er lóð Borgarmýrar 1, 3.496 m² að stærð en verður 3.590 m² eftir breytingu. Fyrir breytingu er lóð Borgarmýrar 1A, 3.111 m² að stærð en verður 3.017 m² eftir breytingu. Skráð landnotkun breytist ekki og er áfram í samræmi við aðalskipulag Skagafjarðar 2020-2035. Engin mannvirki eru á lóðarpartinum sem færist á milli landnúmera. Stofnað hefur verið mál með málsnúmer M000017 hjá Landeignaskráningu HMS, landeignaskraning.hms.is.

    Skipulagsnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrirlagt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 44. fundar skipulagnefndar staðfest á 25. fundi sveitarstjórnar 18. mars 2024 með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 44 Fyrir liggur umsagnarbeiðni byggingarfulltrúa dags. 4. mars síðastliðinn með vísan til 10. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010 um leyfi fyrir til að byggja við iðnaðarhúsnæði sem stendur á lóðinni númer 1 við Borgarmýri á Sauðárkróki.
    Meðfylgjandi aðaluppdrættir gerðir á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnar Arnórssyni byggingarverkfræðingi. Uppdrættir í verki 650204, númer A-100 A-101, A-102, A-102a A- 103, A-104, A-105 og A-106, dagsettir 18. janúar 2024.
    Fyrir liggur beiðni lóðarhafa lóðanna Borgarmýri 1 (landnr. 143222) og Borgarmýri 1A (landnr. 200074), um breytta afmörkun lóða.

    Skipulagsnefnd telur að um verulega breytingu sé að ræða, þar sem ekki liggur fyrir deiliskipulag fyrir umrætt svæði og hafnar því erindinu.
    Nefndin bendir á skv. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hægt að óska eftir heimild til að láta vinna deiliskipulag á eigin kostnað.
    Bókun fundar Afgreiðsla 44. fundar skipulagnefndar staðfest á 25. fundi sveitarstjórnar 18. mars 2024 með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 44 Matvælaráðuneytið hefur falið Landi og skógi að hefja endurskoðun á núverandi fyrirkomulagi stuðningskerfa í landgræðslu og skógrækt. Tilgangur þessa erindis nú er að kalla eftir ábendingum sem nýst geta við vinnuna við að móta tillögur að endurskoðuðu stuðningskerfi, en markmiðið er að til verði tillaga að heildstæðu stuðningskerfi málaflokksins innan stofnunarinnar sem jafnframt styður við stefnu stjórnvalda á sviði loftslagsmála, verndunar líffræðilegrar fjölbreytni og byggðamála.

    Tillögur og ábendingar óskast sendar á gustav.magnus.asbjornsson@landogskogur.is fyrir 29. mars næstkomandi.
    Bókun fundar Afgreiðsla 44. fundar skipulagnefndar staðfest á 25. fundi sveitarstjórnar 18. mars 2024 með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 44 Á 43. fundi skipulagsnefndar 8.2.2024 var Karó & co slf. úthlutað lóðinni númer 8 við Borgartún og var afgreiðsla 43. fundar skipulagnefndar staðfest á 23. fundi sveitarstjórnar 21. febrúar 2024.
    Í dag liggur fyrir erindi/greinargerð frá Þresti Jónssyni fh. Karó & co slf. ásamt lóðaruppdrætti (S101 verknr. 3300) sem unnin er af Tnet ehf. dags. 5.3.2024. Uppdrátturinn sýnir tillögu að lóðarskipulagi, byggingarreit og byggingarmagni fyrsta áfanga. Áformaður fyrsti áfangi er 160m² geymsluhúsnæði. Þá óskar lóðarhafi eftir aðkomu að lóðinni verði breytt, þ.e.a.s. innkeyrslustútur frá Borgarteigi verði færður til suðurs um 5,0 metra. Einnig fylgja erindinu uppdrættir af yleiningarhúsi sem fyrirhugað er að reisa á lóðinni, dags 21.2.2024 gerðir af Húsvís Grímseyjargötu 21 Akureyri.

    Skipulagsnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrirlagt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 44. fundar skipulagnefndar staðfest á 25. fundi sveitarstjórnar 18. mars 2024 með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 44 Skipulagsnefnd hefur móttekið erindi frá stjórn íbúasamtaka Varmahlíðar dags. 28.02.2024, málið er í vinnslu og frestar nefndin því afgreiðslu.


    Bókun fundar Afgreiðsla 44. fundar skipulagnefndar staðfest á 25. fundi sveitarstjórnar 18. mars 2024 með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 44 Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að auglýsa óúthlutuðum lóðum við Birkimel í Varmahlíð í samræmi við gildandi deiliskipulag. Bókun fundar Afgreiðsla 44. fundar skipulagnefndar staðfest á 25. fundi sveitarstjórnar 18. mars 2024 með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 44 Lögð fram til kynningar fundargerð byggingarfulltrúa frá fundi nr. 32 þann 15.02.2024. Bókun fundar Afgreiðsla 44. fundar skipulagnefndar staðfest á 25. fundi sveitarstjórnar 18. mars 2024 með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 44 Lögð fram til kynningar fundargerð byggingarfulltrúa frá fundi nr. 33 þann 29.02.2024. Bókun fundar Afgreiðsla 44. fundar skipulagnefndar staðfest á 25. fundi sveitarstjórnar 18. mars 2024 með níu atkvæðum.