80 ára afmæli lýðveldisins
Málsnúmer 2403008
Vakta málsnúmerByggðarráð Skagafjarðar - 87. fundur - 06.03.2024
Lagt fram bréf, dags. 5. febrúar 2024, frá formanni afmælisnefndar 80 ára afmæli lýðveldisins Íslands. Nefndin gerir jafnframt tillögur um hvernig megi minnast 1150 ára afmælis Íslandsbyggðar. Gert er ráð fyrir að ná til sem flestra landsmanna með tveimum viðburðum í dagskrá ársins. Annars vegar samsöng kóra landsins undir yfirskriftinni Sungið með landinu og hins vegar gönguferðum um náttúru Íslands undir yfirskriftinni Gengið um þjóðlendur, í öllum fjórðungum landsins.
Byggðarráð Skagafjarðar - 89. fundur - 20.03.2024
Lagt fram erindi, dags. 8. mars 2024, frá formanni afmælisnefndar 80 ára afmælis lýðveldisins Íslands. Með bréfinu er óskað eftir samstarfi við sveitarfélög landsins í tengslum við hátíðardagskrána með miðlun og hvatningu um þátttöku eins og hentar best á hverjum stað.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að Skagafjörður muni eftir því sem hægt er miðla og hvetja til þátttöku í viðburðum afmælisársins.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að Skagafjörður muni eftir því sem hægt er miðla og hvetja til þátttöku í viðburðum afmælisársins.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 22. fundur - 24.04.2024
Tekin fyrir tölvupóstur frá Margréti Hallgrímsdóttur, formanni afmælisnefndar 80 ára afmælis lýðveldisins, þar sem óskað var eftir samstarfi við sveitarfélög landsins í tengslum við hátíðardagskránna á 17. júní með miðlun og hvatningu um þátttöku. Á vegum afmælisnefndar verður gefin út bókin "Fjallkonan. Þú ert móðir vor kær" með úrvali þjóðhátíðarljóða og greinum um fjallkonuna ásamt því að samið var lag fyrir kóra er nefnist "Sungið með landinu".
Nefndin samþykkir samhljóða með þremur atkvæðum að fela starfsmönnum að vera afmælisnefnd innan handar og taka þátt í dagskránni eftir þörfum.
Nefndin samþykkir samhljóða með þremur atkvæðum að fela starfsmönnum að vera afmælisnefnd innan handar og taka þátt í dagskránni eftir þörfum.