Lagt fram erindi, dag. 28.2. 2024, frá Íbúa- og átthagafélagi Fljótamanna, þar sem óskað er eftir samstarfi við sveitarfélagið Skagafjörð vegna hreinsunardags í Fljótum sem fyrirhugað er að halda í lok júní eða í júlí nk. Á hreinsunardeginum fara sjálfboðaliðar úr Fljótunum (bændur, sumarbústaðafólk og fleiri) og tína rusl á vegköntum, í fjörum og öðru almenningsrými þar sem þau sjá að það þarf að taka til hendinni. Boðið hefur verið upp á lummukaffi í kjölfarið. Óskað er eftir því að unnt verði að koma urðunarrusli frá hreinsunardeginum ókeypis í móttökustöðvar.
Umhverfis- og samgöngunefnd tekur jákvætt í erindið og felur starfsmanni sviðsins að vinna að framgangi málsins í samráði við Íbúa og átthagafélag Fljótamanna.
Umhverfis- og samgöngunefnd tekur jákvætt í erindið og felur starfsmanni sviðsins að vinna að framgangi málsins í samráði við Íbúa og átthagafélag Fljótamanna.