Fara í efni

Flugumýrarhvammur (L146280) - Landskipti millispilda.

Málsnúmer 2403017

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 44. fundur - 07.03.2024

Rögnvaldur Ólafsson og Sigrún Hrönn Þorsteinsdóttir þinglýstir eigendur Flugumýrarhvamms (landnr. 146280) og f.h. Flugherja ehf. sem er eigandi lóðarinnar Flugumýrarhvamms 2 (landnr. 232693), óska eftir heimild skipulagsyfirvalda til að stofna millispildu úr landi Flugumýrarhvamms og sameina hana lóðinni Flugumýrarhvammi 2.
Millispildan sem um ræðir er 3.717 m2 að stærð. Stærð lóðarinnar Flugumýrarhvammur 2 er 9.287 m2 fyrir breytingu, en verður 13.003 m2 eftir breytingarnar. Stærð upprunajarðarinnar Flugumýrarhvamms er óþekkt.
Merkjalýsing skv. reglugerð um merki fasteigna nr. 160/2024 er fylgiskjal með umsókn þessari. Stofnað hefur verið mál með málsnúmer M000012 hjá Landeignaskráningu HMS, landeignaskraning.hms.is.
Framlagðir afstöðuuppdrættir sem gerðir eru á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni, dags. 28. feb. 2024 gera grein fyrir erindinu. Númer uppdrátta eru S-101 og S-102 í verki nr. 7041-0301.
Lögbýlaréttur og öll hlunnindi munu áfram fylgja Flugumýrarhvammi, landnr. 146280.
Ofangreindar ráðstafanir samræmast Aðalskipulagi Akrahrepps 2010-2022, en þar er gert ráð fyrir að heimilt sé að reisa byggingar tengdar landbúnaðarstarfsemi á landbúnaðarsvæðum. Engin verndarsvæði skv. gildandi aðalskipulagi eru innan útskiptrar spildu.
Undirrituð eru einnig eigendur lóðanna Flugumýrarhvammur 1 L232692 og Flugumýrarhvammur land L178429, en fyrirhuguð stækkun Flugumýrarhvamms 2 liggur upp að þessum lóðum.

Skipulagsnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrirlagt.