Fara í efni

Nestún 16 og 22 - Parhúsalóðir - Lóðarúthlutun

Málsnúmer 2403033

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 44. fundur - 07.03.2024

Í samræmi við úthlutunarreglur sveitarfélagsins, gr. 2.3. auglýsti skipulagsnefnd Skagafjarðar tvær parhúshúsalóðir á Sauðárkróki lausar til úthlutunar. Lóðirnar voru auglýstar frá og með 24. janúar 2024 til og með 9. febrúar 2024.
Þrjár gildar umsóknir um Nestún 16 og fjórar umsóknir um Nestún 22 bárust.
Umsækjendum var boðið að vera viðstaddir útdrátt, hluti umsækjenda og fulltrúar fyrir hönd umsækjenda voru á staðnum.
Þar sem nokkrar umsóknir bárust í þessar lóðir var Björn Hrafnkelsson fulltrúi hjá sýslumannsembættinu á Norðurlandi vestra fenginn til að sjá um framkvæmd á útdrætti milli umsækjanda.

Dregið var um lóðina Nestún 16 og úr pottinum var dregið nafn Karenar Lindar Skúladóttur.
Skipulagsnefnd samþykkir að úthluta umsækjenda Karen Lind Skúladóttur lóðina við Nestún 16.

Dregið var um lóðina Nestún 22 og úr pottinum voru dregin nöfn Björns Gunnars Karlssonar og Írisar Huldar Jónsdóttur.
Skipulagsnefnd samþykkir að úthluta umsækjendum Birni Gunnari Karlssyni og Írisi Huldu Jónsdóttur lóðina við Nestún 22.