Fara í efni

Borgarmýri 1 - Umsagnarbeiðni frá byggingarfulltrúa

Málsnúmer 2403047

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 44. fundur - 07.03.2024

Fyrir liggur umsagnarbeiðni byggingarfulltrúa dags. 4. mars síðastliðinn með vísan til 10. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010 um leyfi fyrir til að byggja við iðnaðarhúsnæði sem stendur á lóðinni númer 1 við Borgarmýri á Sauðárkróki.
Meðfylgjandi aðaluppdrættir gerðir á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnar Arnórssyni byggingarverkfræðingi. Uppdrættir í verki 650204, númer A-100 A-101, A-102, A-102a A- 103, A-104, A-105 og A-106, dagsettir 18. janúar 2024.
Fyrir liggur beiðni lóðarhafa lóðanna Borgarmýri 1 (landnr. 143222) og Borgarmýri 1A (landnr. 200074), um breytta afmörkun lóða.

Skipulagsnefnd telur að um verulega breytingu sé að ræða, þar sem ekki liggur fyrir deiliskipulag fyrir umrætt svæði og hafnar því erindinu.
Nefndin bendir á skv. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hægt að óska eftir heimild til að láta vinna deiliskipulag á eigin kostnað.