Fara í efni

Könnun á áformum um uppbyggingu ljósleiðara- og aðgangsneta

Málsnúmer 2403170

Vakta málsnúmer

Landbúnaðar- og innviðanefnd - 1. fundur - 22.04.2024

Samkvæmt 2. mgr. 11. gr. laga um Fjarskiptastofu nr. 75/2021, er stofnuninni heimilt að kanna áform um uppbyggingu eða uppfærslu fjarskiptaneta. Tilgangur slíkrar könnunar er að leiða í ljós hvar stendur ekki til, a.m.k. á þeim tímapunkti þegar könnunin fer fram, að byggja upp fjarskiptanet á markaðsforsendum.
Með bréfi dags. 13. mars 2024, óskaði fjarskiptasjóður eftir því að Fjarskiptastofa framkvæmi áformakönnun skv. 2. mgr. 11. gr. Fjarskiptasjóður óskar eftir því að Fjarskiptastofa kalli eftir áformum fjarskiptafyrirtækja og opinberra aðila um uppbyggingu ljósleiðara, aðgangsneta á þéttbýlisstöðum og í byggðakjörnum fyrir árslok 2026.

Landbúnaðar- og innviðanefnd felur sviðsstjóra að svara erindinu.