Fara í efni

Landbúnaðar- og innviðanefnd

1. fundur 22. apríl 2024 kl. 10:00 - 12:45 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Einar Eðvald Einarsson aðalm.
  • Sólborg Sigurrós Borgarsdóttir aðalm.
  • Hildur Þóra Magnúsdóttir aðalm.
  • Sveinn Þ. Finster Úlfarsson áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs
  • Kári Gunnarsson umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi
  • Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri
  • Valur Valsson verkefnastjóri
  • Gunnar Björn Rögnvaldsson verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Valur Valsson Verkefnastjóri
Dagskrá

1.Kjör formanns, varaformanns og ritara landbúnaðar- og innviðanefndar

Málsnúmer 2404148Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri leggur fram tillögu um Einar Eðvald Einarsson sem formann, Sólborgu Sigurrósu Borgarsdóttur sem varaformann, Hildi Þóru Magnúsdóttur sem ritara og Svein Þ. Finster Úlfarsson sem áheyrnarfulltrúa.

Samþykkt með þremur atkvæðum. Formaður tók við fundarstjórn.

2.Dælustöðvar

Málsnúmer 2404067Vakta málsnúmer

Vegna aukinnar notkunar á heitu vatni í utanverði Blönduhlíð og Hegranesi er orðin þörf á nýrri dælustöð við Ketu í Hegranesi.
Skagafjarðarveitur leggja til að framkvæmdir fari fram á þessu ári en framkvæmdin er ekki á fjárhagsáætlun.

Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir fyrir sitt leyti fyrirhugaða framkvæmd með þremur atkvæðum og vísar málinu til afgreiðslu byggðarráðs.

Gunnar Björn Rögnvaldsson verkefnastjóri Skagafjarðarveitna sat fundinn undir þessum lið.

3.Vorfundur veiðimanna

Málsnúmer 2404049Vakta málsnúmer

Kári Gunnarsson umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi kynnti áætlun um refa og minnkaveiði árið 2024.
Fjárhagsáætlun ársins gerir ráð fyrir að veita fjármagni til grenjavinnslu allt að 7.644 þús.kr. (408 dýr) og til minkaveiða 2.723 þús.kr. (235 dýr).
Fundur með veiðimönnum verður haldinn í Ljósheimum 2. maí nk.
Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir framlagða skiptingu á svæðum og kvóta á minka- og refaveiðum vegna ársins 2024. Jafnframt felur nefndin umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa að fá frá veiðimönnum, veiðitölur veiðitímabilsins 1. maí til 1. ágúst, strax og veiðitímabilinu líkur.

Kári Gunnarsson umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi sat fundinn undir þessum lið.

4.Úthlutun til fjallskilanefnda 2024

Málsnúmer 2402190Vakta málsnúmer

Úthlutun framlaga 2024 til fjallskilanefnda. Þegar hefur verið úthlutað 4,6 mkr. af 8,5 mkr. sem eru til ráðstöfunar.

Landbúnaðar- og innviðanefnd fór yfir stöðuna á úthlutun fjármuna til fjallskilanefnda, en ennþá vantar upplýsingar frá fjallskilanefndum Vestur Fljóta, Framhluta Skagafjarðar og Upprekstrarfélagi Akrahrepps.
Nefndin vil áretta að forsenda fyrir úthlutun er skil á fjárhagsáætlun og sjóðsstöðu.

Kári Gunnarsson umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi sat fundinn undir þessum lið.

5.Fjárhólf vestan Sauðárkróks

Málsnúmer 2311255Vakta málsnúmer

Fjáreigendafélag Sauðárkróks sendi erindi dagsett 22. nóvember 2023 um að fá fjárhólf til afnota og leigu. Landið er uppi á hálsinum ofan Sauðárkróksréttar og golfvallar.

Landbúnaðar- og innviðanefnd vísar drögum að samningi til afgreiðslu byggðarráðs.

Kári Gunnarsson umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi sat undir þessum lið.

6.Aðalfundur 2024

Málsnúmer 2404180Vakta málsnúmer

Aðalfundur Veiðifélags Laxár í Skefilsstaðahreppi er boðaður þann 27. apríl n.k. Nefndin þarf að skipa fulltrúa sveitarfélagsins á fundinn og veita honum atkvæðisrétt sveitarfélagsins. Kári Gunnarsson umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi hefur sótt fundi veiðifélaga þar sem sveitarfélagið á ítök.

Landbúnaðar- og innviðanefnd felur Kára Gunnarssyni umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa að sitja fundinn fyrir hönd sveitarfélagsins.

Kári Gunnarsson umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi sat fundinn undir þessum lið.

7.Umhverfisdagar 2024

Málsnúmer 2404146Vakta málsnúmer

Landbúnaðar- og innviðanefnd leggur til að umhverfisdagar sveitarfélagsins verði færðir til 7.-14. júní. Á því tímabili eru einstaklingar, félagasamtök og fyrirtæki á svæðinu hvött til að taka þátt í þeim. Íbúar eru hvattir til þess að taka til hjá sér, losa sig við rusl af lóðum, þ.m.t. bílhræjum, sækja um stöðuleyfi þar sem það á við og ganga snyrtilega um gámasvæði. Sveitarfélagið vonast til að vel verði við brugðist, þannig að ásýnd sveitarfélagsins batni til muna frá því sem nú er.
Landbúnaðar- og innviðanefnd hvetur alla íbúa til að sameinast í átakinu um að ganga vel um.

Landbúnaðar- og innviðanefnd vill minna lóðarhafa á að skylt er að halda vexti trjáa og runna á lóðum innan lóðarmarka og íbúar eru hvattir til að huga að því sérstaklega við götur og gangstíga og klippa gróðurinn og stuðla þannig að auknu öryggi vegfarenda.
Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir að tekið verði gjaldfrjálst við úrgangi frá einstaklingum svo sem blandaður byggingarúrgangur, blandaður úrgangur í urðun og málað/fúavarið timbur. Söfnunin fer fram á móttökustöðvum á opnunartíma þeirra. Jafnframt verður rætt við Íslenska gámafélagið um söfnun á járni í dreifbýli.

Landbúnaðar- og innviðanefnd felur sviðsstjóra að auglýsa viðburðinn og vinna málið áfram.

8.Könnun á áformum um uppbyggingu ljósleiðara- og aðgangsneta

Málsnúmer 2403170Vakta málsnúmer

Samkvæmt 2. mgr. 11. gr. laga um Fjarskiptastofu nr. 75/2021, er stofnuninni heimilt að kanna áform um uppbyggingu eða uppfærslu fjarskiptaneta. Tilgangur slíkrar könnunar er að leiða í ljós hvar stendur ekki til, a.m.k. á þeim tímapunkti þegar könnunin fer fram, að byggja upp fjarskiptanet á markaðsforsendum.
Með bréfi dags. 13. mars 2024, óskaði fjarskiptasjóður eftir því að Fjarskiptastofa framkvæmi áformakönnun skv. 2. mgr. 11. gr. Fjarskiptasjóður óskar eftir því að Fjarskiptastofa kalli eftir áformum fjarskiptafyrirtækja og opinberra aðila um uppbyggingu ljósleiðara, aðgangsneta á þéttbýlisstöðum og í byggðakjörnum fyrir árslok 2026.

Landbúnaðar- og innviðanefnd felur sviðsstjóra að svara erindinu.

9.Stofnun lögbýlis, L196602, Stóra-Seyla land

Málsnúmer 2404077Vakta málsnúmer

Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir fyrir sitt leyti stofnun nýs lögbýlis að Stóru-Seylu land, L196602, með þremur atkvæðum og vísar málinu til sveitastjórnar.

10.Sjóveita fyrir þróunarsetur við Borgarsíðu

Málsnúmer 2308031Vakta málsnúmer

Gerðar voru fyrstu mælingar á seltu sjávarins á 5, 10, 15, og 20 metra dýpi, seltan er mest á 20 metra dýpi. Mælingarnar voru gerðar að frumkvæði Hólaskóla í samvinnu við Skagafjarðarveitur.

Gunnar Björn Rögnvaldsson verkefnastjóri Skagafjarðarveitna fór yfir mælingar sem búið er að gera og stöðu málsins. Ennþá er unnið að rannsóknum á gæðum sjávarins og útfærslu hönnunar.

Gunnar Björn Rögnvaldsson verkefnastjóri Skagafjarðarveitna sat fundinn undir þessum lið.

11.Útboð borholu BM-14 Borgarmýri

Málsnúmer 2401340Vakta málsnúmer

Opnun tilboða á Stoð ehf. fyrir borun á holu BM-14 í Borgarmýrum, tilboð opnað á Stoð ehf. verkfæðistofu föstudaginn 12. apríl kl. 13:00. Eitt tilboð barst í verkefnið og var það yfir kostnaðaráætlun.

Gunnar Björn Rögnvaldsson verkefnastjóri Skagafjarðarveitna sat fundinn undir þessum lið.

12.Hækkun á endurgjaldi sérstakrar söfnunar Úrvinnslusjóðs 2023 og 2024

Málsnúmer 2403115Vakta málsnúmer

Á stjórnarfundi 24.02.2024 samþykkti stjórn Úrvinnslusjóðs breytingu á greiðslum vegna sérstakrar söfnunar til samræmis við vísitölubreytingar.

Endurgjald hækki um 7,5% og hækkun gildi afturvirkt frá 1. janúar 2023.
Endurgjald hækki um 15% frá 1. janúar 2024 frá upphaflegri gjaldskrá.
Stjórn samþykkti að hætt yrði að greiða fyrir samsöfnun pappa og plasts frá og með 1. maí 2024.

Ekki þarf að sækja sérstaklega um afturvirka greiðslu vegna 2023, greitt verður eins fljótt og mögulegt er en greiðslur byggjast á skilum þjónustuaðila til Úrvinnslusjóð.

13.Hrafndalur kaldavatnsöflun - rannsóknir 2022

Málsnúmer 2209304Vakta málsnúmer

Kaldavatnsnotkun hefur vaxið verulega á Sauðárkróki vegna aukinnar atvinnustarfsemi og fjölgunar íbúa. Áríðandi er að fá meira vatn til að mæta stóraukinni þörf á svæðinu. Nokkrir möguleikar koma til greina og þar á meðal er að semja við landeigendur Skíðastaða um vatn úr Hrafndalnum.

Landbúnaðar- og innviðanefnd felur sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs og sveitarstjóra að óska eftir fundi með landeigendum.

Gunnar Björn Rögnvaldsson verkefnastjóri Skagafjarðarveitna sat fundinn undir þessum lið.

Fundi slitið - kl. 12:45.