Mjólkursamlagsreitur breyting á deiliskipulagi - Skagfirðingabraut 51 - Deiliskipulag
Málsnúmer 2404003
Vakta málsnúmerSkipulagsnefnd - 61. fundur - 16.10.2024
Þann 04.04.2024 tók skipulagsnefnd fyrir umsókn lóðarhafa Skagfirðingabrautar 51 og Ártorgs 1 um heimild til að láta vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi mjólkursamlagsreitsins, einkum á lóð Skagfirðingabrautar 51, á kostnað framkvæmdaraðila skv. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulagsnefnd frestaði afgreiðslu og óskaði eftir fundi með forsvarsmönnum Kaupfélags Skagfirðinga vegna málsins. Sá fundur hefur átt sér stað og í framhaldinu er lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi Mjólkursamlagsreitsins á Sauðárkróki, dags. 10.10.2024, uppdráttur nr. DS01, verknúmer 5629301 unnin á Stoð ehf. verkfræðistofu.
Breytingar á uppdrætti eru að byggingarreitur á Skagfirðingabraut 51 er stækkaður til vesturs um 387 m2. Málsetningum bætt við og skilmálum um stærð byggingarreits breytt úr 9.486 m2 í 9.873 m2. Þá er grunnflötur bygginga sýndur eins og hann er í dag.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að fela skipulagsfulltrúa að óska eftir greiningu á sjónsviði og umferðaröryggi við gatnamót Skagfirðingabrautar, Hegrabrautar og Sæmundarhlíðar norðvestan við Mjólkursamlagsreitinn með tilliti til stækkun byggingarreits Skagfirðingabrautar 51 til vesturs.
Skipulagsnefnd frestaði afgreiðslu og óskaði eftir fundi með forsvarsmönnum Kaupfélags Skagfirðinga vegna málsins. Sá fundur hefur átt sér stað og í framhaldinu er lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi Mjólkursamlagsreitsins á Sauðárkróki, dags. 10.10.2024, uppdráttur nr. DS01, verknúmer 5629301 unnin á Stoð ehf. verkfræðistofu.
Breytingar á uppdrætti eru að byggingarreitur á Skagfirðingabraut 51 er stækkaður til vesturs um 387 m2. Málsetningum bætt við og skilmálum um stærð byggingarreits breytt úr 9.486 m2 í 9.873 m2. Þá er grunnflötur bygginga sýndur eins og hann er í dag.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að fela skipulagsfulltrúa að óska eftir greiningu á sjónsviði og umferðaröryggi við gatnamót Skagfirðingabrautar, Hegrabrautar og Sæmundarhlíðar norðvestan við Mjólkursamlagsreitinn með tilliti til stækkun byggingarreits Skagfirðingabrautar 51 til vesturs.
Að fenginni heimild, til að láta vinna deiliskipulag skv. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, verður lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi mjólkursamlagsreitsins, skipulagsuppdráttur nr. DS01, í verki nr. 56293201, dags. 27.03.2024, unnin hjá Stoð ehf. verkfræðistofu.
Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu málsins og óskar eftir að funda með forsvarsmönnum Kaupfélags Skagfirðinga vegna málsins.