Sveitarstjórn Skagafjarðar
1.Byggðarráð Skagafjarðar - 129
Málsnúmer 2501007FVakta málsnúmer
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 129 Undir þessum dagskrárlið mætti Arnór Hafstað lögmaður til fundarins í gegnum fjarfundarbúnað.
Arnór lagði fram drög að lóðaleigusamningum vegna ræktunarlanda á Nöfunum.
Byggðarráð samþykkir samhljóða drög að lóðarleigusamningi með áorðnum breytingum og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Lóðarleigusamningar á Nöfum, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 129 Undir þessum dagskrárlið mætti Heba Guðmundsdóttir verkefnastjóri til fundarins.
Heba kynnti Húsnæðisáætlun fyrir Skagafjörð fyrir árið 2025.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að vísa áætluninni til afgreiðslu sveitarstjórnar. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Húsnæðisáætlun 2025 - Skagafjörður, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 129 Undir þessum lið mætti Gunnar Gestsson, formaður UMSS.
Mál áður á dagskrá 127. fundar byggðarráðs þann 18. desember 2024. Rætt var um mótahald unglingalandsmóta og framtíðarskipulag.
Bókun fundar Afgreiðsla 129. fundar byggðarráðs staðfest á 35. fundi sveitarstjórnar 12. febrúar 2025 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 129 Hólar í Hjaltadal er jörð í eigu ríkisins og lengi hefur verið á höndum Háskólans á Hólum að sjá um staðarhald. Sú staða er nú breytt því háskólaráð hefur tekið ákvörðun um að hætta þeirri umsjón, sem snýr ekki að lögboðnum rekstri skólans, og hefur upplýst fagráðuneyti sitt um það.
Enginn þjónustusamningur hefur verið gerður við sveitarfélagið varðandi þéttbýlið á Hólum, líkt og þekkist annars staðar. Sveitarfélagið á þó og rekur hluta innviða, líkt og vatnsveitu og hitaveitu, en á ekki lóðir, götur og fráveitu og fær ekki lóðarleigu, gatnagerðargjöld eða innkomu vegna fráveitu.
Sveitarfélagið hefur óskað eftir að gerður verði þjónustusamningur á milli eiganda jarðarinnar, íslenska ríkisins, og sveitarfélagsins um umsjón og þjónustu byggðarinnar, s.s. gatnagerð og hvers kyns þjónustu við íbúa svæðisins, eða að sveitarfélagið eignist hluta jarðarinnar Hóla í Hjaltadal og taki þar með við réttindum og skyldum sem henni tilheyra.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að skora á forsætisráðuneytið að taka til afgreiðslu tillögur starfshóps um framtíðarskipulag Hóla í Hjaltadal með það að markmiði að niðurstaða fáist fyrir lok yfirstandandi vetrar. Fram að því er sveitarfélagið reiðubúið að sinna snjómokstri og hálkuvörnum í þéttbýlinu á Hólum í Hjaltadal. Bókun fundar Afgreiðsla 129. fundar byggðarráðs staðfest á 35. fundi sveitarstjórnar 12. febrúar 2025 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 129 Lagt fram bréf frá skipulagsfulltrúa Skagafjarðar dagsett 10. janúar 2025 um grenndarkynningu. Byggðarráð sem lóðarhafi við Sauðármýri 3 fær til kynningar umsókn um fyrirhugaða framkvæmd við Ártorg 4. Sótt er um leyfi til að endurnýja núverandi ID-skilti í vesturhorni lóðar.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að gera ekki athugasemd við umrædda framkvæmd. Bókun fundar Afgreiðsla 129. fundar byggðarráðs staðfest á 35. fundi sveitarstjórnar 12. febrúar 2025 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 129 Máli vísað frá 18. fundi landbúnaðar- og innviðanefndar þann 9. janúar sl., þannig bókað:
"Umgengni um útleigð gámageymslusvæði sveitarfélagsins á Sauðárkróki og Hofsósi hefur verið verulega ábótavant. Hafa þeir aðilar sem vel hafa gengið um, liðið fyrir sóðaskap þeirra sem frjálslega hafa gengið um. Í nokkurn tíma hefur horft til vandræða þar sem ekki er lengur pláss fyrir viðbótar leigugáma vegna ýmissa véla, bíla og búnaðar sem safnast hefur upp. Í ljósi þessa hafa nú verið markaðar reglur og uppfærð gjaldskrá fyrir árið 2025.
Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða framlagða gjaldskrá og reglur fyrir geymslusvæði á vegum sveitarfélagsins Skagafjarðar, með áorðnum breytingum og vísar til afgreiðslu byggðarráðs."
Byggðarráð samþykkir samhljóða framlagða gjaldskrá og reglur um geymslusvæði á vegum Skagafjarðar og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Umgengni um gámageymslusvæði, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 129 Máli vísað frá 18. fundi landbúnaðar- og innviðanefndar þann 9. janúar sl., þannig bókað:
"Lagður fram tölvupóstur dagsettur 2. janúar 2025 frá Erlingi Sigurðarsyni varðandi ósk um framlengingu á leigusamningi um jörðina Hraun í Unadal, L146544.
Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða að leggja til við byggðarráð að framlengja ekki ofangreindan samning og að skoðað verði hvort ekki sé skynsamlegast að selja jörðina."
Í gildi er leigusamningur um jörðina Hraun 146544 í Unadal, fastanúmer 214-3219 undirritaður 17. janúar 2017. Samningurinn gildir til 10 ára og rennur því út 31. desember 2026.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að umræddur samningur verði haldinn, en að hann verði ekki framlengdur. Byggðarráð samþykkir jafnframt samhljóða að fela sveitarstjóra að afla verðmats fyrir jörðina með sölu í huga. Bókun fundar Afgreiðsla 129. fundar byggðarráðs staðfest á 35. fundi sveitarstjórnar 12. febrúar 2025 með níu atkvæðum. - 1.8 2501038 Fundargerð sameiginlegs fundar Samtaka orkusveitarfélaga og sveitarfélaga á köldum svæðumByggðarráð Skagafjarðar - 129 Lögð fram til kynningar Fundargerð sameiginlegs fundar stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga og Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum frá 6. desember 2024.
Bókun fundar Afgreiðsla 129. fundar byggðarráðs staðfest á 35. fundi sveitarstjórnar 12. febrúar 2025 með níu atkvæðum.
2.Byggðarráð Skagafjarðar - 130
Málsnúmer 2501020FVakta málsnúmer
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 130 Lagt fram bréf frá Rarik dagsett 20. desember 2024 um strenglögn frá Veðramótum að Breiðstöðum og frá Veðramótum norður að Ingveldarstöðum. Um er að ræða háspennustrengi og lágspennustrengi fyrir heimtaugar. Óskað er eftir afstöðu eða athugasemdum byggðarráðs við fyrirhugaða framkvæmd.
Byggðarráð gerir ekki athugasemd við fyrirhugaða framkvæmd og felur sveitarstjóra að undirrita samkomulag um fyrirhugaða framkvæmd. Bókun fundar Afgreiðsla 130. fundar byggðarráðs staðfest á 35. fundi sveitarstjórnar 12. febrúar 2025 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 130 Lagt fram bréf frá skipulagsfulltrúa Skagafjarðar dagsett 10. janúar 2025 um grenndarkynningu. Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að koma með ábendingar og/eða athugasemdir við fyrirhugaða framkvæmd við Sjóvörn á Hofsósi. Um er að ræða 150 m nýja sjóvörn neðan við Suðurbraut en Vegagerðin hefur unnið að útfærslu sjóvarnargarðsins í samráði við sveitarfélagið.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að gera ekki athugasemd við umrædda framkvæmd. Bókun fundar Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir vék af fundinum við afgreiðslu þessa máls.
Afgreiðsla 130. fundar byggðarráðs staðfest á 35. fundi sveitarstjórnar 12. febrúar 2025 með átta atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 130 Málið var áður á dagskrá 117. fundar byggðarráðs þann 18. október sl.
Hólf 23 við Hofsós var á síðasta ári boðið til sölu en ákveðið var að hafna öllum innkomnum kauptilboðum í hólfið. Málið hefur verið skoðað nánar og nú liggur fyrir verðmat Magnúsar Leópoldssonar fasteignasala hjá Fasteignamiðstöðinni ehf upp á 300.000 krónur á hektarann.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að auglýsa hólf 23 við Hofsós til sölu. Bókun fundar Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir vék af fundinum við afgreiðslu þessa máls.
Afgreiðsla 130. fundar byggðarráðs staðfest á 35. fundi sveitarstjórnar 12. febrúar 2025 með átta atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 130 Fært í trúnaðarbók Bókun fundar Afgreiðsla 130. fundar byggðarráðs staðfest á 35. fundi sveitarstjórnar 12. febrúar 2025 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 130 Máli vísað frá 29. fundi félagsmála- og tómstundanefndar frá 17. desember sl., þannig bókað:
"Fyrir fundinum lágu reglur Skagafjarðar um hæfingu og dagþjónustu, reglurnar grundvallast á 24. gr. laga nr. 38/2018 um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir. Reglurnar eru einnig háðar samþykki sveitarstjórna aðildarsveitarfélaga um sameiginlegt þjónustusvæði á Norðurlandi vestra um þjónustu við fatlað fólk. Aðildarsveitarafélögin hafa samþykkt reglurnar fyrir sitt leyti. Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir reglurnar samhljóða fyrir sitt leyti og vísar þeim til afgreiðslu byggðarráðs."
Byggðarráð samþykkir samhljóða fyrirlagðar reglur Skagafjarðar um dagþjónustu, hæfingu og aðstoð vegna fatlaðs fólks og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Reglur Skagafjarðar um hæfingu og dagþjónustu, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
3.Byggðarráð Skagafjarðar - 131
Málsnúmer 2501026FVakta málsnúmer
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 131 Undir þessum lið sátu Helga Daníelsdóttir fyrir hönd skíðadeildar og Magnús Barðdal fyrir hönd aðalstjórnar Tindastóls, í gegnum fjarfundarbúnað.
Farið yfir áður samþykkt drög rekstrarsamnings við skíðadeild Tindastóls.
Byggðarráð samþykkir samhljóða breytingar á fyrirliggjandi samningi hvað varðar styttra uppsagnarákvæði. Byggðarráð samþykkir jafnframt samhljóða að fela sveitarstjóra að undirbúa gerð viðauka að upphæð 2 milljóna króna til viðhalds á snjótroðurum. Bókun fundar Guðlaugur Skúlason vék af fundi við afgreiðslu þessa máls.
Afgreiðsla 131. fundar byggðarráðs staðfest á 35. fundi sveitarstjórnar 12. febrúar 2025 með átta atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 131 Lögð fram viljayfirlýsing sem Skagafjörður og Leigufélagsið Bríet gera með sér um uppbyggingu leiguíbúða í sveitarfélaginu Skagafirði. Með yfirlýsingunni lýsir Leigufélagið Bríet sig reiðubúið til að byggja fjórar eignir í Skagafirði fyrir lok desember 2025 og Skagafjörður mun á móti tryggja aðgengi að gjaldfrjálsum, hagkvæmum lóðum vegna þeirrar íbúðauppbyggingar. Náist ekki samningar eða hugmyndin verður ekki að veruleika fyrir lok árs 2026 falla allar skuldbindingar ofangreindra aðila niður.
Byggðarráð samþykkir samhljóða framlagða viljayfirlýsingu og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Viljayfirlýsing um uppbyggingu á leiguíbúðum í Skagafirði, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 131 Í grein 8.8.1 Endurskoðunarákvæði, breytingar á samningstíma í útboðslýsingu skólaaksturs frá árinu 2023 er heimild til að greiða hærra kílómetragjald ef bifreið er endurnýjuð á samningstímanum og ný bifreið gengur 100% fyrir hreinum orkugjafa (þ.e. ekki hybrid eða plug in hybrid), t.d. rafmagni, vetni eða metan.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra að afla frekari upplýsinga. Bókun fundar Álfhildur Leifsdóttir vék af fundi við afgreiðslu þessa máls.
Afgreiðsla 131. fundar byggðarráðs staðfest á 35. fundi sveitarstjórnar 12. febrúar 2025 með átta atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 131 Fyrir liggur að Vegagerðin hefur ákveðið að endurhanna leiðarkerfi landsbyggðarstrætó. Nokkrar breytingar eru á teikniborðinu en ákveðið hefur verið að leið 57 muni framvegis fara eina ferð á dag í stað tveggja eins og nú er. Eins hefur hugmyndum um nýja akstursleið sem tengir Hvammstanga, Blönduós og Sauðárkrók ekki hlotið fjármögnun og því verður ekki unnið áfram með þá útfærslu eins og að var stefnt.
Byggðarráð mótmælir harðlega fyrirætluðum niðurskurði í almenningssamgöngum milli Akureyrar og Reykjavíkur og harmar að ekki hafi verið horft á hugmyndir íbúa Norðurlands vestra um almenningssamgöngur milli þéttbýlisstaða í landshlutanum. Byggðarráð skorar á innviðaráðherra að taka málið til skoðunar með það í huga að íbúar Norðurlands vestra sitji við sama borð þegar kemur að almenningssamgöngum og aðrir landsmenn. Ekki síst þarf að horfa til þess að almenningssamgöngur eru sérstaklega mikilvægar fyrir eina framhaldsskólann á Norðurlandi vestra ásamt tómstunda- og íþróttastarfi. Er þessi ákvörðun í hróplegu ósamræmi við 3. grein stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnar Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins þar sem segir að auka eigi fjárfestingar í samgöngum um land allt. Bókun fundar Afgreiðsla 131. fundar byggðarráðs staðfest á 35. fundi sveitarstjórnar 12. febrúar 2025 með níu atkvæðum.
Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir gerir að tillögu að bókun fundar verði gerð að bókun sveitarstjórnar. Tillagan er samþykkt með níu atkvæðum.
Bókun sveitarstjórnar er þá svohljóðandi:
Fyrir liggur að Vegagerðin hefur ákveðið að endurhanna leiðarkerfi landsbyggðarstrætó. Nokkrar breytingar eru á teikniborðinu en ákveðið hefur verið að leið 57 muni framvegis fara eina ferð á dag í stað tveggja eins og nú er. Eins hefur hugmyndum um nýja akstursleið sem tengir Hvammstanga, Blönduós og Sauðárkrók ekki hlotið fjármögnun og því verður ekki unnið áfram með þá útfærslu eins og að var stefnt. Sveitarstjórn Skagafjarðar mótmælir harðlega fyrirætluðum niðurskurði í almenningssamgöngum milli Akureyrar og Reykjavíkur og harmar að ekki hafi verið horft á hugmyndir íbúa Norðurlands vestra um almenningssamgöngur milli þéttbýlisstaða í landshlutanum. Sveitarstjórn Skagafjarðar skorar á innviðaráðherra að taka málið til skoðunar með það í huga að íbúar Norðurlands vestra sitji við sama borð þegar kemur að almenningssamgöngum og aðrir landsmenn. Ekki síst þarf að horfa til þess að almenningssamgöngur eru sérstaklega mikilvægar fyrir eina framhaldsskólann á Norðurlandi vestra ásamt tómstunda- og íþróttastarfi. Er þessi ákvörðun í hróplegu ósamræmi við 3. grein stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnar Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins þar sem segir að auka eigi fjárfestingar í samgöngum um land allt. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 131 Byggðarráð samþykkir samhljóða að komi til fyrirhugaðs verkfalls leikskólakennara við leikskólann Ársali á Sauðárkróki muni greiðsluhlutdeild foreldra/forráðamanna barna einungis ná til þeirrar þjónustu sem raunverulega verður hægt að nýta á meðan á verkfallinu stendur. Bókun fundar Afgreiðsla 131. fundar byggðarráðs staðfest á 35. fundi sveitarstjórnar 12. febrúar 2025 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 131 Lögð fram drög að erindisbréfi byggðarráðs Skagafjarðar.
Byggðarráð samþykkir samhljóða framlögð drög að erindisbréfi byggðarráðs Skagafjarðar og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar. Bókun fundar Afgreiðsla 131. fundar byggðarráðs staðfest á 35. fundi sveitarstjórnar 12. febrúar 2025 með níu atkvæðum.
4.Byggðarráð Skagafjarðar - 132
Málsnúmer 2502001FVakta málsnúmer
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 132 Byggðarráð Skagafjarðar samþykkir samhljóða að skora á dómsmálaráðherra að beita sér fyrir auknum fjárheimildum til lögreglunnar á Norðurlandi vestra, til að embættinu sé fært að ráða í 2 stöðugildi rannsóknarlögreglumanna. Með þeim hætti er tryggt að embættinu er unnt að sinna þeim málaflokkum sem því er falið með lögum, m.a. í kjölfar gildistöku reglugerðar nr. 851/2024 þar sem rannsóknarforræði kynferðisbrota- og manndrápsmála í umdæmi lögreglunnar á Norðurlandi vestra, var fært heim í hérað. Einsýnt er að gæta þarf jafnræðis á milli lögreglustjóraembætta og tryggt að þeim sé fært að standa undir lögbundnum skyldum sínum. Um afar mikilvæga málaflokka er að ræða og sýnir reynslan að nauðsynlegt er að tryggja að rannsóknum svo alvarlegra brota sé sinnt með vönduðum og faglegum hætti. Bókun fundar Afgreiðsla 132. fundar byggðarráðs staðfest á 35. fundi sveitarstjórnar 12. febrúar 2025 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 132 Byggðarráð Skagafjarðar samþykkir samhljóða að auglýsa Háholt, fasteignanúmer F2241037, til sölu. Um er að ræða steypta fasteign sem er 385,7 fm að stærð, byggð árið 1998, ásamt 3 ha eignarlóð. Í fasteigninni eru níu herbergi, þrjú baðherbergi, geymslur, skrifstofur, setustofur, tvö þvottahús, iðnaðareldhús og fleiri rými.
Góð lofthæð er í fasteigninni og loftræstikerfi. Eignin er vel staðsett og í góðu ástandi.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra að auglýsa fasteignina til sölu. Bókun fundar Afgreiðsla 132. fundar byggðarráðs staðfest á 35. fundi sveitarstjórnar 12. febrúar 2025 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 132 Mál áður á dagskrá 131. byggðarráðsfundar þann 29. janúar sl.
Álfhildur Leifsdóttir vék af fundi byggðarráðs undir afgreiðslu málsins.
Umræður teknar um hvernig er rétt að standa að útfærslu endurskoðunarákvæðis í samningum við skólabílstjóra vegna bifreiða sem endurnýjaðar eru með bifreiðum sem ganga að öllu leiti fyrir vistvænum orkugjafa.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að veita sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs heimild til að greiða 2,5% álag á kílómetragjald fyrir þær leiðir sem eknar eru á bifreiðum sem ganga að öllu leiti fyrir vistvænum orkugjafa, óski samningsaðili eftir að nýta endurskoðunarákvæði samningsins. Bókun fundar Álfhildur Leifsdóttir vék af fundi við afgreiðslu þessa máls.
Afgreiðsla 132. fundar byggðarráðs staðfest á 35. fundi sveitarstjórnar 12. febrúar 2025 með átta atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 132 Lagt fram bréf, dagsett 23. október 2024, frá Ólöfu Ýrr Atladóttur eiganda og framkvæmdastjóra Sótahnjúks ehf., þar sem óskað er eftir upplýsingum um fyrirhugaða breytingu húsnæðis fyrrverandi skólahúsnæðis að Sólgörðum í Fljótum. Jafnframt er áréttaður áhugi bréfritara á að nýta húsnæðið fyrir rekstur Sótahnjúks, hafi áætlanir sveitarfélagsins breyst.
Byggðarráð upplýsir fyrirspyrjanda um að ekki liggur enn fyrir endanleg niðurstaða varðandi fyrirhugaðar breytingar á umræddu húsnæði að Sólgörðum í Fljótum en unnið er að útfærslum á uppbyggingu hagkvæms leiguhúsnæðis í Fljótum.
Í ljósi fyrirspurnarinnar og áhuga frá öðrum aðilum einnig á nýtingu fasteignarinnar, samþykkir byggðarráð samhljóða að auglýsa fasteignina til leigu til 31.12.2025, á meðan unnið er í málum varðandi uppbyggingu leiguíbúða í Fljótum. Bókun fundar Afgreiðsla 132. fundar byggðarráðs staðfest á 35. fundi sveitarstjórnar 12. febrúar 2025 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 132 Lagt fram erindi, dags. 27. janúar 2025, frá Herdísi L. Storgaard stofnanda góðgerðarfélagsins Miðstöðvar slysavarna barna, þar sem óskað er eftir styrk að upphæð kr. 50.000 til fjármögnunar fræðslumyndbands fyrir foreldra um slysavarnir ungra barna á heimilum og öryggi þeirra í bílum. Er myndbandinu ætlað að ná m.a. til foreldra á landsbyggðinni og foreldra sem hafa ekki íslensku að tungumáli.
Byggðarráð telur sér ekki fært að verða við styrkbeiðninni. Bókun fundar Afgreiðsla 132. fundar byggðarráðs staðfest á 35. fundi sveitarstjórnar 12. febrúar 2025 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 132 Lagt fram erindi frá Umhyggju, félagi langveikra barna, Landssamtökunum Þroskahjálp, Einhverfusamtökunum, Sjónarhóli ráðgjafamiðstöð og ÖBÍ réttindasamtökum, dagsett 28. janúar 2025, sem sent var til Sambands íslenskra sveitarfélaga, Kennarasambands Íslands, mennta- og barnamálaráðuneytis og Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu. Í bréfinu er komið á framfæri áhyggjum framangreindra samtaka af skerðingu á þjónustu við fötluð börn og fjölskyldur þeirra á meðan á verkföllum Kennarasambands Íslands stendur en að mati samtakanna breytast skyldur sveitarfélaga gagnvart fötluðum börnum ekki þrátt fyrir að verkfall hefjist og skólastarfsemi falli niður. Biðla þau til undanþágunefndar Kennarasambands Íslands og sveitarfélaganna að taka til greina þær undanþágubeiðnir sem berast til nefndarinnar frá foreldrum fatlaðra barna og skólastjórum skóla þeirra, en sé talið að beiðnirnar uppfylli ekki skilyrði lagaákvæða um undanþágu telja samtökin að sveitarfélögunum beri að tryggja að ekki verði þjónusturof við fötluð börn innan þeirra.
Byggðarráð Skagafjarðar tekur undir áhyggjur samtakanna. Bókun fundar Afgreiðsla 132. fundar byggðarráðs staðfest á 35. fundi sveitarstjórnar 12. febrúar 2025 með níu atkvæðum. - 4.7 2502040 Samráð; Frumvarp til laga um breytingar á jarðalögum nr. 81 2004 (forkaupsréttur sameigenda o.fl.)Byggðarráð Skagafjarðar - 132 Matvælaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 12/2025, "Frumvarp til laga um breytingar á jarðalögum, nr. 81/2004 (forkaupsréttur sameigenda o.fl.)". Umsagnarfrestur er til og með 13.02.2025. Bókun fundar Afgreiðsla 132. fundar byggðarráðs staðfest á 35. fundi sveitarstjórnar 12. febrúar 2025 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 132 Lagt fram til kynningar bréf frá innviðaráðuneytinu, dags. 29. janúar 2025, þar sem fjallað er um skoðun ráðuneytisins á kæru Álfhildar Leifsdóttur, sveitarstjórnarfulltrúa í sveitarstjórn Skagafjarðar og áheyrnarfulltrúi í byggðarráði, þar sem farið var fram á að að ráðuneytið skæri úr um hæfi sveitarstjórnarfulltrúans við afgreiðslu fyrirspurnar hennar á fundi byggðarráðs Skagafjarðar 30. október 2024. Ráðuneytið vísaði þeirri kæru frá með bréfi dags. 29. nóvember 2024, þar sem málið væri ekki tækt til úrskurðar á grundvelli 111. gr. sveitarstjórnarlaga að mati ráðuneytisins. Í því bréfi kom þó fram að ráðuneytið myndi leggja mat á hvort að efni kærunnar gæfi ráðuneytinu tilefni til að fjalla formlega um stjórnsýslu sveitarfélagsins á grundvelli 112. gr. sveitarstjórnarlaga.
Í bréfinu er málið reifað ítarlega en niðurstaða innviðaráðuneytisins er sú að það telji ekki ástæðu til að fjalla formlega um þá ákvörðun byggðarráðs að sveitarstjórnarfulltrúanum bæri að víkja sæti við meðferð málsins á fundi byggðaráðs þann 30. október sl., enda hafi sú framkvæmd verið í samræmi við fyrirmæli 7. mgr. 20. gr. sveitarstjórnarlaga. Með vísan til framangreinds telur ráðuneytið því ekki tilefni til að taka stjórnsýslu sveitarfélagsins Skagafjarðar til formlegrar umfjöllunar á grundvelli 112. gr. sveitarstjórnarlaga. Telst málinu því lokið af hálfu ráðuneytisins.
Bókun fundar Álfhildur Leifsdóttir og Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir fulltrúar VG og óháðra óska bókað:
"Það er sérstök stjórnsýsla hjá meirihluta sem í sínum samstarfssáttmála segist vilja auka gagnsæi í stjórnsýslunni, að þola ekki að áheyrnafulltrúi kalli eftir upplýsingum um verklag í aðdraganda verkfalls Ársala á fundi byggðaráðs þann 30. október. Verklag sem vakti í þessu tilfelli landsathygli, enda fjallað um það í fjölmiðlum að til stæði að sveitarfélagið stæði að verkfallsbrotum.
Engin formleg ákvarðanataka var til umfjöllunar, heldur var um að ræða almennar upplýsingar um framkvæmd sveitarfélagsins á tímum verkfalls. Það er grundvallaratriði í lýðræðislegu stjórnsýslukerfi að kjörnir fulltrúar geti lagt fram fyrirspurnir án þess að þeim sé meinað að taka þátt í umræðum um stjórnsýslu sem þeir höfðu enga aðkomu að, vegna ásakana um hagsmunaárekstra.
Við teljum að þessi afgreiðsla byggðaráðs feli í sér óþarfa takmörkun á starfsskilyrðum kjörinna fulltrúa og grafi undan gagnsæi og lýðræðislegri umræðu innan sveitarstjórnar. Slík vinnubrögð geta skapað hættulegt fordæmi sem dregur úr trausti almennings á störfum sveitarfélaga.
Það að Innviðaráðuneytið hafi vísað kærunni frá er til marks um úrræðaleysi ráðuneytisins í atburðarás sem reyndar er svo fáránleg að ekki er gert ráð fyrir henni í sveitarstjórnarlögum. Þetta þýðir í raun að meirihluti getur kosið kjörinn fulltrúa minnihluta út af fundi þegar það hentar ekki umræðunni að hafa viðkomandi viðstaddan. Það hlýtur að teljast vafasamt lýðræði."
Hlé gert á fundi klukkan 16.29.
Fundi haldið áfram 17.14.
Framsóknarflokkur, Sjálfstæðisflokkur og Byggðalisti óska bókað:
"Fulltrúar Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Byggðalista vilja benda á að ástæða þess að Álfhildi Leifsdóttur var vísað af fundi Byggðarráðs og sveitarstjórnar er sú að hún er formaður Kennarasambands Norðurlands vestra sem hefur það hlutverk að vera málssvari félagsmanna og fara með hagsmuni félaganna í þeirra samskiptum við skóla og vinnuveitendur og koma að gerð vinnustaðasamninga í samráði við stjórn Félags grunnskólakennara sem er aðildarfélag Kennarasambands Íslands. Innviðaráðuneytið hefur nú þegar úrskurðað um þetta mál og réttmæti þess að Álfhildi var vísað af fundinum undir þessum lið. Niðurstaða ráðuneytisins var skýr, hún var og er vanhæf stöðu sinnar vegna til að taka þátt í umræðu um málefni tengd kjaradeilu kennara við sveitarfélögin. Ákvörðunin var tekinn í samræmi við 7 mgr. 20 gr. Sveitarstjórnarlaga. Það var því eðlileg stjórnsýsla að viðkomandi fulltrúi viki af fundi þegar um augljósa hagsmuni er að ræða.
Það eru alvarlegar ásakanir þegar kjörinn fulltrúi sakar aðra kjörna fulltrúa um að þeir ætli sér að kjósa aðra kjörna fulltrúa út af fundi, þegar það hentar ekki umræðunni og til að forðast gagnsæi í stjórnsýslu. Málið snýst í öllum tilfellum um tengsl viðkomandi við þau mál sem eru á dagskrá og heiðarleika í störfum kjörinna fulltrúa."
Afgreiðsla 132. fundar byggðarráðs staðfest á 35. fundi sveitarstjórnar 12. febrúar 2025 með níu atkvæðum.
5.Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 31
Málsnúmer 2502006FVakta málsnúmer
-
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 31 Tekin fyrir samningur milli Alþýðulistar og Skagafjarðar um rekstur upplýsingamiðstöðvar í Varmahlíð fyrir árið 2025. Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir samhljóða fyrirliggjandi samning. Bókun fundar Afgreiðsla 31. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 35. fundi sveitarstjórnar 12. febrúar 2025 með níu atkvæðum.
-
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 31 Tekin fyrir samningur milli Alþýðulistar og Skagafjarðar um rekstur upplýsingamiðstöðvar í Varmahlíð fyrir árið 2024. Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir samhljóða fyrirliggjandi samning. Bókun fundar Afgreiðsla 31. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 35. fundi sveitarstjórnar 12. febrúar 2025 með níu atkvæðum.
-
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 31 Lagt fram til kynninga bréf frá Magnúsi Jónssyni, dagsett 2. febrúar 2025, fyrir hönd Drangeyjar-smábátafélags í Skagafirði er varðar úthlutun byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið 2024-2025.
Í bréfinu er lögð fram samþykkt frá aðalfundi félagsins þann 11. september 2024, en þar segir:
"Aðalfundur Drangeyjar-smábátafélags Skagafjarðar leggur áherslu á að byggðakvóta í
Skagafirði verði einungis úthlutað til dagróðrabáta sem eru minni en 30 brt. Þá verði
aldrei meira en 20% af byggðakvóta á Sauðárkróki úthlutað til hvers útgerðarfyrirtækis.
Verði vinnsluskyldu í heimabyggð á mótframlagi byggðakvótans krafist, verði tryggt að
markaðsverð greiðist fyrir landaðan afla."
Bókun fundar Afgreiðsla 31. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 35. fundi sveitarstjórnar 12. febrúar 2025 með níu atkvæðum. -
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 31 Tekið fyrir erindi frá Matvælaráðuneytinu, dagsett 22. janúar 2025, vegna úthlutunar byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið 2024/2025.
Úthlutaður byggðakvóti til sveitarfélagsins Skagafjarðar er 145 tonn sem skiptast þannig: Hofsós 15 tonn, Sauðárkrókur 130 tonn. Eftirstöðvar frá fyrra fiskveiði ári fyrir Hofsós er 7,2 tonn sem bætist við þau 15 tonn sem úthlutað er. Ráðuneytið óskar eftir rökstuddum tillögum varðandi sérreglur um úthlutun byggðakvóta sveitarfélagsins eða einstakra byggðarlaga. Tillögum skal skilað fyrir 21.febrúar 2025.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir samhljóða að leggja til eftirfarandi breytingar á reglugerð nr. 819/2024 um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2024/2025 í sveitarfélaginu Skagafirði:
1. Nýtt ákvæði 4. greinar reglugerðarinnar verður (nýr málsl. bætist við 1. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar) svohljóðandi: " Hámarksúthlutun fiskiskipa af því aflamarki sem fallið hefur innan viðkomandi byggðarlags verður 24 þorskígildistonn á skip."
2. Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: „Skipting þess aflamarks, sem nú kemur í hlut byggðarlags, auk þess aflamarks byggðarlagsins sem kann að vera eftir af úthlutun fyrra fiskveiðiárs, skal að öðru leyti fara fram til einstakra fiskiskipa sem uppfylla skilyrði 1. gr., sbr. og reglur um sérstök skilyrði fyrir úthlutun byggðakvóta í einstökum sveitarfélögum sem ráðuneytið staðfestir samkvæmt 2.-3. gr., eftir því sem við á, og skal skipt hlutfallslega af því aflamarki sem fallið hefur til viðkomandi byggðarlags, miðað við allan landaðan botnfiskafla í tegundum sem hafa þorskígildisstuðla, í þorskígildum talið innan viðkomandi sveitarfélags á tímabilinu 1. september 2023 til 31. ágúst 2024
3. Ákvæði 2. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: "Afli sem er landað er í byggðarlagi úr fiskiskipum sem ekki eru skráð innan viðkomandi sveitarfélags, telst ekki til landaðs afla samkvæmt 1. mgr. "
4. Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: "Fiskiskipum er skylt að landa þeim afla sem telja á til byggðarkvóta til vinnslu innan sveitarfélagsins á tímabilinu frá 1. september 2024 til 31. ágúst 2025."
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd felur starfsmönnum nefndarinnar að senda inn ofangreindar tillögur ásamt rökstuðningi til samþykktar sveitarstjórnar.
Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Úthlutun byggðakvóta 2024-2025, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða. -
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 31 Erindisbréf atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar lagt fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 31. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 35. fundi sveitarstjórnar 12. febrúar 2025 með níu atkvæðum.
6.Félagsmála- og tómstundanefnd - 30
Málsnúmer 2501005FVakta málsnúmer
-
Félagsmála- og tómstundanefnd - 30 Lögð fram drög að breytingum á reglum um fjárhagsaðstoð. Breytingarnar eru gerðar til að einfalda feril við innleiðingu rafrænnar fjárhagsaðstoðar í gegnum www.island.is en einnig eru ýmis ákvæði gerð skýrari. Nefndin felur starfsfólki að vinna áfram drögin í samræmi við umræður á fundinum og leggja fyrir á næsta fundi nefndarinnar. Bókun fundar Afgreiðsla 30. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 35. fundi sveitarstjórnar 12. febrúar 2025 með níu atkvæðum.
-
Félagsmála- og tómstundanefnd - 30 Málið tekið fyrir á fundi byggðarráðs þann 8. janúar sl. og þannig bókað:
"Máli vísað frá 29. fundi félagsmála- og tómstundanefndar þann 17. desember 2024, þannig bókað:
"Lagt fram minnisblað um nýtingu viðbótar frístundaaksturs á þriðjudögum, sem samþykktur var til prufu fram að áramótum á 27. fundi nefndarinnar þann 14. október síðastliðinn. Nefndin fagnar frumkvæði íþróttafélaganna að koma að máli við nefndina og samþykkir samhljóða framlengingu á núverandi fyrirkomulagi, þ.e. akstur aðra leið að loknum skóladegi á þriðjudögum frá Hofsósi og Varmahlíð, á æfingar á Sauðárkróki, til loka skólaársins 2024-2025. Nýting og fyrirkomulag verður skoðað með skólum, íþróttafélögum og forráðamönnum að nýju þegar líða fer að vori. Nefndin vísar málinu til byggðarráðs og óskar eftir því að verkefnið fái fjármögnun með viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2025."
Byggðarráð skorar á félagsmála- og tómstundanefnd að flýta skoðun á nýtingu og fyrirkomulagi þannig að þeirri vinnu verði lokið fyrir miðjan febrúar.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að veita verkefninu fjármögnun með framlagðri beiðni um viðauka 1 við fjárhagsáætlun ársins 2025."
Nefndin samþykkir með öllum greiddum atkvæðum að fela starfsmönnum nefndarinnar að taka saman nýtingu á frístundaakstri það sem af er skólaári og leggja fyrir á næsta fundi nefndarinnar auk þess að leggja fram drög að skoðanakönnun sem send verður forráðamönnum og íþróttafélögum. Bókun fundar Afgreiðsla 30. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 35. fundi sveitarstjórnar 12. febrúar 2025 með níu atkvæðum. -
Félagsmála- og tómstundanefnd - 30 Nefndinni barst fyrirspurn frá aðstandanaa aldraðs einstaklings, um það hvar mál væri statt er varðar heimsendan mat til eldri borgara utan Sauðárkróks.
Nefndin felur leiðtoga fatlaðs fólks og eldra fólks að leggja fram minnisblað á næsta fundi nefndarinnar.
Vg og óháð ásamt Byggðalista óska bókað:
VG og Óháð ásamt Byggðalista hafa lagt mikla áherslu á að Skagafjörður sinni matarþjónustu fyrir alla eldri borgara í Skagafirði en ekki einungis þeim eldri borgurum sem búa á Sauðárkóki. Þetta er lögbundin grunnþjónusta sveitarfélaga. Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkti á fundi sínum þann 1.des.2022. að beita sér fyrir samráðsferli og lausnarmiðuðum útfærslum með það að markmiði að þjónustan hæfist eigi síðar en í ágústmánuði 2023 þar sem allir eldri borgarar í Skagafirði hefðu þá kost á því að fá keyptan heitan mat með forgöngu sveitarfélagsins. VG og Óháð ásamt Byggðalista óskuðu eftir því að fá upplýsingar í febrúar 2024 um hvar sveitarfélagið væri statt í þeirri framkvæmdaáætlun, þá var enn óleyst hvernig akstri matarbakka yrði háttað. Nefndin fól starfsmönnum að skoða hvaða möguleikar væru í boði og kostnaðarmeta þann hluta. Gríðarlega mikil og góð undirbúningsvinna hefur farið fram og mikilvægt að koma þessari grunnþjónustu í framkvæmd. Því miður hefur samþykkt tímaáætlun nefndar til framkvæmdar ekki staðist og því leggja VG og Óháð ásamt Byggðalista fram tillögu þess efnis að kappkostað verði að matarþjónusta fyrir alla eldri borgara í Skagafirði verði forgangsverkefni nefndar og starfsmanna nefndar og að framkvæmd hefjist í apríl 2025.
Meirihluti Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks hafnar tillögu minnihluta Vg og óháðra ásamt Byggðalista eins og hún er lögð fram og leggur til að málið verði tekið fyrir á næsta fundi nefndarinnar í mars. Meirihluti tekur fram að málið er mikilvægt til að jafna búsetu eldri borgara í sveitarfélaginu og biður starfsmenn nefndarinnar að taka saman minnisblað um það sem unnið hefur verið í málinu hingað til. Starfsmenn hafa lagt gríðarlega mikla vinnu í málið og þakkar meirihlutinn þeim fyrir það en því miður hefur nefndin ekki fundið farsæla lausn í málinu. Málið verður tekið fyrir á næsta fundi nefndarinnar þar sem áfram verður leitað allra leiða til að finna ásættanlega lausn. Tillagan samþykkt með tveimur greiddum atkvæðum meirihluta.
VG og Óháð ásamt Byggðalista harma að tillaga okkar hafi verið felld um að gera matarþjónustu fyrir eldri borgara í Skagafirði að forgangsverkefni. Sérstaklega í ljósi þess hversu langt er liðið að ákvörðun nefndarinnar lá fyrir.
Við minnum á að Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkti á fundi sínum 1. desember 2022 að hefja samráðsferli og vinna að lausnarmiðaðri útfærslu með það að markmiði að þjónustan hæfist eigi síðar en í ágúst 2023. Þrátt fyrir umfangsmikla undirbúningsvinnu og tillögu okkar um að hefja framkvæmd í apríl 2025 hefur verið brugðist við með höfnun, án þess að raunhæf tímasett áætlun liggi fyrir.
Þetta er grunngildi velferðarsamfélagsins að tryggja eldri borgurum sanngjörn og jöfn lífskjör óháð búsetu. Höfnun tillögunnar felur í sér áframhaldandi mismunun þar sem eldri borgarar í dreifðum byggðum Skagafjarðar njóta ekki sömu þjónustu og íbúar Sauðárkróks.
Við ítrekum mikilvægi þess að sveitarfélagið standi við ábyrgð sína í þessu máli og komi þjónustunni í framkvæmd hið fyrsta. Við munum áfram beita okkur fyrir því að allir eldri borgarar í Skagafirði gefist kostur á að fá keyptan mat með stuðningi sveitarfélagsins og þar með stuðla að jafnari búsetuskilyrðum fyrir eldri borgara Skagafjarðar. Þetta er ekki spurning um lausnir heldur forgangsröðun og pólítískan vilja. Bókun fundar VG og óháð ásamt byggðalista ítreka bókun sína, svohljóðandi:
"VG og Óháð ásamt Byggðalista hafa lagt mikla áherslu á að Skagafjörður sinni matarþjónustu fyrir alla eldri borgara í Skagafirði en ekki einungis þeim eldri borgurum sem búa á Sauðárkóki. Þetta er lögbundin grunnþjónusta sveitarfélaga. Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkti á fundi sínum þann 1.des.2022. að beita sér fyrir samráðsferli og lausnarmiðuðum útfærslum með það að markmiði að þjónustan hæfist eigi síðar en í ágústmánuði 2023 þar sem allir eldri borgarar í Skagafirði hefðu þá kost á því að fá keyptan heitan mat með forgöngu sveitarfélagsins. VG og Óháð ásamt Byggðalista óskuðu eftir því að fá upplýsingar í febrúar 2024 um hvar sveitarfélagið væri statt í þeirri framkvæmdaáætlun, þá var enn óleyst hvernig akstri matarbakka yrði háttað. Nefndin fól starfsmönnum að skoða hvaða möguleikar væru í boði og kostnaðarmeta þann hluta. Gríðarlega mikil og góð undirbúningsvinna hefur farið fram og mikilvægt að koma þessari grunnþjónustu í framkvæmd. Því miður hefur samþykkt tímaáætlun nefndar til framkvæmdar ekki staðist og því leggja VG og Óháð ásamt Byggðalista fram tillögu þess efnis að kappkostað verði að matarþjónusta fyrir alla eldri borgara í Skagafirði verði forgangsverkefni nefndar og starfsmanna nefndar og að framkvæmd hefjist í apríl 2025."
Meirihluti Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks ítrekar bókun sína, svohljóðandi:
"Meirihluti Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks hafnar tillögu minnihluta Vg og óháðra ásamt Byggðalista eins og hún er lögð fram og leggur til að málið verði tekið fyrir á næsta fundi nefndarinnar í mars. Meirihluti tekur fram að málið er mikilvægt til að jafna búsetu eldri borgara í sveitarfélaginu og biður starfsmenn nefndarinnar að taka saman minnisblað um það sem unnið hefur verið í málinu hingað til. Starfsmenn hafa lagt gríðarlega mikla vinnu í málið og þakkar meirihlutinn þeim fyrir það en því miður hefur nefndin ekki fundið farsæla lausn í málinu. Málið verður tekið fyrir á næsta fundi nefndarinnar þar sem áfram verður leitað allra leiða til að finna ásættanlega lausn."
VG og óháð ásamt byggðalista ítreka bókun sína, svohljóðandi:
"VG og Óháð ásamt Byggðalista harma að tillaga okkar hafi verið felld um að gera matarþjónustu fyrir eldri borgara í Skagafirði að forgangsverkefni. Sérstaklega í ljósi þess hversu langt er liðið að ákvörðun nefndarinnar lá fyrir.
Við minnum á að Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkti á fundi sínum 1. desember 2022 að hefja samráðsferli og vinna að lausnarmiðaðri útfærslu með það að markmiði að þjónustan hæfist eigi síðar en í ágúst 2023. Þrátt fyrir umfangsmikla undirbúningsvinnu og tillögu okkar um að hefja framkvæmd í apríl 2025 hefur verið brugðist við með höfnun, án þess að raunhæf tímasett áætlun liggi fyrir.
Þetta er grunngildi velferðarsamfélagsins að tryggja eldri borgurum sanngjörn og jöfn lífskjör óháð búsetu. Höfnun tillögunnar felur í sér áframhaldandi mismunun þar sem eldri borgarar í dreifðum byggðum Skagafjarðar njóta ekki sömu þjónustu og íbúar Sauðárkróks.
Við ítrekum mikilvægi þess að sveitarfélagið standi við ábyrgð sína í þessu máli og komi þjónustunni í framkvæmd hið fyrsta. Við munum áfram beita okkur fyrir því að allir eldri borgarar í Skagafirði gefist kostur á að fá keyptan mat með stuðningi sveitarfélagsins og þar með stuðla að jafnari búsetuskilyrðum fyrir eldri borgara Skagafjarðar. Þetta er ekki spurning um lausnir heldur forgangsröðun og pólítískan vilja."
Afgreiðsla 30. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 35. fundi sveitarstjórnar 12. febrúar 2025 með níu atkvæðum. -
Félagsmála- og tómstundanefnd - 30 Lögð fram til kynningar áskorun til samfélagsins á Norðurlandi vestra sem varð til eftir samráðsfund um öruggara Norðurland vestra í desember 2024. Bókun fundar Afgreiðsla 30. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 35. fundi sveitarstjórnar 12. febrúar 2025 með níu atkvæðum.
-
Félagsmála- og tómstundanefnd - 30 Erindisbréf félagsmála- og tómstundanefndar lagt fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 30. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 35. fundi sveitarstjórnar 12. febrúar 2025 með níu atkvæðum.
-
Félagsmála- og tómstundanefnd - 30 Lögð fram til kynningar 32. fundargerð ráðsins frá 20. janúar 2025. Bókun fundar Afgreiðsla 30. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 35. fundi sveitarstjórnar 12. febrúar 2025 með níu atkvæðum.
7.Fræðslunefnd - 35
Málsnúmer 2501004FVakta málsnúmer
-
Fræðslunefnd - 35 Hjörvar Halldórsson, sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs kom inn á fundinn og fór yfir þær framkvæmdir og viðhald sem eru í gangi og eru framundan við skólamannvirki í Skagafirði. Framkvæmdir við leikskólann í Varmahlíð hafa gengið vel. Í byrjun febrúar verður byrjað á öðrum hluta verkefnisins sem er að innrétta skólann. Því verki verður lokið í september. Framkvæmdir við lóð eru þriðji hluti verkefnisins og útboðsgögn ættu að vera tilbúin um miðjan febrúar.
Í Árskóla er verið að undirbúa klæðningu á A-álmu auk endurnýjunar á drenlögn í sömu álmu.
Fljótlega verður farið af stað í skoðun og hönnun á stækkun leikskólans Ársala, yngra stig, um allt að þrjár deildir. Einnig verður farið í að skoða lausnir varðandi skólamötuneyti á Sauðárkróki.
Í Grunnskólanum austan Vatna er á áætlun að skipta um glugga og klæða vesturhlið yngri byggingarinnar. Þá á einnig að klára hönnun vegna breytinga og viðbyggingar. Bókun fundar Afgreiðsla 35. fundar fræðslunefndar staðfest á 35. fundi sveitarstjórnar 12. febrúar 2025 með níu atkæðum. -
Fræðslunefnd - 35 Hólmfríður Sveinsdóttir, rektor Háskólans á Hólum kom á fundinn og kynnti tillögu að samstarfsverkefninu Frumkvöðlar framtíðarinnar sem unnið yrði í samstarfi Háskólans á Hólum, Sendiráðs Bretlands á Íslandi og Skagafjarðar. Í verkefninu yrði unnið markvisst að því að efla frumkvöðlahugsun barna og unglinga, m.a. með heimsóknum í framhalds- og háskóla, fyrirtæki og stofnanir. Sendiráðið myndi m.a. leggja til bókina Tæknitröll og íseldfjöll auk þess að stuðla að heimsókn vísindamanns frá Bretlandi til að veita innblástur í frumkvöðlamenninguna.
Fræðslunefnd lýsir yfir áhuga sínum á samstarfsverkefninu og felur sviðsstjóra að eiga samtal við skólastjórnendur um mögulega þátttöku í verkefninu verði það að veruleika. Samþykkt samhljóða. Bókun fundar Afgreiðsla 35. fundar fræðslunefndar staðfest á 35. fundi sveitarstjórnar 12. febrúar 2025 með níu atkæðum. -
Fræðslunefnd - 35 Lögð fram til kynningar áskorun til samfélagsins á Norðurlandi vestra sem varð til eftir samráðsfund um öruggara Norðurland vestra í desember 2024.
Bókun fundar Afgreiðsla 35. fundar fræðslunefndar staðfest á 35. fundi sveitarstjórnar 12. febrúar 2025 með níu atkæðum. -
Fræðslunefnd - 35 Fundargerð skólaráðs Varmahlíðarskóla frá 17. desember 2024 lögð fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 35. fundar fræðslunefndar staðfest á 35. fundi sveitarstjórnar 12. febrúar 2025 með níu atkæðum.
-
Fræðslunefnd - 35 Lagður fram tölvupóstur dags. 20. desember 2024 þar sem mennta- og barnamálaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 245/2024, "Aðalnámskrá tónlistarskóla - almennur hluti". Almennt snúa breytingar að almennum hluta aðalnámskrárinnar að því að hún sé uppfærð í takt við aðrar gildandi aðalnámskrár og að fyrirkomulagi áfangaprófa þar sem áhersla er lögð á ábyrgð skóla og val nemenda. Bókun fundar Afgreiðsla 35. fundar fræðslunefndar staðfest á 35. fundi sveitarstjórnar 12. febrúar 2025 með níu atkæðum.
-
Fræðslunefnd - 35 Erindisbréf fræðslunefndar lagt fram til kynningar.
Steinunn Rósa Guðmundsdóttir, fulltrúi Vg og óháðra óskar bókað:
Til viðbótar í erindisbréfi fyrir Fræðslunefnd Skagafjarðar komi eftirfarandi:
3. gr ? Hlutverk nefndarinnar
Fylgjast með og stuðla að því að skólar í sveitarfélaginu hafi aðgang að sérfræðiþjónustu.
Tillaga samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.
Bókun fundar Afgreiðsla 35. fundar fræðslunefndar staðfest á 35. fundi sveitarstjórnar 12. febrúar 2025 með níu atkæðum. -
Fræðslunefnd - 35 Upplýsingar um breytingar á meðaldvalartíma leikskólabarna í Skagafirði lagðar fram. Þann 1. september 2024 var meðaldvalartími leikskólabarna í Skagafirði 7,77 klst á dag en þann 1. janúar 2025 var meðaldvalartíminn 7,62 klst á dag. Breytingar á gjaldskrá tóku gildi þann 1. október 2024. Helsti munurinn að mati leikskólastjóra er að færri börn eru skráð á milli 7:45 og 08:00 og á milli 16:00 og 16:15 sem leiðir til þess að dagurinn byrjar og endar í meiri rólegheitum. Eins hefur það komið sér vel þegar kemur að mönnun því sjaldnar þarf að greiða yfirvinnu ef einhvern vantar á þessu tímabili. Talsvert hefur verið um að foreldrar hafi gert breytingar á dvalartíma oftar en einu sinni og skapar það mikla vinnu við útreikning gjalda.
Fræðslunefnd óskar eftir því að fá stöðumat aftur í vor. Samþykkt samhljóða. Bókun fundar Afgreiðsla 35. fundar fræðslunefndar staðfest á 35. fundi sveitarstjórnar 12. febrúar 2025 með níu atkæðum.
8.Landbúnaðar- og innviðanefnd - 19
Málsnúmer 2501021FVakta málsnúmer
-
Landbúnaðar- og innviðanefnd - 19 Sviðstjóri Veitu- og framkvæmdasviðs gerði grein fyrir fundi sem hann átti með ÍGF vegna vigtunar sláturúrgangs.
Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða að sviðstjóri vinni málið áfram. Bókun fundar Afgreiðsla 19. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 35. fundi sveitarstjórnar 12. febrúar 2025 með níu atkvæðum. -
Landbúnaðar- og innviðanefnd - 19 Fyrir liggur umsagnarbeiðni byggingarfulltrúa dags. 18. desember síðastliðinn með vísan til 10. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010 varðandi umsókn frá Atla Gunnari Arnórssyni byggingarverkfræðingi á Stoð ehf. verkfræðistofu, fh. Hafnarsjóðs Skagafjarðar/Skeljungs ehf. um leyfi til að koma fyrir 10 m³ olíutanki við svokallað syðra plan við Sauðárkrókshöfn. Við tankinn verður komið fyrir búnaði til afgreiðslu gasolíu á minni skip og báta. Meðfylgjandi uppdráttur gerður af umsækjanda. Uppdráttur í verki 3600-0200, númer S-101, dagsettir 03.12.2024.
Skipulagsnefnd telur umrædda framkvæmd vera í samræmi við gildandi deiliskipulag þar sem nú þegar er tankur og afgreiðsla á gasolíu á umræddu plani. Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að gera ekki athugasemd við fyrirhugaða framkvæmd en minnir jafnframt á að liggja þarf fyrir samþykki landbúnaðar- og innviðanefndar Skagafjarðar varðandi leyfisveitingu.
Landbúnaðar- og innviðanefndar Skagafjarðar samþykkir samhljóða afgreiðslu Skipulagsnefndar. Bókun fundar Afgreiðsla 19. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 35. fundi sveitarstjórnar 12. febrúar 2025 með níu atkvæðum. -
Landbúnaðar- og innviðanefnd - 19 Borist hefur beiðni frá Hauki Ingva Marinóssyni um samning vegna refaveiði.
Landbúnaðar- og innviðanefndar Skagafjarðar samþykkir samhljóða að gera samning við Hauk Ingva. Bókun fundar Afgreiðsla 19. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 35. fundi sveitarstjórnar 12. febrúar 2025 með níu atkvæðum. -
Landbúnaðar- og innviðanefnd - 19 Til kynningar útkoma sorphirðu 2024
Fyrir liggja tölur um heildar urðun úrgangs frá Skagafirði árið 2024. Í heildina vex það magn sem fer til urðunnar frá Skagafirði um 20% frá árinu 2023. Skýrist það fyrst og fremst af auknu magni til urðunnar frá byggingarstarfsemi (niðurrifs byggingarefni), og auknu magni af blönduðum úrgangi frá fyrirtækjum. Sé eingöngu horft á tölur um blandaðan úrgang frá heimilum þá minnkar hann áfram eða um 14% milli áranna 2023 og 2024, en sé tekið mið af árinu 2022 þá er samdrátturinn orðinn 36% á tveimur árum. Hlutfall af pappa og plasti frá heimilum er nokkuð svipað milli áranna 2023 og 2024 þannig að minnkað magn til urðunnar skýrist þá af annarri flokkun og breytingum á umgengni fólks um það sem sent er til urðunnar.
Landbúnaðar og innviðanefnd fagnar þessari jákvæðu þróun í minnkuðu magni af úrgangi til urðunnar frá heimilum og skorar á íbúa sveitarfélagsins að halda áfram á sömu braut. En um leið má draga þá ályktun af heildar talnasafninu að fyrirtæki héraðsins geti gert betur í flokkun þó svo að þar hafi einnig orðið samdráttur ef horft er á þróunina yfir lengri tíma. Landbúnaðar og innviðanefnd felur sviðstjóra Veitu- og framkvæmdarsviðs að áfram verði unnið að greiningum á gögnunum með það að markmiði að hagræða megi í málaflokknum en stuðla um leið að ennþá meiri flokkun og nýtingu þess úrgangs sem kemur frá heimilum og fyrirtækjum.
Bókun fundar Afgreiðsla 19. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 35. fundi sveitarstjórnar 12. febrúar 2025 með níu atkvæðum. -
Landbúnaðar- og innviðanefnd - 19 Lagður er fram til kynningar ársreikningur Fjallskilasjóðs Hrolleifsdals fyrir árið 2023. Bókun fundar Afgreiðsla 19. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 35. fundi sveitarstjórnar 12. febrúar 2025 með níu atkvæðum.
-
Landbúnaðar- og innviðanefnd - 19 Til kynningar er skýrsla vegna aðalfundar veiðifélagsins Kolka. Umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi kynnti málið. Bókun fundar Afgreiðsla 19. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 35. fundi sveitarstjórnar 12. febrúar 2025 með níu atkvæðum.
9.Landbúnaðar- og innviðanefnd - 20
Málsnúmer 2502004FVakta málsnúmer
-
Landbúnaðar- og innviðanefnd - 20 Tekið fyrir erindi frá Sótahnjúki ehf varðandi snjómokstur að sundlauginni Sólgörðum.
Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða að fela Sviðstjóra Veitu- og framkvæmdasviðs að ganga frá útfærslu á vinnureglum um snjómokstur sem tilheyrir sundlauginni á Sólgörðum.
Ólöf Ýr Atladóttir sat fundinn í fjarfundarbúnaði undir þessum lið. Bókun fundar Afgreiðsla 20. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 35. fundi sveitarstjórnar 12. febrúar 2025 með níu atkvæðum. -
Landbúnaðar- og innviðanefnd - 20 Lögð fram endurskoðuð samþykkt um hunda- og kattahald í þéttbýlisstöðum Skagafjarðar. Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samþykktina með áorðnum breytingum samhljóða og vísar til Byggðaráðs.
Einnig farið yfir drög að gjaldskrá um hunda- og kattahald þar sem gert er ráð fyrir að gjöldin lækki í samræmi við breytingu á þjónustu.
Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða að fela umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa að vinna að endanlegri útgáfu gjaldskrár. Bókun fundar Afgreiðsla 20. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 35. fundi sveitarstjórnar 12. febrúar 2025 með níu atkvæðum. -
Landbúnaðar- og innviðanefnd - 20 Rætt um heildaráætlun hitaveituvæðingar í Skagafirði og hvernig hægt sé að klára þau svæði sem útaf standa með lagningu hitaveitu eða varmadæluvæðingar. Sviðstjóra Veitu og framkvæmdasviðs falið að vinna áætlun og leggja fyrir nefndina. Bókun fundar Afgreiðsla 20. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 35. fundi sveitarstjórnar 12. febrúar 2025 með níu atkvæðum.
-
Landbúnaðar- og innviðanefnd - 20 Borist hefur ósk frá Stefáni Inga Gestsyni um samning vegna vetrarveiði á ref.
Landbúnaðar- og innviðanefnd Skagafjarðar samþykkir samhljóða að fela Umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa að gera samning við Stefán Inga. Bókun fundar Afgreiðsla 20. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 35. fundi sveitarstjórnar 12. febrúar 2025 með níu atkvæðum. -
Landbúnaðar- og innviðanefnd - 20 Greinst hefur fuglaflensa í skagfirskum ref.
Landbúnaðar- og innviðanefnd lýsir áhyggjum af þróun mála og hvetur íbúa til að vera á varðbergi gagnvart mögulega sýktum dýrum. Bókun fundar Afgreiðsla 20. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 35. fundi sveitarstjórnar 12. febrúar 2025 með níu atkvæðum.
10.Skipulagsnefnd - 66
Málsnúmer 2501022FVakta málsnúmer
-
Skipulagsnefnd - 66 Sveitarstjórn og sveitarstjóra Skagafjarðar var boðið að sitja fundarliðinn af þeim eru mætt í gegnum fjarfundarbúnað Sigfús Ingi Sigfússon, Jóhanna Ey Harðardóttir, Sveinn Úlfarsson og á staðinn Einar E. Einarsson og Sólborg S. Borgarsdóttir.
Íris Anna Karlsdóttir, Valdís Vilmarsdóttir og Hlynur Torfi Torfason skipulagsráðgjafar hjá VSÓ ráðgjöf sátu fundarliðinn í gegnum fjarfundarbúnað og fóru yfir vinnslutillögu Aðalskipulags Skagafjarðar 2025-2040 og minnisblað varðandi þrjá valkosti fyrir nýja aðkomu að Sauðárkróki um Þverárfjallsveg og um leið tillögur að fyrirhugaðri íbúðarbyggð þar.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að fela skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram í samræmi við umræður fundarins. Bókun fundar Afgreiðsla 66. fundar skipulagnefndar staðfest á 35. fundi sveitarstjórnar 12. febrúar 2025 með níu atkvæðum. -
Skipulagsnefnd - 66 Hjörvar Halldórsson sviðsstjóri, f.h. Skagafjarðarveitna - hitaveitu, þinglýsts lóðarhafa Borgarteigs 15, landnr. 143237, óskar eftir heimild til að láta vinna tillögu að deiliskipulagi fyrir lóðina á kostnað framkvæmdaraðila skv. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Á lóðinni er starfsemi Skagafjarðarveitna og áhaldahúss sveitarfélagsins Skagafjarðar. Starfsemin hefur verið á þessari lóð í áratugi og stendur húsið nánast óbreytt frá árinu 1978. Starfsemin hefur þó þróast á þessum tíma og uppbygging orðin aðkallandi. Helstu markmið skipulagsins eru að skapa forsendur fyrir lóðarhafa til uppbyggingar fyrir núverandi starfsemi með því að skilgreina lóðamörk, byggingarreiti og skipulag- og byggingarskilmála.
Skipulagssvæðið afmarkast af Borgarteig að austan, gangstétt meðfram Borgarflöt að norðan, línu 2,7 m vestan lóðamarka að vestan og lóðamörkum að sunnan. Innan skipulagssvæðis er lóðin Borgarteigur spennistöð og var haft samráð við lóðarhafa þeirrar lóðar á vinnslustigi skipulags. Aðliggjandi lóðir, utan skipulagssvæðis, eru Borgarteigur 9 og 9B að sunnanverðu. Stærð skipulagssvæðis er 8.211 m².
Skipulagssvæðið er á athafnasvæði nr. AT403, í Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035. Helstu meginforsendur liggja fyrir í aðalskipulagi, s.s. varðandi frágang lóða og ásýnd svæða, og því er óskað eftir því að falla frá gerð og auglýsingu skipulagslýsingar, sbr. ákvæði 5.2.2. gr. skipulagsreglugerðar nr. 90/2013.
Framkvæmdir í tengslum við deiliskipulagstillöguna falla ekki undir lög nr. 111/2021 um umhverfismat framkvæmda og áætlana. Þó verður unnið mat á líklegum áhrifum fyrirhugaðra framkvæmda á valda umhverfisþætti skv. 5.4.1. gr. skipulagsreglugerðar nr. 90/2013.
Að fenginni heimild, til að láta vinna deiliskipulag skv. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr.
123/2010, er lögð fram meðfylgjandi tillaga að deiliskipulagi fyrir Borgarteig 15, greinargerð og skipulagsuppdráttur nr. DS01, í verki 56293303, dags. 22.11.2024, ásamt stafrænu skipulagi, unnin hjá Stoð verkfræðistofu ehf.
Óskað er eftir því, að fengnu samþykki skipulagsnefndar og sveitarstjórnar, að tillagan hljóti meðferð skv. 41. og 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að heimila Skagafjarðarveitum - hitaveitu að láta vinna deiliskipulag á eigin kostnað og fellst á að helstu meginforsendur liggi fyrir í aðalskipulagi og heimilar að fallið verði frá gerð og auglýsingu skipulagslýsingar, sbr. ákvæði 5.2.2. gr. skipulagsreglugerðar nr. 90/2013.
Skipulagsnefnd samþykkir einnig samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að auglýsa deiliskipulagstillöguna fyrir Borgarteig 15 á Sauðárkróki í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Borgarteigur 15, L143237 - Deiliskipulag, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða. -
Skipulagsnefnd - 66 Málið áður á dagskrá skipulagsnefndar þann 16.10.2024 þá bókað:
“Þann 04.04.2024 tók skipulagsnefnd fyrir umsókn lóðarhafa Skagfirðingabrautar 51 og Ártorgs 1 um heimild til að láta vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi mjólkursamlagsreitsins, einkum á lóð Skagfirðingabrautar 51, á kostnað framkvæmdaraðila skv. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsnefnd frestaði afgreiðslu og óskaði eftir fundi með forsvarsmönnum Kaupfélags Skagfirðinga vegna málsins. Sá fundur hefur átt sér stað og í framhaldinu er lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi Mjólkursamlagsreitsins á Sauðárkróki, dags. 10.10.2024, uppdráttur nr. DS01, verknúmer 5629301 unnin á Stoð ehf. verkfræðistofu. Breytingar á uppdrætti eru að byggingarreitur á Skagfirðingabraut 51 er stækkaður til vesturs um 387 m2. Málsetningum bætt við og skilmálum um stærð byggingarreits breytt úr 9.486 m2 í 9.873 m2. Þá er grunnflötur bygginga sýndur eins og hann er í dag. Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að fela skipulagsfulltrúa að óska eftir greiningu á sjónsviði og umferðaröryggi við gatnamót Skagfirðingabrautar, Hegrabrautar og Sæmundarhlíðar norðvestan við Mjólkursamlagsreitinn með tilliti til stækkun byggingarreits Skagfirðingabrautar 51 til vesturs."
Fyrir liggur minnisblað “Umferðarráðgjöf Hegrabraut-Skagfirðingabraut-Sæmundarhlíð" unnið af Eflu verkfræðistofu dags. 09.01.2025 þar sem m.a. kemur fram að fyrirhuguð stækkun byggingingum Mjólkursamlagsins hafa ekki áhrif á umferðaröryggi miðað við núverandi útfærslu á gatnamótunum.
Hægt er að breyta gatnamótunum í hringtorg fyrir 5.000-20.000 ökutæki/sólarhring án þess að þurfa fara inn á lóð Mjólkursamlagsins og fyrirhugaðar stækkanir á byggingu hefur ekki áhrif á umferðaröryggi við gatnamótin með hringtorgi. Fyrirhugaðar stækkun Mjólkursamlagsins mun jafnframt ekki hafa áhrif á framtíðarmöguleika á hjólaleið meðfram Skagfirðingabraut.
Lögð er fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi dags. 10.10.2024 með breytingu dags. 15.01.2025. Breytingar voru gerðar í greinargerð, einkum í undirköflum Umhverfisskýrslu, Heilsa og öryggi og Samantekt þar sem vísað er í minnisblað Eflu verkfræðistofu, dags. 09.1.2025. Annað er óbreytt.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að auglýsa deiliskipulagstillöguna Mjólkursamlagsreitur - Tillaga að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við 41. gr. og 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Mjólkursamlagsreitur breyting á deiliskipulagi - Skagfirðingabraut 51 - Deiliskipulag, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða. -
Skipulagsnefnd - 66 Fyrir liggur umsókn frá Valdimari Bjarnasyni dags. 18.01.2025 um einbýlishúsalóðina Lækjarbakka 6 á Steinsstöðum.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að úthluta umsækjanda einbýlishúsalóðinni Lækjarbakka 6 á Steinsstöðum.
Skipulagsnefnd fagnar framkominni umsókn um lóð á Steinsstöðum. Bókun fundar Sólborg Sigurrós Borgarsdóttir víkur af fundi við afgreiðslu þessa máls.
Afgreiðsla 66. fundar skipulagnefndar staðfest á 35. fundi sveitarstjórnar 12. febrúar 2025 með átta atkvæðum. -
Skipulagsnefnd - 66 Með erindi dags. 14.01.2025 óska Karl Tómasson og Líney Ólafsdóttir eftir að skila inn lóðinni Sætún 12 á Hofsósi vegna breyttra aðstæðna.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða skil á lóðinni og mun lóðin vera auglýst til úthlutunar í samræmi við gildandi úthlutunarreglur sveitarfélagsins. Bókun fundar Afgreiðsla 66. fundar skipulagnefndar staðfest á 35. fundi sveitarstjórnar 12. febrúar 2025 með níu atkvæðum. -
Skipulagsnefnd - 66 Sigfríður Jódís Halldórsdóttir eigandi af Steini á Reykjaströnd landnúmer 145959
óskar eftir mati frá Veðurstofu Íslands hvort að samþykktur byggingarreitur sé á mögulegu ofanflóðahættusvæði.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn leitað verði álits Skipulagsstofnunar á því hvort óska beri eftir staðbundnu hættumati hjá Veðurstofu Íslands varðandi áður samþykktan byggingarreit. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Steinn á Reykjaströnd L145959 - Ósk um mat Veðurstofu Íslands, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða. -
Skipulagsnefnd - 66 Lögð fram til kynningar fundargerð byggingarfulltrúa frá fundi nr. 55 þann 17.01.2025. Bókun fundar Afgreiðsla 66. fundar skipulagnefndar staðfest á 35. fundi sveitarstjórnar 12. febrúar 2025 með níu atkvæðum.
11.Skipulagsnefnd - 67
Málsnúmer 2502005FVakta málsnúmer
-
Skipulagsnefnd - 67 Íris Anna Karlsdóttir og Hlynur Torfi Torfason skipulagsráðgjafar hjá VSÓ sátu fundinn í gegnum fjarfundarbúnað. Farið yfir innsendar umsagnir við kynningu tillögu á breytingu á aðalskipulagi fyrir "Deplar í Fljótum, verslun og þjónusta (VÞ-2) og lendingarstaður (FV-1)" sem var í kynningu dagana 11.12.2024- 29.01.2025 í Skipulagsgáttinni mál nr. 878/2024, sjá tengil hér: https://skipulagsgatt.is/issues/2024/878 .
Níu umsagnir bárust, þar af fjórar sem gáfu tilefni til minniháttar breytinga.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að samþykkja ofangreinda aðalskipulagsbreytingingu og senda Skipulagsstofnun, sbr. 1. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Aðalskipulagsbreyting - Deplar í Fljótum, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða. -
Skipulagsnefnd - 67 Íris Anna Karlsdóttir og Hlynur Torfi Torfason skipulagsráðgjafar hjá VSÓ sátu fundinn í gegnum fjarfundarbúnað.
Farið yfir innsendar umsagnir við kynningu tillögu á breytingu á aðalskipulagi fyrir "Litla-Gröf 2, efnistöku- og efnislosunarsvæði E-48" sem var í kynningu dagana 11.12.2024- 29.01.2025 í Skipulagsgáttinni mál nr. 877/2024, sjá tengil hér: https://skipulagsgatt.is/issues/2024/877 .
Sex umsagnir bárust, sem gefa ekki tilefni til breytinga.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að samþykkja ofangreinda aðalskipulagsbreytingingu og senda Skipulagsstofnun, sbr. 1. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Aðalskipulagsbreyting - Litla-Gröf 2, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða. -
Skipulagsnefnd - 67 Íris Anna Karlsdóttir og Hlynur Torfi Torfason skipulagsráðgjafar hjá VSÓ sátu fundinn í gegnum fjarfundarbúnað. Farið yfir innsendar umsagnir við kynningu tillögu á breytingu á aðalskipulagi fyrir "Athafnarsvæði Stóru-Brekku, Skagafirði" sem var í kynningu dagana 11.12.2024- 29.01.2025 í Skipulagsgáttinni mál nr. 818/2024, sjá tengil hér: https://skipulagsgatt.is/issues/2024/818 .
Sex umsagnir bárust, sem gefa ekki tilefni til breytinga.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að samþykkja ofangreinda aðalskipulagsbreytingingu og senda Skipulagsstofnun, sbr. 1. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Aðalskipulagsbreyting - Athafnarsvæði Stóru-Brekku, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða. - 11.4 2406118 Aðalskipulagsbreyting - Efnistöku- og efnislosunarsvæði E-401 á Sauðárkróki við GönguskarðsáSkipulagsnefnd - 67 Íris Anna Karlsdóttir og Hlynur Torfi Torfason skipulagsráðgjafar hjá VSÓ sátu fundinn í gegnum fjarfundarbúnað.
Farið yfir innsendar umsagnir við kynningu tillögu á breytingu á aðalskipulagi fyrir "Efnistöku- og efnislosunarsvæði E-401 á Sauðárkróki" sem var í kynningu dagana 11.12.2024- 29.01.2025 í Skipulagsgáttinni mál nr. 817/2024, sjá tengil hér: https://skipulagsgatt.is/issues/2024/817 .
Fimm umsagnir bárust, sem gefa ekki tilefni til breytinga.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að samþykkja ofangreinda aðalskipulagsbreytingingu og senda Skipulagsstofnun, sbr. 1. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Aðalskipulagsbreyting - Efnistöku- og efnislosunarsvæði E-401 á Sauðárkróki við Gönguskarðsá, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða. -
Skipulagsnefnd - 67 Íris Anna Karlsdóttir og Hlynur Torfi Torfason skipulagsráðgjafar hjá VSÓ sátu fundinn í gegnum fjarfundarbúnað. Farið yfir innsendar umsagnir við kynningu tillögu á breytingu á aðalskipulagi fyrir "Íbúðarbyggð ÍB-404, Sauðárkróki" sem var í kynningu dagana 11.12.2024- 29.01.2025 í Skipulagsgáttinni mál nr. 815/2024, sjá tengil hér: https://skipulagsgatt.is/issues/2024/815 .
Þrjár umsagnir bárust, þar af tvær sem gáfu tilefni til minniháttar breytinga.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að samþykkja ofangreinda aðalskipulagsbreytingingu og senda Skipulagsstofnun, sbr. 1. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Aðalskipulagsbreyting - Íbúðarbyggð ÍB-404, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða. - 11.6 2406122 Aðalskipulagsbreyting - Verslun og þjónusta - Gýgjarhóll, Gýgjarhóll 1 og Gýgjarhóll 2 - SL8 - VÞ-14 - VÞ-15 - VÞ-16Skipulagsnefnd - 67 Íris Anna Karlsdóttir og Hlynur Torfi Torfason skipulagsráðgjafar hjá VSÓ sátu fundinn í gegnum fjarfundarbúnað.
Farið yfir innsendar umsagnir við kynningu tillögu á breytingu á aðalskipulagi fyrir "Gýgjarhóll, Gýgjarhóll 1 og Gýgjarhóll 2, Skagafirði" sem var í kynningu dagana 11.12.2024- 29.01.2025 í Skipulagsgáttinni mál nr. 813/2024, sjá tengil hér: https://skipulagsgatt.is/issues/2024/813 .
Sjö umsagnir bárust, þar af þrjár sem gáfu tilefni til minniháttar breytinga.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að samþykkja ofangreinda aðalskipulagsbreytingingu og senda Skipulagsstofnun, sbr. 1. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður skipulagssviðs vék af fundi við afgreiðslu erindisins.
Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Aðalskipulagsbreyting - Verslun og þjónusta - Gýgjarhóll, Gýgjarhóll 1 og Gýgjarhóll 2, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða. -
Skipulagsnefnd - 67 Íris Anna Karlsdóttir og Hlynur Torfi Torfason skipulagsráðgjafar hjá VSÓ sátu fundinn í gegnum fjarfundarbúnað.
Farið yfir innsendar umsagnir við kynningu tillögu á breytingu á aðalskipulagi fyrir "Brautarholt-Mýri og Efra-Haganes I (lóð 3), VÞ-12 og VÞ-13" sem var í kynningu dagana 11.12.2024- 29.01.2025 í Skipulagsgáttinni mál nr. 812/2024, sjá tengil hér: https://skipulagsgatt.is/issues/2024/812 .
Sex umsagnir bárust, sem gefa ekki tilefni til breytinga.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að samþykkja ofangreinda aðalskipulagsbreytingingu og senda Skipulagsstofnun, sbr. 1. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Aðalskipulagsbreyting - Verslun og þjónusta - Haganesi, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða. -
Skipulagsnefnd - 67 Íris Anna Karlsdóttir og Hlynur Torfi Torfason skipulagsráðgjafar hjá VSÓ sátu fundinn í gegnum fjarfundarbúnað. Farið yfir innsendar umsagnir við kynningu tillögu á breytingu á aðalskipulagi fyrir "Hofsstaðir VÞ-8" sem var í kynningu dagana 11.12.2024- 29.01.2025 í Skipulagsgáttinni mál nr. 811/2024, sjá tengil hér: https://skipulagsgatt.is/issues/2024/811 .
Sjö umsagnir bárust, þar af ein sem gaf tilefni til minniháttar breytinga.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að samþykkja ofangreinda aðalskipulagsbreytingingu og senda Skipulagsstofnun, sbr. 1. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Aðalskipulagsbreyting - Hofsstaðir, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða. -
Skipulagsnefnd - 67 Farið yfir innsendar umsagnir við deiliskipulagstillögu fyrir "Hofsstaðir sveitasetur - Hótel" sem var í kynningu dagana 11.12.2024- 29.01.2025 í Skipulagsgáttinni mál nr. 1480/2024, sjá tengil hér: https://skipulagsgatt.is/issues/2024/1480 .
Innsendar umsagnir gefa ekki tilefni til breytinga.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða tillöguna að deiliskipulagi “Hofsstaðir sveitasetur - Hótel“ og felur skipulagsfulltrúa að senda Skipulagsstofnun deiliskipulagstillöguna til yfirferðar í samræmi við 3. mgr. 41. gr skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Afgreiðsla 67. fundar skipulagnefndar staðfest á 35. fundi sveitarstjórnar 12. febrúar 2025 með níu atkvæðum. -
Skipulagsnefnd - 67 Farið yfir innsendar umsagnir við deiliskipulagstillögu fyrir "Tumabrekka land 2, Skagafirði" sem var í kynningu dagana 11.12.2024- 29.01.2025 í Skipulagsgáttinni mál nr. 806/2024, sjá tengil hér: https://skipulagsgatt.is/issues/2024/806/ .
Innsendar umsagnir gefa ekki tilefni til breytinga.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða tillöguna að deiliskipulagi "Tumabrekka land 2, Skagafirði" og felur skipulagsfulltrúa að senda Skipulagsstofnun deiliskipulagstillöguna til yfirferðar í samræmi við 3. mgr. 41. gr skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Afgreiðsla 67. fundar skipulagnefndar staðfest á 35. fundi sveitarstjórnar 12. febrúar 2025 með níu atkvæðum. -
Skipulagsnefnd - 67 Ína Björk Ársælsdóttir og Björn Magnús Árnason ráðgjafar frá Stoð ehf. kynntu vinnslutillögu að deiliskipulagi fyrir AT-403 á Sauðárkróki.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að auglýsa vinnslutillögu deiliskipulags fyrir Athafnarsvæði AT-403 á Sauðárkróki í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Athafnarsvæði - Sauðárkrókur - AT-403 - Deiliskipulag, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða. -
Skipulagsnefnd - 67 Ína Björk Ársælsdóttir og Björn Magnús Árnason ráðgjafar frá Stoð ehf. kynntu drög að deiliskipulagstillögu fyrir Hofsós - Skólagata - Túngata.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að fela skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram í samræmi við umræður fundarins. Bókun fundar Afgreiðsla 67. fundar skipulagnefndar staðfest á 35. fundi sveitarstjórnar 12. febrúar 2025 með níu atkvæðum. -
Skipulagsnefnd - 67 Sigfríður Sigurjónsdóttir og Jón Sigurjónsson, f.h. Félagsbúsins Garður ehf. þinglýsts eiganda jarðarinnar Garður landnúmer 146375 óska eftir heimild til að stofna 2,5 ha spildu úr landi jarðarinnar, sem "Hái Garður" og 962 m2 byggingarreit fyrir íbúðarhús skv. merkjalýsingu í verki nr. 771261001, dags. 24. janúar 2025. Merkjalýsing var unnin á Stoð verkfræðistofu ehf. af Ínu Björk Ársælsdóttur.
Skýring á landheiti vísar í upprunajörð. Ekki er annað landheiti með þessu heiti í Skagafirði.
Landnotkunarflokkur verði íbúðarhúsalóð (10) í fasteignaskrá.
Öll hlunnindi tilheyra áfram Garði lnr. 146375.
Landskipti samræmast aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035 og styðja við markmið aðalskipulags um búsetu í dreifbýli.
Landskipti hafa óveruleg áhrif á búrekstrarskilyrði og skerða ekki landbúnaðarsvæði í I. flokki. Engin verndarsvæði skv. gildandi aðalskipulagi eru innan útskiptrar spildu.
Engin fasteign er á umræddri spildu.
Lögbýlarétturinn mun áfram fylgja Garði, landnr. 146375.
Fyrirliggur jákvæð umsögn Minjastofnunar.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að samþykkja umbeðinn landskipti og byggingarreit.
Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Garður L146375 - Umsókn um stofnun landspildu og byggingarreits, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða. -
Skipulagsnefnd - 67 Guðmundur Þór Guðmundsson og Steinunn Fjóla Ólafsdóttir þinglýstir eigendur jarðarinnar Stóra-Seyla, landnúmer 146071 óska eftir heimild til að stofna 6,36 ha spildu úr landi jarðarinnar, sem "Seyla" og 6300 m2 byggingarreit fyrir íbúðarhús skv. merkjalýsingu í verki nr. 74130000 útg. 17. janúar 2025. Merkjalýsing var unnin á Stoð verkfræðistofu ehf. af Ínu Björk Ársælsdóttur.
Skýring á landheiti vísar í upprunajörð. Ekki er annað landheiti með þessu heiti í Skagafirði. Öll hlunnindi tilheyra áfram Stóru-Seylu.
Landskipti samræmast aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035 og styðja við markmið aðalskipulags um búsetu í dreifbýli.
Landskipti hafa óveruleg áhrif á búrekstrarskilyrði og skerða ekki landbúnaðarsvæði í I. flokki.
Engin verndarsvæði skv. gildandi aðalskipulagi eru innan útskiptrar spildu.
Engin fasteign er á umræddri spildu.
Lögbýlarétturinn mun áfram fylgja Stóru-Seylu, landnr. 146071.
Vegagerðin hefur samþykkt vegtengingu frá Sauðárkróksbraut (75).
Fyrirliggur jákvæð umsögn Minjastofnunar.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að samþykkja umbeðinn landskipti og byggingarreit. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Stóra-Seyla L146071 - Umsókn um stofnun landspildu og byggingarreits, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða. -
Skipulagsnefnd - 67 Haraldur Sigfús Magnússon fyrir hönd Orku náttúrunnar óskar eftir úthlutun lóðar í Varmahlíð "Varmahlíð hleðslulóð" til uppbyggingar hleðslugarðs fyrir rafbíla, byggt á þeim samtölum sem Orka náttúrunnar hefur átt við sveitafélagið Skagafjörð.
Jafnframt er óskað eftir heimild til að vinna breytingu á gildandi deiliskipulagi fyrir umrædda lóð þar sem breytingarnar myndu felast í eftirfarandi:
- Byggingarreitur á lóð norðan við leikskóla breytist til samræmis við fyrirliggjandi frumhönnun á lóð. Byggingarreiturinn færist aðeins norðar og vestar og innan hans verður heimilt að byggja spennistöð, þjónustuhús og salerni. Byggingarnar verða á einni hæð og felldar inn í brekkuna og skerða því ekki útsýni byggðarinnar fyrir ofan.
- Bætt verður við kvöðum á aðliggjandi lóðum til norðurs og suðurs um aðgengi/gegnumakstur að lóðinni norðan við leikskóla en á gildandi deiliskipulagsuppdrætti eru sýnd samtengd bílastæði og þar með gegnumakstur en þó er ekki getið um kvöð um gegnumakstur í texta. Með breytingunni verður tryggð aðkoma að umræddri lóð. Það er mat umsækjenda að um sé að ræða óverulega breytingu á deiliskipulagi þar sem aðeins er verið að færa byggingarreit lítillega innan lóðar og heimila byggingar á einni hæð innan breytts byggingarreits og auk þess er verið að skerpa á og tryggja aðgengi að lóðinni í gegnum aðliggjandi lóðir.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að úthluta Orku náttúrunnar "Varmahlíð hleðslulóð" lóðin norðan við gamla Póst og síma sem í dag hýsir yngra stig leikskólans í Varmahlíð. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að heimila Orku náttúrunnar að vinna óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi á eigin kostnað sbr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Umsókn um lóð undir hleðsluinnviði í Varmahlíð, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða. -
Skipulagsnefnd - 67 Lögð fram til kynningar fundargerð byggingarfulltrúa frá fundi nr. 56 þann 23.01.2025. Bókun fundar Afgreiðsla 67. fundar skipulagnefndar staðfest á 35. fundi sveitarstjórnar 12. febrúar 2025 með níu atkvæðum.
-
Skipulagsnefnd - 67 Lögð fram til kynningar fundargerð byggingarfulltrúa frá fundi nr. 57 þann 03.02.2025. Bókun fundar Afgreiðsla 67. fundar skipulagnefndar staðfest á 35. fundi sveitarstjórnar 12. febrúar 2025 með níu atkvæðum.
12.Byggingarnefnd menningarhúss á Sauðárkróki - 3
Málsnúmer 2501008FVakta málsnúmer
-
Byggingarnefnd menningarhúss á Sauðárkróki - 3 Helena Margrét Áskelsdóttir frá VSÓ ráðgjöf sat fundinn í gegnum fjarfundarbúnað.
Helena lagði fram yfirferð á mati á hæfi umsækjenda í forvali vegna útboðsins Menningarhús í Skagafirði - Hönnun nýbyggingar og endurbóta á eldra húsnæði í samræmi við gr. 0.3 í forvalsgögnum.
Skv. gr. 0.5.1 í forvalslýsingu hljóta þrír (3) stigahæstu umsækjendur þátttökurétt í lokaðri hönnunarsamkeppni þ.e.a.s. þrepi II. Lagt er til í ljósi mats VSÓ á forvalsumsóknum að eftirfarandi umsækjendum verði boðin þátttaka í þrepi II:
- Arkís arkitektar ehf.
- VSB verkfræðistofa ehf.
- Yrki arkitektar ehf.
Byggingarnefnd menningarhúss á Sauðárkróki samþykkir samhljóða að bjóða ofangreindum aðilum þátttöku í þrepi II í hönnunarsamkeppni um menningarhús á Sauðárkróki. Bókun fundar Jóhanna Ey Harðardóttir og Sveinn Þ. Finster Úlfarsson, Byggðalista óska bókað:
"Ötul vinna hefur farið fram í byggingarnefnd menningarhúss á Sauðárkróki og mikið kapp er lagt á að sú vinna standist tímaramma samnings sem undirritaður var við Lilju Dögg Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra, vorið 2023.
Ekki mega þó aðrar grunnstoðir sveitarfélagsins bíða átekta meðan undirbúningur og vinna við byggingu nýs menningarhúss og endurbætur á núverandi safnahúsi stendur yfir og óskum við eftir að meirihluti sveitarstjórnar setji meiri þunga í framkvæmdir við grunnskóla og nýtt íþróttahús á Hofsósi og taki einnig á skarið með framkvæmdir við leikskóla hér á Sauðárkróki."
Afgreiðsla 3. fundar byggingarnefndar menningarhúss á Sauðárkróki staðfest á 35. fundi sveitarstjórnar 12. febrúar 2025 með níu atkvæðum.
13.Alvarleg staða Reykjavíkurflugvallar
Málsnúmer 2502103Vakta málsnúmer
Hátt í 650 sjúklingar eru fluttir á ári hverju til Reykjavíkur með sjúkraflugvélum af landsbyggðinni. Í um 45% tilfella eru það sjúklingar sem þurfa að komast í bráðaþjónustu og tímaháð inngrip. Austur/vestur flugbrautin er notuð í um 25% af öllum hreyfingum á Reykjavíkurflugvelli og lokun brautarinnar hefur því áhrif á um 160 flug á ári eða um 70 sjúklinga í hæstu forgangsflokkum miðað við fjölda sjúklinga á síðasta ári. Þá gegnir Reykjavíkurflugvöllur einnig lykilhlutverki í sjúkraflugi til og frá landinu þegar einstaklingar þurfa að komast í bráðaaðgerðir sem ekki er hægt að sinna hérlendis.
Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkir samhljóða að skora á Reykjavíkurborg að grípa nú þegar til tafarlausra aðgerða og tryggja fellingar þeirra trjáa sem nauðsynlegt er að fella til að opna megi varanlega austur/vestur flugbraut Reykjavíkurflugvallar. Verði það ekki raunin gerir sveitarstjórn þá kröfu að samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og ríkisstjórn Íslands nýti allar þær heimildir sem unnt er til að tryggja óraskaða starfsemi sjúkraflugs á Íslandi. Minnt er á að í stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur er tilgreint að áhersla verði lögð á jafnt aðgangi að heilbrigðisþjónustu og annarri opinberri þjónustu, óháð búsetu. Í þessu máli eru mannslíf í húfi og ekki rými til tafa eða ábyrgðarleysis.
14.Ósk um lausn frá nefndarstörfum í atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd
Málsnúmer 2502041Vakta málsnúmer
Sveitarstjórn samþykkir með níu atkvæðum, að veita Eyrúnu lausn úr embætti.
15.Endurtilnefning í atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd
Málsnúmer 2502120Vakta málsnúmer
Forseti gerir tillögu um Hrefnu Jóhannesdóttur í embætti varaformann atvinnu-, menningar- og kynningarmálanefnd í stað Eyrúnar Sævarsdóttur.
Aðrar tilnefningar bárust ekki og skoðast þau því rétt kjörin.
16.Ósk um tímabundið leyfi frá nefndarstörfum í fræðslunefnd
Málsnúmer 2502117Vakta málsnúmer
Sveitarstjórn samþykkir með níu atkvæðum, að veita Kristóferi umbeðið leyfi.
17.Endurtilnefning í fræðslunefnd
Málsnúmer 2502121Vakta málsnúmer
Forseti ber upp tillögu um Hrund Pétursdóttur sem formann fræðslunefndar, Sigrúnu Evu Helgadóttur sem aðalmann og Sólborgu Sigurrós Borgarsdóttur sem varamann Sigrúnar Evu.
Aðrar tilnefningar bárust ekki og skoðast þau því rétt kjörin.
18.Könnun á hæfi kjörins fulltrúa
Málsnúmer 2502106Vakta málsnúmer
Með hliðsjón af þeirri alvarlegu gagnrýni sem komið hefur fram á formann fræðslunefndar vegna þátttöku hans í stefnu hóps foreldra gegn KÍ um hugsanlega misbeitingu verkfallsréttar, þá teljum við nauðsynlegt að fá fram mat óháðra aðila á stöðu formannsins.
Sveinn Þ. Finster Úlfarsson kvaddi sér hljóðs.
Tillaga meirihluta borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.
19.Lóðarleigusamningar á Nöfum
Málsnúmer 2308167Vakta málsnúmer
„Undir þessum dagskrárlið mætti Arnór Hafstað lögmaður til fundarins í gegnum fjarfundarbúnað. Arnór lagði fram drög að lóðaleigusamningum vegna ræktunarlanda á Nöfunum. Byggðarráð samþykkir samhljóða drög að lóðarleigusamningi með áorðnum breytingum og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.“
Sveitarstjórn samþykkir, með níu atkvæðum, framlögð drög að lóðarleigusamningi.
20.Húsnæðisáætlun 2025 - Skagafjörður
Málsnúmer 2409299Vakta málsnúmer
„Undir þessum dagskrárlið mætti Heba Guðmundsdóttir verkefnastjóri til fundarins.
Heba kynnti Húsnæðisáætlun fyrir Skagafjörð fyrir árið 2025.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að vísa áætluninni til afgreiðslu sveitarstjórnar.“
Húsnæðisáætlun fyrir Skagafjörð fyrir árið 2025 borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.
21.Umgengni um gámageymslusvæði
Málsnúmer 2406131Vakta málsnúmer
„Máli vísað frá 18. fundi landbúnaðar- og innviðanefndar þann 9. janúar sl., þannig bókað:
"Umgengni um útleigð gámageymslusvæði sveitarfélagsins á Sauðárkróki og Hofsósi hefur verið verulega ábótavant. Hafa þeir aðilar sem vel hafa gengið um, liðið fyrir sóðaskap þeirra sem frjálslega hafa gengið um. Í nokkurn tíma hefur horft til vandræða þar sem ekki er lengur pláss fyrir viðbótar leigugáma vegna ýmissa véla, bíla og búnaðar sem safnast hefur upp. Í ljósi þessa hafa nú verið markaðar reglur og uppfærð gjaldskrá fyrir árið 2025.
Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða framlagða gjaldskrá og reglur fyrir geymslusvæði á vegum sveitarfélagsins Skagafjarðar, með áorðnum breytingum og vísar til afgreiðslu byggðarráðs."
Byggðarráð samþykkir samhljóða framlagða gjaldskrá og reglur um geymslusvæði á vegum Skagafjarðar og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.“
Álfhildur Leifsdóttir og Sólborg Sigurrós Borgarsdóttir kvöddu sér hljóðs.
Gjaldskrá og reglur um geymslusvæði á vegum Skagafjarðar bornar upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykktar með níu atkvæðum.
22.Reglur Skagafjarðar um hæfingu og dagþjónustu
Málsnúmer 2404050Vakta málsnúmer
„Máli vísað frá 29. fundi félagsmála- og tómstundanefndar frá 17. desember sl., þannig bókað:
"Fyrir fundinum lágu reglur Skagafjarðar um hæfingu og dagþjónustu, reglurnar grundvallast á 24. gr. laga nr. 38/2018 um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir. Reglurnar eru einnig háðar samþykki sveitarstjórna aðildarsveitarfélaga um sameiginlegt þjónustusvæði á Norðurlandi vestra um þjónustu við fatlað fólk. Aðildarsveitarafélögin hafa samþykkt reglurnar fyrir sitt leyti. Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir reglurnar samhljóða fyrir sitt leyti og vísar þeim til afgreiðslu byggðarráðs."
Byggðarráð samþykkir samhljóða fyrirlagðar reglur Skagafjarðar um dagþjónustu, hæfingu og aðstoð vegna fatlaðs fólks og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.“
Framlagðar reglur bornar upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykktar með níu atkvæðum.
23.Viljayfirlýsing um uppbyggingu á leiguíbúðum í Skagafirði
Málsnúmer 2411194Vakta málsnúmer
„Lögð fram viljayfirlýsing sem Skagafjörður og Leigufélagsið Bríet gera með sér um uppbyggingu leiguíbúða í sveitarfélaginu Skagafirði. Með yfirlýsingunni lýsir Leigufélagið Bríet sig reiðubúið til að byggja fjórar eignir í Skagafirði fyrir lok desember 2025 og Skagafjörður mun á móti tryggja aðgengi að gjaldfrjálsum, hagkvæmum lóðum vegna þeirrar íbúðauppbyggingar. Náist ekki samningar eða hugmyndin verður ekki að veruleika fyrir lok árs 2026 falla allar skuldbindingar ofangreindra aðila niður.
Byggðarráð samþykkir samhljóða framlagða viljayfirlýsingu og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.“
Viljayfirlýsin borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.
24.Úthlutun byggðakvóta 2024-2025
Málsnúmer 2501274Vakta málsnúmer
"Tekið fyrir erindi frá Matvælaráðuneytinu, dagsett 22. janúar 2025, vegna úthlutunar byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið 2024/2025.
Úthlutaður byggðakvóti til sveitarfélagsins Skagafjarðar er 145 tonn sem skiptast þannig: Hofsós 15 tonn, Sauðárkrókur 130 tonn. Eftirstöðvar frá fyrra fiskveiði ári fyrir Hofsós er 7,2 tonn sem bætist við þau 15 tonn sem úthlutað er. Ráðuneytið óskar eftir rökstuddum tillögum varðandi sérreglur um úthlutun byggðakvóta sveitarfélagsins eða einstakra byggðarlaga. Tillögum skal skilað fyrir 21.febrúar 2025.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir samhljóða að leggja til eftirfarandi breytingar á reglugerð nr. 819/2024 um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2024/2025 í sveitarfélaginu Skagafirði:
1. Nýtt ákvæði 4. greinar reglugerðarinnar verður (nýr málsl. bætist við 1. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar) svohljóðandi: " Hámarksúthlutun fiskiskipa af því aflamarki sem fallið hefur innan viðkomandi byggðarlags verður 24 þorskígildistonn á skip."
2. Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: „Skipting þess aflamarks, sem nú kemur í hlut byggðarlags, auk þess aflamarks byggðarlagsins sem kann að vera eftir af úthlutun fyrra fiskveiðiárs, skal að öðru leyti fara fram til einstakra fiskiskipa sem uppfylla skilyrði 1. gr., sbr. og reglur um sérstök skilyrði fyrir úthlutun byggðakvóta í einstökum sveitarfélögum sem ráðuneytið staðfestir samkvæmt 2.-3. gr., eftir því sem við á, og skal skipt hlutfallslega af því aflamarki sem fallið hefur til viðkomandi byggðarlags, miðað við allan landaðan botnfiskafla í tegundum sem hafa þorskígildisstuðla, í þorskígildum talið innan viðkomandi sveitarfélags á tímabilinu 1. september 2023 til 31. ágúst 2024
3. Ákvæði 2. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: "Afli sem er landað er í byggðarlagi úr fiskiskipum sem ekki eru skráð innan viðkomandi sveitarfélags, telst ekki til landaðs afla samkvæmt 1. mgr. "
4. Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: "Fiskiskipum er skylt að landa þeim afla sem telja á til byggðarkvóta til vinnslu innan sveitarfélagsins á tímabilinu frá 1. september 2024 til 31. ágúst 2025."
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd felur starfsmönnum nefndarinnar að senda inn ofangreindar tillögur ásamt rökstuðningi til samþykktar sveitarstjórnar."
Tillögur atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar að breytingum á reglugerð nr. 819/2024 um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2024/2025 í sveitarfélaginu Skagafirði bornar upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykktar með níu atkvæðum.
25.Borgarteigur 15, L143237 - Deiliskipulag
Málsnúmer 2501198Vakta málsnúmer
„Hjörvar Halldórsson sviðsstjóri, f.h. Skagafjarðarveitna - hitaveitu, þinglýsts lóðarhafa Borgarteigs 15, landnr. 143237, óskar eftir heimild til að láta vinna tillögu að deiliskipulagi fyrir lóðina á kostnað framkvæmdaraðila skv. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Á lóðinni er starfsemi Skagafjarðarveitna og áhaldahúss sveitarfélagsins Skagafjarðar. Starfsemin hefur verið á þessari lóð í áratugi og stendur húsið nánast óbreytt frá árinu 1978. Starfsemin hefur þó þróast á þessum tíma og uppbygging orðin aðkallandi. Helstu markmið skipulagsins eru að skapa forsendur fyrir lóðarhafa til uppbyggingar fyrir núverandi starfsemi með því að skilgreina lóðamörk, byggingarreiti og skipulag- og byggingarskilmála.
Skipulagssvæðið afmarkast af Borgarteig að austan, gangstétt meðfram Borgarflöt að norðan, línu 2,7 m vestan lóðamarka að vestan og lóðamörkum að sunnan. Innan skipulagssvæðis er lóðin Borgarteigur spennistöð og var haft samráð við lóðarhafa þeirrar lóðar á vinnslustigi skipulags. Aðliggjandi lóðir, utan skipulagssvæðis, eru Borgarteigur 9 og 9B að sunnanverðu. Stærð skipulagssvæðis er 8.211 m².
Skipulagssvæðið er á athafnasvæði nr. AT403, í Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035. Helstu meginforsendur liggja fyrir í aðalskipulagi, s.s. varðandi frágang lóða og ásýnd svæða, og því er óskað eftir því að falla frá gerð og auglýsingu skipulagslýsingar, sbr. ákvæði 5.2.2. gr. skipulagsreglugerðar nr. 90/2013.
Framkvæmdir í tengslum við deiliskipulagstillöguna falla ekki undir lög nr. 111/2021 um umhverfismat framkvæmda og áætlana. Þó verður unnið mat á líklegum áhrifum fyrirhugaðra framkvæmda á valda umhverfisþætti skv. 5.4.1. gr. skipulagsreglugerðar nr. 90/2013.
Að fenginni heimild, til að láta vinna deiliskipulag skv. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr.
123/2010, er lögð fram meðfylgjandi tillaga að deiliskipulagi fyrir Borgarteig 15, greinargerð og skipulagsuppdráttur nr. DS01, í verki 56293303, dags. 22.11.2024, ásamt stafrænu skipulagi, unnin hjá Stoð verkfræðistofu ehf.
Óskað er eftir því, að fengnu samþykki skipulagsnefndar og sveitarstjórnar, að tillagan hljóti meðferð skv. 41. og 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að heimila Skagafjarðarveitum - hitaveitu að láta vinna deiliskipulag á eigin kostnað og fellst á að helstu meginforsendur liggi fyrir í aðalskipulagi og heimilar að fallið verði frá gerð og auglýsingu skipulagslýsingar, sbr. ákvæði 5.2.2. gr. skipulagsreglugerðar nr. 90/2013.
Skipulagsnefnd samþykkir einnig samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að auglýsa deiliskipulagstillöguna fyrir Borgarteig 15 á Sauðárkróki í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.“
Sveitarstjórn samþykkir með níu atkvæðum að auglýsa deiliskipulagstillöguna fyrir Borgarteig 15 á Sauðárkróki í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
26.Mjólkursamlagsreitur breyting á deiliskipulagi - Skagfirðingabraut 51 - Deiliskipulag
Málsnúmer 2404003Vakta málsnúmer
„Málið áður á dagskrá skipulagsnefndar þann 16.10.2024 þá bókað:
“Þann 04.04.2024 tók skipulagsnefnd fyrir umsókn lóðarhafa Skagfirðingabrautar 51 og Ártorgs 1 um heimild til að láta vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi mjólkursamlagsreitsins, einkum á lóð Skagfirðingabrautar 51, á kostnað framkvæmdaraðila skv. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsnefnd frestaði afgreiðslu og óskaði eftir fundi með forsvarsmönnum Kaupfélags Skagfirðinga vegna málsins. Sá fundur hefur átt sér stað og í framhaldinu er lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi Mjólkursamlagsreitsins á Sauðárkróki, dags. 10.10.2024, uppdráttur nr. DS01, verknúmer 5629301 unnin á Stoð ehf. verkfræðistofu. Breytingar á uppdrætti eru að byggingarreitur á Skagfirðingabraut 51 er stækkaður til vesturs um 387 m2. Málsetningum bætt við og skilmálum um stærð byggingarreits breytt úr 9.486 m2 í 9.873 m2. Þá er grunnflötur bygginga sýndur eins og hann er í dag. Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að fela skipulagsfulltrúa að óska eftir greiningu á sjónsviði og umferðaröryggi við gatnamót Skagfirðingabrautar, Hegrabrautar og Sæmundarhlíðar norðvestan við Mjólkursamlagsreitinn með tilliti til stækkun byggingarreits Skagfirðingabrautar 51 til vesturs."
Fyrir liggur minnisblað “Umferðarráðgjöf Hegrabraut-Skagfirðingabraut-Sæmundarhlíð" unnið af Eflu verkfræðistofu dags. 09.01.2025 þar sem m.a. kemur fram að fyrirhuguð stækkun byggingingum Mjólkursamlagsins hafa ekki áhrif á umferðaröryggi miðað við núverandi útfærslu á gatnamótunum.
Hægt er að breyta gatnamótunum í hringtorg fyrir 5.000-20.000 ökutæki/sólarhring án þess að þurfa fara inn á lóð Mjólkursamlagsins og fyrirhugaðar stækkanir á byggingu hefur ekki áhrif á umferðaröryggi við gatnamótin með hringtorgi. Fyrirhugaðar stækkun Mjólkursamlagsins mun jafnframt ekki hafa áhrif á framtíðarmöguleika á hjólaleið meðfram Skagfirðingabraut.
Lögð er fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi dags. 10.10.2024 með breytingu dags. 15.01.2025. Breytingar voru gerðar í greinargerð, einkum í undirköflum Umhverfisskýrslu, Heilsa og öryggi og Samantekt þar sem vísað er í minnisblað Eflu verkfræðistofu, dags. 09.1.2025. Annað er óbreytt.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að auglýsa deiliskipulagstillöguna Mjólkursamlagsreitur - Tillaga að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við 41. gr. og 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.“
Sveitarstjórn samþykkir með níu atkvæðuðm, að auglýsa deiliskipulagstillöguna Mjólkursamlagsreitur - Tillaga að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við 41. gr. og 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
27.Steinn á Reykjaströnd L145959 - Ósk um mat Veðurstofu Íslands
Málsnúmer 2501242Vakta málsnúmer
„Sigfríður Jódís Halldórsdóttir eigandi af Steini á Reykjaströnd landnúmer 145959
óskar eftir mati frá Veðurstofu Íslands hvort að samþykktur byggingarreitur sé á mögulegu ofanflóðahættusvæði.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn leitað verði álits Skipulagsstofnunar á því hvort óska beri eftir staðbundnu hættumati hjá Veðurstofu Íslands varðandi áður samþykktan byggingarreit.“
Sveitarstjórn samþykkir með níu atkvæðum að fela skipulagsfulltrúa að leita álits Skipulagsstofnunar á því hvort óska beri eftir staðbundnu hættumati hjá Veðurstofu Íslands varðandi áður samþykktan byggingarreit.
28.Aðalskipulagsbreyting - Deplar í Fljótum - VÞ-2 og FV-1
Málsnúmer 2406263Vakta málsnúmer
„Íris Anna Karlsdóttir og Hlynur Torfi Torfason skipulagsráðgjafar hjá VSÓ sátu fundinn í gegnum fjarfundarbúnað. Farið yfir innsendar umsagnir við kynningu tillögu á breytingu á aðalskipulagi fyrir "Deplar í Fljótum, verslun og þjónusta (VÞ-2) og lendingarstaður (FV-1)" sem var í kynningu dagana 11.12.2024- 29.01.2025 í Skipulagsgáttinni mál nr. 878/2024, sjá tengil hér: https://skipulagsgatt.is/issues/2024/878 .
Níu umsagnir bárust, þar af fjórar sem gáfu tilefni til minniháttar breytinga.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að samþykkja ofangreinda aðalskipulagsbreytingingu og senda Skipulagsstofnun, sbr. 1. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.“
Sveitarstjórn samþykkir með níu atkvæðum, ofangreinda aðalskipulagsbreytingingu og felur skipulagsfulltrúa að senda Skipulagsstofnun, sbr. 1. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
29.Aðalskipulagsbreyting - Litla-Gröf 2 - E-48
Málsnúmer 2406140Vakta málsnúmer
„Íris Anna Karlsdóttir og Hlynur Torfi Torfason skipulagsráðgjafar hjá VSÓ sátu fundinn í gegnum fjarfundarbúnað.
Farið yfir innsendar umsagnir við kynningu tillögu á breytingu á aðalskipulagi fyrir "Litla-Gröf 2, efnistöku- og efnislosunarsvæði E-48" sem var í kynningu dagana 11.12.2024- 29.01.2025 í Skipulagsgáttinni mál nr. 877/2024, sjá tengil hér: https://skipulagsgatt.is/issues/2024/877 .
Sex umsagnir bárust, sem gefa ekki tilefni til breytinga.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að samþykkja ofangreinda aðalskipulagsbreytingingu og senda Skipulagsstofnun, sbr. 1. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.“
Sveitarstjórn samþykkir með níu atkvæðum, ofangreinda aðalskipulagsbreytingingu og felur skipulagsfulltrúa að senda Skipulagsstofnun, sbr. 1. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
30.Aðalskipulagsbreyting - Athafnarsvæði Stóru-Brekku - AT-2
Málsnúmer 2406117Vakta málsnúmer
„Íris Anna Karlsdóttir og Hlynur Torfi Torfason skipulagsráðgjafar hjá VSÓ sátu fundinn í gegnum fjarfundarbúnað. Farið yfir innsendar umsagnir við kynningu tillögu á breytingu á aðalskipulagi fyrir "Athafnarsvæði Stóru-Brekku, Skagafirði" sem var í kynningu dagana 11.12.2024- 29.01.2025 í Skipulagsgáttinni mál nr. 818/2024, sjá tengil hér: https://skipulagsgatt.is/issues/2024/818 .
Sex umsagnir bárust, sem gefa ekki tilefni til breytinga.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að samþykkja ofangreinda aðalskipulagsbreytingingu og senda Skipulagsstofnun, sbr. 1. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.“
Sveitarstjórn samþykkir með níu atkvæðum, ofangreinda aðalskipulagsbreytingingu og felur skipulagsfulltrúa að senda Skipulagsstofnun, sbr. 1. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
31.Aðalskipulagsbreyting - Efnistöku- og efnislosunarsvæði E-401 á Sauðárkróki við Gönguskarðsá
Málsnúmer 2406118Vakta málsnúmer
„Íris Anna Karlsdóttir og Hlynur Torfi Torfason skipulagsráðgjafar hjá VSÓ sátu fundinn í gegnum fjarfundarbúnað.
Farið yfir innsendar umsagnir við kynningu tillögu á breytingu á aðalskipulagi fyrir "Efnistöku- og efnislosunarsvæði E-401 á Sauðárkróki" sem var í kynningu dagana 11.12.2024- 29.01.2025 í Skipulagsgáttinni mál nr. 817/2024, sjá tengil hér: https://skipulagsgatt.is/issues/2024/817 .
Fimm umsagnir bárust, sem gefa ekki tilefni til breytinga.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að samþykkja ofangreinda aðalskipulagsbreytingingu og senda Skipulagsstofnun, sbr. 1. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.“
Sveitarstjórn samþykkir með níu atkvæðum, ofangreinda aðalskipulagsbreytingingu og felur skipulagsfulltrúa að senda Skipulagsstofnun, sbr. 1. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
32.Aðalskipulagsbreyting - Íbúðarbyggð ÍB-404
Málsnúmer 2406120Vakta málsnúmer
„Íris Anna Karlsdóttir og Hlynur Torfi Torfason skipulagsráðgjafar hjá VSÓ sátu fundinn í gegnum fjarfundarbúnað. Farið yfir innsendar umsagnir við kynningu tillögu á breytingu á aðalskipulagi fyrir "Íbúðarbyggð ÍB-404, Sauðárkróki" sem var í kynningu dagana 11.12.2024- 29.01.2025 í Skipulagsgáttinni mál nr. 815/2024, sjá tengil hér: https://skipulagsgatt.is/issues/2024/815 .
Þrjár umsagnir bárust, þar af tvær sem gáfu tilefni til minniháttar breytinga.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að samþykkja ofangreinda aðalskipulagsbreytingingu og senda Skipulagsstofnun, sbr. 1. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.“
Sveitarstjórn samþykkir með níu atkvæðum, ofangreinda aðalskipulagsbreytingingu og felur skipulagsfulltrúa að senda Skipulagsstofnun, sbr. 1. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
33.Aðalskipulagsbreyting - Verslun og þjónusta - Gýgjarhóll, Gýgjarhóll 1 og Gýgjarhóll 2 - SL8 - VÞ-14 - VÞ-15 - VÞ-16
Málsnúmer 2406122Vakta málsnúmer
„Íris Anna Karlsdóttir og Hlynur Torfi Torfason skipulagsráðgjafar hjá VSÓ sátu fundinn í gegnum fjarfundarbúnað.
Farið yfir innsendar umsagnir við kynningu tillögu á breytingu á aðalskipulagi fyrir "Gýgjarhóll, Gýgjarhóll 1 og Gýgjarhóll 2, Skagafirði" sem var í kynningu dagana 11.12.2024- 29.01.2025 í Skipulagsgáttinni mál nr. 813/2024, sjá tengil hér: https://skipulagsgatt.is/issues/2024/813 .
Sjö umsagnir bárust, þar af þrjár sem gáfu tilefni til minniháttar breytinga.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að samþykkja ofangreinda aðalskipulagsbreytingingu og senda Skipulagsstofnun, sbr. 1. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður skipulagssviðs vék af fundi við afgreiðslu erindisins.“
Sveitarstjórn samþykkir með níu atkvæðum, ofangreinda aðalskipulagsbreytingingu og felur skipulagsfulltrúa að senda Skipulagsstofnun, sbr. 1. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
34.Aðalskipulagsbreyting - Verslun og þjónusta - Haganesi - VÞ-12 - VÞ-13
Málsnúmer 2406123Vakta málsnúmer
„Íris Anna Karlsdóttir og Hlynur Torfi Torfason skipulagsráðgjafar hjá VSÓ sátu fundinn í gegnum fjarfundarbúnað.
Farið yfir innsendar umsagnir við kynningu tillögu á breytingu á aðalskipulagi fyrir "Brautarholt-Mýri og Efra-Haganes I (lóð 3), VÞ-12 og VÞ-13" sem var í kynningu dagana 11.12.2024- 29.01.2025 í Skipulagsgáttinni mál nr. 812/2024, sjá tengil hér: https://skipulagsgatt.is/issues/2024/812 .
Sex umsagnir bárust, sem gefa ekki tilefni til breytinga.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að samþykkja ofangreinda aðalskipulagsbreytingingu og senda Skipulagsstofnun, sbr. 1. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.“
Sveitarstjórn samþykkir með níu atkvæðum, ofangreinda aðalskipulagsbreytingingu og felur skipulagsfulltrúa að senda Skipulagsstofnun, sbr. 1. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
35.Aðalskipulagsbreyting - Hofsstaðir - VÞ-8
Málsnúmer 2406124Vakta málsnúmer
„Íris Anna Karlsdóttir og Hlynur Torfi Torfason skipulagsráðgjafar hjá VSÓ sátu fundinn í gegnum fjarfundarbúnað. Farið yfir innsendar umsagnir við kynningu tillögu á breytingu á aðalskipulagi fyrir "Hofsstaðir VÞ-8" sem var í kynningu dagana 11.12.2024- 29.01.2025 í Skipulagsgáttinni mál nr. 811/2024, sjá tengil hér: https://skipulagsgatt.is/issues/2024/811 .
Sjö umsagnir bárust, þar af ein sem gaf tilefni til minniháttar breytinga.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að samþykkja ofangreinda aðalskipulagsbreytingingu og senda Skipulagsstofnun, sbr. 1. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.“
Sveitarstjórn samþykkir með níu atkvæðum, ofangreinda aðalskipulagsbreytingingu og felur skipulagsfulltrúa að senda Skipulagsstofnun, sbr. 1. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
36.Athafnarsvæði - Sauðárkrókur - AT-403 - Deiliskipulag
Málsnúmer 2403135Vakta málsnúmer
„Ína Björk Ársælsdóttir og Björn Magnús Árnason ráðgjafar frá Stoð ehf. kynntu vinnslutillögu að deiliskipulagi fyrir AT-403 á Sauðárkróki.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að auglýsa vinnslutillögu deiliskipulags fyrir Athafnarsvæði AT-403 á Sauðárkróki í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.“
Sveitarstjórn samþykkir, með níu atkvæðum að auglýsa vinnslutillögu deiliskipulags fyrir Athafnarsvæði AT-403 á Sauðárkróki í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
37.Garður L146375 - Umsókn um stofnun landspildu og byggingarreits
Málsnúmer 2502034Vakta málsnúmer
„Sigfríður Sigurjónsdóttir og Jón Sigurjónsson, f.h. Félagsbúsins Garður ehf. þinglýsts eiganda jarðarinnar Garður landnúmer 146375 óska eftir heimild til að stofna 2,5 ha spildu úr landi jarðarinnar, sem "Hái Garður" og 962 m2 byggingarreit fyrir íbúðarhús skv. merkjalýsingu í verki nr. 771261001, dags. 24. janúar 2025. Merkjalýsing var unnin á Stoð verkfræðistofu ehf. af Ínu Björk Ársælsdóttur.
Skýring á landheiti vísar í upprunajörð. Ekki er annað landheiti með þessu heiti í Skagafirði.
Landnotkunarflokkur verði íbúðarhúsalóð (10) í fasteignaskrá.
Öll hlunnindi tilheyra áfram Garði lnr. 146375.
Landskipti samræmast aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035 og styðja við markmið aðalskipulags um búsetu í dreifbýli.
Landskipti hafa óveruleg áhrif á búrekstrarskilyrði og skerða ekki landbúnaðarsvæði í I. flokki. Engin verndarsvæði skv. gildandi aðalskipulagi eru innan útskiptrar spildu.
Engin fasteign er á umræddri spildu.
Lögbýlarétturinn mun áfram fylgja Garði, landnr. 146375.
Fyrirliggur jákvæð umsögn Minjastofnunar.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að samþykkja umbeðinn landskipti og byggingarreit.“
Sveitarstjórn samþykkir, með níu atkvæðum umbeðin landskipti og byggingarreit.
38.Stóra-Seyla L146071 - Umsókn um stofnun landspildu og byggingarreits
Málsnúmer 2502036Vakta málsnúmer
„Guðmundur Þór Guðmundsson og Steinunn Fjóla Ólafsdóttir þinglýstir eigendur jarðarinnar Stóra-Seyla, landnúmer 146071 óska eftir heimild til að stofna 6,36 ha spildu úr landi jarðarinnar, sem "Seyla" og 6300 m2 byggingarreit fyrir íbúðarhús skv. merkjalýsingu í verki nr. 74130000 útg. 17. janúar 2025. Merkjalýsing var unnin á Stoð verkfræðistofu ehf. af Ínu Björk Ársælsdóttur.
Skýring á landheiti vísar í upprunajörð. Ekki er annað landheiti með þessu heiti í Skagafirði. Öll hlunnindi tilheyra áfram Stóru-Seylu.
Landskipti samræmast aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035 og styðja við markmið aðalskipulags um búsetu í dreifbýli.
Landskipti hafa óveruleg áhrif á búrekstrarskilyrði og skerða ekki landbúnaðarsvæði í I. flokki.
Engin verndarsvæði skv. gildandi aðalskipulagi eru innan útskiptrar spildu.
Engin fasteign er á umræddri spildu.
Lögbýlarétturinn mun áfram fylgja Stóru-Seylu, landnr. 146071.
Vegagerðin hefur samþykkt vegtengingu frá Sauðárkróksbraut (75).
Fyrirliggur jákvæð umsögn Minjastofnunar.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að samþykkja umbeðinn landskipti og byggingarreit.“
Sveitarstjórn samþykkir, með níu atkvæðum umbeðin landskipti og byggingarreit.
39.Umsókn um lóð undir hleðsluinnviði í Varmahlíð
Málsnúmer 2502064Vakta málsnúmer
„Haraldur Sigfús Magnússon fyrir hönd Orku náttúrunnar óskar eftir úthlutun lóðar í Varmahlíð "Varmahlíð hleðslulóð" til uppbyggingar hleðslugarðs fyrir rafbíla, byggt á þeim samtölum sem Orka náttúrunnar hefur átt við sveitafélagið Skagafjörð.
Jafnframt er óskað eftir heimild til að vinna breytingu á gildandi deiliskipulagi fyrir umrædda lóð þar sem breytingarnar myndu felast í eftirfarandi:
- Byggingarreitur á lóð norðan við leikskóla breytist til samræmis við fyrirliggjandi frumhönnun á lóð. Byggingarreiturinn færist aðeins norðar og vestar og innan hans verður heimilt að byggja spennistöð, þjónustuhús og salerni. Byggingarnar verða á einni hæð og felldar inn í brekkuna og skerða því ekki útsýni byggðarinnar fyrir ofan.
- Bætt verður við kvöðum á aðliggjandi lóðum til norðurs og suðurs um aðgengi/gegnumakstur að lóðinni norðan við leikskóla en á gildandi deiliskipulagsuppdrætti eru sýnd samtengd bílastæði og þar með gegnumakstur en þó er ekki getið um kvöð um gegnumakstur í texta. Með breytingunni verður tryggð aðkoma að umræddri lóð. Það er mat umsækjenda að um sé að ræða óverulega breytingu á deiliskipulagi þar sem aðeins er verið að færa byggingarreit lítillega innan lóðar og heimila byggingar á einni hæð innan breytts byggingarreits og auk þess er verið að skerpa á og tryggja aðgengi að lóðinni í gegnum aðliggjandi lóðir.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að úthluta Orku náttúrunnar "Varmahlíð hleðslulóð" lóðin norðan við gamla Póst og síma sem í dag hýsir yngra stig leikskólans í Varmahlíð. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að heimila Orku náttúrunnar að vinna óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi á eigin kostnað sbr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.“
Sveitarstjórn samþykkir, með níu atkvæðum að úthluta Orku náttúrunnar "Varmahlíð hleðslulóð", lóðin norðan við gamla Póst og síma sem í dag hýsir yngra stig leikskólans í Varmahlíð.
Sveitarstjórn samþykkir jafnframt með níu atkvæðum að heimila Orku náttúrunnar að vinna óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi á eigin kostnað sbr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
40.Fundagerðir Samband íslenskra sveitarfélaga 2025
Málsnúmer 2501003Vakta málsnúmer
41.Fundagerðir NNV 2025
Málsnúmer 2501328Vakta málsnúmer
42.Fundagerðir SSNV 2025
Málsnúmer 2501006Vakta málsnúmer
Fundi slitið - kl. 18:20.