Fara í efni

Skóladagatöl leikskóla 2024-2025

Málsnúmer 2404107

Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd - 27. fundur - 08.05.2024

Tillaga að skóladagatölum leikskólanna í Skagafirði fyrir skólaárið 2024-2025 lögð fram. Tillagan hefur fengið staðfestingu foreldraráða leikskólanna. Tröllaborg óskar eftir að nýta tvo starfsdaga til námsferðar í lok apríl 2025 og óskar jafnframt eftir því að bæta við starfsdegi vegna ferðarinnar.

Ársalir óska eftir því að hafa lokað á milli jóla og nýárs líkt og fram kom í máli nr. 2303056 Sumarleyfi í leikskólanum Ársölum og taka starfsmenn þess í stað ekki út vinnustyttingu í sumar. Er þetta gert til þess að leysa mönnunarvanda í sumar. Fræðslunefnd staðfestir skóladagatöl leikskólanna samhljóða fyrir skólaárið 2024-2025.

Fræðslunefnd - 31. fundur - 24.09.2024

Uppfærð skóladagatöl leikskóla með skráningardögum lögð fram. Um er að ræða 20 skráningardaga í hverjum leikskóla og er eftir fremsta megni reynt að samræma skráningardaga við frídaga grunnskóla og klemmudaga, þ.e. þegar virkur dagur lendir á milli tveggja frídaga. Fræðslunefnd staðfestir fyrirliggjandi skóladagatöl samhljóða.