Fara í efni

Víðidalur 2 L192872 - Umsókn um stofnun lóðar

Málsnúmer 2404197

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 49. fundur - 02.05.2024

Pétur Helgi Stefánsson þinglýstur eigandi Víðidals 2 (L192872), óskar eftir heimild til að skipta 365 m2 lóð úr landi jarðarinnar. Vísað er til meðfylgjandi afstöðuuppdráttar sem gerður er á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni, dags. 27. mars 2024. Númer uppdráttar er S-101 í verki nr. 7730-0201.
Áætluð stærð Víðidals 2 er 63,944 ha fyrir landskipti og verður 63,908 ha. eftir landskipti.

Gestahús er innan útskiptrar lóðar og fylgir henni að landskiptum loknum:
Fasteignanúmer: F2258884
Matshluti: 05 0101
Byggingarár: 2018
Birt stærð: 27,1 m²

Lóðin fær heitið Víðidalur 3. Landheiti vísar til upprunajarðar og er næsti lausi tölustafur notaður.
Landskiptin samræmast aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035. Landskiptin hafa óveruleg áhrif á búrekstrarskilyrði og skerða ekki landbúnaðarsvæði í I. og II. flokki. Lítið sem ekkert ræktað land er innan útskiptrar lóðar.
Engin verndarsvæði skv. gildandi aðalskipulagi eru innan útskiptrar lóðar.
Lögbýlaréttur og öll hlunnindi munu áfram fylgja Víðidal 2, L192872.

Merkjalýsing skv. reglugerð um merki fasteigna nr. 160/2024 er fylgiskjal með umsókn þessari. Stofnað hefur verið mál með málsnúmer M000013 hjá Landeignaskráningu HMS, landeignaskraning.hms.is.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða erindið eins og það er fyrirlagt.