Fara í efni

Skipulagsnefnd

49. fundur 02. maí 2024 kl. 10:00 - 12:00 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Sigríður Magnúsdóttir formaður
  • Eyþór Fannar Sveinsson aðalm.
  • Álfhildur Leifsdóttir áheyrnarftr.
  • Þröstur Magnússon varam.
Starfsmenn
  • Sæunn Kolbrún Þórólfsdóttir skipulagsfulltrúi
  • Sigurður H Ingvarsson starfsmaður skipulagsfulltrúa
Fundargerð ritaði: Sæunn Kolbrún Þórólfsdóttir skipulagsfulltrúi
Dagskrá

1.Endurskoðun aðalskipulags Skagafjarðar 2025-2040

Málsnúmer 2404001Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Skagafjarðar hefur samþykkt að hefja endurskoðun á aðalskipulagi Skagafjarðar. Í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er lögð fram skipulags- og matslýsing, þar sem gerð er grein fyrir helstu forsendum og áherslum komandi skipulagsvinnu, valkostum til skoðunar, nálgun umhverfismats og kynningarmálum.
Endurskoðunin er m.a. tilkomin vegna sameiningar Akrahrepps og sveitarfélagsins Skagafjarðar 29. maí 2022 og fjölbreyttra áskorana sem felast í byggðaþróun ásamt nýjum áskorunum vegna loftslagsmála.
Skipulagsvinnan mótar stefnu um hagkvæma nýtingu lands, samgöngur og gæði byggðar. Jafnframt felur skipulagið í sér mótun stefnu í umhverfismálum og hvernig skipulag getur stuðlað að kolefnishlutleysi í samræmi við markmið Íslands þar um og lög nr. 70/2012 um loftslagsmál.
Nýtt endurskoðað aðalskipulag sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035 var staðfest 4. apríl 2022. Nýtt aðalskipulag sameinaðs sveitarfélags Skagafjarðar og Akrahrepps mun byggja á þeirri vinnu sem unnin var í tengslum við þá endurskoðun.
Á kynningartíma skipulagslýsingar er óskað eftir ábendingum, sjónarmiðum og athugasemdum frá íbúum og öðrum hagsmunaaðilum, sem að gagni gætu komið í þeirri skipulagsvinnu sem framundan er. Jafnframt er leitað til lögboðinna umsagnaraðila á þessu stigi og haft samráð við Skipulagsstofnun um umfang og áherslur við mat á umhverfisáhrifum aðalskipulagsins.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að setja skipulagslýsingu fyrir endurskoðun Aðalskipulags Skagafjarðar 2025- 2040 í auglýsingu í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Álfhildur Leifsdóttir fulltrúi Vinstri grænna og óháðra situr hjá við afgreiðslu málsins.

2.Hofsós - Sorpmóttaka og gámasvæði - Aðalskipulagsbreyting

Málsnúmer 2404257Vakta málsnúmer

Þann 09. mars 2023 fjallaði skipulagsnefnd Skagafjarðar um umsókn umhverfis- og samgöngunefndar um heimild til að láta vinna deiliskipulag, skv. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr.123/2010 fyrir sorpmóttöku- og gámasvæði á Hofsósi. Meðfylgjandi erindinu var skipulagslýsing, dags. 08.02.2023. Í skipulagslýsingu kemur fram að fyrirhuguð tillaga að deiliskipulagi kalli á breytingu á aðalskipulagi og var skipulagslýsingin auglýst fyrir hvort tveggja, breytingu á aðalskipulagi og deiliskipulag. Alls bárust 5 umsagnir vegna skipulagslýsingarinnar sem voru hafðar til hliðsjónar við skipulagsvinnuna.

Aðalskipulagsbreytingin felur í sér að skilgreint verður iðnaðarsvæði þar sem í dag er skilgreint athafnasvæði í gildandi aðalskipulagi. Innan athafnasvæðisins hafa verið gámar fyrir sorpmóttöku undanfarna áratugi og nú stendur til að byggja undir þá viðunandi og nútímanlegri aðstöðu en þeir standa á malarbornu plani í dag. Er það gert til að mæta þörfum og kröfum um aðgengi, snyrtilegra umhverfi og öryggisþáttum. Stærð athafnasvæðis AT601 breytist þar af leiðandi um því sem nemur stærð fyrirhugaðs iðnaðarsvæðis. Í vinnslu er tillaga að deiliskipulagi fyrir sorpmóttökustöð á Hofsósi, sem áformað er að auglýsa samhliða þessari aðalskipulagsbreytingu. Breyting þessi er í samræmi við fyrirhugaða deiliskipulagstillögu.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að setja tillögu að breytingu á aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020- 2035 þar sem hluti athafnarsvæðis AT601 verður iðnaðarsvæði I601 í auglýsingu í samræmi við 1. mrg. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

3.Hofsós - Sorpmóttaka og gámasvæði - Deiliskipulag.

Málsnúmer 2302209Vakta málsnúmer

Lögð fram deiliskipulagstillaga, Sorpmóttaka og gámalóð, Hofsósi dags. 29.04.2024, uppdráttur nr. DS01, útgáfa 1.0 sem unnin var á Stoð ehf. verkfræðistofu.

Skipulagssvæðið er 11.414 m² að stærð á mótum Norðurbrautar að sunnan og Bæjarbrautar að austan. Að vestan afmarkast svæðið af vesturlóðamörkum áhaldahúss sveitarfélagsins.
Skipulagsuppdráttur nr. DS-01 sýnir lóðir, aðkomu að lóðum og byggingarreiti á skipulagssvæðinu, ásamt helstu byggingarskilmálum.
Á deiliskipulagsuppdrættinum eru sýndar þrjár lóðir á svæðinu, lóð gámageymslusvæðisins, lóð áhaldahússins og lóð sorpmóttökunnar. Starfsemi og umferðarsvæði sem fyrir eru á iðnaðarsvæðinu fá með deiliskipulagstillögunni skilgreindar lóðir, götur og innkeyrslur á lóðir.
Í vinnslu er aðalskipulagsbreyting fyrir svæðið, sem áformað er að auglýsa samhliða þessari deiliskipulagstillögu.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að auglýsa deiliskipulagstillöguna Sorpmóttaka og gámalóð, Hofsósi í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

4.Staðarbjargarvík - Hofsós - Deiliskipulag

Málsnúmer 2402024Vakta málsnúmer

Lögð fram deiliskipulagstillaga, Staðarbjargarvík, Hofsósi dags. 24.04.2024, uppdráttur nr. DS01, verknr. 75815003, útgáfa 1.0 sem unnin var á Stoð ehf. verkfræðistofu.
Svæðið afmarkast af Suðurbraut og Suðurbraut 18 að norðan, beinni línu á milli Suðurbrautar og sjávar að austan, strandlínu að sunnanverðu og línu frá sjó að Suðurbraut 18 að vestan. Afmörkun svæðisins er unnin með hliðsjón af gögnum á hugmyndastigi varðandi fyrirhugaðar framkvæmdir. Svæðið er um 13.164 m² að stærð og er að mestu leyti grasi gróin brekka sem nær frá Suðurbraut og Suðurbraut 18 til sjávar. Nyrst og efst er svæðið í um 25 m hæð yfir sjó en lækkar til suðvesturs niður í sjávarmál. Sunnarlega, fyrir miðju svæði, eru stuðlabergsmyndanir sem eru að hluta til sýnilegar. Frá bílastæðunum á Suðurbraut 18 er gönguleið niður brekkuna að stuðlaberginu sem þar er. Eitt af viðfangsefnum skipulagsins er að skapa grundvöll til að bæta gönguleiðina og gera hana öruggari.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að auglýsa deiliskipulagstillöguna Staðarbjargarvík, Hofsósi í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

5.Hofsstaðir - Sveitasetrið Hofsstaðir - Deiliskipulag

Málsnúmer 2402256Vakta málsnúmer

Þórólfur Sigjónsson, Guðrún Margrét Sigurðardóttir og Bessi Freyr Vésteinsson fyrir hönd Hofstaða ehf. þinglýsts eigenda jarðarinnar Hofsstaðir landnúmer 146408, óska heimildar til að láta vinna deiliskipulag fyrir jörðina á eigin kostnað, skv. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sótt er um að falla frá lýsingu deiliskipulags þar sem meginforsendur koma fram í gildandi aðalskipulagi. Skipulagssvæðið er á landbúnaðarlandi og auðkennt með (VÞ-8) í gildandi Aðalskipulagi Sveitarfélags Skagafjarðar 2020-2035.
Í auglýstri skipulagslýsingu fyrir aðalskipulagsbreytingar á gildandi aðalskipulagi í febrúar 2024 er sett fram breyting þar sem gert er ráð fyrir verslun og þjónustu við Hofstaðasel (VÞ-8) og þar heimilt að byggja allt að 2000 m2 en núverandi byggingar eru um 991 m2. Lögð er til breyting á afmörkun landnotkunar og verður stærð svæðis 5,0 ha.
Tillaga deiliskipulags fyrir Hofsstaði Sveitasetur-Hótel dags. 05.02.2010, breytt 30.04.2024 sem unnin er á VSÓ ráðgjöf er í samræmi við þá stefnu og byggir á þeim forsendum sem sett er fram í Aðalskipulagi Skagafjarðar.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitastjórn að heimila umsækjendum að vinna deiliskipulagstillögu á eigin kostnað skv. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að fallið verði frá gerð skipulagslýsingar. Jafnframt samþykkir skipulagsnefnd samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að auglýsa framkomna deiliskipulagstillögu Hofstaðir Sveitasetur - Hótel í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

6.Skarðseyri - Stofnlögn vatnsveitu - Beiðni um framkvæmdarleyfi

Málsnúmer 2404195Vakta málsnúmer

Atli Gunnar Arnórsson fyrir hönd Skagafjarðarveitna, hitaveitu, óska eftir heimild til að leggja nýjan vatnsveitustofn á Sauðárkróki, frá núverandi tengistað til móts við Eyrarveg 18 og til norðurs að Skarðseyri, þar sem nýr brunahani verður settur upp og lögnin tengd við núverandi dreifikerfi í götunni. Vísað er til meðfylgjandi afstöðuuppdráttar sem gerður er á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni, nr. S-101 í verki nr. 3101-0201, dags. 21. feb. 2024.

Tilgangur framkvæmdarinnar er tvíþættur. Annars vegar að tryggja nægt slökkvivatn við götuna Skarðseyri, þar sem umfangsmikil iðnaðarstarfsemi er staðsett. Hins vegar að bregðast við aukinni vatnsþörf á svæðinu.

Í gildandi Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035, kafla 9.8, er fjallað um að veitukerfi í sveitarfélaginu skuli anna þörf íbúa og atvinnulífs, og er framkvæmd þessi liður í því að uppfylla þarfir atvinnulífs við Skarðseyri á Sauðákróki. Engin verndarsvæði skv. aðalskipulagi eru á lagnaleiðinni. Lögnin liggur að mestu utan útskiptra lóða, fyrir utan nyrsta hluta lagnarinnar sem liggur innan Skarðseyrar 2, en þar liggur hún meðfram öðrum stofnlögnum, svo sem rafveitu og fráveitu.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að veita umbeðið framkvæmdaleyfi.

7.Víðidalur 2 L192872 - Umsókn um stofnun lóðar

Málsnúmer 2404197Vakta málsnúmer

Pétur Helgi Stefánsson þinglýstur eigandi Víðidals 2 (L192872), óskar eftir heimild til að skipta 365 m2 lóð úr landi jarðarinnar. Vísað er til meðfylgjandi afstöðuuppdráttar sem gerður er á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni, dags. 27. mars 2024. Númer uppdráttar er S-101 í verki nr. 7730-0201.
Áætluð stærð Víðidals 2 er 63,944 ha fyrir landskipti og verður 63,908 ha. eftir landskipti.

Gestahús er innan útskiptrar lóðar og fylgir henni að landskiptum loknum:
Fasteignanúmer: F2258884
Matshluti: 05 0101
Byggingarár: 2018
Birt stærð: 27,1 m²

Lóðin fær heitið Víðidalur 3. Landheiti vísar til upprunajarðar og er næsti lausi tölustafur notaður.
Landskiptin samræmast aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035. Landskiptin hafa óveruleg áhrif á búrekstrarskilyrði og skerða ekki landbúnaðarsvæði í I. og II. flokki. Lítið sem ekkert ræktað land er innan útskiptrar lóðar.
Engin verndarsvæði skv. gildandi aðalskipulagi eru innan útskiptrar lóðar.
Lögbýlaréttur og öll hlunnindi munu áfram fylgja Víðidal 2, L192872.

Merkjalýsing skv. reglugerð um merki fasteigna nr. 160/2024 er fylgiskjal með umsókn þessari. Stofnað hefur verið mál með málsnúmer M000013 hjá Landeignaskráningu HMS, landeignaskraning.hms.is.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða erindið eins og það er fyrirlagt.

8.Neðri-Ás 2 land 3 (L223410) - Umsókn um landskipti

Málsnúmer 2404245Vakta málsnúmer

Svanbjörn Jón Garðarsson þinglýstur eigandi Neðri Ás L223410 óskar eftir heimild til að stofna 1.320 m2 spildu úr landi jarðarinnar Neðri Ás 2 land 3 (L223410) sem Ásvegur 19, skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti. Óskað er eftir því að útskipt spilda verði skráð sem sumarbússtaðarland (60). Landheiti vísar til deiliskipulagstillögu sem er í vinnslu fyrir svæðið.
Engin mannvirki eru innan útskiptrar spildu.
Engin hlunnindi fylgja landskiptunum.
Ekkert ræktað land er innan útskiptrar spildu.
Landskiptin samræmast aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035. Landskiptin skerða ekki landbúnaðarsvæði í I. og II. flokki.

Merkjalýsing ásamt fylgiskjölum skv. reglugerð um merki fasteigna nr. 160/2024 unnin hjá Kollgátu ehf arkitektastofu af Valþór Guðnýjar Brynjarssyni er fylgiskjal með umsókn. Stofnað hefur verið mál með málsnúmer M000092 hjá Landeignaskráningu HMS, landeignaskraning.hms.is.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða erindið eins og það er fyrirlagt.

9.Reynistaður L145992 - Umsókn um stofnun byggingarreits

Málsnúmer 2404256Vakta málsnúmer

Helgi Jóhann Sigurðsson þinglýstur eigandi jarðarinnar Reynistaður, landnr. 145992, óskar eftir heimild til að stofna 980,5 m² byggingarreit á landi jarðarinnar, skv. meðfylgjandi, hnitsettum afstöðuuppdrætti nr. S01 í verki 77980000 útg. 25. apríl 2024. Afstöðuppdráttur var unnin á Stoð ehf. verkfræðistofu af Birni Magnúsi Árnasyni.
Um er að ræða byggingarreit fyrir viðbyggingu núverandi fjósbyggingar sem byggð var árið 1980. Áformað er að viðbygging verði 0,5 m breiðari en núverandi fjósbygging og nái 0,25 m lengra til norðurs og 0,25 m lengra til suðurs. Þá verður hún 0,5 m hærri en núverandi bygging til að ná fram betri loftun og koma fyrir um 9 m breiðu og 2,7 m löngu útskoti fyrir mótorhús á norðausturhorni viðbyggingar, þannig að þakhalli haldist óbreyttur. Hámarksbyggingarmagn verður 900 m² og hámarksbyggingarhæð verður 5,6 m frá gólfi í mæni. Meðfylgjandi afstöðuuppdráttur gerir grein fyrir staðsetningu og áætluðu útliti fyrirhugaðrar viðbyggingar.
Byggingarreitur, sem sótt er um, er á skilgreindu landbúnaðarsvæði nr. L-1 í aðalskipulag sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035 og er í samræmi við ákvæði aðalskipulags um uppbyggingu á landbúnaðarsvæðum. Reiturinn gengur ekki á ræktað land. Byggingaráform eru í samræmi við almenn ákvæði um landnotkun á landbúnaðarsvæðum sem talin eru upp í kafla 12.4 í greinargerð aðalskipulags þar sem um er að ræða byggingu í tengslum við aðra byggingu, þ.e.a.s. viðbyggingu, núverandi innviðir nýtast áfram, ekki er verið að fjölga byggingum og um er að ræða byggingu fyrir landbúnaðarstarfsemi sem er ekki líkleg til að hafa veruleg áhrif á mengun eða aðgengi. Jafnframt segir í sama kafla:
Sveitarstjórn getur ákveðið að veita megi leyfi til byggingar á stökum byggingum sem tengjast starfsemi bújarðar án deiliskipulags, ef umfang og/eða aðstæður gefi tilefni til. Á það við þegar byggingaráform varða ekki hagsmuni annarra en umsækjandans, samrýmast landnotkun og yfirbragði svæðisins og hafa ekki neikvæð umhverfisáhrif.

Hér er sótt um viðbyggingu fjósbyggingar sem er grundvöllur starfsemi bújarðarinnar. Byggingaráform stuðla að aukinni velferð dýra á búinu með auknu rými og samrýmast núverandi landnotkun. Lögð verður áhersla á að áformuð viðbygging samrýmist einnig yfirbragði og ásýnd svæðisins og hafi ekki neikvæð umhverfisáhrif. Áformin skerða ekki aðgengi að Reynistaðakirkju né hafa þau veruleg ásýndaráhrif af Sauðárkróksbraut (75). Byggingaráform kunna að varða hagsmuni eigenda nærliggjandi landeigna og er erindið því einnig áritað af eigendum Klausturbrekku, L192387, Reynistaðar 2, L226342, ásamt formanni, varaformanni, ritara og gjaldkera sóknarnefndar Reynistaðakirkju til staðfestingar um að þeim hafi verið kynnt byggingaráformin og geri ekki athugasemdir við fyrirhugaða uppbyggingu.
Meðfylgjandi er umsögn minjavarðar, dags. 26. apríl 2024.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða umbeðinn byggingarreit.

10.Sólheimagerði land 1, L203138 - Umsókn um nafnleyfi

Málsnúmer 2404193Vakta málsnúmer

Magni Þór Geirsson og Fjóla Kristín Halldórsdóttir óska eftir að fasteign þeirra sem í skráð er í opinberum skrám sem Sólheimagerði land 1, landnúmer 203138 fái heitið Heiðarbær.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða umbeðið nafnleyfi.

11.Ártún L146488 - Umsagnarbeiðni frá byggingarfulltrúa

Málsnúmer 2404194Vakta málsnúmer

Fyrir liggur umsagnarbeiðni byggingarfulltrúa dags. 19. apríl síðastliðinn með vísan til 10. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010 um leyfi til að breyta skráningu einbýlishúss, Ártúns L146488, fasteignanr. 2142960 í frístundahús.
Þar sem fyrirhuguð breytin fellur undir lög um mannvirki nr. 160/2010 er hér með leitað umsagnar skipulagsfulltrúa með vísan til 10. gr. framangreindra laga.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að gera ekki athugasemd við breytta skráningu húsins.

12.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 37

Málsnúmer 2404058FVakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð byggingarfulltrúa frá fundi nr. 37 þann 26.04.2024.

Fundi slitið - kl. 12:00.