Fara í efni

Umsagnarbeiðni; Þingsályktunartillaga um stefnu stjórnvalda um uppbyggingu vindorku á Íslandi

Málsnúmer 2404202

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Skagafjarðar - 95. fundur - 30.04.2024

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um stefnu stjórnvalda um uppbyggingu vindorku á Íslandi, 899. mál. Frestur til að senda inn umsögn er til og með 3. maí nk.
Álfhildur Leifsdóttir, VG og óháðum, óskar bókað:
Mikilvægt er að rannsaka nýtingu vindorku nánar á Íslandi og kynna fyrir almenningi áður en teknar eru óafturkræfar ákvarðanir. Gera skal ríka kröfu til þess að sýna fram á hvort þessi gerð virkjana samræmist og falli að íslenskum aðstæðum, náttúru, víðernum, samfélagi og efnahag. Ef ráðist er í byggingu vindorkuvera þarf að meta þau innan rammaáætlunar og eins verða framkvæmdir þessar að lúta lögum og reglum um mat á umhverfisáhrifum og lögum um auðlindagjald. Vindorkuver eiga aðeins heima á þegar röskuðum svæðum á landi með tengingu við vatnsaflsvirkjanir og fyrirtæki í almannaeigu hafi forgang í þessum málum. Ætti sérstaklega að horfa til höfuðborgarsvæðisins þar sem mestur markaður fyrir orkuna er, en ekki opna fyrir slíkt á heiðum og víðernum landsins.
Ríkja þarf sátt um nýtingu vindorku og kalla þarf eftir afstöðu almennings og félagasamtaka m.t.t. náttúru- og umhverfisverndarsjónarmiða og eignarhalds vindorkuvera hérlendis.