Byggðarráð Skagafjarðar
Dagskrá
1.Trúnaðarmál
Málsnúmer 2404241Vakta málsnúmer
Hafdís Ósk Pétursdóttir frá Intellecta, tók þátt í þessum dagskrárlið í gegnum Teams, til að fara yfir stöðu mála varðandi umsóknir um stöðu sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs.
2.Viðauki 2 við fjárhagsáætlun 2024
Málsnúmer 2404235Vakta málsnúmer
Lagður fram viðauki 2 við fjárhagsáætlun 2024-2027. Viðaukinn inniheldur aukin framlög til rekstrar svo sem hér segir:
Afskrift á hlutafé í UB Koltrefjum ehf 1,2 m.kr.
Aukinn hönnunarkostnaður vegna framkvæmda við aðgengismál í Staðarbjargarvík 5,0 m.kr.
Breytingar á efnahag eru eftirfarandi:
Hlutafé í félaginu UB koltrefjar ehf. er hækkað um 1,2 m.kr. Félaginu verður slitið og hlutafjáreign sveitarfélagsins afskrifuð að fullu úr efnahagsreikningi þess, samtals 9,2 m.kr. Í árslok 2023 var búið að gera niðurfærslu á því um 8,0 m.kr.
Lagt er til að viðaukanum verði mætt með lækkun handbærs fjár hjá sveitarfélaginu upp á 6,2 m.kr. Ekki er gert ráð fyrir lántöku hjá sveitarfélaginu Skagafirði í viðaukanum.
Byggðarráð samþykkir með 2 atkvæðum framlagðan viðauka nr. 2 við fjárhagsáætlun 2024-2027 og vísar honum til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Álfhildur Leifsdóttir, VG og óháðum, óskar bókað:
Enn greiðir sveitarfélagið upp skuldir tengdum áhættufjárfestingum sem falla alls ekki undir þau lögbundnu verkefni sem sveitarfélaginu er skylt að sinna. Og þar sem meirihluti Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks kaus að greiða skuldina í stað þess að setja félagið í þrot, þarf sveitarfélagið að taka til þess viðauka með tilheyrandi kostnaði. Ekki er langt liðið frá tugmilljóna uppgreiðslu sveitarfélagsins vegna skulda í plastbátafyrirtækinu Mótun, á kostnað skattgreiðenda Skagafjarðar, í stað þess að það færi í þrotaskipti á sínum tíma. Minnum við í VG og óháðum á að sveitarfélagið ætti að setja bæði krafta sína og fjármagn í lögbundin verkefni en ekki gæluverkefni og áhættufjárfestingar fyrir skattfé íbúanna.
Fulltrúar meirihluta, Einar Einarsson og Gísli Sigurðsson, óska bókað:
Eins og komið hefur fram áður þá var þetta verkefni sem sveitarfélagið fór í af heilum hug með það að augnamiði að efla atvinnulíf í Skagafirði, þar með taldir fulltrúar VG. Því til stuðnings má t.d. nefna að meirihlutamaður VG í Byggðarráði studdi hlutafjáraukningu í félaginu og það starf sem félagið stóð fyrir í tengslum við stofnun og reksturs á koltrefjaframleiðslu í Skagafirði. Því miður heppnaðist verkefnið ekki, en það er ekki valkostur fyrir sveitarfélagið að slíta félaginu með gjaldþroti og láta aðra sitja uppi með skuldirnar.
Afskrift á hlutafé í UB Koltrefjum ehf 1,2 m.kr.
Aukinn hönnunarkostnaður vegna framkvæmda við aðgengismál í Staðarbjargarvík 5,0 m.kr.
Breytingar á efnahag eru eftirfarandi:
Hlutafé í félaginu UB koltrefjar ehf. er hækkað um 1,2 m.kr. Félaginu verður slitið og hlutafjáreign sveitarfélagsins afskrifuð að fullu úr efnahagsreikningi þess, samtals 9,2 m.kr. Í árslok 2023 var búið að gera niðurfærslu á því um 8,0 m.kr.
Lagt er til að viðaukanum verði mætt með lækkun handbærs fjár hjá sveitarfélaginu upp á 6,2 m.kr. Ekki er gert ráð fyrir lántöku hjá sveitarfélaginu Skagafirði í viðaukanum.
Byggðarráð samþykkir með 2 atkvæðum framlagðan viðauka nr. 2 við fjárhagsáætlun 2024-2027 og vísar honum til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Álfhildur Leifsdóttir, VG og óháðum, óskar bókað:
Enn greiðir sveitarfélagið upp skuldir tengdum áhættufjárfestingum sem falla alls ekki undir þau lögbundnu verkefni sem sveitarfélaginu er skylt að sinna. Og þar sem meirihluti Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks kaus að greiða skuldina í stað þess að setja félagið í þrot, þarf sveitarfélagið að taka til þess viðauka með tilheyrandi kostnaði. Ekki er langt liðið frá tugmilljóna uppgreiðslu sveitarfélagsins vegna skulda í plastbátafyrirtækinu Mótun, á kostnað skattgreiðenda Skagafjarðar, í stað þess að það færi í þrotaskipti á sínum tíma. Minnum við í VG og óháðum á að sveitarfélagið ætti að setja bæði krafta sína og fjármagn í lögbundin verkefni en ekki gæluverkefni og áhættufjárfestingar fyrir skattfé íbúanna.
Fulltrúar meirihluta, Einar Einarsson og Gísli Sigurðsson, óska bókað:
Eins og komið hefur fram áður þá var þetta verkefni sem sveitarfélagið fór í af heilum hug með það að augnamiði að efla atvinnulíf í Skagafirði, þar með taldir fulltrúar VG. Því til stuðnings má t.d. nefna að meirihlutamaður VG í Byggðarráði studdi hlutafjáraukningu í félaginu og það starf sem félagið stóð fyrir í tengslum við stofnun og reksturs á koltrefjaframleiðslu í Skagafirði. Því miður heppnaðist verkefnið ekki, en það er ekki valkostur fyrir sveitarfélagið að slíta félaginu með gjaldþroti og láta aðra sitja uppi með skuldirnar.
3.Yfirferð yfir tillögur úr skýrslu HLH ráðgjafar
Málsnúmer 2403229Vakta málsnúmer
Undir þessum dagskrárlið mættu kjörnir nefndarmenn og áheyrnarfulltrúi fræðslunefndar, þau Kristófer Már Maronsson, Hrund Pétursdóttir og Steinunn Rósa Guðmundsdóttir, auk sviðsstjóra fjölskyldusviðs Bryndísar Lilju Hallsdóttur.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að vinna áfram að innleiðingu tillagna úr skýrslunni og fjalla um framgang þeirra með reglubundnum hætti. Byggðarráð samþykkir jafnframt samhljóða að fá fulltrúa frá atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd og félagsmála- og tómstundanefnd og sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs og fjölskyldusviðs inn á næsta fund ráðsins til að fjalla um tillögur sem að nefndinni snúa.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að vinna áfram að innleiðingu tillagna úr skýrslunni og fjalla um framgang þeirra með reglubundnum hætti. Byggðarráð samþykkir jafnframt samhljóða að fá fulltrúa frá atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd og félagsmála- og tómstundanefnd og sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs og fjölskyldusviðs inn á næsta fund ráðsins til að fjalla um tillögur sem að nefndinni snúa.
4.Reglur um skólaakstur í dreifbýli
Málsnúmer 2404126Vakta málsnúmer
Vísað til byggðarráðs frá 26. fundi fræðslunefndar, þannig bókað:
Samkvæmt lögum nr. 28/2017 um farþegaflutninga og farmflutninga á landi ber öllum þeim sem sinna farþegaflutningum að hafa almennt rekstrarleyfi og á það líka við um þegar samið er við forráðamenn um akstur gegn greiðslu. Flytjandi þarf auk þess að uppfylla önnur skilyrði laganna og þær gæða- og tæknikröfur sem Samgöngustofa setur. Breytingar á reglum Skagafjarðar um skólaakstur í dreifbýli fela í sér að fella brott eftirfarandi texta:
Við vissar aðstæður er heimilt að semja við forráðamenn nemenda um þátttöku þeirra í skólaakstri gegn greiðslu. Þetta á fyrst og fremst við þegar heimili nemanda er langt frá leið skólabíls og foreldrar geta keyrt barnið í veg fyrir skólabílinn.
Fræðslunefnd samþykkir breytingarnar samhljóða.
Byggðarráð samþykkir breytingarnar samhljóða og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Samkvæmt lögum nr. 28/2017 um farþegaflutninga og farmflutninga á landi ber öllum þeim sem sinna farþegaflutningum að hafa almennt rekstrarleyfi og á það líka við um þegar samið er við forráðamenn um akstur gegn greiðslu. Flytjandi þarf auk þess að uppfylla önnur skilyrði laganna og þær gæða- og tæknikröfur sem Samgöngustofa setur. Breytingar á reglum Skagafjarðar um skólaakstur í dreifbýli fela í sér að fella brott eftirfarandi texta:
Við vissar aðstæður er heimilt að semja við forráðamenn nemenda um þátttöku þeirra í skólaakstri gegn greiðslu. Þetta á fyrst og fremst við þegar heimili nemanda er langt frá leið skólabíls og foreldrar geta keyrt barnið í veg fyrir skólabílinn.
Fræðslunefnd samþykkir breytingarnar samhljóða.
Byggðarráð samþykkir breytingarnar samhljóða og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.
5.Dælustöðvar
Málsnúmer 2404067Vakta málsnúmer
Vísað til byggðarráðs frá 1. fundi landbúnaðar- og innviðanefndar, þannig bókað:
Vegna aukinnar notkunar á heitu vatni í utanverði Blönduhlíð og Hegranesi er orðin þörf á nýrri dælustöð við Ketu í Hegranesi.
Skagafjarðarveitur leggja til að framkvæmdir fari fram á þessu ári en framkvæmdin er ekki á fjárhagsáætlun.
Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir fyrir sitt leyti fyrirhugaða framkvæmd með þremur atkvæðum og vísar málinu til afgreiðslu byggðarráðs.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra og sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs að undirbúa gerð viðauka vegna framkvæmdarinnar.
Vegna aukinnar notkunar á heitu vatni í utanverði Blönduhlíð og Hegranesi er orðin þörf á nýrri dælustöð við Ketu í Hegranesi.
Skagafjarðarveitur leggja til að framkvæmdir fari fram á þessu ári en framkvæmdin er ekki á fjárhagsáætlun.
Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir fyrir sitt leyti fyrirhugaða framkvæmd með þremur atkvæðum og vísar málinu til afgreiðslu byggðarráðs.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra og sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs að undirbúa gerð viðauka vegna framkvæmdarinnar.
6.Fjárhólf vestan Sauðárkróks
Málsnúmer 2311255Vakta málsnúmer
Vísað til byggðarráðs frá 1. fundi landbúnaðar- og innviðanefndar, þannig bókað:
Fjáreigendafélag Sauðárkróks sendi erindi dagsett 22. nóvember 2023 um að fá fjárhólf til afnota og leigu. Landið er uppi á hálsinum ofan Sauðárkróksréttar og golfvallar.
Landbúnaðar- og innviðanefnd vísar drögum að samningi til afgreiðslu byggðarráðs.
Kári Gunnarsson umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi sat undir þessum lið.
Byggðarráð samþykkir samhljóða fyrirliggjandi samningsdrög með áorðnum breytingum og felur sveitarstjóra að senda þau til Fjáreigendafélagsins.
Fjáreigendafélag Sauðárkróks sendi erindi dagsett 22. nóvember 2023 um að fá fjárhólf til afnota og leigu. Landið er uppi á hálsinum ofan Sauðárkróksréttar og golfvallar.
Landbúnaðar- og innviðanefnd vísar drögum að samningi til afgreiðslu byggðarráðs.
Kári Gunnarsson umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi sat undir þessum lið.
Byggðarráð samþykkir samhljóða fyrirliggjandi samningsdrög með áorðnum breytingum og felur sveitarstjóra að senda þau til Fjáreigendafélagsins.
7.Gjaldskrá 2025 - Byggðasafn Skagfirðinga
Málsnúmer 2404102Vakta málsnúmer
Vísað til byggðarráðs frá 22. fundi atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar, þannig bókað:
Tekið fyrir erindi frá Berglindi Þorsteinsdóttur, safnstjóra Byggðasafns Skagfirðinga, dagsett 11.04. 2024 um gjaldskrá byggðasafnsins fyrir árið 2025.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir samhljóða með þremur atkvæðum fyrirlagða gjaldskrá fyrir árið 2025. Erindinu vísað til byggðarráðs.
Byggðarráð samþykkir samhljóða gjaldskrárbreytingar og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Tekið fyrir erindi frá Berglindi Þorsteinsdóttur, safnstjóra Byggðasafns Skagfirðinga, dagsett 11.04. 2024 um gjaldskrá byggðasafnsins fyrir árið 2025.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir samhljóða með þremur atkvæðum fyrirlagða gjaldskrá fyrir árið 2025. Erindinu vísað til byggðarráðs.
Byggðarráð samþykkir samhljóða gjaldskrárbreytingar og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar.
8.Umsagnarbeiðni; Þingsályktunartillaga um stefnu stjórnvalda um uppbyggingu vindorku á Íslandi
Málsnúmer 2404202Vakta málsnúmer
Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um stefnu stjórnvalda um uppbyggingu vindorku á Íslandi, 899. mál. Frestur til að senda inn umsögn er til og með 3. maí nk.
Álfhildur Leifsdóttir, VG og óháðum, óskar bókað:
Mikilvægt er að rannsaka nýtingu vindorku nánar á Íslandi og kynna fyrir almenningi áður en teknar eru óafturkræfar ákvarðanir. Gera skal ríka kröfu til þess að sýna fram á hvort þessi gerð virkjana samræmist og falli að íslenskum aðstæðum, náttúru, víðernum, samfélagi og efnahag. Ef ráðist er í byggingu vindorkuvera þarf að meta þau innan rammaáætlunar og eins verða framkvæmdir þessar að lúta lögum og reglum um mat á umhverfisáhrifum og lögum um auðlindagjald. Vindorkuver eiga aðeins heima á þegar röskuðum svæðum á landi með tengingu við vatnsaflsvirkjanir og fyrirtæki í almannaeigu hafi forgang í þessum málum. Ætti sérstaklega að horfa til höfuðborgarsvæðisins þar sem mestur markaður fyrir orkuna er, en ekki opna fyrir slíkt á heiðum og víðernum landsins.
Ríkja þarf sátt um nýtingu vindorku og kalla þarf eftir afstöðu almennings og félagasamtaka m.t.t. náttúru- og umhverfisverndarsjónarmiða og eignarhalds vindorkuvera hérlendis.
Álfhildur Leifsdóttir, VG og óháðum, óskar bókað:
Mikilvægt er að rannsaka nýtingu vindorku nánar á Íslandi og kynna fyrir almenningi áður en teknar eru óafturkræfar ákvarðanir. Gera skal ríka kröfu til þess að sýna fram á hvort þessi gerð virkjana samræmist og falli að íslenskum aðstæðum, náttúru, víðernum, samfélagi og efnahag. Ef ráðist er í byggingu vindorkuvera þarf að meta þau innan rammaáætlunar og eins verða framkvæmdir þessar að lúta lögum og reglum um mat á umhverfisáhrifum og lögum um auðlindagjald. Vindorkuver eiga aðeins heima á þegar röskuðum svæðum á landi með tengingu við vatnsaflsvirkjanir og fyrirtæki í almannaeigu hafi forgang í þessum málum. Ætti sérstaklega að horfa til höfuðborgarsvæðisins þar sem mestur markaður fyrir orkuna er, en ekki opna fyrir slíkt á heiðum og víðernum landsins.
Ríkja þarf sátt um nýtingu vindorku og kalla þarf eftir afstöðu almennings og félagasamtaka m.t.t. náttúru- og umhverfisverndarsjónarmiða og eignarhalds vindorkuvera hérlendis.
Fundi slitið.