Fara í efni

Hofsós, hundagerði - Nafnlausar ábendingar af heimasíðu sveitarfélagsins

Málsnúmer 2405040

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 51. fundur - 30.05.2024

Tvær nafnlausar ábendingar bárust í gegnum heimasíðu Skagafjarðar þann 6. maí síðastliðinn varðandi vöntun á hundagerði á Hofsósi og kostur væri að hafa ruslatunnur, umgengisreglur, borð og bekki líkt og er við hundasvæðið í Borgargerði á Sauðárkróki.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að vísa málinu áfram til landbúnaðar- og innviðanefndar til kynningar.

Landbúnaðar- og innviðanefnd - 5. fundur - 13.06.2024

Máli vísað frá 51. Fundi skipulagsnefndar þannig bókað:
„Tvær nafnlausar ábendingar bárust í gegnum heimasíðu Skagafjarðar þann 6. maí síðastliðinn varðandi vöntun á hundagerði á Hofsósi og kostur væri að hafa ruslatunnur, umgengisreglur, borð og bekki líkt og er við hundasvæðið í Borgargerði á Sauðárkróki.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að vísa málinu áfram til landbúnaðar- og innviðanefndar til kynningar.“
Landbúnaðar- og innviðanefnd þakkar fyrir ábendingarnar, en sér ekki tilefni til að verða við erindinu svo komnu máli. Samþykkt samhljóða.