Fara í efni

Landbúnaðar- og innviðanefnd

5. fundur 13. júní 2024 kl. 09:00 - 11:30 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Einar Eðvald Einarsson formaður
  • Sólborg Sigurrós Borgarsdóttir varaform.
  • Hildur Þóra Magnúsdóttir ritari
  • Sveinn Þ. Finster Úlfarsson áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Friðrik Margeir Friðriksson fjármálastjóri
  • Kári Gunnarsson umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi
  • Helga Björk Gunnlaugsdóttir garðyrkjustjóri
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson Fjármálastjóri
Dagskrá
Hildur Þóra Magnúsdóttir tók þátt í fundinum í gegnum fjarfundabúnað.

1.Skógarreitur ofan Hofsóss

Málsnúmer 2311014Vakta málsnúmer

Erindið tekið fyrir á 4. fundi Landbúnaðar- og innviðanefndar og samþykkt að boða umsækjendur á fund. Lögð fram afstöðumynd af svæðinu á uppfærðu korti (2024) af ræktarlöndum við Hofsós.
Umsækjendur Fjólmundur Karl Traustason og Linda Rut Magnúsdóttur mættu til fundar með nefndinni og var farið yfir næstu skref.
Landbúnar-og innviðanefnd þakkar þeim fyrir að hafa haft samband og sýna áhuga á því að viðhalda og bæta umhverfið. Helga Gunnlaugsdóttir garðyrkjustjóri tók þátt í fundinum í gegnum fjarfundabúnað.
Landbúnaðar og innviðanefnd samþykkir samhljóða að leggja til að farið verði í þetta verkefni og að garðyrkjustjóri verði eftirlitsaðili og ráðgjafi við endurbætur og viðhald skógarreitsins. Nefndin beinir því til byggðarráðs að gerður verði samningur við umsækjendur um málið og jafnframt að landið umhverfis verði auglýst til leigu, þ.e.a.s. hólf 24, 25 og 27.

2.Beitarhólf á Sauðárkróki, þrifabeit

Málsnúmer 2103265Vakta málsnúmer

Erindið tekið fyrir á 4. fundi Landbúnaðar- og innviðanefndar og var sviðstjóra ásamt starfsmönnum falið að vinna málið áfram með kortlagningu á svæðinu og framtíðarskipulag í huga og gerð samninga um þrifabeit á Sauðárkróki. Helga Gunnlaugsdóttir garðyrkjustjóri tók þátt í fundinum í gegnum fjarfundabúnað.
Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða að fela umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa að auglýsa eftir þeim sem óska eftir landi til þrifabeitar innan bæjarmarka Sauðárkróks, einnig að þeir sem hafa verið með slík hólf hingað til gefi sig fram.

3.Sláttur í þéttbýlisstöðum Skagafjarðar

Málsnúmer 2406099Vakta málsnúmer

Ábendingar hafa borist til sveitarfélagsins varðandi slátt í þéttbýlisstöðum í Skagafirði.
Helga Gunnlaugsdóttir garðyrkjustjóri tók þátt í fundinum í gegnum fjarfundabúnað og fór yfir fyrirkomulag garðyrkjudeildarinnar á slætti í þéttbýlisstöðum í Skagafirði. Stefnt er á að koma upplýsingum inn á heimasíðu sveitarfélagsins varðandi hvenær sláttur fer fram á þessum stöðum.
Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða að fela sviðstjóra veitu- og framkvæmdasviðs og garðyrkjustjóra að vinna málið áfram í samstarfi við umsjónarmenn heimasíðunnar. Jafnframt samþykkir landbúnaðar- og innveiðanefnd að fela umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa að hafa samband við Vegagerðina til hvatningar um að stofnunin sinni umhirðu með þeim svæðum sem henni tilheyra í og við þéttbýlisstaði í Skagafirði.

4.Hofsós, hundagerði - Nafnlausar ábendingar af heimasíðu sveitarfélagsins

Málsnúmer 2405040Vakta málsnúmer

Máli vísað frá 51. Fundi skipulagsnefndar þannig bókað:
„Tvær nafnlausar ábendingar bárust í gegnum heimasíðu Skagafjarðar þann 6. maí síðastliðinn varðandi vöntun á hundagerði á Hofsósi og kostur væri að hafa ruslatunnur, umgengisreglur, borð og bekki líkt og er við hundasvæðið í Borgargerði á Sauðárkróki.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að vísa málinu áfram til landbúnaðar- og innviðanefndar til kynningar.“
Landbúnaðar- og innviðanefnd þakkar fyrir ábendingarnar, en sér ekki tilefni til að verða við erindinu svo komnu máli. Samþykkt samhljóða.

5.Skagafjörður - rammaáætlun 2025

Málsnúmer 2405115Vakta málsnúmer

Lögð fram gögn vegna rammaáætlunar 2025 fyrir eftirtalda málaflokka; hreinlætismál, umferðar- og samgöngumál, umhverfismál, landbúnaðarmál, hafnar, Skagafjarðarveitur og fráveita.
Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða að taka málið fyrir aftur í næstu viku.

6.Óveður í júní 2024

Málsnúmer 2406053Vakta málsnúmer

Dagana 3. til 8. júní gekk yfir Norðurland slæmt veður með mikilli úrkomu og kulda. Veðrið hafði mikil og neikvæð áhrif á búfénað, jarðrækt bænda og á aðra þá sem eiga sitt undir því komið að tíðarfarið sé betra en var þessa daga. Meðan veðrið gekk yfir voru þjónustufulltrúi landbúnaðarmála og fleiri starfsmenn sveitarfélagsins í stöðugu sambandi við bændur og aðra um ástandið. Þær upplýsingar og aðrar sem bárust voru skráðar niður og er ljóst að tjón manna er umtalsvert vegna skepnumissis, hugsanlegra áhrifa veðurs á uppskeru og tjóns sem erfitt er að meta að svo stöddu vegna þeirra aðstæðna sem sköpuðust í yfirfullum gripahúsum. Þrátt fyrir verulega slæmt ástand um tíma barst þó ekki útkall um aðstoð í gegnum 112 en það er sú leið sem auglýst var umrædda daga og ætlast er til að allir fari sem leita þurfa eftir opinberri aðstoð í neyð. Á meðan á veðrinu stóð (fimmtudaginn 6. júní), skipaði Matvælaráðuneytið sérstakan viðbragðshóp með fulltrúm matvælaráðuneytis, innviðaráðuneytis, Bændasamtaka Íslands, Ráðgjafamiðstöðvar landbúnaðarins, Almannavarna ríkisins og fulltrúum lögregluembættanna á Norðurlandi vestra og eystra. Hópurinn setti meðal annars af stað úthringingar til bænda á þeim svæðum þar sem talið var að ástandið væri verst. Vinna viðbragðshópsins er ennþá í gangi og beðið er niðurstöðu en ljóst er samt að endanlegt heildarafurðatjón bænda mun ekki liggja fyrir fyrr en í haust þegar endanlegar afurðir og uppskera hafa verið metin og mæld. Samkvæmt okkar mati urðu þeir bændur sem bjuggu hæst m.v. hæð yfir sjó verst úti vegna veðursins en á þeim svæðum urðu snjó þyngsl mun meiri en nokkrum tugum metra neðar í landinu.
Landbúnaðar- og innviðanefnd Skagafjarðar samþykkir samhljóða að skora á fyrrgreindan viðbragðshóp á ná fram heildstæðu mati á því tjóni sem bændur í öllum greinum urðu fyrir og að í framhaldinu fái tjónþolar afurðatjón sitt bætt.
Landbúnaðar- og innviðanefnd vill benda bændum á að kynna sér upplýsingar á heimasíðu Bændasamtaka Íslands https://www.bondi.is/baendavaktin-juni.

7.Aðalfundur Veiðifélags Sæmundarár 2024

Málsnúmer 2406004Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar ársreikningur Veiðifélags Sæmundarár fyrir árið 2023. Kári Gunnarsson lumhverfis- og landbúnaðarfulltrúi mætti á aðalfund Sæmundarár fyrir hönd sveitarfélagsins. Kári sat þennan lið og fór yfir það sem fram fór á fundinum.

Fundi slitið - kl. 11:30.