Fara í efni

Lynghóll L146877 - Umsókn um stækkun á byggingarreit

Málsnúmer 2405230

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 51. fundur - 30.05.2024

Magnús Eiríksson, þinglýstur eigandi lóðarinnar Lynghóll, landnúmer L146877 óskar eftir heimild til að stækka núverandi byggingarreit úr 806,5 m² í 3134,7 m² byggingarreit á landi jarðarinnar, skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S01 í verki nr. 78891004 útg. 10. maí 2024. Afstöðuppdráttur var unnin á Stoð ehf. verkfræðistofu af Þórði Karli Gunnarssyni.
Um er að ræða stækkun á byggingarreit og er stefnt að 25 m² viðbyggingu við núverandi 22,9 m² geymsluhús. Hámarksbyggingarmagn verður 500 m² og hámarksbyggingarhæð verður 5 m frá gólfi í mæni.
Byggingarreitur, sem sótt er um, er á landbúnaðarsvæði í aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035 og er í samræmi við ákvæði aðalskipulags um uppbyggingu á landbúnaðarsvæðum.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að samþykkja umbeðinn byggingarreit að fenginni jákvæðri umsögn minjavarðar.

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 28. fundur - 19.06.2024

Vísað frá 51. fundi skipulagsnefndar frá 30. maí 2024 til afgreiðslu sveitarstjórnar.

"Magnús Eiríksson, þinglýstur eigandi lóðarinnar Lynghóll, landnúmer L146877 óskar eftir heimild til að stækka núverandi byggingarreit úr 806,5 m² í 3134,7 m² byggingarreit á landi jarðarinnar, skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S01 í verki nr. 78891004 útg. 10. maí 2024. Afstöðuppdráttur var unnin á Stoð ehf. verkfræðistofu af Þórði Karli Gunnarssyni. Um er að ræða stækkun á byggingarreit og er stefnt að 25 m² viðbyggingu við núverandi 22,9 m² geymsluhús. Hámarksbyggingarmagn verður 500 m² og hámarksbyggingarhæð verður 5 m frá gólfi í mæni. Byggingarreitur, sem sótt er um, er á landbúnaðarsvæði í aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035 og er í samræmi við ákvæði aðalskipulags um uppbyggingu á landbúnaðarsvæðum. Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að samþykkja umbeðinn byggingarreit að fenginni jákvæðri umsögn minjavarðar."

Sveitarstjórn samþykkir með níu atkvæðum umbeðinn byggingarreit að fenginni jákvæðri umsögn minjavarðar.