Fara í efni

Sveitarstjórn Skagafjarðar

28. fundur 19. júní 2024 kl. 16:15 - 18:22 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Einar Eðvald Einarsson 1. varaforseti
  • Hrund Pétursdóttir aðalm.
  • Eyrún Sævarsdóttir varam.
    Aðalmaður: Hrefna Jóhannesdóttir
  • Guðlaugur Skúlason varam.
    Aðalmaður: Gísli Sigurðsson
  • Sólborg Sigurrós Borgarsdóttir forseti
  • Jóhanna Ey Harðardóttir aðalm.
  • Sveinn Þ. Finster Úlfarsson aðalm.
  • Álfhildur Leifsdóttir aðalm.
  • Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir 2. varaforseti
Starfsmenn
  • Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri
  • Friðrik Margeir Friðriksson fjármálastjóri
  • Baldur Hrafn Björnsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Baldur Hrafn Björnsson Sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Byggðarráð Skagafjarðar - 97

Málsnúmer 2405006FVakta málsnúmer

Fundargerð 97. fundar byggðarráðs frá 15. maí 2024 lögð fram til afgreiðslu á 28. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir forseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs. Liðir 1.2, 1.3 og 1.4 voru afgreiddir á 27. fundi sveitarstjórnar þann 15. maí 2024.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 97 Hólmfríður Sveinsdóttir, rektor Háskólans á Hólum, mætti undir þessum dagskrárlið til að ræða málefni Háskólans á Hólum og hugsanlegrar háskólasamstæðu með Háskóla Íslands, ásamt uppbyggingu á Hólum og Sauðárkróki. Bókun fundar Afgreiðsla 97. fundar byggðarráðs staðfest á 28. fundi sveitarstjórnar 19. júní 2024 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 97 Undir þessum dagskrárlið mætti Hjörvar Halldórsson, sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs til fundarins.
    Farið var yfir opnun tilboða í útboðsverkið "Leikskóli í Varmahlíð, uppsteypa og utanhússfrágangur" en tilboð voru opnuð 24. apríl sl. Eftir yfirferð liggur fyrir að Uppsteypa ehf. átti lægsta tilboð sem nam 122,3% af kostnaðaráætlun.
    Byggðarráð samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra að ganga til samninga við lægstbjóðanda í samræmi við umræður á fundinum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 97. fundar byggðarráðs var afgreidd á 27. fundi sveitarstjórnar þann 15. maí 2024.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 97 Staða sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs Skagafjarðar var auglýst að nýju laus til umsóknar 25. mars 2024. Alls bárust 4 umsóknir um stöðuna en 2 umsækjendur drógu umsókn sína til baka eftir að viðtöl hófust. Eftir ítarlegt mat er sameiginleg niðurstaða þeirra sem komu að ráðningarferlinu að Baldur Hrafn Björnsson, aðstoðarframkvæmdastjóri á rekstrarsviði Tryggingastofnunar ríkisins, sé hæfastur til að gegna starfi sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs.
    Byggðarráð samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að Baldur Hrafn Björnsson verði ráðinn sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs Skagafjarðar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 97. fundar byggðarráðs var afgreidd á 27. fundi sveitarstjórnar þann 15. maí 2024.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 97 Byggðarráð Skagafjarðar samþykkir samhljóða að eftirfarandi gjaldskrár verði teknar upp fyrir árið 2024 og þeir liðir er sérstaklega varða barnafjölskyldur hækki um 3,0% frá árinu 2023 í stað 4,9% og taki breytingarnar gildi þann 1. júní nk., með þeim fyrirvara að niðurstaða kjarasamninga Sambands íslenskra sveitarfélaga við stéttarfélög starfsmanna sveitarfélagsins verði í takt við kjarasamninga á almenna vinnumarkaðnum. Þær gjaldskrár sem breytingarnar hafa áhrif á eru:
    Gjaldskrá leikskóla
    Gjaldskrá grunnskóla
    Gjaldskrá Tónlistarskóla Skagafjarðar
    Gjaldskrá Árvistar og dvöl utan skólatíma í öðrum grunnskólum
    Byggðarráð samþykkir einnig samhljóða að fela sveitarstjóra og sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs að undirbúa gerð viðauka vegna gjaldskrárbreytinganna.


    Bókun fundar Afgreiðsla 97. fundar byggðarráðs var afgreidd á 27. fundi sveitarstjórnar þann 15. maí 2024.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 97 Laugardaginn 20. apríl sl. voru miklar leysingar í Skagafirði og hafði Veðurstofa Íslands m.a. gefið út gula viðvörun vegna rigninga og asahláku á Norðurlandi vestra. Í leysingunum fór gervigrasvöllurinn á Sauðárkróki undir vatn að stórum hluta þrátt fyrir fyrirbyggjandi aðgerðir sem gerðar voru ofan við völlinn dagana á undan sem fólust m.a. í rásum sem útbúnar voru til að beina leysingavatni frá vellinum. Gervigrasvöllurinn, sem tekinn var í notkun fyrir sex árum, er hannaður til að drena sig sjálfur í leysingum og getur það tekið um einn til tvo sólarhringa fyrir svona mikið vatn að fara af vellinum. Við fyrrgreindar leysingar og í aðgerðum sem framkvæmdar voru til að ná vatni af vellinum er ljóst að skemmdir urðu á vellinum á um 1.500 fermetrum.
    Fyrirliggjandi eru drög að tilboði frá Metatron um viðgerð á vellinum. Er áætlaður kostnaður um 11 m.kr., fyrir utan förgunarkostnað, en í kjölfarið fer fram endurnýjun á 550 fermetrum af gervigrasi á vellinum í samræmi við fjárhagsáætlun 2024.
    Byggðarráð samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra og sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs að undirbúa gerð viðauka vegna fyrirhugaðra framkvæmda.
    Bókun fundar Afgreiðsla 97. fundar byggðarráðs staðfest á 28. fundi sveitarstjórnar 19. júní 2024 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 97 Að undangenginni auglýsingu og í kjölfar samþykktar á 77. fundi byggðarráðs um að ganga til viðræðna við Sótahnjúk ehf. um rekstur sundlaugarinnar á Sólgörðum til 31. desember 2026 eru lög fram drög að nýjum samningi á milli Skagafjarðar og Sótahnjúks ehf.
    Byggðarráð samþykkir samhljóða fyrirliggjandi drög samhljóða og felur sveitarstjóra að ganga frá undirritun samninga.
    Bókun fundar Afgreiðsla 97. fundar byggðarráðs staðfest á 28. fundi sveitarstjórnar 19. júní 2024 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 97 Erindinu vísað frá 27. fundi fræðslunefndar Skagafjarðar, 8. maí 2024, þannig bókað:
    "Fræðslunefnd barst á síðasta fundi sínum áskorun frá Umboðsmanni barna um að huga að hljóðvist í leik- og grunnskólum. Góð hljóðvist í skólaumhverfi barna eykur gæði náms, bætir námsárangur, einbeitingu, félagslega- og andlega líðan barna og starfsfólks og hefur jákvæð áhrif á skólastarf almennt. Fræðslunefnd beinir því til byggðarráðs að á næstu misserum verði gerð úttekt á hljóðvist og lýsingu í skólum Skagafjarðar ásamt því að úttektaraðili geri tillögu að úrbótum þar sem þörf er á. Fræðslunefnd óskar eftir því að fá kynningu á úttektinni þegar henni er lokið."
    Byggðarráð samþykkir samhljóða að leita tilboða í úttekt á hljóðvist í leik- og grunnskólum og felur sveitarstjóra að setja málið í ferli með það að markmiði að niðurstöður liggi fyrir við gerð fjárhagsáætlunar 2025.
    Bókun fundar Afgreiðsla 97. fundar byggðarráðs staðfest á 28. fundi sveitarstjórnar 19. júní 2024 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 97 Erindinu vísað frá 22. fundi félagsmála- og tómstundanefndar Skagafjarðar, 24. apríl 2024, þannig bókað:
    "Lögð fram drög að reglum um þjónustukort í sundlaugar. Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir samhljóða fyrirliggjandi drög og vísar þeim til byggðarráðs."
    Byggðarráð samþykki drög að reglum um þjónustukort í sundlaugar og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Reglur um þjónustukort í sundlaugar, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 97 Matvælaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 98/2024, "Landsáætlun um útrýmingu á sauðfjárriðu". Umsagnarfrestur er til og með 20.05.2024.
    Byggðarráð samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra að óska eftir umsögn frá Félagi sauðfjárbænda í Skagafirði.
    Bókun fundar Afgreiðsla 97. fundar byggðarráðs staðfest á 28. fundi sveitarstjórnar 19. júní 2024 með níu atkvæðum.

2.Byggðarráð Skagafjarðar - 98

Málsnúmer 2405016FVakta málsnúmer

Fundargerð 98. fundar byggðarráðs frá 22. maí 2024 lögð fram til afgreiðslu á 28. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir forseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 98 Undir þessum dagskrárlið mættu Óli Halldórsson stjórnarformaður Byggðastofnunar, Arnar Már Elíasson forstjóri, Hrund Pétursdóttir forstöðumaður fyrirtækjasviðs og Sigríður Elín Þórðardóttir forstöðumaður þróunarsviðs, til að kynna starfsemi stofnunarinnar og ræða áherslumál við eflingu Norðurlands vestra. Bókun fundar Afgreiðsla 98. fundar byggðarráðs staðfest á 28. fundi sveitarstjórnar 19. júní 2024 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 98 Undir þessum dagskrárlið mættu Kristján B. Halldórsson, Herdís Á Sæmundardóttir og Andri Árnason frá Golfklúbbi Skagafjarðar, til að kynna hugmyndir klúbbsins um eflingu og endurbætur á aðstöðu hans. Bókun fundar Afgreiðsla 98. fundar byggðarráðs staðfest á 28. fundi sveitarstjórnar 19. júní 2024 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 98 Áður fjallað um málið á 91., 93. og 94. fundi byggðarráðs Skagafjarðar.
    Álfhildur Leifsdóttir vék af fundi undir þessum dagskrárlið.
    Byggðarráð samþykkir með 2 atkvæðum að fela sveitarstjóra að ræða við forsvarsmann Álfakletts ehf. í samræmi við umræður á fundinum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 98. fundar byggðarráðs staðfest á 28. fundi sveitarstjórnar 19. júní 2024 með sjö atkvæðum.

    VG og óháð óska bókað að þau víkja af fundi undir lið 2.3
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 98 Lagt fram aðalfundarboð frá Flugu ehf. Fundurinn verður haldinn 27. maí 2024 í Reiðhöllinni Svaðastöðum.
    Byggðarráð samþykkir samhljóða að sveitarstjóri fari með atkvæðisrétt sveitarfélagsins á fundinum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 98. fundar byggðarráðs staðfest á 28. fundi sveitarstjórnar 19. júní 2024 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 98 Lögð fram umsagnarbeiðni, dagsett 10. maí 2024 frá embætti sýslumannsins á Norðurlandi vestra, úr máli 2024-036175. Páll Ísak Lárusson, kt. 230999-3179, Ytra-Skörðugili 1, 561 Varmahlíð, sækir um leyfi til að reka gististað í flokki II, minni gistiheimili án veitinga, í húsinu Fjallagili, Ytra-Skörðugili, fnr. 2512451, rýmisnúmer 01 0101, 561 Varmahlíð. Hámarksfjöldi gesta eru fimm. Byggðarráð gerir ekki athugasemd við umsóknina. Bókun fundar Afgreiðsla 98. fundar byggðarráðs staðfest á 28. fundi sveitarstjórnar 19. júní 2024 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 98 Matvælaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 98/2024, "Landsáætlun um útrýmingu á sauðfjárriðu". Umsagnarfrestur er til 4. júní nk.
    Byggðarráð tók málið fyrir á 97. fundi ráðsins og óskaði umsagnar frá Félagi Sauðfjárbænda í Skagafirði. Sú umsögn liggur nú fyrir.
    Byggðarráð Skagafjarðar fagnar landsáætluninni og telur að gangi hún eftir séu verulegar líkur á að sauðfjárriðu verði útrýmt hér á landi.
    Byggðarráð tekur undir með Félagi sauðfjárbænda í Skagafirði að rétt sé að horfa á að fleiri arfgerðir en ARR geta talist verndandi, sé horft til viðurkenndra rannsókna frá Evrópu. Má þar nefna T137 og auk þess sem H154 og C151 lofa góðu í prófunum. Byggðarráð tekur einnig undir að eðlilegt sé í því ljósi að hinir arfgerðarflokkanir ættu að sitja við sama borð hvað niðurgreiðslu við sýnatöku eða sauðfjársæðingar varðar, til að halda ákveðnum fjölbreytileika í stofninum og lágmarka skyldleikaræktun.
    Byggðarráð tekur jafnframt undir umsögn Bændasamtaka Íslands, þar sem bent er á að skýra þurfi stjórnsýsluna betur í kringum fyrirhugaða flutninga frá MAR til Mast og að tryggja þurfi eðlilegar bætur til handa bændum í þeim tilfellum þar sem hreinsunar og förgunar er þörf sem og að eðlilegur stuðningur verði við uppbyggingartímabil nýrrar hjarðar.
    Þá leggur byggðarráð að lokum áherslu á að þau varnarhólf sem ákveðið verður að hafa í landinu verði sinnt og viðhaldið og nauðsynlegar fjárheimildir til þess verði tryggðar. Því miður er viðhaldi núverandi varnarhólfa ekki sinnt sem skyldi.
    Bókun fundar Afgreiðsla 98. fundar byggðarráðs staðfest á 28. fundi sveitarstjórnar 19. júní 2024 með níu atkvæðum.

3.Byggðarráð Skagafjarðar - 99

Málsnúmer 2405023FVakta málsnúmer

Fundargerð 99. fundar byggðarráðs frá 29. maí 2024 lögð fram til afgreiðslu á 28. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir forseti kynnti fundargerð. Hrund Pétursdóttir tók til máls.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 99 Undir þessum dagskrárlið kom Hjalti Páll Þórarinsson verkefnastjóri frá Flugklasanum Air 66N til fundarins til að ræða stöðu og framtíð flugklasans. Bókun fundar Afgreiðsla 99. fundar byggðarráðs staðfest á 28. fundi sveitarstjórnar 19. júní 2024 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 99 Þann 3. maí sl. voru opnuð tilboð í útboðsverkið "Skólamáltíðir fyrir sveitarfélagið Skagafjörð". Búið er að yfirfara tilboðin. Samningstími er frá tilkynningu um töku tilboðs til 31. júlí 2026. Heimilt er að framlengja samninginn tvisvar sinnum um eitt ár í senn.
    Tvö tilboð komu í samningshluta 1, Árskóla, og var lægstbjóðandi Stá ehf. með 106% af kostnaðaráætlun. Eitt tilboð kom í samningshluta 2, Ársali, og var það tilboð frá Stá ehf. með 106% af kostnaðaráætlun.
    Álfhildur Leifsdóttir, VG og óháðum, óskar bókað:
    VG og óháð hafa lengi lagt áherslu á að matur sé eldaður frá grunni fyrir alla skóla Skagafjarðar eftir gildum heilsueflandi grunnskóla. VG og óháð hafa ítrekað óskað eftir kostnaðarmati við breytingar á eldhúsi Ársala til að hægt sé að elda mat þar fyrir leik- og grunnskóla á Sauðárkróki, þar sem horft verði til hagkvæmustu leiða til framleiðslu matar og hráefni úr héraði nýtt sem mest. Um leið höfum við harmað þá skammsýni í hönnun Ársala að ekki sé þar raunverulega fullbúið eldhús og leggjum áherslu á að farið verði í slíkar breytingar sem fyrst svo ekki verði áfram endurtekin krísa í útboðum hádegisverða fyrir Ársali og Árskóla.
    Jóhanna Ey Harðardóttir, Byggðalista, óskar bókað:
    Skólamáltíðir er stór þáttur í lýðheilsu barna og ungmenna, þar sem börn og ungmenni verja oft á tíðum meiri tíma dags í skólum en heima og skiptir mataræði og venjur sköpum er kemur að lýðheilsu barna og ungmenna. Ákjósanlegast væri að eldað væri frá grunni í leik- og grunnskólum Skagafjarðar.
    Fulltrúar Byggðalista hafa ítrekað talað fyrir því að horfa fram í tímann og vinna tímanlega að ákvörðunum varðandi framkvæmdir og útboð. Okkur þykir miður að það sé ekki raunin, þar sem samþykkt var á sveitarstjórnarfundi 10. apríl síðast liðinn að bjóða út hádegisverði í Ársölum og Árskóla eða um 3 mánuðum áður en núgildandi samningur rennur út í lok júlí. Við teljum það væri til framdráttar ef þessu verklagi yrði breytt og ákvarðanir vegna útboða og framkvæmda verði teknar með meiri fyrirvara, svo hægt sé að rýna og meta þarfir að hverju sinni til hlítar og taka ákvarðanir byggðar á þeim þörfum en ekki vegna tímaskorts. Því mun ég sitja hjá við afgreiðslu á hádegisverði í Ársölum og Árskóla.
    Fulltrúar meirihluta, Einar E Einarsson og Gísli Sigurðsson, vilja minna á að það var sameiginleg ákvörðun allra flokka að óska eftir tilboðum í skólamat fyrir bæði skólastigin á Sauðárkróki fyrir tvö næstu skólaár. Var þetta samþykkt samhljóða í fræðslunefnd, byggðarráði og sveitarstjórn án athugasemda. Vissulega eru það vonbrigði að ekki hafi borist fleiri tilboð í matseldina og að þau sem bárust hafi bæði verið yfir kostnaðaráætlun. Þrátt fyrir það er ekki annar valkostur í stöðunni en að taka lægra tilboðinu eins og lög kveða á um. Ef horft er til niðurstöðu síðustu útboða má ljóst vera að markaðurinn fyrir þau hér í Skagafirði er lítill og því verður núna að skoða af fullri alvöru hvaða aðrar leiðir eru færar og er sú vinna þegar hafin.
    Byggðarráð samþykkir með 2 atkvæðum að taka tilboði frá Stá ehf. og felur sveitarstjóra að ganga frá samningum þar að lútandi.
    Bókun fundar Fulltrúar VG og óháðra ítreka bókun fulltrúa VG og óháðra í byggðarráði, svohljóðandi:
    "VG og óháð hafa lengi lagt áherslu á að matur sé eldaður frá grunni fyrir alla skóla Skagafjarðar eftir gildum heilsueflandi grunnskóla. VG og óháð hafa ítrekað óskað eftir kostnaðarmati við breytingar á eldhúsi Ársala til að hægt sé að elda mat þar fyrir leik- og grunnskóla á Sauðárkróki, þar sem horft verði til hagkvæmustu leiða til framleiðslu matar og hráefni úr héraði nýtt sem mest. Um leið höfum við harmað þá skammsýni í hönnun Ársala að ekki sé þar raunverulega fullbúið eldhús og leggjum áherslu á að farið verði í slíkar breytingar sem fyrst svo ekki verði áfram endurtekin krísa í útboðum hádegisverða fyrir Ársali og Árskóla."

    Fulltrúar Byggðalistans ítreka bókun fulltrúa Byggðalistans í byggðarráði, svohljóðandi:
    " Skólamáltíðir er stór þáttur í lýðheilsu barna og ungmenna, þar sem börn og ungmenni verja oft á tíðum meiri tíma dags í skólum en heima og skiptir mataræði og venjur sköpum er kemur að lýðheilsu barna og ungmenna. Ákjósanlegast væri að eldað væri frá grunni í leik- og grunnskólum Skagafjarðar. Fulltrúar Byggðalista hafa ítrekað talað fyrir því að horfa fram í tímann og vinna tímanlega að ákvörðunum varðandi framkvæmdir og útboð. Okkur þykir miður að það sé ekki raunin, þar sem samþykkt var á sveitarstjórnarfundi 10. apríl síðast liðinn að bjóða út hádegisverði í Ársölum og Árskóla eða um 3 mánuðum áður en núgildandi samningur rennur út í lok júlí. Við teljum það væri til framdráttar ef þessu verklagi yrði breytt og ákvarðanir vegna útboða og framkvæmda verði teknar með meiri fyrirvara, svo hægt sé að rýna og meta þarfir að hverju sinni til hlítar og taka ákvarðanir byggðar á þeim þörfum en ekki vegna tímaskorts. Því mun ég sitja hjá við afgreiðslu á hádegisverði í Ársölum og Árskóla."

    Hrund Pétursdóttir tók til máls og óskar bókað:
    "Meirihluti Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks vilja minna á að það var sameiginleg ákvörðun allra flokka að óska eftir tilboðum í skólamat fyrir bæði skólastigin á Sauðárkróki fyrir tvö næstu skólaár. Áður en farið var í útboð voru aðrir möguleikar rýndir m.a. að kaupa húsnæði til framreiðslu matar á vegum sveitarfélagsins, sem skýrir tímasetninguna að einhverju leyti. Þeir möguleikar sem voru kannaðir gengu ekki upp og var því ákveðið að fara í útboð til skamms tíma. Í bókun fræðslunefndar kemur einnig fram að jafnframt leggi nefndin til að horft verði til lengri tíma og hafist handa strax við að kostnaðarmeta fjárfestingar og rekstrarkostnað þess að elda skólamat fyrir grunnskóla og leikskóla á Sauðárkróki í Varmahlíðarskóla eða með viðbyggingu við eldra stig leikskólans Ársali, hvort sem rekstur slíkra eininga yrði á hendi starfsmanna sveitarfélagsins eða reksturinn boðinn út. Var þetta samþykkt samhljóða í fræðslunefnd, byggðarráði og sveitarstjórn án athugasemda.
    Vissulega eru það vonbrigði að ekki hafi borist fleiri tilboð í matseldina og að þau sem bárust hafi bæði verið yfir kostnaðaráætlun. Þrátt fyrir það er ekki annar valkostur í stöðunni en að taka lægra tilboðinu eins og lög kveða á um. Ef horft er til niðurstöðu síðustu útboða má ljóst vera að markaðurinn fyrir þau er lítill og því verður núna skoðað af fullri alvöru hvaða aðrar leiðir eru færar og er sú vinna þegar hafin."

    Afgreiðsla 99. fundar byggðarráðs staðfest á 28. fundi sveitarstjórnar 19. júní 2024 með fimm atkvæðum. Fulltrúar VG og óháðra og fulltrúar Byggðalistans óska bókað að þau sitja hjá við afgreiðslu málsins.

  • Byggðarráð Skagafjarðar - 99 Lagður fram viðauki 3 við fjárhagsáætlun 2024-2027. Viðaukinn inniheldur aukin framlög til rekstrar svo sem hér segir: Lækkun gjaldskrár vegna rekstrar á söfnunarstöðvum, lækkun gjaldskráa grunn-, leik-, tónlistarskóla og frístundar í tengslum við væntanlega kjarasamninga, hækkun á viðhaldskostnaði gervigrasvallar á Sauðárkróki vegna vatnstjóns og hækkun skatttekna. Samtals tekjuauki upp á 15.239 þ.kr. Breytingar á efnahag eru eftirfarandi: Aukin fjárveiting vegna borholu við Sauðárkrók og aukin fjárveiting vegna nýrrar dælustöðvar hitaveitu í Hegranesi. Samtals útgjaldaaukning upp á 53 m.kr. Lagt er til að viðaukanum verði mætt með lækkun handbærs fjár hjá sveitarfélaginu upp á 37.761 þ.kr. Ekki er gert ráð fyrir lántöku hjá sveitarfélaginu Skagafirði í viðaukanum.
    Byggðarráð samþykkir samhljóða framlagðan viðauka nr. 3 við fjárhagsáætlun 2024-2027 og vísar honum til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Viðauki 3 við fjárhagsáætlun 2024, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 99 Lögð fram fyrirspurn frá formanni Kvenfélags Hólahrepps, dags. 22. maí 2024, um aðgang félagsins að húsnæði núverandi starfsstöðvar Grunnskólans austan Vatna á Hólum í Hjaltadal.
    Byggðarráð samþykkir samhljóða að veita Kvenfélagi Hólahrepps áframhaldandi aðgang að húsnæði því sem starfsstöð Grunnskólans austan Vatna á Hólum hefur verið starfrækt í, þar sem ekki liggur fyrir ákvörðun um aðra starfsemi í húsinu að svo stöddu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 99. fundar byggðarráðs staðfest á 28. fundi sveitarstjórnar 19. júní 2024 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 99 Málið áður tekið fyrir á 67. fundi byggðarráðs Skagafjarðar, beiðni frá Rúnari Páli Hreinssyni um kaup á Ártúnahólfi nr. 23 á hólfakorti yfir ræktunar- og beitarlönd á Hofsósi.
    Fyrir liggja uppmælingar á hólfi 23 við Hofsós. Um er að ræða 15,8 ha svæði upp með Deildardalsafleggjara.
    Byggðarráð samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra að auglýsa hólf nr. 23 til sölu. Byggðarráð samþykkir jafnframt samhljóða að fela landbúnaðar- og innviðanefnd að greina hvort til álita komi að selja önnur hólf og lönd í sveitarfélaginu og skila niðurstöðum til stjórnar eignasjóðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 99. fundar byggðarráðs staðfest á 28. fundi sveitarstjórnar 19. júní 2024 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 99 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 22. maí 2024 frá Bílaklúbbi Skagafjarðar þar sem sótt er um leyfi til að halda rallaksturskeppni í Skagafirði 27. júlí 2024. Keppnin er þriðja keppnin í Íslandsmeistaramóti Akstursíþróttasambands Íslands (AKÍS) og fer fram í samræmi við reglur AKÍS og reglugerð nr. 507/2007 um akstursíþróttir og aksturskeppnir, með áorðnum breytingum. Ráðgert er að keppnin fari fram með hefðbundnu sniði og eknar verði sérleiðir um þá vegi sem verið hefur undanfarin ár. Þannig verði farnar sérleiðir um Mælifellsdal og Vesturdal.
    Byggðarráð samþykkir erindið samhljóða fyrir sitt leyti svo fremi að öll önnur tilskilin leyfi fáist frá hlutaðeigandi aðilum og öllum reglum verði framfylgt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 99. fundar byggðarráðs staðfest á 28. fundi sveitarstjórnar 19. júní 2024 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 99 Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um tekjustofna sveitarfélaga (gjaldfrjálsar skólamáltíðir), 1114. mál. Umsagnarfrestur er til og með 31. maí 2024.
    Byggðarráð samþykkir með 2 atkvæðum eftirfarandi umsögn:
    Þann 17. maí sl. barst sveitarfélaginu Skagafirði beiðni um umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga (gjaldfrjálsar skólamáltíðir), 1114. mál. Byggðarráð Skagafjarðar hefur tekið framangreint frumvarp til skoðunar og vill koma á framfæri eftirfarandi sjónarmiðum og breytingartillögum:
    Greiða ætti sama hlutfall kostnaðar við aðgerðina í öllum sveitarfélögum, til samræmis við hlutverk Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga
    Flest sveitarfélög niðurgreiða nú þegar með óformlegum hætti skólamáltíðir fyrir þær fjölskyldur sem standa höllustum fæti í samfélaginu.
    Mikilvægt er að foreldrar hafi val um að þiggja niðurgreiðslur ríkisins annars vegar og sveitarfélaga hins vegar.

    Greinargerð:

    Ríkið á ekki að mismuna börnum eftir búsetu

    Í frumvarpinu er lagt til að ríkið veiti fjármagn í Jöfnunarsjóð á árunum 2024-2027 til þess að úthluta til þeirra sveitarfélaga sem bjóða öllum nemendum upp á gjaldfrjálsar skólamáltíðir í grunnskólum. Framlagið skal skiptast hlutfallslega milli sveitarfélaga eftir heildarnemendafjölda í grunnskólum í hverju sveitarfélagi 1. janúar skólaárið á undan. Þýðir það einfaldlega að ríkið mun borga sama gjald fyrir hvern nemenda óháð kostnaði við að veita honum gjaldfrjálsar skólamáltíðir. Gera verður verulegar athugasemdir við þessa útfærslu. Einingarkostnaður við skólamáltíðir er ekki sá sami í hverjum skóla og getur verið misjafn, jafnvel á milli skólahverfa. Stærðarhagkvæmnin sem næst í stærstu sveitarfélögum landsins er ekki til staðar í minni sveitarfélögum og því er einingarkostnaður þar hærri en annars staðar. Þannig er ljóst að ríkið mun líklega ekki greiða 75% af kostnaði forráðamanna í flestum sveitarfélögum landsins, en jafnvel meira en 75% í þeim stærstu. Eðlilegast væri að ríkið tæki á sig sama hlutfall kostnaðar í hverju sveitarfélagi fyrir sig. Þá er það ekki hlutverk Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga að dreifa fjármunum miðað við höfðatölu. Í 1. mgr. 8. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995 er hlutverk Jöfnunarsjóðs skilgreint:
    “Hlutverk Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga er að jafna mismunandi útgjaldaþörf og skatttekjur sveitarfélaga með framlögum úr sjóðnum á grundvelli ákvæða laga, reglugerða og vinnureglna sem settar eru um starfsemi sjóðsins.?
    Meirihluti byggðarráðs Skagafjarðar leggur til að gerðar verði nauðsynlegar breytingar til þess að framlagið fari í gegnum Jöfnunarsjóð sveitarfélaga í samræmi við hlutverk sjóðsins að jafna mismunandi útgjaldaþörf.

    Kostnaðarvitund, val foreldra og sjálfsákvörðunarréttur sveitarfélaga

    Meirihluti byggðarráðs Skagafjarðar tekur undir tillögur samráðshóps sveitarfélaga um að til þess að stuðla að kostnaðarvitund vegna niðurgreiðslunnar gætu sveitarfélög farið þá leið að óska eftir því að forráðamenn virkjuðu annars vegar niðurgreiðslu sveitarfélags og hins vegar ríkis um leið og barn væri skráð fyrir skólamáltíð. Rík ástæða er til þess að heimila sveitarfélögum sérstaklega í lögum að viðhalda gjaldskrá en skylda þau til að bjóða öllum foreldrum að virkja niðurgreiðslur ríkisins annars vegar og sveitarfélagsins hins vegar. Aðgerðin er tímabundin og verði hún ekki framlengd er mikilvægt að foreldrar hafi ekki tapað kostnaðarvitund, en einnig munu foreldrar sem aldrei hafa þurft að greiða fyrir skólamáltíðir bætast við þann hóp sem hefur börn í grunnskóla á tímabilinu. Þá er ekki öruggt að öll sveitarfélög hafi fjárhagslega burði til að viðhalda aðgerðinni að tímabilinu loknu ef ríkið hættir sínum niðurgreiðslum. Þá munu sveitarfélögin ein sitja eftir með kostnaðinn en ljóst er að mjög erfitt verður að fara þá til baka í gjaldtöku.
    Einnig er mikilvægt að foreldrar sjái hversu stóran hluta ríkið greiðir annars vegar og sveitarfélagið hins vegar, sér í lagi ef því verður haldið til streitu að niðurgreiða sömu fjárhæð fyrir hvert grunnskólabarn óháð einingarkostnaði.
    Meirihluti byggðarráðs Skagafjarðar leggur til að frumvarpinu verði breytt á þann hátt að sveitarfélögum sé skylt að bjóða upp á niðurgreiðslur frá ríki annars vegar og sveitarfélagi hins vegar en foreldrum sé ekki skylt að þiggja niðurgreiðslurnar. Jafnframt að sveitarfélög skuli skila gögnum til Jöfnunarsjóðs um hversu margir nýttu sér niðurgreiðslu ríkisins og endurgreiða Jöfnunarsjóði þá fjárhæð sem úthlutað var vegna þess fjölda nemenda sem foreldrar afþökkuðu niðurgreiðslu ríkisins. Yrði sú útfærsla jafnframt betur í samræmi við sjálfsákvörðunarrétt sveitarfélaga, en verði frumvarpið óbreytt að lögum eru sveitarfélög sett upp við vegg þar sem aukin útgjöld þeirra eru forsenda þess að niðurgreiðslur komi frá ríkinu.
    Meirihluti byggðarráðs Skagafjarðar telur að frumvarpið ætti ekki að ná fram að ganga í óbreyttri mynd og hvetur velferðarnefnd til þess að taka alvarlega til skoðunar þær athugasemdir og breytingartillögur sem lagðar hafa verið til í umsögn þessari. Meirihluti byggðarráðs er jafnframt tilbúinn að fylgja umsögn þessari eftir á fundi með nefndinni.
    Bókun fundar Afgreiðsla 99. fundar byggðarráðs staðfest á 28. fundi sveitarstjórnar 19. júní 2024 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 99 Lagðar fram til kynningar fjárhagsupplýsingar vegna reksturs sveitarfélagsins tímabilið janúar-mars 2024. Bókun fundar Afgreiðsla 99. fundar byggðarráðs staðfest á 28. fundi sveitarstjórnar 19. júní 2024 með níu atkvæðum.

4.Byggðarráð Skagafjarðar - 100

Málsnúmer 2405029FVakta málsnúmer

Fundargerð 100. fundar byggðarráðs frá 5. júní 2024 lögð fram til afgreiðslu á 28. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir forseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 100 Lögð fram tillaga að rammaáætlun ársins 2025 ásamt forsendum.

    Byggðarráð samþykkir með öllum atkvæðum rammaáætlun ársins 2025 og vísar henni til umfjöllunar og úrvinnslu í nefndum.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Skagafjörður - rammaáætlun 2025, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 100 Undir þessum dagskrárlið sátu Hallgrímur Arnarsson og Róbert Ragnarsson fundinn fulltrúar frá KPMG, í gegnum fjarfundarbúnað. Rætt var um verkefnistillögu að markmiðasetningu í fjármálum sveitarfélagsins og uppsetning á mælaborði fyrir lykilstjórnendur.
    Byggðarráð samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra að undirbúa gerð viðauka vegna þessa verkefnis.
    Bókun fundar Afgreiðsla 100. fundar byggðarráðs staðfest á 28. fundi sveitarstjórnar 19. júní 2024 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 100 Sunna Björk Atladóttir lögmaður og fasteignasali sat fundinn undir þessum dagskrárlið. Sala á félagsheimilum rædd.
    Byggðarráð samþykkir samhljóða að bjóða upp á samtal við íbúa um fyrirhugaða sölu á félagsheimilinu í Hegranesi, Ljósheimum og Skagaseli. Sveitarstjóra falið að sjá um að finna dagsetningar og auglýsa.
    Bókun fundar Afgreiðsla 100. fundar byggðarráðs staðfest á 28. fundi sveitarstjórnar 19. júní 2024 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 100 Bjarni Jónsson formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis og Stefán Vagn Stefánsson formaður fjárlaganefndar Alþingis sátu fundinn í gegnum fjarfundarbúnað, til að ræða samgöngumál í Skagafirði.
    Byggðarráð samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra að fylgja málinu eftir.
    Bókun fundar Afgreiðsla 100. fundar byggðarráðs staðfest á 28. fundi sveitarstjórnar 19. júní 2024 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 100 Svavar Atli Birgisson slökkviliðsstjóri kom á fund byggðarráðs til viðræðu um alvarlega stöðu sjúkraflugs í Skagafirði vegna mönnunarvanda af hálfu Isavia á Alexandersflugvelli.
    Byggðarráð samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra og slökkviliðsstjóra að skrifa forsvarsmönnum Isavia vegna málsins og óska skýringa.
    Bókun fundar Afgreiðsla 100. fundar byggðarráðs staðfest á 28. fundi sveitarstjórnar 19. júní 2024 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 100 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 24. maí 2024 frá félags- og vinnumálaráðuneytinu, þar sem kynnt er til samráðs mál nr. 109/2024 - "Hvítbók í málefnum innflytjenda". Umsagnarfrestur er til og með 21.06. 2024. Bókun fundar Afgreiðsla 100. fundar byggðarráðs staðfest á 28. fundi sveitarstjórnar 19. júní 2024 með níu atkvæðum.

5.Byggðarráð Skagafjarðar - 101

Málsnúmer 2406007FVakta málsnúmer

101 fundur byggðarráðs lagður frá 10. júní 2024 lögð fram til afgreiðslu á 28. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg forseti bar hana upp
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 101 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 6. júní 2024 frá forsvarsmanni Essa ehf. Óskað er eftir heimild til að loka Aðalgötunni frá Kirkjutorgi norður að Kambastíg þar sem fyrirhugað er að halda útitónleika, "Tónleikar í gamla bænum".
    Samþykkt samhljóða með fyrirvara um samþykki lögreglunnar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 101. fundar byggðarráðs staðfest á 28. fundi sveitarstjórnar 19. júní 2024 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 101 Málið áður tekið fyrir á 56. fundi Byggðarráðs Skagafjarðar þann 12. júlí 2023. Þar voru Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri og Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs skipaðir í verkefnastjórn vegna Landsmóts hestamanna að Hólum í Hjaltadal árið 2026. Tillaga liggur fyrir að skipa Hjörvar Halldórsson núverandi sviðsstjóra Veitu- og framkvæmdasviðs í stað Steins Leós Sveinssonar fyrrverandi sviðsstjóra í verkefnastjórnina.
    Samþykkt samhljóða.
    Bókun fundar Afgreiðsla 101. fundar byggðarráðs staðfest á 28. fundi sveitarstjórnar 19. júní 2024 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 101 Erindi vísað frá 28. fundi fræðslunefndar 10. júní sl., þannig bókað:
    "Á fundi fræðslunefndar þann 18. janúar sl. stefndi í að fimm börn, 12 mánaða eða eldri, yrðu á biðlista við Birkilund haustið 2024. Fræðslunefnd fól starfsfólki að auglýsa eftir dagforeldrum og kanna kosti og galla þess að skólahópur yrði staðsettur í húsnæði Varmahlíðarskóla, sem leikskóladeild, þar til nýr leikskóli hefur starfsemi. Málið hefur reglulega verið rætt, bæði formlega og óformlega, í nefndinni síðan í janúar. Margir kostir hafa verið skoðaðir til að bregðast við biðlista sem hefur stækkað og stefnir í að 9 börn verði á biðlista eftir innritun í haust að öðru óbreyttu. Mikið samráð hefur verið við foreldra, m.a. í formi þriggja kannana og þriggja funda. Þar af hafa tveir fundir verið með foreldrum barna sem eru á leið í skólahóp á næsta ári auk fundar með starfsfólki, foreldrum leikskólabarna og foreldrum barna á biðlista í Birkilundi þar sem m.a. var farið yfir þá möguleika sem hafa verið kannaðir til að stytta biðlistann. Kannaður hefur verið möguleikinn á því að hafa leikskóladeild í Árgarði, Melsgili, Háholti, Miðgarði, Varmahlíðarskóla eða leigja gáma til að stækka Birkilund. Þá hefur verið kannaður möguleikinn á því að sveitarfélagið kaupi einbýlishús til að breyta í leikskóladeild eða leigi til dagforeldra. Þessir möguleikar eru ýmist kostnaðarsamir, tímafrekir eða óhentugir og ekki fyrirséð að þeir geti minnkað biðlista í náinni framtíð en áætlað er að ný leikskólabygging verði tekin í notkun haustið 2025. Þá hefur möguleikinn á að skólahópsbörn fari fyrr í Varmahlíðarskóla, þó ekki í 1. bekk, verið skoðaður. Á fundum og í könnunum hafa komið margar athugasemdir og ábendingar sem tekið hefur verið tillit til og brugðist við eftir bestu getu. Eftir að hafa skoðað alla kosti vel og rætt þá við foreldra og starfsfólk er niðurstaðan að besti kosturinn sé að stofna deild fyrir skólahópsbörn undir Varmahlíðarskóla í haust sem tilraunaverkefni út júní 2025 og hefur foreldrum þeirra barna verið kynnt hvernig nánari útfærsla á því gæti litið út. Fordæmi eru frá nokkrum sveitarfélögum, t.d. Vestmannaeyjum, Bolungarvík og Garðabæ. Fræðslunefnd vill þakka starfsfólki fjölskyldusviðs, Varmahlíðarskóla og Birkilundar ásamt foreldrum fyrir að leggja sitt af mörkum við að koma með hugmyndir og finna raunhæfar lausnir. Fyrir liggja umsagnir foreldraráðs Birkilundar og skólaráðs Varmahlíðarskóla um tilraunaverkefnið. Fræðslunefnd felur starfsfólki fjölskyldusviðs að auglýsa eftir starfsfólki í samráði við skólastjóra Varmahlíðarskóla og útfæra verkefnið enn frekar. Nefndin leggur áherslu á það að verkefnið verði ekki að veruleika nema a.m.k. einn starfsmaður með viðeigandi menntun verði til staðar á deildinni. Þrátt fyrir að deildin verði innan Varmahlíðarskóla er mikilvægt að starf deildarinnar byggi á starfi elstu deildar í leikskóla og að gott samstarf verði áfram á milli Birkilundar og Varmahlíðarskóla. Áfram skal leggja áherslu á samráð og samstarf við foreldra og góða aðlögun í haust áður en deildin tekur formlega til starfa innan Varmahlíðarskóla. Fræðslunefnd óskar eftir því að fá kynningu á stöðu verkefnisins á fyrsta fundi í haust. Tillagan er samþykkt samhljóða. Nefndin vísar málinu til byggðarráðs."

    Byggðarráð samþykkir tillöguna samhljóða og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Úrlausnir í leikskólamálum í Varmahlíð, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 101 Málinu vísað frá 24. fundi Félagsmála- og tómstundanefndar þann 6. júní 2024 þannig bókað:

    "Lögð fram drög að reglum um útleigu íþróttahúsa Skagafjarðar til skemmanahalds. Nefndin samþykkir fyrirliggjandi drög samhljóða og vísar þeim til afgreiðslu í byggðarráði."

    Byggðarráð samþykkir samhljóða að vísa málinu aftur til Félagsmála- og tómstundanefndar til frekari vinnslu og leggur jafnframt til að nefndin vinni drög að umsóknareyðublaði og samningi.
    Bókun fundar Afgreiðsla 101. fundar byggðarráðs staðfest á 28. fundi sveitarstjórnar 19. júní 2024 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 101 Ársskýrsla Landskjörstjórnar 2023 lögð fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 101. fundar byggðarráðs staðfest á 28. fundi sveitarstjórnar 19. júní 2024 með níu atkvæðum.

6.Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 23

Málsnúmer 2405017FVakta málsnúmer

Fundargerð 23. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar frá 22. maí 2024 lögð fram til afgreiðslu á 28. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir forseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 23 Tekin fyrir styrkbeiðni frá stjórn Byggjum upp Hofsós og nágrennis, dagsett 23.04.2024 vegna bæjarhátíðarinnar Hofsós heim sem haldin verður 14. - 16. júní 2024.
    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd þakkar erindið og samþykkir samhljóða að styrkja hátíðina um 300.000 kr. Tekið af lið 05710.
    Bókun fundar Afgreiðsla 23. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 28. fundi sveitarstjórnar 19. júní 2024 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 23 Tekin fyrir styrkbeiðni Leikhópsins Lottu þar sem óskað er eftir styrk að upphæð kr. 82.500 vegna leiksýningar leikhópsins á Sauðárkróki í sumar, dagsett 19.4.2024. Stefnt er að því að leiksýningin verði haldin á túninu við Hótel Miklagarð og verður rukkað inn á sýninguna.
    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd hafnar styrkbeiðninni þar sem stefna nefndarinnar er að styrkja ekki viðburði sem settir eru upp í hagnaðarskyni.
    Bókun fundar Afgreiðsla 23. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 28. fundi sveitarstjórnar 19. júní 2024 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 23 Tekin fyrir styrkbeiðni frá Pilsaþyt, dagsett 9.5.2024, vegna fyrirhugaðrar menningarhátíðar í Skagafirði. Þjóðbúningafélag Íslands hyggst í samvinnu við Pilsaþyt í Skagafirði og fleiri þjóðbúningafélög á landsbyggðinni efna til menningarhátíðar í Skagafirði dagana 7-8 september 2024. Hátíð þessi verður haldin til minningar um frumkvöðla í Skagafirði í hönnun og gerð þjóðbúninga.
    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd tekur vel í erindið og samþykkir samhljóða að veita 50.000 kr styrk í verkefnið. Tekið af lið 05890.
    Bókun fundar Afgreiðsla 23. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 28. fundi sveitarstjórnar 19. júní 2024 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 23 Farið yfir tillögur er snúa að atvinnu-, menningar og kynningarnefnd úr skýrslu HLH ráðgjafar.
    Atvinnu-, menningar og kynningarnefnd samþykkir samhljóða að unnið verði áfram með þær tillögur sem snúa að nefndinni.
    Bókun fundar Afgreiðsla 23. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 28. fundi sveitarstjórnar 19. júní 2024 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 23 Lagt fyrir fundarboð aðalfundar Markaðsstofu Norðurlands sem haldinn verður 30. maí nk. í Hrísey. Bókun fundar Afgreiðsla 23. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 28. fundi sveitarstjórnar 19. júní 2024 með níu atkvæðum.

7.Félagsmála- og tómstundanefnd - 24

Málsnúmer 2405024FVakta málsnúmer

Fundargerð 24. fundar félagsmála- og tómstundanefndar frá 6. júní 2024 lögð fram til afgreiðslu á 28. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir forseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Félagsmála- og tómstundanefnd - 24 Lagt fram bréf frá SAMAN ? hópnum þar sem sveitarfélög eru hvött til að huga vel að öllu skipulagi er varðar öryggi barna og ungmenna t.d. með því að framfylgja aldurstakmörkunum áfengislaga, lögum um útivistartíma barna og taka mið af öðrum verndarákvæðum barnaverndarlaga. Auk þess er óskað eftir aðstoð við að dreifa skilaboðum hópsins á samfélagsmiðlum.
    Félagsmála- og tómstundanefnd fagnar framtakinu og beinir því til starfsmanna nefndarinnar að koma skilaboðum SAMAN - hópsins á framfæri.
    Bókun fundar Afgreiðsla 24. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 28. fundi sveitarstjórnar 19. júní 2024 með níu atkvæðum.
  • Félagsmála- og tómstundanefnd - 24 Lagðar fram niðurstöður Skagafjarðar úr frumkvæðisathugun á upplýsingum um þjónustu við fatlað fólk á vefsíðum sveitarfélaga, sem tilkynnt var um þann 25. mars sl. Fram kemur að athugun á vefsíðunni fór fram í apríl 2024. Við framkvæmd athugunarinnar var farið yfir upplýsingagjöf á vefsíðu Skagafjarðar til fatlaðs fólks sem könnuð var út frá skilgreindum þjónustuþáttum sem kveðið er á um í lögum nr. 38/2018, um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir sem og lögum nr. 40/1991, um félagsþjónustu sveitarfélaga. Heilt yfir er upplýsingagjöf samkvæmt lögum, bent er á nokkra þætti sem bæta má úr, út frá niðurstöðum úttektarinnar.
    Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir með öllum atkvæðum að beina því til framkvæmdaráðs að fylgja eftir niðurstöðum úr athugun og gera úrbætur þar sem við á.
    Bókun fundar Afgreiðsla 24. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 28. fundi sveitarstjórnar 19. júní 2024 með níu atkvæðum.
  • Félagsmála- og tómstundanefnd - 24 Lögð fram tillaga að fundartímum nefndarinnar fyrir haust 2024, sem eru eftirfarandi: 29. ágúst, 26. september, 31. október, 14. nóvember og 28. nóvember. Nefndin samþykkir tillöguna samhljóða með fyrirvara um breytingar. Bókun fundar Afgreiðsla 24. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 28. fundi sveitarstjórnar 19. júní 2024 með níu atkvæðum.
  • Félagsmála- og tómstundanefnd - 24 Lagðar fram til kynningar þrjár fundargerðir fagráðs málefna fatlaðs fólks frá apríl og maí sl. nr. 20, 21 og 22. Bókun fundar Afgreiðsla 24. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 28. fundi sveitarstjórnar 19. júní 2024 með níu atkvæðum.
  • Félagsmála- og tómstundanefnd - 24 Lagðar fram til kynningar tvær fundargerðir fagráðs Barnaverndarþjónstu Mið - Norðurlands frá maí og júní sl. nr. 50 og 51. Bókun fundar Afgreiðsla 24. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 28. fundi sveitarstjórnar 19. júní 2024 með níu atkvæðum.
  • Félagsmála- og tómstundanefnd - 24 Lagt fram bréf dags. 31. maí 2024, þar sem óskað er eftir umsóknum frá sveitarfélögum um endurnýjun á 25% framlagi ríkisins í heildarsamninga NPA vegna ársins 2024. Umsóknarfrestur er til 10. september n.k. Fram kemur í bréfinu að unnið er að nýrri reglugerð um NPA og verður hún kynnt í samráðsgátt stjórnvalda á næstunni. Einnig er athygli vakin á því að samkvæmt bráðabirgðaákvæði I í lögum nr. 38/2018 lýkur innleiðingartímabili NPA í lok ársins 2024 og telst 25% hlutur ríkisins í heildarkostnaði allt að 172 samninga fullfjármagnaður með samkomulagi milli ríkis og sveitarfélaga um breytingu á fjármögnun þjónustu við fatlað fólk, sem undirritað var í desember 2023. Bókun fundar Afgreiðsla 24. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 28. fundi sveitarstjórnar 19. júní 2024 með níu atkvæðum.
  • Félagsmála- og tómstundanefnd - 24 Fjárhagsrammi fyrir rekstrarárið 2025 ásamt forsendum lagt fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 24. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 28. fundi sveitarstjórnar 19. júní 2024 með níu atkvæðum.
  • Félagsmála- og tómstundanefnd - 24 Fjárhagsrammi fyrir rekstrarárið 2025 ásamt forsendum lagt fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 24. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 28. fundi sveitarstjórnar 19. júní 2024 með níu atkvæðum.
  • Félagsmála- og tómstundanefnd - 24 Lögð fram fundargerð félagsþjónustu dags. 31. maí sl. þar sem fram kemur lítil breyting frá fyrri kynningu varðandi ráðningar í sumar. Starfsmenn félagsmála- og tómstundanefndar hafa unnið tillögur að viðbragðsáætlun fyrir sumarið frá 1. júní til 30. september út frá minnisblaði félagsmálastjóra. Horft er til þess að tryggja öryggi í þjónustu og hvata fyrir starfsmenn. Haldið verður áfram að auglýsa eftir sumarstarfsfólki. Bókun fundar Afgreiðsla 24. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 28. fundi sveitarstjórnar 19. júní 2024 með níu atkvæðum.
  • Félagsmála- og tómstundanefnd - 24 Lögð fram drög að reglum um útleigu íþróttahúsa Skagafjarðar til skemmanahalds. Nefndin samþykkir fyrirliggjandi drög samhljóða og vísar þeim til afgreiðslu í byggðarráði. Bókun fundar Afgreiðsla 24. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 28. fundi sveitarstjórnar 19. júní 2024 með níu atkvæðum.

8.Fræðslunefnd - 28

Málsnúmer 2406003FVakta málsnúmer

Fundargerð 28. fundar fræðslunefndar frá 10. júní 2024 lögð fram til afgreiðslu á 28. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir forseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Fræðslunefnd - 28 Á fundi fræðslunefndar þann 18. janúar sl. stefndi í að fimm börn, 12 mánaða eða eldri, yrðu á biðlista við Birkilund haustið 2024. Fræðslunefnd fól starfsfólki að auglýsa eftir dagforeldrum og kanna kosti og galla þess að skólahópur yrði staðsettur í húsnæði Varmahlíðarskóla, sem leikskóladeild, þar til nýr leikskóli hefur starfsemi. Málið hefur reglulega verið rætt, bæði formlega og óformlega, í nefndinni síðan í janúar. Margir kostir hafa verið skoðaðir til að bregðast við biðlista sem hefur stækkað og stefnir í að 9 börn verði á biðlista eftir innritun í haust að öðru óbreyttu. Mikið samráð hefur verið við foreldra, m.a. í formi þriggja kannana og þriggja funda. Þar af hafa tveir fundir verið með foreldrum barna sem eru á leið í skólahóp á næsta ári auk fundar með starfsfólki, foreldrum leikskólabarna og foreldrum barna á biðlista í Birkilundi þar sem m.a. var farið yfir þá möguleika sem hafa verið kannaðir til að stytta biðlistann. Kannaður hefur verið möguleikinn á því að hafa leikskóladeild í Árgarði, Melsgili, Háholti, Miðgarði, Varmahlíðarskóla eða leigja gáma til að stækka Birkilund. Þá hefur verið kannaður möguleikinn á því að sveitarfélagið kaupi einbýlishús til að breyta í leikskóladeild eða leigi til dagforeldra. Þessir möguleikar eru ýmist kostnaðarsamir, tímafrekir eða óhentugir og ekki fyrirséð að þeir geti minnkað biðlista í náinni framtíð en áætlað er að ný leikskólabygging verði tekin í notkun haustið 2025. Þá hefur möguleikinn á að skólahópsbörn fari fyrr í Varmahlíðarskóla, þó ekki í 1. bekk, verið skoðaður. Á fundum og í könnunum hafa komið margar athugasemdir og ábendingar sem tekið hefur verið tillit til og brugðist við eftir bestu getu. Eftir að hafa skoðað alla kosti vel og rætt þá við foreldra og starfsfólk er niðurstaðan að besti kosturinn sé að stofna deild fyrir skólahópsbörn undir Varmahlíðarskóla í haust sem tilraunaverkefni út júní 2025 og hefur foreldrum þeirra barna verið kynnt hvernig nánari útfærsla á því gæti litið út. Fordæmi eru frá nokkrum sveitarfélögum, t.d. Vestmannaeyjum, Bolungarvík og Garðabæ. Fræðslunefnd vill þakka starfsfólki fjölskyldusviðs, Varmahlíðarskóla og Birkilundar ásamt foreldrum fyrir að leggja sitt af mörkum við að koma með hugmyndir og finna raunhæfar lausnir.

    Fyrir liggja umsagnir foreldraráðs Birkilundar og skólaráðs Varmahlíðarskóla um tilraunaverkefnið.

    Fræðslunefnd felur starfsfólki fjölskyldusviðs að auglýsa eftir starfsfólki í samráði við skólastjóra Varmahlíðarskóla og útfæra verkefnið enn frekar. Nefndin leggur áherslu á það að verkefnið verði ekki að veruleika nema a.m.k. einn starfsmaður með viðeigandi menntun verði til staðar á deildinni. Þrátt fyrir að deildin verði innan Varmahlíðarskóla er mikilvægt að starf deildarinnar byggi á starfi elstu deildar í leikskóla og að gott samstarf verði áfram á milli Birkilundar og Varmahlíðarskóla. Áfram skal leggja áherslu á samráð og samstarf við foreldra og góða aðlögun í haust áður en deildin tekur formlega til starfa innan Varmahlíðarskóla. Fræðslunefnd óskar eftir því að fá kynningu á stöðu verkefnisins á fyrsta fundi í haust.

    Tillagan er samþykkt samhljóða. Nefndin vísar málinu til byggðarráðs.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Úrlausnir í leikskólamálum í Varmahlíð, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.

9.Landbúnaðar- og innviðanefnd - 3

Málsnúmer 2405007FVakta málsnúmer

Fundargerð 3. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar frá 16. maí 2024 lögð fram til afgreiðslu á 28. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • 9.1 2404146 Umhverfisdagar 2024
    Landbúnaðar- og innviðanefnd - 3 Undir þessum dagskrárlið mæta Sigurjón Þórðarson framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra og Þorsteinn Þorvarðarson starfsmaður Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra til að ræða úrræði sem hægt er að beita til fegrunar umhverfis. Tilefnið eru Umhverfisdagar Skagafjarðar 7.-14. júní næstkomandi.
    Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir að skora á fyrirtæki og einstaklinga til sjávar og sveita að taka til og fegra sitt nærumhverfi. Jafnframt minnum við á að einstaklingar geta losað sig við úrgang gjaldfrjálst á móttökustöðvum sveitarfélagsins. Jafnframt ákveðið að skrifa þeim aðilum sem leigja aðstöðu á gámasvæðum sveitarfélagsins og skora á þá að fegra sitt svæði. Nefndin felur sviðsstjóra að vinna málið áfram.
    Bókun fundar Afgreiðsla 3. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 28. fundi sveitarstjórnar 19. júní 2024 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðar- og innviðanefnd - 3 Gunnar Björn Rögnvaldsson verkefnastjóri Skagafjarðarveitna fer yfir fimm ára verkáætlun kaldavatnsframkvæmdir í Skagafirði með nefndarmönnum.
    Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða að fá fulltrúa frá Orkustofnun á næsta fund nefndarinnar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 3. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 28. fundi sveitarstjórnar 19. júní 2024 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðar- og innviðanefnd - 3 Kári Gunnarsson fór yfir stöðu umsókna frá fjallskilanefndum og skil á ársreikningum deildanna.

    Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða að ekki verði afgreiddar beiðnir um fjárstuðning vegna ársins 2024 hafi umbeðin gögn ekki borist fyrir 15. júní, nk.
    Bókun fundar Afgreiðsla 3. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 28. fundi sveitarstjórnar 19. júní 2024 með níu atkvæðum..
  • Landbúnaðar- og innviðanefnd - 3 Ábendingar berast alltaf við og við til sveitarfélagsins um lausagöngu hunda í þéttbýlisstöðum sveitarfélagsins og óánægju fólks vegna óþrifnaðar af þeirra völdum.

    Landbúnaðar- og innviðanefnd vill árétta gildandi samþykkt sveitarfélagsins um lausagöngu hunda í þéttbýlisstöðum sveitarfélagsins og hvetur gæludýraeigendur að kynna sér hana og fara eftir henni til að umgengni verði sem best. Samþykktina er að finna á heimasíðu sveitarfélagsins.

    Bókun fundar Afgreiðsla 3. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 28. fundi sveitarstjórnar 19. júní 2024 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðar- og innviðanefnd - 3 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 3. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 28. fundi sveitarstjórnar 19. júní 2024 með níu atkvæðum.

10.Landbúnaðar- og innviðanefnd - 4

Málsnúmer 2405027FVakta málsnúmer

Fundargerð 4. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar frá 3. júní 2024 lögð fram til afgreiðslu á 28. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Landbúnaðar- og innviðanefnd - 4 Til fundar komu Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri og Gunnar Björn Rögnvaldsson verkefnastjóri Skagafjarðarveitna til að fara yfir það sem snýr að Sauðárkróki í fimm ára verkáætlun kaldavatnsframkvæmda í Skagafirði. Á síðasta fundi var rætt um hvaða leiðir væru í boði. Samþykkir Landbúnaðar- og innviðanefnd samhljóða að fela sviðsstjóra að ræða við landeigendur og í framhaldinu eftir atvikum óska eftir rannsóknarleyfi til vatnsöflunar á ákveðnum svæðum í Tindastóli.

    Bókun fundar Afgreiðsla 4. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 28. fundi sveitarstjórnar 19. júní 2024 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðar- og innviðanefnd - 4 Til fundar komu Helga Gunnlaugsdóttir, garðyrkjustjóri, Kári Gunnarsson landbúnaðar- og umhverfisfulltrúi og Gunnar Páll Ólafsson verkstjóri þjónustumiðstöðvar til að ræða um þau svæði innan þéttbýlismarka Sauðárkróks sem nýtt hafa verið til hrossabeitar undanfarin ár, svokallaða þrifabeit. Ljóst er að þessi svæði breytast í takt við byggingar og fólksfjölgun á svæðinu.
    Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða að fela sviðsstjóra að vinna málið áfram með kortlagningu svæða og framtíðarskipulag í huga.
    Bókun fundar Afgreiðsla 4. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 28. fundi sveitarstjórnar 19. júní 2024 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðar- og innviðanefnd - 4 Erindið var tekið fyrir á 15. Fundi Landbúnaðarnefndar þann 15.2.2024. Þar var óskað eftir kostnaðaráætlun frá umsækjendum Fjólmundi Karli Traustasyni og Lindu Rut Magnúsdóttur, vegna umhverfis skógræktarinnar og upplýsingum um aðkomu þeirra og þátttöku í umhirðu reitsins. Fyrir fundi Landbúnaðar- og innviðanefndar liggur nú fyrir áætlun frá umsækjendum.
    Helga Gunnlaugsdóttir, Kári Gunnarsson sátu fundinn undir þessum lið.
    Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða að fá umsækjendur til fundar við nefndina. Einnig samþykkir nefndin að skoðað verði að auglýsa land austan Siglufjarðarvegar til leigu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 4. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 28. fundi sveitarstjórnar 19. júní 2024 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðar- og innviðanefnd - 4 Aðalfundur Veiðifélags Unadalsár er boðaður þann föstudaginn 7. júní 2024, kl. 17:00.
    Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða að fulltrúi Skagafjarðar á fundinum verði Kári Gunnarsson landbúnaðarfulltrúi.
    Bókun fundar Afgreiðsla 4. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 28. fundi sveitarstjórnar 19. júní 2024 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðar- og innviðanefnd - 4 Sauðárkrókshöfn - Ný ytri höfn - Kynning á niðurstöðum á hafnarlíkani útg. 10.05.2024 af Vegagerðinni lögð fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 4. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 28. fundi sveitarstjórnar 19. júní 2024 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðar- og innviðanefnd - 4 Lögð fram til kynningar drög að ársreikningi fjallskiladeildar Hofsafréttar og ársreikningar fjallskiladeildar Staðarhrepps og Staðarafréttar fyrir árið 2023. Bókun fundar Afgreiðsla 4. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 28. fundi sveitarstjórnar 19. júní 2024 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðar- og innviðanefnd - 4 Fundargerðir Hafnarsambands Íslands lagðar fram til kynningar. Fundir nr. 462 og 463. Bókun fundar Afgreiðsla 4. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 28. fundi sveitarstjórnar 19. júní 2024 með níu atkvæðum.

11.Landbúnaðar- og innviðanefnd - 5

Málsnúmer 2406008FVakta málsnúmer

Fundargerð 5. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar frá 13. júní 2024 lögð fram til afgreiðslu á 28. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir kynnti fundargerð. Sveinn Þ. Finster Úlfarsson og Sigfús Ingi Sigfússon tóku til máls.
  • Landbúnaðar- og innviðanefnd - 5 Erindið tekið fyrir á 4. fundi Landbúnaðar- og innviðanefndar og samþykkt að boða umsækjendur á fund. Lögð fram afstöðumynd af svæðinu á uppfærðu korti (2024) af ræktarlöndum við Hofsós.
    Umsækjendur Fjólmundur Karl Traustason og Linda Rut Magnúsdóttur mættu til fundar með nefndinni og var farið yfir næstu skref.
    Landbúnar-og innviðanefnd þakkar þeim fyrir að hafa haft samband og sýna áhuga á því að viðhalda og bæta umhverfið. Helga Gunnlaugsdóttir garðyrkjustjóri tók þátt í fundinum í gegnum fjarfundabúnað.
    Landbúnaðar og innviðanefnd samþykkir samhljóða að leggja til að farið verði í þetta verkefni og að garðyrkjustjóri verði eftirlitsaðili og ráðgjafi við endurbætur og viðhald skógarreitsins. Nefndin beinir því til byggðarráðs að gerður verði samningur við umsækjendur um málið og jafnframt að landið umhverfis verði auglýst til leigu, þ.e.a.s. hólf 24, 25 og 27.
    Bókun fundar Afgreiðsla 5. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 28. fundi sveitarstjórnar 19. júní 2024 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðar- og innviðanefnd - 5 Erindið tekið fyrir á 4. fundi Landbúnaðar- og innviðanefndar og var sviðstjóra ásamt starfsmönnum falið að vinna málið áfram með kortlagningu á svæðinu og framtíðarskipulag í huga og gerð samninga um þrifabeit á Sauðárkróki. Helga Gunnlaugsdóttir garðyrkjustjóri tók þátt í fundinum í gegnum fjarfundabúnað.
    Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða að fela umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa að auglýsa eftir þeim sem óska eftir landi til þrifabeitar innan bæjarmarka Sauðárkróks, einnig að þeir sem hafa verið með slík hólf hingað til gefi sig fram.
    Bókun fundar Afgreiðsla 5. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 28. fundi sveitarstjórnar 19. júní 2024 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðar- og innviðanefnd - 5 Ábendingar hafa borist til sveitarfélagsins varðandi slátt í þéttbýlisstöðum í Skagafirði.
    Helga Gunnlaugsdóttir garðyrkjustjóri tók þátt í fundinum í gegnum fjarfundabúnað og fór yfir fyrirkomulag garðyrkjudeildarinnar á slætti í þéttbýlisstöðum í Skagafirði. Stefnt er á að koma upplýsingum inn á heimasíðu sveitarfélagsins varðandi hvenær sláttur fer fram á þessum stöðum.
    Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða að fela sviðstjóra veitu- og framkvæmdasviðs og garðyrkjustjóra að vinna málið áfram í samstarfi við umsjónarmenn heimasíðunnar. Jafnframt samþykkir landbúnaðar- og innveiðanefnd að fela umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa að hafa samband við Vegagerðina til hvatningar um að stofnunin sinni umhirðu með þeim svæðum sem henni tilheyra í og við þéttbýlisstaði í Skagafirði.
    Bókun fundar Afgreiðsla 5. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 28. fundi sveitarstjórnar 19. júní 2024 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðar- og innviðanefnd - 5 Máli vísað frá 51. Fundi skipulagsnefndar þannig bókað:
    „Tvær nafnlausar ábendingar bárust í gegnum heimasíðu Skagafjarðar þann 6. maí síðastliðinn varðandi vöntun á hundagerði á Hofsósi og kostur væri að hafa ruslatunnur, umgengisreglur, borð og bekki líkt og er við hundasvæðið í Borgargerði á Sauðárkróki.
    Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að vísa málinu áfram til landbúnaðar- og innviðanefndar til kynningar.“
    Landbúnaðar- og innviðanefnd þakkar fyrir ábendingarnar, en sér ekki tilefni til að verða við erindinu svo komnu máli. Samþykkt samhljóða.
    Bókun fundar Afgreiðsla 5. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 28. fundi sveitarstjórnar 19. júní 2024 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðar- og innviðanefnd - 5 Lögð fram gögn vegna rammaáætlunar 2025 fyrir eftirtalda málaflokka; hreinlætismál, umferðar- og samgöngumál, umhverfismál, landbúnaðarmál, hafnar, Skagafjarðarveitur og fráveita.
    Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða að taka málið fyrir aftur í næstu viku.
    Bókun fundar Afgreiðsla 5. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 28. fundi sveitarstjórnar 19. júní 2024 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðar- og innviðanefnd - 5 Dagana 3. til 8. júní gekk yfir Norðurland slæmt veður með mikilli úrkomu og kulda. Veðrið hafði mikil og neikvæð áhrif á búfénað, jarðrækt bænda og á aðra þá sem eiga sitt undir því komið að tíðarfarið sé betra en var þessa daga. Meðan veðrið gekk yfir voru þjónustufulltrúi landbúnaðarmála og fleiri starfsmenn sveitarfélagsins í stöðugu sambandi við bændur og aðra um ástandið. Þær upplýsingar og aðrar sem bárust voru skráðar niður og er ljóst að tjón manna er umtalsvert vegna skepnumissis, hugsanlegra áhrifa veðurs á uppskeru og tjóns sem erfitt er að meta að svo stöddu vegna þeirra aðstæðna sem sköpuðust í yfirfullum gripahúsum. Þrátt fyrir verulega slæmt ástand um tíma barst þó ekki útkall um aðstoð í gegnum 112 en það er sú leið sem auglýst var umrædda daga og ætlast er til að allir fari sem leita þurfa eftir opinberri aðstoð í neyð. Á meðan á veðrinu stóð (fimmtudaginn 6. júní), skipaði Matvælaráðuneytið sérstakan viðbragðshóp með fulltrúm matvælaráðuneytis, innviðaráðuneytis, Bændasamtaka Íslands, Ráðgjafamiðstöðvar landbúnaðarins, Almannavarna ríkisins og fulltrúum lögregluembættanna á Norðurlandi vestra og eystra. Hópurinn setti meðal annars af stað úthringingar til bænda á þeim svæðum þar sem talið var að ástandið væri verst. Vinna viðbragðshópsins er ennþá í gangi og beðið er niðurstöðu en ljóst er samt að endanlegt heildarafurðatjón bænda mun ekki liggja fyrir fyrr en í haust þegar endanlegar afurðir og uppskera hafa verið metin og mæld. Samkvæmt okkar mati urðu þeir bændur sem bjuggu hæst m.v. hæð yfir sjó verst úti vegna veðursins en á þeim svæðum urðu snjó þyngsl mun meiri en nokkrum tugum metra neðar í landinu.
    Landbúnaðar- og innviðanefnd Skagafjarðar samþykkir samhljóða að skora á fyrrgreindan viðbragðshóp á ná fram heildstæðu mati á því tjóni sem bændur í öllum greinum urðu fyrir og að í framhaldinu fái tjónþolar afurðatjón sitt bætt.
    Landbúnaðar- og innviðanefnd vill benda bændum á að kynna sér upplýsingar á heimasíðu Bændasamtaka Íslands https://www.bondi.is/baendavaktin-juni.
    Bókun fundar Forseti sveitarstjórnar lagði til að bókun Landbúnaðar- og innviðanefndar verði gerð að bókun sveitarstjórnar. Bókunin verði svohljóðandi:
    "Dagana 3. til 8. júní gekk yfir Norðurland slæmt veður með mikilli úrkomu og kulda. Veðrið hafði mikil og neikvæð áhrif á búfénað, jarðrækt bænda og á aðra þá sem eiga sitt undir því komið að tíðarfarið sé betra en var þessa daga. Meðan veðrið gekk yfir voru þjónustufulltrúi landbúnaðarmála og fleiri starfsmenn sveitarfélagsins í stöðugu sambandi við bændur og aðra um ástandið. Þær upplýsingar og aðrar sem bárust voru skráðar niður og er ljóst að tjón manna er umtalsvert vegna skepnumissis, hugsanlegra áhrifa veðurs á uppskeru og tjóns sem erfitt er að meta að svo stöddu vegna þeirra aðstæðna sem sköpuðust í yfirfullum gripahúsum. Þrátt fyrir verulega slæmt ástand um tíma barst þó ekki útkall um aðstoð í gegnum 112 en það er sú leið sem auglýst var umrædda daga og ætlast er til að allir fari sem leita þurfa eftir opinberri aðstoð í neyð. Á meðan á veðrinu stóð (fimmtudaginn 6. júní), skipaði Matvælaráðuneytið sérstakan viðbragðshóp með fulltrúm matvælaráðuneytis, innviðaráðuneytis, Bændasamtaka Íslands, Ráðgjafamiðstöðvar landbúnaðarins, Almannavarna ríkisins og fulltrúum lögregluembættanna á Norðurlandi vestra og eystra. Hópurinn setti meðal annars af stað úthringingar til bænda á þeim svæðum þar sem talið var að ástandið væri verst. Vinna viðbragðshópsins er ennþá í gangi og beðið er niðurstöðu en ljóst er samt að endanlegt heildarafurðatjón bænda mun ekki liggja fyrir fyrr en í haust þegar endanlegar afurðir og uppskera hafa verið metin og mæld. Samkvæmt okkar mati urðu þeir bændur sem bjuggu hæst m.v. hæð yfir sjó verst úti vegna veðursins en á þeim svæðum urðu snjó þyngsl mun meiri en nokkrum tugum metra neðar í landinu. Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkir samhljóða að skora á fyrrgreindan viðbragðshóp á ná fram heildstæðu mati á því tjóni sem bændur í öllum greinum urðu fyrir og að í framhaldinu fái tjónþolar afurðatjón sitt bætt. Sveitarstjórn Skagafjarðar vill benda bændum á að kynna sér upplýsingar á heimasíðu Bændasamtaka Íslands https://www.bondi.is/baendavaktin-juni."

    Samþykkt með níu atkvæðum.

    Sveinn Þ. Finster Úlfarsson og Sigfús Ingi Sigfússon tóku til máls.
  • Landbúnaðar- og innviðanefnd - 5 Lagður fram til kynningar ársreikningur Veiðifélags Sæmundarár fyrir árið 2023. Kári Gunnarsson lumhverfis- og landbúnaðarfulltrúi mætti á aðalfund Sæmundarár fyrir hönd sveitarfélagsins. Kári sat þennan lið og fór yfir það sem fram fór á fundinum. Bókun fundar Afgreiðsla 5. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 28. fundi sveitarstjórnar 19. júní 2024 með níu atkvæðum.

12.Skipulagsnefnd - 50

Málsnúmer 2405010FVakta málsnúmer

Fundargerð 50. fundar skipulagsnefndar frá 16. maí 2024 lögð fram til afgreiðslu á 28. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Skipulagsnefnd - 50 Farið yfir samantekt á innsendum umsögnum við auglýsta vinnslutillögu að deiliskipulagi fyrir Kirkjureitinn á Sauðárkróki, mál nr. 578/2023 (https://skipulagsgatt.is/issues/2023/578) í Skipulagsgáttinni, samráðsgátt Skipulagsstofnunar um skipulagsmál.
    Vinnslutillagan var í auglýsingu frá 28.02.2024 til 12.04.2024 og bárust 3 umsagnir á auglýsingatímanum.

    Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að fela skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram í samræmi við umræður fundarins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 50. fundar skipulagnefndar staðfest á 28. fundi sveitarstjórnar 19. júní 2024 með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 50 Farið yfir samantekt á innsendum umsögnum við auglýsta vinnslutillögu að deiliskipulagi Skógargötureitsins á Sauðárkróki, mál nr. 208/2024 (https://skipulagsgatt.is/issues/2024/208) í Skipulagsgáttinni, samráðsgátt Skipulagsstofnunar um skipulagsmál.
    Vinnslutillagan var í auglýsingu frá 28.02.2024 til 12.04.2024 og bárust 13 umsagnir.

    Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að fela skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram í samræmi við umræður fundarins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 50. fundar skipulagnefndar staðfest á 28. fundi sveitarstjórnar 19. júní 2024 með níu atkvæðum.

13.Skipulagsnefnd - 51

Málsnúmer 2405025FVakta málsnúmer

Fundargerð 51. fundar skipulagsnefndar frá 30. maí 2024 lögð fram til afgreiðslu á 28. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Skipulagsnefnd - 51 Farið yfir samantekt á innsendum umsögnum við auglýsta aðalskipulagsbreytingu fyrir Afþreyingar- og ferðamannasvæði við Sauðárgil á Sauðárkróki, mál nr. 515/2023 (https://skipulagsgatt.is/issues/2023/515) í Skipulagsgáttinni, samráðsgátt Skipulagsstofnunar um skipulagsmál.
    Aðalskipulagsbreytingin var í auglýsingu frá 13.03.2024 til 16.05.2024 og bárust 24 umsagnir á auglýsingatímanum.

    Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að hætta við frekari vinnslu á aðalskipulagsbreytingu fyrir Afþreyingar- og ferðamannasvæði við Sauðárgil þar sem mikil andstaða kom fram en umrætt svæði er afþreyingar- og ferðamannasvæði í gildandi aðalskipulagi og þá samþykkt án athugasemda. Skipulagsnefnd mun nú skoða fleiri kosti fyrir afþreyingar- og ferðamannasvæði á Sauðárkróki og felur nefndin skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram í samræmi við umræður fundarins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 51. fundar skipulagnefndar staðfest á 28. fundi sveitarstjórnar 19. júní 2024 með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 51 Farið yfir samantekt á innsendum umsögnum við auglýsta deiliskipulagstillögu fyrir Tjaldsvæðið við Sauðárgil, mál nr. 516/2023 (https://skipulagsgatt.is/issues/2023/516) í Skipulagsgáttinni, samráðsgátt Skipulagsstofnunar um skipulagsmál.
    Deiliskipulagstillagan var í auglýsingu frá 13.03.2024 til 16.05.2024 og bárust 42 umsagnir á auglýsingatímanum.

    Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að hætta við frekari vinnslu á deiliskipulagi fyrir Tjaldsvæðið við Sauðárgil þar sem mikil andstaða kom fram en umrætt svæði er afþreyingar- og ferðamannasvæði í gildandi aðalskipulagi og þá samþykkt án athugasemda. Skipulagsnefnd mun nú skoða fleiri kosti fyrir fyrirhugað tjaldsvæði á Sauðárkróki og felur nefndin skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram í samræmi við umræður fundarins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 51. fundar skipulagnefndar staðfest á 28. fundi sveitarstjórnar 19. júní 2024 með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 51 Farið yfir samantekt á innsendum umsögnum við auglýsta breytingu á deiliskipulagi Sauðárkrókshafnar, mál nr. 238/2024 (https://skipulagsgatt.is/issues/2024/238) í Skipulagsgáttinni, samráðsgátt Skipulagsstofnunar um skipulagsmál.
    Breytingin á deiliskipulaginu var í auglýsingu frá 06.03.2024 til 19.04.2024 og bárust 5 umsagnir á auglýsingatímanum.

    Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að fresta afgreiðslu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 51. fundar skipulagnefndar staðfest á 28. fundi sveitarstjórnar 19. júní 2024 með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 51 Fyrir liggur umsagnarbeiðni byggingarfulltrúa dags. 8. maí síðastliðinn með vísan til 10. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010 um leyfi til að byggja við núverandi hátæknifjós á jörðinni Gili, L145930. Meðfylgjandi aðaluppdrættir gerðir á BR Teiknistofu slf. af Bjarna Reykjalín arkitekt og byggingartæknifræðingi, uppdrættir númer 100, 101, 102, 103, 104 og 105, dagsettir 29.04.2024.
    Fyrirliggja umsagnir lóðarhafa lóða með landnúmer 203243, 145933 og 219239 þar sem fram kemur að ekki séu gerðar athugasemdir vegna fyrirhugaðra framkvæmda skv. framlögðum gögnum.
    Fyrirliggur greinargerð aðalhönnuðar þar sem m.a. eftirfarandi kemur fram:

    “Viðbygging sem sótt er um er á skilgreindu landbúnaðarsvæði skv. ákvæðum Aðalskipulags Skagafjarðar 2020-2035 og er í samræmi við ákvæði aðalskipulags um uppbyggingu á landbúnaðarsvæðum. Fyrirhuguð bygging er að mestu leyti á þegar röskuðu landi og skerðir því ekki ræktað land. Byggingaráform eru í samræmi við almenn ákvæði um landnotkun á landbúnaðarsvæðum sem talin eru upp í kafla 12.4 í greinargerð aðalskipulagsins, þar sem um er að ræða byggingu í tengslum við aðrar núverandi landbúnaðarbyggingar og jafnframt nýtast núverandi innviðir áfram. Ekki er verið að fjölga byggingum þar sem um er að ræða byggingu fyrir landbúnaðarstarfsemi og sem ekki er talið að hafi verulega mengun eða umhverfisáhrif í för með sér. Jafnframt segir í fyrrgreindum kafla: „Sveitarstjórn getur ákveðið að veita megi leyfi til byggingar á stökum byggingum sem tengjast starfsemi bújarða án deiliskipulags ef umfang og/eða aðstæður gefa tilefni til. Á það við þegar byggingaráform varða ekki hagsmuni annarra en umsækjandans, samrýmast landnotkun og yfirbragði svæðisins og hafa ekki neikvæð umhverfisáhrif.“ Hér er sótt um viðbyggingu við núverandi fjósbyggingu sem er grundvöllur starfsemi bújarðarinnar. Byggingaráform stuðla að aukinni velferð dýra á búinu með auknu rými og samrýmast núverandi landnotkun. Lögð verður áhersla á að fyrirhuguð viðbygging samrýmist einnig yfirbragði og ásýnd staðarins, efnis- og litavali og hafi hvorki neikvæð umhverfisáhrif né veruleg ásýndaráhrif frá þjóðvegi.?

    Fyrirliggur jákvæð umsögn minjavarðar.

    Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að ekki sé gerð athugasemd við fyrirhugaða viðbyggingu og að byggingarfulltrúi veiti umbeðið byggingarleyfi.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Gil L145930 - Umsagnarbeiðni frá byggingarfulltrúa, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
  • Skipulagsnefnd - 51 Magnús Eiríksson, þinglýstur eigandi lóðarinnar Lynghóll, landnúmer L146877 óskar eftir heimild til að stækka núverandi byggingarreit úr 806,5 m² í 3134,7 m² byggingarreit á landi jarðarinnar, skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S01 í verki nr. 78891004 útg. 10. maí 2024. Afstöðuppdráttur var unnin á Stoð ehf. verkfræðistofu af Þórði Karli Gunnarssyni.
    Um er að ræða stækkun á byggingarreit og er stefnt að 25 m² viðbyggingu við núverandi 22,9 m² geymsluhús. Hámarksbyggingarmagn verður 500 m² og hámarksbyggingarhæð verður 5 m frá gólfi í mæni.
    Byggingarreitur, sem sótt er um, er á landbúnaðarsvæði í aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035 og er í samræmi við ákvæði aðalskipulags um uppbyggingu á landbúnaðarsvæðum.

    Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að samþykkja umbeðinn byggingarreit að fenginni jákvæðri umsögn minjavarðar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Lynghóll L146877 - Umsókn um stækkun á byggingarreit, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
  • Skipulagsnefnd - 51 Þröstur Magnússon f.h. Myndunar ehf. og Pétur Örn Jóhannsson f.h. Áka Bifreiðarþjónustu sf. óska eftir iðnaðarlóð á Sauðárkróki fyrir fyrihugaða nýbyggingu fyrirtækja þeirra. Meðfylgjandi gögn gera grein fyrir umsókninni.

    Skipulagsnefnd fagnar erindinu, en bendir á að í gangi er deiliskipulagsvinna fyrir umbeðið svæði og verða lóðir auglýstar í samræmi við úthlutunarreglur sveitarfélagsins þegar þar að kemur.

    Þröstur Magnússon vék af fundi við afgreiðslu erindisins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 51. fundar skipulagnefndar staðfest á 28. fundi sveitarstjórnar 19. júní 2024 með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 51 Gunnar Freyr Gunnarsson segir sig frá lóðinni Nestún 7 með tölvupósti dags. 21.05.2024.

    Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að lóðarumsókn dags. 09.04.2024 fyrir Nestún 7 sé dregin til baka.
    Bókun fundar Afgreiðsla 51. fundar skipulagnefndar staðfest á 28. fundi sveitarstjórnar 19. júní 2024 með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 51 Tvær nafnlausar ábendingar bárust í gegnum heimasíðu Skagafjarðar þann 6. maí síðastliðinn varðandi vöntun á hundagerði á Hofsósi og kostur væri að hafa ruslatunnur, umgengisreglur, borð og bekki líkt og er við hundasvæðið í Borgargerði á Sauðárkróki.

    Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að vísa málinu áfram til landbúnaðar- og innviðanefndar til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 51. fundar skipulagnefndar staðfest á 28. fundi sveitarstjórnar 19. júní 2024 með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 51 Lögð fram til kynningar fundargerð byggingarfulltrúa frá fundi nr. 38 þann 08.05.2024. Bókun fundar Afgreiðsla 51. fundar skipulagnefndar staðfest á 28. fundi sveitarstjórnar 19. júní 2024 með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 51 Lögð fram til kynningar fundargerð byggingarfulltrúa frá fundi nr. 39 þann 24.05.2024. Bókun fundar Afgreiðsla 51. fundar skipulagnefndar staðfest á 28. fundi sveitarstjórnar 19. júní 2024 með níu atkvæðum.

14.Skipulagsnefnd - 52

Málsnúmer 2406009FVakta málsnúmer

Fundargerð 52. fundar skipulagsnefndar frá 13. júní 2024 lögð fram til afgreiðslu á 28. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir kynnti fundargerð. Einar E. Einarsson og Álfhildur Leifsdóttir kvöddu sér hljóðs.
  • Skipulagsnefnd - 52 Sveitarfélagið Skagafjörður vinnur að breytingu á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020 - 2035 sem felur í sér breytingu á skilmálum og afmörkun á verslunar og þjónustu VÞ-8 Hofsstaðasel.
    Sett er fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi í vinnslu til kynningar sbr. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Landeigendur á Hofsstöðum óska eftir breytingu á aðalskipulagi í samræmi við uppbyggingaráform á ferðaþjónustu á Hofsstöðum.
    Á Hofsstöðum hefur verið rekin veitinga- og gistiþjónusta á tveimur lóðum innan jarðarinnar, Hofsstaðir lóð 1 og Hofsstaðir lóð 2 frá árinu 2010. Staðarval uppbyggingar var valið með tilliti til landslags, ásýndar og útsýnis. Einnig var horft til þess að velja svæði sem ekki nýttist í landbúnað. Aðalskipulagsbreytingin tekur mið af deiliskipulagi sem er í vinnslu.
    Framtíðar uppbygging gerir ráð fyrir stækkun beggja lóða, fjölgun gistirýma og stækkun veitingasölu. Mannvirki skulu falla vel að núverandi byggingum og umhverfi. Aðkomuvegur er frá Siglufjarðarvegi nr. 76. Ekki er þörf á nýjum aðkomuvegi.

    Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að kynna vinnslutillögu fyrir breytingu Hofsstaða VÞ-8 í Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020- 2035 í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Aðalskipulagsbreyting - Hofsstaðir - VÞ-8, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
  • Skipulagsnefnd - 52 Sveitarfélagið Skagafjörður vinnur að breytingu á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020 - 2035 sem felur í sér skilgreiningu á nýjum verslunar og þjónustusvæðum við Efra-Haganes I (lóð 3) L219260 og Brautarholts-Mýri L146801 í Haganesvík þar sem áform eru um ferðaþjónustu.
    Sett er fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi í vinnslu til kynningar sbr. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Lóðarhafar lóðanna við Efra-Haganes I (lóð 3) og Brautarholts-Mýri í Haganesvík óska eftir breytingu á Aðalskipulagi sveitarfélags Skagafjarðar 2020-2035.
    Efra-Haganes I (lóð 3) stendur við sjóinn á Haganesi, gamla verslunarhúsið í Haganesvík í Fljótum. Húsnæðinu hefur verið breytt í hljóðupptökuver.
    Brautarholt-Mýri er sumarhúsalóð í landi Brautarholts í Haganesvík í Fljótum. Á lóðinni stendur gamall sumarbústaður en til stendur að byggja nýtt hús, 8 herbergja gistihús á tveimur hæðum. Hús í næsta nágrenni eru í 60-120 m fjarlægð frá fyrirhuguðum byggingarreit. Nýbygging mun ekki skerða útsýni nágrannahúsa. Áætlað er að reka gistiþjónustu og hljóðupptökuver á þessum stöðum.

    Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að kynna vinnslutillögu fyrir breytingu Haganess VÞ-12 og VÞ-13 í Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020- 2035 í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins,
    Aðalskipulagsbreyting - Verslun og þjónusta - Haganesi - VÞ-12 - VÞ-13, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
  • Skipulagsnefnd - 52 Sveitarfélagið Skagafjörður vinnur að breytingu á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020 - 2035 sem felur í sér breytingu á landnotkun innan jarðamarka Gýgjarhóls, Gýgjarhóls 1 og Gýgjarhóls 2.
    Sett er fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi í vinnslu til kynningar sbr. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Breytingin felur í sér að skilgreina þrjú ný verslunar- og þjónustusvæði og nýtt skógræktarsvæði. Landnotkun sem breytingin nær til er skilgreind sem landbúnaðarland í núverandi aðalskipulagi.
    Jörðinni Gýgjarhóll hefur verið skipt upp í nokkrar landspildur. Áform núverandi landeigenda Gýgjarhóls (L145974), Gýgjarhóls 1 (L233888) og Gýgjarhóls 2 (L233889) er að byggja upp ferðaþjónustu á löndum sínu og stunda skógræktar fyrir ofan 90 m hæð yfir sjávarmáli.
    Breytingin felur í sér breytta landnotkun landbúnaðarsvæðis.

    Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að kynna vinnslutillögu fyrir breytingu Gýgjarhóls, SL-8, VÞ-14, VÞ-15 og VÞ-16 í Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020- 2035 í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    Sigurður H. Ingvarsson vék af fundi við afgreiðslu erindisins.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Aðalskipulagsbreyting - Verslun og þjónusta - Gýgjarhóll, Gýgjarhóll 1 og Gýgjarhóll 2 - SL8 - VÞ-14 - VÞ-15 - VÞ-16, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
  • Skipulagsnefnd - 52 Sveitarfélagið Skagafjörður vinnur að breytingu á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020 - 2035 vegna áforma um nýja staðsetningu á fiskeldi og fiskalíffræðideild Háskólans á Hólum á Sauðárkróki. Lögð er fram breyting á skilmálum í greinargerð aðalskipulagsins fyrir veitur á Sauðárkróki.
    Sett er fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi í vinnslu til kynningar sbr. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Í tengslum við nýja staðsetningu á fiskeldi og fiskalíffræðideild Háskólans á Hólum á Sauðárkróki er gert ráð fyrir að nýta sjóveitu til vatnsöflunar fyrir fiskeldi háskólans.
    Staðsetning sjóveitu er áætluð við ströndina skammt vestan við vegamót Sauðárkróksbrautar og Strandvegar. Ekki liggur fyrir endanleg hönnun á umfangi sjóveitu og lengd sjóveitulagnar.
    Breytingin felur í sér breytingu á landnotkunarfláka AT-403 og nýjum landnotkunarfláka VH-401 og breytingu á lögun fyrir efnistöku- og efnislosunarsvæði E-401. Stærð aðliggjandi svæða breytist til samræmis.
    Breyting tekur til uppdráttar og töflu 4.4 í kafla 4.6 og viðbótar við kafla 4.17 þar sem bætt verður við nýrri töflu 4.16 í kafla 4.17.3 Veitur og helgunarsvæði (VH).

    Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að kynna vinnslutillögu fyrir breytingu kafla um veitur á Sauðárkróki VH-401 í Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020- 2035 í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Aðalskipulagsbreyting - Veitur á Sauðárkróki - VH-401, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
  • Skipulagsnefnd - 52 Sveitarstjórn Skagafjarðar leggur fram tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Sveitarfélags Skagafjarðar 2020 - 2035 sem felur í sér aukið byggingarmagn innan svæðis ÍB-404 á Sauðárkróki, sem afmarkast af Skagfirðingabraut, Hegrabraut, Strandvegi og Ránarstíg.
    Í gildandi aðalskipulagi er gert ráð fyrir að þróun íbúðarbyggðar ÍB-404 stuðli að samfelldri byggð og hagkvæmri nýtingu innviða með því að byggja upp nærri núverandi götum, veitukerfum og þjónustustofnunum. Breytingin felur í sér að fjöldi nýrra íbúða innan ÍB-404 fjölgar um 10 og verður eftir breytingu 20 íbúðir. Heildarfjöldi íbúða verður 280 eftir breytingu.
    Deiliskipulag er í vinnslu fyrir hluta af ÍB-404, Víðigrund og hluta Smáragrundar. Með breytingunni hækkar þéttleiki á svæði ÍB-404 um 0,5 íb/ha og þéttleiki á íbúðarsvæði á Sauðárkróki (tafla 4.1) hækkar um 0,1 íb/ha. Ekki er gerð breyting á uppdrætti aðalskipulagsins.

    Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að kynna vinnslutillögu fyrir breytingu íbúðarbyggðar ÍB-404 á Sauðárkróki í Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020- 2035 í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Aðalskipulagsbreyting - Íbúðarbyggð ÍB-404, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
  • Skipulagsnefnd - 52 Sveitarfélagið Skagafjörður vinnur að breytingu á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020 - 2035 vegna aukins byggingarmagns innan hafnarsvæðis Sauðárkrókshafnar í samræmi við gildandi deiliskipulag dags. 20.4.2022.
    Sett er fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi í vinnslu til kynningar sbr. 2. mgr. 30.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Í Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035, kafla 4.9, er sett fram stefna um höfnina á Sauðárkróki.
    Þar kemur meðal annars fram í markmiðum fyrir hafnarsvæðið að "Fyrirtæki á hafnarsvæðinu í fiskvinnslu, flutninga- og ferðaþjónustu hafi möguleika til að vaxa og dafna, að höfnin sé ákjósanlegur möguleiki fyrir flutningaskip og tengingu við gamla bæinn sé góð."
    Með auknu byggingarmagni innan hafnarsvæðisins er veitt það svigrúm sem þarf til stækkunar og eflingu á hafnarsvæðinu.

    Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að kynna vinnslutillögu fyrir breytingu Hafnarsvæðis á Sauðárkróki H-401 í Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020- 2035 í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Aðalskipulagsbreyting - Hafnarsvæði - Sauðárkrókshöfn - H-401, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
  • Skipulagsnefnd - 52 Sveitarfélagið Skagafjörður vinnur að breytingu á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020 - 2035 sem felur í sér breytingar á efnistöku- og efnislosunarsvæði E- 401 á Sauðárkróki við Gönguskarðsá.
    Sett er fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi í vinnslu til kynningar sbr. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Breytingin felur í sér breytta lögun fyrir efnistöku- og efnislosunarsvæði E-401. Stærð aðliggjandi svæða breytist til samræmis. Breyting tekur til uppdráttar og töflu 4.13 í kafla 4.14. - Breyting á þéttbýlisuppdrætti Sauðárkróks er sett fram aftast í greinargerð.
    Ekki er gerð breyting á stefnu aðalskipulags að öðru leyti.
    Efnistöku- og efnislosunarsvæðið E-401 verður skipt upp í þrjú svæði. Hluti svæðisins sem í dag er ekki lengur nýtt sem efnistöku- og efnislosunarsvæðið verðu skilgreint sem opið svæði OP-405. Svæðið verður frágengið og grætt upp. Þar myndast tenging opinna svæða milli Nafa, íþróttasvæði mótorcross-íþrótta og Gönguskarðsár. Vestasti hluti efnistöku- og efnislosunarsvæðisins fær nýtt landnotkunarnúmer E-404, það svæði verður eingöngu notað sem efnismóttaka og efnisgeymsla. Það svæði sem eftir er (E-401) breytist lítilega í lögun og verður áfram notað sem efnistökusvæði.

    Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að kynna vinnslutillögu fyrir breytingu efnistöku- og efnislosunarsvæði á Sauðárkróki við Gönguskarðsá E-401 í Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020- 2035 í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Aðalskipulagsbreyting - Efnistöku- og efnislosunarsvæði E-401 á Sauðárkróki við Gönguskarðsá, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
  • Skipulagsnefnd - 52 Sveitarfélagið Skagafjörður vinnur að breytingu á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020 - 2035 sem felur í sér að skilgreina athafnasvæði á jörðinni Stóru-Brekku í Fljótum (L 146903).
    Sett er fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi í vinnslu til kynningar sbr. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Breytingin felur í sér að bæta við athafnasvæði á jörðinni Stóru-Brekku í Fljótum.
    Á Stóru-Brekku er stuðningsþjónusta við ferðaþjónustustarfsemi í Fljótum. Þar verða geymslur, verkstæði og þjónusta við tæki og bifreiðar. Einnig breytist tafla 14.5 í kafla 14.5.
    Ekki er gerð breyting á stefnu aðalskipulags að öðru leyti.
    Á jörðinni er verkstæði og véla- og verkfærageymsla, aðrar byggingar skráðar íbúðarhús.

    Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að kynna vinnslutillögu fyrir breytingu Stóru-Brekku AT-2 í Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020- 2035 í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Aðalskipulagsbreyting - Athafnarsvæði Stóru-Brekku - AT-2, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
  • Skipulagsnefnd - 52 Fjallabyggð hefur óskað eftir umsögn Skagafjarðar varðandi breytingu á aðalskipulagi Fjallabyggðar 2020-2032- Hafnarsvæðið Siglufirði, nr. 0791/2023: Auglýsing tillögu (Breyting á aðalskipulagi) og er kynningartími frá 3.6.2024 til 19.7.2024.

    Sjá nánar hér: https://skipulagsgatt.is/issues/2023/791

    Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að gera ekki athugasemd við framkomna breytingartillögu á aðalskipulagi Fjallabyggðar 2020-2032.
    Bókun fundar Afgreiðsla 52. fundar skipulagnefndar staðfest á 28. fundi sveitarstjórnar 19. júní 2024 með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 52 Málið áður á dagskrá skipulagsnefndarinnar þann 30. maí síðastliðinn, þar sem afgreiðslu var frestað.
    Farið yfir samantekt á innsendum umsögnum við auglýsta breytingu á deiliskipulagi Sauðárkrókshafnar, mál nr. 238/2024 (https://skipulagsgatt.is/issues/2024/238) í Skipulagsgáttinni, samráðsgátt Skipulagsstofnunar um skipulagsmál.
    Breytingin á deiliskipulaginu var í auglýsingu frá 06.03.2024 til 19.04.2024 og bárust 5 umsagnir á auglýsingatímanum.

    Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að fela skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram í samræmi við umræður fundarins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 52. fundar skipulagnefndar staðfest á 28. fundi sveitarstjórnar 19. júní 2024 með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 52 Lögð fram skipulagslýsing “Tumabrekka, Hofsósi, Skagafirði" dags. 27.05.2024, útg. 1.0, uppdráttur nr. SL01, í verki nr. 75860001 unnin af Ínu Björk Ársælsdóttir hjá Stoð ehf. verkfræðistofu. Skipulagssvæðið afmarkast af landamerkjum Tumabrekku land 2. Núverandi aðkoma að svæðinu er um heimreiðarveg í landi Tumabrekku L146597, frá Siglufjarðarvegi. Gerð er grein fyrir nýrri vegtengingu í skipulagslýsingunni. Ekkert ræktað land og engar byggingar eru innan skipulagssvæðisins. Viðfangsefnið er að gera grein fyrir fyrirhugaðri uppbyggingu innan Tumabrekku 2 land. Þar sem gerð er grein fyrir byggingarreitum fyrir íbúðarhús og vélageymslu. Skilmálar og nýtingarhlutföll verða ákvörðuð í deiliskipulagstillögunni, þegar helstu stærðir mannvirkja og lóða liggja fyrir.

    Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn Skagafjarðar að samþykkja skipulagslýsinguna fyrir Tumabrekku 2 land, Hofsósi, Skagafirði og Skipulagsstofnun verði send lýsingin til umsagnar skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að lýsingin verði kynnt almenningi skv. sömu grein.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Tumabrekka land 2 L220570 - Deiliskipulag, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
  • Skipulagsnefnd - 52 Lögð fram skipulagslýsing “Sauðárkrókur, athafnarsvæði AT-403" dags. 04.06.2024, útg. 1.0, uppdráttur nr. SL01, í verki nr. 56293300 unnin af Birni Magnúsi Árnasyni hjá Stoð ehf. verkfræðistofu.
    Eftirspurn eftir lóðum á athafnasvæðum hefur aukist til muna á Sauðárkróki síðustu árin og hefur framboð á lausum athafnalóðum minnkað samhliða. Vorið 2024 voru 3 hús á athafnasvæði í byggingu og áform eru um uppbyggingu á fleiri lóðum sem eru óbyggðar en hefur verið úthlutað. Skagafjörður hyggst bregðast við þessari þróun með því að skipuleggja lóðir á þeim hluta athafnasvæðis nr. AT-403, sem lóðir hafa ekki verið stofnaðar á.
    Afmörkunin fylgir mörkum athafnasvæðis AT-403 að vestan-, sunnan- og austanverðu. Að norðanverðu afmarkast svæðið að mestu
    leyti af núverandi byggð en einnig mörkum AT-403, austan Sauðárkróksbrautar (75). Skipulagssvæðið er um 21,7 ha að stærð.
    Skilmálar eins og nýtingarhlutfall, eða hámarksbyggingarmagn lóða, hámarksbyggingarhæð o.fl. verða ákvarðaðir þegar helstu stærðir og forsendur liggja fyrir.

    Skipulagsnefnd leggur áherslu á að reynt sé að flýta verkefninu eins og kostur er þar sem vöntun sé orðin á lóðum fyrir athafnarstarfsemi á Sauðárkróki.

    Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn Skagafjarðar að samþykkja skipulagslýsinguna fyrir Sauðárkrókur athafnarsvæði AT-403 og Skipulagsstofnun verði send lýsingin til umsagnar skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að lýsingin verði kynnt almenningi skv. sömu grein.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Athafnarsvæði - Sauðárkrókur - AT-403 - Deiliskipulag, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
  • Skipulagsnefnd - 52 Þórður Magnússon fyrir hönd Vélsmiðju Grundarfjarðar sækir um lóðirnar Borgarflöt 9, 11 og 13 og sameiningu þeirra.

    Fyrirhugað er að byggja 1.000 m2 hús á lóðunum, samskonar hús og verið er að reisa á lóðinni Borgarflöt 7 af sama framkvæmdaraðila. Framkvæmdatíminn er áætlaður sumarið 2025.

    Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að lóðirnar nr. 9, 11 og 13 við Borgarflöt verði sameinaðar og lóðin fái heitið Borgarflöt 9-13, og þeirri lóð úthlutað til Vélsmiðju Grundarfjarðar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Umsókn um lóðir - Borgarflöt 9, 11 og 13 og sameiningu lóða, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
  • Skipulagsnefnd - 52 Eyjólfur G. Sverrisson f.h. Skefilsstaða ehf., þinglýsts eiganda jarðarinnar Skefilsstaðir, landnúmer 145911, á Skaga, óskar eftir leyfi til að byggja upp vegslóða á landi jarðarinnar.
    Meðfylgjandi yfirlitsuppdrættir og greinargerð, í verki nr. 7210010, útg. 06. júní 2024, gera grein fyrir framkvæmdinni. Gögn unnin á Stoð ehf. verkfræðistofu af Birni Magnúsi Árnasyni.
    Framkvæmdasvæðið er á landbúnaðarsvæði nr. L-2 í aðalskipulagi Skagafjarðar 2020-2035.
    Framkvæmdin er í samræmi við markmið og ákvæði aðalskipulags um nýtingu á landbúnaðarsvæði nr. L-2.
    Jafnframt er óskað eftir stofnun 4.808 m² byggingarreits á landi Skefilsstaða, landnr. 145911, skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S101 í verki nr. 72100101, útg. 06. júní 2024. Um er að ræða byggingarreit fyrir sumarbústað, hámarksbyggingarmagn 160 m². Hámarksbyggingarhæð verði 7 m. Byggingarreitur er í um 800 m fjarlægð frá Skagavegi (745). Ásýndaráhrif frá Skagavegi verða því hverfandi.
    Byggingarreitur er á landbúnaðarsvæði L-2 í aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035 og á landbúnaðarlandi í flokki III, sæmilegt ræktunarland. Skv. ákvæðum aðalskipulags um L-2 landbúnaðarsvæði er heimilt að nýta til byggingar, byggja stök mannvirki og/eða breyta eldri byggingum, til annarrar starfsemi, en landbúnaðarstarfsemi, ef slíkur rekstur styður við landbúnaðarstarfsemi eða búsetu á svæðinu. Byggingarreitur sem sótt er um er að öllu leyti á ógrónu mellendi og munu framkvæmdir innan hans ekki raska gróðri. Landeigandi telur verulega takmarkaða möguleika á að rækta upp landið sem fyrirhugaður byggingarreitur liggur á og hefur því áhuga á að skoða aðra nýtingarkosti.

    Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn Skagafjarðar að samþykkja umbeðinn byggingarreit að fenginni jákvæðri umsögn Minjastofnunar Íslands og veita framkvæmdaleyfi fyrir vegslóða að fenginni umsögn Vegagerðarinnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Skefilsstaðir L145911 á Skaga, Skagafirði - Umsókn um framkvæmdaleyfi og stofnun byggingarreits, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
  • Skipulagsnefnd - 52 Jón Heiðar Ríkharðsson og Rannveig Rist þinglýstir eigendur jarðarinnar Gautlands, landnr. 146798, í Fljótum, Skagafirði, óska eftir að stofna 4.500 m² lóð úr landi jarðarinnar sem "Gautland 2", skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S01 í verki nr. 79011200 útg. 06. júní 2024. Afstöðuuppdrátturinn unnin á Stoð verkfræðistofu ehf. af Birni Magnúsi Árnasyni. Óskað er eftir því að útskipt spilda verði skráð sem íbúðarhúsalóð (10).
    Landskipti eru í samræmi við Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035 og breytt landnotkun skerðir ekki búrekstrarskilyrði á landi í landbúnaðarflokki I og II. Ekkert ræktað land er innan útskiptrar spildu.
    Landheiti útskiptrar spildu vísar til upprunajarðar með næsta lausa staðvísi. Landheiti þetta er ekki skráð á annað landnúmer í sveitarfélaginu.
    Engin mannvirki eru innan útskiptrar spildu
    Engin hlunnindi fylgja landskiptum.
    Lögbýlisréttur fylgir áfram Gautlandi, L146798.
    Kvöð um yfirferðarrétt að útskiptri spildu er um heimreið á landi Gautlands, L146798, eins og sýnt er á meðfylgjandi afstöðuuppdrætti.

    Einnig er óskað eftir stofnun 2.200 m² byggingarreits skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti. Byggingarreiturinn er innan merkja Gautlands 2 og mun tilheyra þeirri landeign að landskiptum loknum. Um er að ræða byggingarreit fyrir íbúðarhús, að hámarki 180 m² að stærð, hámarks hæð verður 7 m frá gólfi í efstu brún á þaki. Lögð verður áhersla á að fyrirhuguð bygging falli vel að nærliggjandi umhverfi.
    Skv. gildandi aðalskipulagi getur sveitarstjórn ákveðið að veita megi leyfi til stakra bygginga án deiliskipulags, ef uppbygging fellur að markmiðum aðalskipulags um búsetu í dreifbýli og er til þess að styrkja atvinnulíf í dreifbýli, og ef uppbygging nýtir núverandi veitu- og samgöngukerfi. Uppbygging sem hér er sótt um kallar ekki á lagningu nýrra stofnlagna eða nýrrar vegtengingar við þjóðveg.

    Merkjalýsing skv. reglugerð um merki fasteigna nr. 160/2024 er fylgiskjal með umsókn. Stofnað hefur verið mál með málsnúmer M000464 hjá Landeignaskráningu HMS, landeignaskraning.hms.is.

    Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að samþykkja umbeðin landskipti og byggingarreit að fenginni jákvæðri umsögn Minjastofnunar Íslands.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Gautland L146798, í Fljótum - Umsókn um landskipti og stofnun byggingarreits, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
  • Skipulagsnefnd - 52 Halldór Gunnar Hálfdánarson, þinglýstur eigandi jarðarinnar Molastaðir, landnúmer 146862 óskar eftir heimild til að stofna 2850,5 m² byggingarreit á landi jarðarinnar, skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S01 í verki 79010301 útg. 7. júní 2024. Afstöðuppdráttur var unnin á Stoð ehf. verkfræðistofu af Þórði Karli Gunnarssyni.

    Um er að ræða byggingarreit fyrir fjárhús. Hámarksbyggingarmagn verður 800 m² og hámarksbyggingarhæð verður 7 m frá gólfi í mæni.
    Byggingarreitur, sem sótt er um, er á landbúnaðarsvæði L2-III í við aðalskipulag Skagafjarðar 2020-2035 og er í samræmi við ákvæði aðalskipulags um uppbyggingu á landbúnaðarsvæðum. Reiturinn gengur ekki á ræktað land. Framkvæmd styður við starfsemi á svæðinu sem er til eflingar á núv. landbúnaðarstarfsemi sem er á landi. Framkvæmd mun ekki raska góðu ræktarlandi og er fyrirhugaður byggingarreitur á óræktuðu landi. Mannvirki mun ekki hefta ásýnd á nærliggjandi mannvirki eða umferð þar sem aðrir bæir standa töluvert ofar í landi og gætt er að fjarlægðartakmörkunum frá vegi.
    Gætt er að fjarlægðarmörkum frá árfarvegi og Ólafsfjarðarvegi skv. gildandi skipulagsreglugerð og vegalögum.

    Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að samþykkja umbeðinn byggingarreit að fenginni jákvæðri umsögn Minjastofnunar Íslands.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Molastaðir í Fljótum, Skagafirði L146862 - Umsókn um stofnun byggingarreits, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
  • Skipulagsnefnd - 52 Ingar Jensen, eigandi Prestsbæjar ehf., sem er þinglýstur eigandi jarðarinnar Prestsbær, landnr. 217667 og lóðarinnar Ás 3, landnr. 236647, í Hegranesi, óskar eftir að sameina landeignirnar undir landnúmeri Prestsbæjar, skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S01 í verki nr. 74921002 útg. 05. júní 2024. Afstöðuuppdrátturinn unnin á Stoð verkfræðistofu ehf. af Birni Magnúsi Árnasyni.
    Að sameiningu lokinni mun landeignin heita Prestsbær með landnr. 217667 en Ás 3 með landnr. 236647 fellur út.
    Fyrir sameiningu er skráð stærð Prestsbæjar 142 ha en mælist 1.413.793,5 m² skv. hnitaskrá á teikningu nr. 0752, dags. ágúst 2007. Ás 3 er 5,44 ha (54.354 m²) fyrir sameiningu. Eftir sameiningu verður Prestsbær, L217667, 146,8 ha (1.468.148 m²). Ástæða misræmis í stærð er óþekkt en leiðréttist hér með.
    Sameining landeignanna er í samræmi við aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035.
    Engin bygging eða ræktað land er innan Áss 3.
    Hvorki Prestsbær né Ás 3 er skráð lögbýli skv. lögbýlaskrá 2023.

    Merkjalýsing skv. reglugerð um merki fasteigna nr. 160/2024 er fylgiskjal með umsókn. Stofnað hefur verið mál með málsnúmer M000477 hjá Landeignaskráningu HMS, landeignaskraning.hms.is.

    Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að samþykkja umbeðna sameiningu þessara landa.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Prestsbær L217667 og Ás 3 L236647 - Sameining landeigna, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
  • Skipulagsnefnd - 52 Guðrún Þórdís Halldórsdóttir fyrir hönd Ytri-Hofdala ehf., sem er þinglýstur eigandi jarðarinnar Ytri-Hofdalir, landnúmer 146411 óskar eftir heimild til að stofna 6375 m² byggingarreit á landi jarðarinnar, skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S01 í verki nr.73690000 útg. 28. maí 2024. Afstöðuppdráttur unnin á Stoð ehf. verkfræðistofu af Hallgrími Inga Jónssyni.

    Um er að ræða byggingarreit vegna fyrirhugaðrar fjósbyggingar. Hámarksbyggingarmagn verður 2500 m² og hámarksbyggingarhæð verður 7 m frá gólfi í mæni.
    Byggingarreitur, sem sótt er um, er á skilgreindu landbúnaðarsvæði nr. L-1 í aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035 og er í samræmi við ákvæði aðalskipulags um uppbyggingu á landbúnaðarsvæðum. Byggingaráform eru í samræmi við almenn ákvæði um landnotkun á landbúnaðarsvæðum sem talin eru upp í kafla 12.4 í greinargerð aðalskipulags. Jafnframt segir í sama kafla:
    "Sveitarstjórn getur ákveðið að veita megi leyfi til byggingar á stökum byggingum sem tengjast starfsemi bújarðar án deiliskipulags, ef umfang og/eða aðstæður gefi tilefni til. Á það við þegar byggingaráform varða ekki hagsmuni annarra en umsækjandans, samrýmast landnotkun og yfirbragði svæðisins og hafa ekki neikvæð umhverfisáhrif."

    Sótt verður um nýbyggingu á fjósi sem er grundvöllur starfsemi bújarðarinnar. Byggingaráform stuðla að aukinni velferð dýra á búinu með auknu rými, uppfylla reglugerðir, hagræðing í rekstri og samrýmast núverandi landnotkun. Lögð verður áhersla á að áformuð nýbygging muni ekki breyta byggðamynstrinu og samrýmist einnig yfirbragði og ásýnd svæðisins og hafi ekki neikvæð umhverfisáhrif.

    Byggingaráform kunna að varða hagsmuni eigenda nærliggjandi landeigna og er erindið því einnig áritað af eigendum Ytri-Hofdala lóð 1, L222784 til staðfestingar um að þeim hafi verið kynnt byggingaráformin og geri ekki athugasemdir við fyrirhugaða uppbyggingu.
    Meðfylgjandi er umsögn minjavarðar, dags. 29. maí 2024.

    Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn Skagafjarðar að samþykkja umbeðinn byggingarreit.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Ytri-Hofdalir L146411 - Umsókn um stofnun byggingarreits, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
  • Skipulagsnefnd - 52 Fyrir liggur umsagnarbeiðni byggingarfulltrúa dags. 21. maí síðastliðinn með vísan til 10. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010 um leyfi fyrir viðbyggingu, fjárhúsum sem fyrirhugað er að byggja á jörðinni Gilhaga, L146163.
    Meðfylgjandi aðaluppdrættir gerðir af Þóri Guðmundssyni byggingarfræðingi. Uppdrættir eru í verki HA24140, númer A-101, A-102, A-103, A-104, A-105 og A-106 dagsettir 18.04.2024.

    Fyrirliggur samþykki nærliggjandi lóðarhafa (L228838 og L146164) ásamt umsögn minjavarðar dags. 17. maí 2024.

    Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn Skagafjarðar að samþykkja umbeðinn byggingarreit.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Gilhagi L146163 - Umsagnarbeiðni frá byggingarfulltrúa, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
  • Skipulagsnefnd - 52 Gunnar Björn Rögnvaldsson fyrir hönd Skagafjarðarveitna, hitaveitu, óskar eftir heimild skipulagsnefndar Skagafjarðar fyrir eftirfarandi framkvæmdum á borholusvæði Skagafjarðarveitna í Borgarmýrum (L143926) við Sauðárkrók. Vísað er til meðfylgjandi uppdrátta sem gerðir eru á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni, nr. S-101, S-102, S-103 og S-104 í verki nr. 3122-0101, dags. 22. maí 2024.

    Framkvæmdirnar sem um ræðir eru eftirfarandi:
    1. Útbúa borplan vegna borunar á holu BM-14. Um er að ræða malarfyllingu ofan á núverandi land, þykkt a.m.k. 0,8 m, efni flutt úr Gránumóanámu.
    2. Bora nýja vinnsluholu fyrir hitaveituna á Sauðárkróki, hola nr. BM-14. Áætlað bordýpi er 700-800 m. Áætlað er að holan verði fóðruð niður í 200-250 m með 10¾" vinnslufóðringu.
    Ráðist er í borun holunnar til þess að bregðast við aukinni vatnsnotkun á Sauðárkróki, vonast er til að hún skili allt að 50 l/s af 75°C heitu vatni.
    Áætlað er að borun hefjist í júlí 2024, reiknað er með að verkinu ljúki haustið 2024.

    3. Leggja stofnlögn fyrir hitaveitu, DN300 foreinangrað stál, frá holu BM-14 og að núverandi gasskilju við dælustöð Skagafjarðarveitna. Lögnin verður grafin niður á um 0,65 m dýpi, sönduð og fyllt yfir með uppgröfnu efni og gengið frá yfirborði landsins þannig að sem minnst ummerki sjáist. Heildarlengd lagna um 150 m.

    4. Stofna byggingarreit fyrir allt að 15 m2 stórt borholuhús við borholu BM-14. Í húsinu verður búnaður vegna vöktunar á holunni og borholuloki, hugsanlega verður komið þar fyrir borholudælu síðar. Byggingarefni og byggingarstíll í samræmi við borholuhús sem fyrir eru á svæðinu.

    Í aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035 er athafnasvæði Skagafjarðarveitna í Borgarmýrum skilgreint sem iðnaðarsvæði I401, nánar tilgreint sem borholusvæði hitaveitu. Framkvæmdir þær sem hér er fjallað um miða að því að auka afkastagetu núverandi borholusvæðis og útvíkka það kerfi sem fyrir er á svæðinu. Í greinargerð með aðalskipulaginu, kafla 4.7, kemur fram að almennt sé heimilt að stækka mannvirki á iðnaðarsvæðum, og eru framkvæmdir þessar þannig í samræmi við markmið og ákvæði skipulagsins.

    Hluti borplans gengur inn á óskipt land Sjávarborgar I (L145953), Sjávarborgar II (L145955) og Sjávarborgar III (L145956), samþykki eigenda jarðanna liggur fyrir, og er það fylgiskjal með umsókn þessari.

    Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að veita umbeðið framkvæmdarleyfi og samþykkja umbeðinn byggingarreit.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna borholu BM-14, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
  • Skipulagsnefnd - 52 Grétar Ómarsson fyrir hönd Mílu óskar eftir framkvæmdaleyfi vegna lagningu ljósleiðara í eftirtalin 81 staðföng.
    Áætlaður verktími eru 30-35 dagar og stefnt er að framkvæmdum í júlí og ágúst 2024.
    Meðfylgjandi umsókn eru verkblöð sem gera grein fyrir framkvæmdinni, unnin hjá Mílu dags. 23.05.2024, verk nr. 1266504s937F.
    Staðföng eru eftirtalin:
    Bárustígur 1 og 3.
    Fornós 1, 4, 6, 7, 9, 10, 11, 12, 13 og 14.
    Grundarstígur 1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8, 10, 12, 14, 16, 18, 20, 22, 24, 26, 28 og 30.
    Hólavegur 2, 4, 6, 8, 10 A, 10 B, 12, 14, 19, 21, 23, 25, 27, 29, 31, 33, 35 og 37.
    Hólmagrund 1, 2, 3, 4, 6, 8, 9, 10, 11, 12, 13, 14, 15, 16, 17, 18, 19, 20, 22 og 24.
    Víðigrund 7, 9, 11 og 13.
    Öldustígur 2, 4, 6, 8, 10, 12, 14 og 16.

    Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að veita umbeðið framkvæmdarleyfi.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Míla ehf. - Framkvæmdaleyfisumsókn - Ljósleiðaravæðing á Sauðárkróki, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
  • Skipulagsnefnd - 52 María Anna Kemp Guðmundsdóttir íbúi á Bárustíg 1 á Sauðárkróki sendir inn ábendingu varðandi áhyggjur hennar af öryggi barna á þar til gerðu leiksvæði sem staðsett er á opnu svæði bakvið Bárustíg, milli Skagfirðingarbrautar og Hólavegar. Svæðið er skilgreint í gildandi aðalskipulagi sem íbúðarbyggð ÍB-404.
    Umrætt svæði er að hluta nýtt sem leiksvæði fyrir börn hverfisins og en um það er einnig farið á vélknúnum ökutækjum og er þá farið nærri leiksvæðinu og aðkomu að því.

    Skipulagsnefnd þakkar Maríu Önnu Kemp Guðmundsdóttur fyrir erindið og samþykkir samhljóða að fela skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram í samræmi við umræður fundarins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 52. fundar skipulagnefndar staðfest á 28. fundi sveitarstjórnar 19. júní 2024 með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 52 Lögð fram umsókn Regínu Sigurðardóttur fyrir hönd forsætisráðuneytisins dags. 22.05.2024 um stofun fasteignar (þjóðlendu) fyrir Fjöllin (vestur) sbr. úrskurð Óbyggðarnefndar í máli nr. 4/2008 dags. 19.06.2009, þann hluta þjóðlendunnar sem er innan marka Skagafjarðar. Skagafjörður austan Vestari-Jökulsár.

    Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að fresta afgreiðslu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 52. fundar skipulagnefndar staðfest á 28. fundi sveitarstjórnar 19. júní 2024 með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 52 Innviðaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 112/2024, "Drög að reglugerð um breytingu á skipulagsreglugerð, nr. 90/2013". Umsagnarfrestur er til og með 24.06.2024.

    Sjá nánar hér: https://island.is/samradsgatt/mal/3751.

    Innviðaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 112/2024, "Drög að reglugerð um breytingu á skipulagsreglugerð, nr. 90/2013". Umsagnarfrestur er til og með 24.06.2024.

    Sjá nánar hér: https://island.is/samradsgatt/mal/3751

    Sigríður Magnúsdóttir fulltrúi Framsóknarflokksins leggur fram eftirfarandi bókun:
    "Í gildandi skipulagslögum nr. 123/2010 er í 9. gr opið á að ráðherra geti skipað sérstaka raflínunefnd, að ósk framkvæmdaraðila eða sveitarfélags, sem hefur það hlutverk að undirbúa, kynna og afgreiða raflínuskipulag fyrir framkvæmd í flutningskerfi raforku sem nær til tveggja eða fleiri sveitarfélaga og afgreiða umsókn um framkvæmdarleyfi fyrir henni. Sú breyting sem Innviðaráðuneytið kynnir nú er nánari og ítarlegri útfærsla á því hvernig vinnu raflínunefndar skuli háttað og er það gert með nýjum kafla í gildandi skipulagslögum. Þessi tillaga að breytingum á lögunum er augljóslega í samræmi við stefnu Ríkisstjórnar Íslands en í stjórnarsáttmála Ríkisstjórnarinnar er meðal annars sagt í kafla um orkumál og náttúruvernd „Horft verður til lagabreytinga til að tryggja skilvirkari málsmeðferð innviðaframkvæmda á borð við flutningskerfi raforku, m.a. á grundvelli fyrirliggjandi vinnu þar um“. Verði umrædd breyting á skipulagslögum að veruleika þýðir það í raun að skipulagsvald sveitarfélaga færist yfir á raflínunefndina um þær raflínuleiðir sem nefndin verður stofnuð um. Sveitarfélagið mun engu að síður hafa lögbundna aðkomu að öllum stigum málsins eins og lögin kveða á um. Ég tel sveitarfélagið Skagafjörður hafi í gegnum tíðina lagt áherslu á að skipulagsvald sveitarfélaga verði ekki skert, en engu að síður skil ég tilgang hins opinbera með þessum breytingum en vinnsla á skipulagi raflína og þá sérstaklega í meginflutningskerfinu hefur reynst erfið og flókin eins og dæmin sanna. Ég er því sátt við að þessi breyting verði gerð á Skipulagslögunum en leggur til að sá tími sem sveitarfélagið hefur til endanlegrar afgreiðslu samkvæmt grein 7.4.1 verði lengdur í 8 vikur."

    Álfhildur Leifsdóttir fulltrúi Vinstri grænna og óháðra leggur fram eftirfarandi bókun:
    "Eitt af lögbundnum verkefnum sveitarfélaga eru skipulagsmál. Kjörnir fulltrúar fara með skipulagsvald sem gerir þeim kleift að móta ásýnd og umhverfi sveitarfélagsins með framtíðarsýn um uppbyggingu þess að leiðarljósi. Þetta á jafn við um þéttbýlisstaði og óbyggð landsvæði sem eru deiliskipulögð í samræmi við aðalskipulag sveitarfélagsins. Í þessum drögum að reglugerð um breytingu á skipulagsreglugerð er ætlun að auka og bæta samstarf á milli framkvæmdaaðila og sveitarfélaga hvað varðar raflínulagnir sem er vel en þær breytingar sem lagðar eru til eru veigamiklar og takmarka lýðræðislega getu almennings til að standa vörð um umhverfi og náttúru. Er ástæða til að minna á ákvæði Árósasamningsins sem Ísland hefur undirgengist, en hann tryggir rétt almennings til að koma að ákvarðanatöku um náttúruna.
    Réttur sveitarfélaga til sjálfstjórnar hér á landi hefur verið verndaður í stjórnarskrá allt frá árinu 1874 þegar Íslendingar fengu sína fyrstu stjórnarskrá. Sveitarfélög eru handhafar framkvæmdavalds og gegna mikilvægu lýðræðislegu hlutverki. Þau eru það stjórnvald sem er næst fólkinu og getur því veitt íbúum aukin tækifæri til samráðs og beinnar þátttöku og verið þar með besti jarðvegurinn fyrir beint lýðræði. Verði þessi drög samþykkt, skerðist bæði aðkoma almennings að skipulagsferlinu og umhverfismat einstakra framkvæmda verður ekki eins faglegt og áður.
    Það er þannig hverju sveitarfélagi mikilvægt að móta sér stefnu í skipulagsmálum sem tekur mið að þörfum íbúa og framtíðarsýn um þróun samfélagsins. Það er mjög alvarlegt að ætlast sé til þess að kjörnir fulltrúar sveitarfélag afsali sér hluta þessa skipulagsvalds með drögum að reglugerð um breytingu á skipulagsreglugerð, nr. 90/2013. Raflínunefnd er stjórnsýslunefnd sem skipuð af ráðherra til að annast gerð raflínuskipulags, veita framkvæmdaleyfi vegna framkvæmda í flutningskerfi raforku sem byggjast á samþykktri kerfisáætlun og hafa eftirlit með þeim framkvæmdum og framkvæmd raflínuskipulagsins.
    Ætlunin er þannig að færa hluta skipulagsvaldsins frá kjörnum fulltrúum sveitarfélaga til raflínunefndar, sem hafa allajafna ekki sömu nálægð eða þekkingu á því samfélagi sem við á hverju sinni. Raflínuskipulag kemur til með að verða rétthærra en svæðisskipulag, aðalskipulag og deiliskipulag fyrir þá framkvæmd sem það tekur til. Með þessu er vegið mjög að rétti sveitarfélaga til sjálfstjórnar, rétti sem hefur verið verndaður í stjórnarskrá í 150 ár. Rétt væri að svæðisskipulag sveitarfélaga væri rétthæst og skipulagsvald falli aftur til sveitarfélaga ef raflínunefnd kemst ekki að sameiginlegri niðurstöðu um legu raflína.
    Sveitarstjórn hvers sveitarfélags færist með þessum drögum frá því að hafa skipulagsvaldið yfir í að geta einungis gert athugasemdir við það skipulag sem á að viðhafa í eigin sveitarfélagi hvað raflínur varðar. Það eru lokaorð raflínunefndar sem send verða ráðherra til samþykktar og geta þau áform verið þvert á vilja sveitarstjórnar í hverju sveitarfélagi. Sömu sveitarstjórnum er svo gert skylt að taka framkvæmdina upp í eigin aðalskipulagi. Verði þessi drög samþykkt öðlast ráðherra vald sem hægt er að nýta til að flýta málsmeðferð en tryggir á sama tíma ekki faglega meðferð. Að hefta skipulagsvald sveitarstjórna með þessum hætti er með öllu ótækt."

    Eyþór Sveinsson fulltrúi Byggðalistans leggur fram eftirfarandi bókun:
    "Það er ekkert vafamál að raforkuöryggi er ein af mikilvægustu grunnstoðum þjóðarinnar. Ísland stendur höllum fæti þegar kemur að flutningskerfi raforku og ljóst er að byggja þarf upp innviði landsins til að tryggja öryggi um allt land.
    Færa má rök fyrir því að uppbygging innviða hafi að einhverjum hluta tafist vegna skipulagsvalds sveitarfélaga. Sveitarfélögum ber þó skylda að fara eftir skipulagslögum og því er rétt að leita leiða til að einfalda lögin svo bæta megi þjóðaröryggi.

    Með drögum að reglugerð um breytingu skipulagsreglugerðar, nr. 90/2013 er þó gengið allt of langt í þeirri einföldun sem um ræðir og skipulagsvaldið tekið af sveitarfélögum landsins þegar ný raflínuskipulög eru annars vegar.
    Fram kemur að ráðherra skipi raflínunefnd sem annist eigi gerð raflínuskipulaga. Slíkt skipulag verði æðri öðrum skipulögum, þ.e.a.s. svæðis-, aðal- og deiliskipulögum Sveitarfélagana.
    Við gerð raflínuskipulaga koma sveitarfélög hvergi að ákvörðunartökum og geta einungis í umsagnarferli komið ábendingum á framfæri. Eftir auglýsta umsagnarferla er það í höndum raflínunefndar hvernig vinna eigi úr innsendum umsögnum. Sameiginleg niðurstaða um samþykki nefndarinnar þarf að liggja fyrir innan átta vikna ella færast í hendur ráðherra sem tekur endanlega ákvörðun.
    Sveitarfélögum er í framhaldi af samþykki raflínuskipulags skylt að færa það inn á aðalskipulag þess við næstu endurskoðun, innan fjögurra ára.

    Einföldun á lögum vegna þjóðaröryggis ætti að byggjast á færri ferlum innan skipulagslaga í stað þess að taka skipulagsvaldið af sveitarfélögum. Slíkt er fordæmisgefandi.
    Þar sem raflínuskipulag nær til hverju sinni þarf að tilnefnda ákveðinn fjölda fulltrúa úr sveitarfélögum til að eiga sæti í raflínunefnd. Það gefur sveitarfélögum vettvang til halda sínu skipulagsvaldi."
    Bókun fundar Afgreiðsla 52. fundar skipulagnefndar.

    Fulltrúar VG og óháðra ítreka bókun fulltrúa VG og óháðra á fundi skipulagsnefndar, svohljóðandi:
    "Eitt af lögbundnum verkefnum sveitarfélaga eru skipulagsmál. Kjörnir fulltrúar fara með skipulagsvald sem gerir þeim kleift að móta ásýnd og umhverfi sveitarfélagsins með framtíðarsýn um uppbyggingu þess að leiðarljósi. Þetta á jafn við um þéttbýlisstaði og óbyggð landsvæði sem eru deiliskipulögð í samræmi við aðalskipulag sveitarfélagsins. Í þessum drögum að reglugerð um breytingu á skipulagsreglugerð er ætlun að auka og bæta samstarf á milli framkvæmdaaðila og sveitarfélaga hvað varðar raflínulagnir sem er vel en þær breytingar sem lagðar eru til eru veigamiklar og takmarka lýðræðislega getu almennings til að standa vörð um umhverfi og náttúru. Er ástæða til að minna á ákvæði Árósasamningsins sem Ísland hefur undirgengist, en hann tryggir rétt almennings til að koma að ákvarðanatöku um náttúruna.
    Réttur sveitarfélaga til sjálfstjórnar hér á landi hefur verið verndaður í stjórnarskrá allt frá árinu 1874 þegar Íslendingar fengu sína fyrstu stjórnarskrá. Sveitarfélög eru handhafar framkvæmdavalds og gegna mikilvægu lýðræðislegu hlutverki. Þau eru það stjórnvald sem er næst fólkinu og getur því veitt íbúum aukin tækifæri til samráðs og beinnar þátttöku og verið þar með besti jarðvegurinn fyrir beint lýðræði. Verði þessi drög samþykkt, skerðist bæði aðkoma almennings að skipulagsferlinu og umhverfismat einstakra framkvæmda verður ekki eins faglegt og áður.
    Það er þannig hverju sveitarfélagi mikilvægt að móta sér stefnu í skipulagsmálum sem tekur mið að þörfum íbúa og framtíðarsýn um þróun samfélagsins. Það er mjög alvarlegt að ætlast sé til þess að kjörnir fulltrúar sveitarfélag afsali sér hluta þessa skipulagsvalds með drögum að reglugerð um breytingu á skipulagsreglugerð, nr. 90/2013. Raflínunefnd er stjórnsýslunefnd sem skipuð af ráðherra til að annast gerð raflínuskipulags, veita framkvæmdaleyfi vegna framkvæmda í flutningskerfi raforku sem byggjast á samþykktri kerfisáætlun og hafa eftirlit með þeim framkvæmdum og framkvæmd raflínuskipulagsins.
    Ætlunin er þannig að færa hluta skipulagsvaldsins frá kjörnum fulltrúum sveitarfélaga til raflínunefndar, sem hafa allajafna ekki sömu nálægð eða þekkingu á því samfélagi sem við á hverju sinni. Raflínuskipulag kemur til með að verða rétthærra en svæðisskipulag, aðalskipulag og deiliskipulag fyrir þá framkvæmd sem það tekur til. Með þessu er vegið mjög að rétti sveitarfélaga til sjálfstjórnar, rétti sem hefur verið verndaður í stjórnarskrá í 150 ár. Rétt væri að svæðisskipulag sveitarfélaga væri rétthæst og skipulagsvald falli aftur til sveitarfélaga ef raflínunefnd kemst ekki að sameiginlegri niðurstöðu um legu raflína.
    Sveitarstjórn hvers sveitarfélags færist með þessum drögum frá því að hafa skipulagsvaldið yfir í að geta einungis gert athugasemdir við það skipulag sem á að viðhafa í eigin sveitarfélagi hvað raflínur varðar. Það eru lokaorð raflínunefndar sem send verða ráðherra til samþykktar og geta þau áform verið þvert á vilja sveitarstjórnar í hverju sveitarfélagi. Sömu sveitarstjórnum er svo gert skylt að taka framkvæmdina upp í eigin aðalskipulagi. Verði þessi drög samþykkt öðlast ráðherra vald sem hægt er að nýta til að flýta málsmeðferð en tryggir á sama tíma ekki faglega meðferð. Að hefta skipulagsvald sveitarstjórna með þessum hætti er með öllu ótækt."

    Fulltrúar Byggðalistans ítreka bókun fulltrúa Byggðalistans í skipulagsnefnd, svohljóðandi:
    "Það er ekkert vafamál að raforkuöryggi er ein af mikilvægustu grunnstoðum þjóðarinnar. Ísland stendur höllum fæti þegar kemur að flutningskerfi raforku og ljóst er að byggja þarf upp innviði landsins til að tryggja öryggi um allt land.
    Færa má rök fyrir því að uppbygging innviða hafi að einhverjum hluta tafist vegna skipulagsvalds sveitarfélaga. Sveitarfélögum ber þó skylda að fara eftir skipulagslögum og því er rétt að leita leiða til að einfalda lögin svo bæta megi þjóðaröryggi.

    Með drögum að reglugerð um breytingu skipulagsreglugerðar, nr. 90/2013 er þó gengið allt of langt í þeirri einföldun sem um ræðir og skipulagsvaldið tekið af sveitarfélögum landsins þegar ný raflínuskipulög eru annars vegar.
    Fram kemur að ráðherra skipi raflínunefnd sem annist eigi gerð raflínuskipulaga. Slíkt skipulag verði æðri öðrum skipulögum, þ.e.a.s. svæðis-, aðal- og deiliskipulögum Sveitarfélagana.
    Við gerð raflínuskipulaga koma sveitarfélög hvergi að ákvörðunartökum og geta einungis í umsagnarferli komið ábendingum á framfæri. Eftir auglýsta umsagnarferla er það í höndum raflínunefndar hvernig vinna eigi úr innsendum umsögnum. Sameiginleg niðurstaða um samþykki nefndarinnar þarf að liggja fyrir innan átta vikna ella færast í hendur ráðherra sem tekur endanlega ákvörðun.
    Sveitarfélögum er í framhaldi af samþykki raflínuskipulags skylt að færa það inn á aðalskipulag þess við næstu endurskoðun, innan fjögurra ára.

    Einföldun á lögum vegna þjóðaröryggis ætti að byggjast á færri ferlum innan skipulagslaga í stað þess að taka skipulagsvaldið af sveitarfélögum. Slíkt er fordæmisgefandi.
    Þar sem raflínuskipulag nær til hverju sinni þarf að tilnefnda ákveðinn fjölda fulltrúa úr sveitarfélögum til að eiga sæti í raflínunefnd. Það gefur sveitarfélögum vettvang til halda sínu skipulagsvaldi."

    Fulltrúar meirihluta Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokk í sveitarstjórn Skagafjarðar óska bókað:
    "Í gildandi skipulagslögum nr. 123/2010 er í 9. gr. opið á að ráðherra geti skipað sérstaka raflínunefnd, að ósk framkvæmdaraðila eða sveitarfélags, sem hefur það hlutverk að undirbúa, kynna og afgreiða raflínuskipulag fyrir framkvæmd í flutningskerfi raforku sem nær til tveggja eða fleiri sveitarfélaga og afgreiða umsókn um framkvæmdarleyfi fyrir henni. Sú breyting sem Innviðaráðuneytið kynnir nú er nánari og ítarleg útfærsla á því hvernig vinnu raflínunefndar skuli háttað og er það gert með nýjum kafla í gildandi skipulagslögum. Þessi tillaga að breytingum á lögunum er í samræmi við stefnu Ríkisstjórnar Íslands en í stjórnarsáttmála Ríkisstjórnarinnar er meðal annars sagt í kafla um orkumál og náttúruvernd „Horft verður til lagabreytinga til að tryggja skilvirkari málsmeðferð innviðaframkvæmda á borð við flutningskerfi raforku, m.a. á grundvelli fyrirliggjandi vinnu þar um“. Verði umrædd breyting á skipulagslögum að veruleika þýðir það að skipulagsvald sveitarfélaga, við þessa framkvæmd, færist yfir á viðkomandi raflínunefnd. Sú nefnd er þá skipuð af ráðherra um viðkomandi línuleið. Sveitarfélagið mun engu að síður hafa lögbundna aðkomu að öllum stigum málsins eins og lögin kveða á um ásamt því að eiga fulltrúa í nefndinni.
    Sveitarstjórn Skagafjarðar hefur í gegnum tíðina lagt áherslu á að skipulagsvald sveitarfélaga verði ekki skert, en engu að síður skiljum við tilgang hins opinbera með þessum breytingum. Vinnsla á skipulagi raflína og þá sérstaklega í meginflutningskerfinu hefur reynst erfið, flókin og afar seinunnar svo ekki sé minnst á kostnaðinn fyrir bæði ríki og sveitarfélög. Sem dæmi má nefna að vinna við legu Blöndulínu 3 hefur nú staðið yfir í tæp 20 ár án niðurstöðu, þrátt fyrir þá staðreynd að stefna stjórnvalda sé að bæta og laga meginflutningskerfið um land allt. Við erum því sátt við að þessi breyting verði gerð á skipulagslögunum og teljum að svona stór framkvæmd, sem er hagsmunamál allrar þjóðarinnar en þarf á skipulagsferlum margra sveitarfélaga að halda, sé betur kominn á hendi eins aðila heldur en fjölda sveitarfélaga með mismunandi hagsmuni og skoðanir á viðkomandi framkvæmd. Við leggjum þó til að sá tími sem sveitarfélagið hefur til endanlegrar afgreiðslu samkvæmt grein 7.4.1 verði lengdur í 8 vikur."

    Einar E. Einarsson og Álfhildur Leifsdóttir tók til máls
  • Skipulagsnefnd - 52 Lagður fram tölvupóstur dags. 03.06.2024 frá Einari I. Ólafssyni fyrir hönd Friðriks Jónssonar ehf. varðandi málsmeðferð skipulagsferla hjá sveitarfélaginu.

    Skipulagsnefnd þakkar fyrir innsendar ábendingar og mun hafa þær til hliðsjónar í framtíðarverkefnum en upplýsir jafnframt um að nefndin vinnur eftir þeim lögum og reglum sem um málaflokkinn gilda ásamt leiðbeiningum Skipulagsstofnunar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 52. fundar skipulagnefndar staðfest á 28. fundi sveitarstjórnar 19. júní 2024 með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 52 Lögð fram til kynningar fundargerð byggingarfulltrúa frá fundi nr. 40 þann 05.06.2024. Bókun fundar Afgreiðsla 52. fundar skipulagnefndar staðfest á 28. fundi sveitarstjórnar 19. júní 2024 með níu atkvæðum.

15.Reglur um þjónustukort í sundlaugar

Málsnúmer 2404174Vakta málsnúmer

Vísað frá 97. fundi byggðarráðs til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
"Erindinu vísað frá 22. fundi félagsmála- og tómstundanefndar Skagafjarðar, 24. apríl 2024, þannig bókað: "Lögð fram drög að reglum um þjónustukort í sundlaugar. Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir samhljóða fyrirliggjandi drög og vísar þeim til byggðarráðs." Byggðarráð samþykki drög að reglum um þjónustukort í sundlaugar og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar."

Reglur um þjónustukort í sundlaugar bornar upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykktar með níu atkvæðum.

16.Viðauki 3 við fjárhagsáætlun 2024

Málsnúmer 2404242Vakta málsnúmer

Vísað frá 99. fundi byggðarráðs frá 29. maí 2024 til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
"Lagður fram viðauki 3 við fjárhagsáætlun 2024-2027. Viðaukinn inniheldur aukin framlög til rekstrar svo sem hér segir: Lækkun gjaldskrár vegna rekstrar á söfnunarstöðvum, lækkun gjaldskráa grunn-, leik-, tónlistarskóla og frístundar í tengslum við væntanlega kjarasamninga, hækkun á viðhaldskostnaði gervigrasvallar á Sauðárkróki vegna vatnstjóns og hækkun skatttekna. Samtals tekjuauki upp á 15.239 þ.kr. Breytingar á efnahag eru eftirfarandi: Aukin fjárveiting vegna borholu við Sauðárkrók og aukin fjárveiting vegna nýrrar dælustöðvar hitaveitu í Hegranesi. Samtals útgjaldaaukning upp á 53 m.kr. Lagt er til að viðaukanum verði mætt með lækkun handbærs fjár hjá sveitarfélaginu upp á 37.761 þ.kr. Ekki er gert ráð fyrir lántöku hjá sveitarfélaginu Skagafirði í viðaukanum.
Byggðarráð samþykkir samhljóða framlagðan viðauka nr. 3 við fjárhagsáætlun 2024-2027 og vísar honum til afgreiðslu sveitarstjórnar."

Framlagður viðauki 3 við fjárhagsáætlun 2024, borinn upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykktur með níu atkvæðum.

17.Skagafjörður - rammaáætlun 2025

Málsnúmer 2405115Vakta málsnúmer

Vísað frá 100. fundi byggðarráðs frá 5. júní sl. þannig bókað:
"Lögð fram tillaga að rammaáætlun ársins 2025 ásamt forsendum. Byggðarráð samþykkir með öllum atkvæðum rammaáætlun ársins 2025 og vísar henni til umfjöllunar og úrvinnslu í nefndum."

Rammaáætlun ársins 2025 ásasmt forsendum er samþykkt með níu atkvæðum.

18.Úrlausnir í leikskólamálum í Varmahlíð

Málsnúmer 2404130Vakta málsnúmer

Vísað frá 101. fundi byggðarráðs frá 12. júní sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:

"Erindi vísað frá 28. fundi fræðslunefndar 10. júní sl., þannig bókað:
"Á fundi fræðslunefndar þann 18. janúar sl. stefndi í að fimm börn, 12 mánaða eða eldri, yrðu á biðlista við Birkilund haustið 2024. Fræðslunefnd fól starfsfólki að auglýsa eftir dagforeldrum og kanna kosti og galla þess að skólahópur yrði staðsettur í húsnæði Varmahlíðarskóla, sem leikskóladeild, þar til nýr leikskóli hefur starfsemi. Málið hefur reglulega verið rætt, bæði formlega og óformlega, í nefndinni síðan í janúar. Margir kostir hafa verið skoðaðir til að bregðast við biðlista sem hefur stækkað og stefnir í að 9 börn verði á biðlista eftir innritun í haust að öðru óbreyttu. Mikið samráð hefur verið við foreldra, m.a. í formi þriggja kannana og þriggja funda. Þar af hafa tveir fundir verið með foreldrum barna sem eru á leið í skólahóp á næsta ári auk fundar með starfsfólki, foreldrum leikskólabarna og foreldrum barna á biðlista í Birkilundi þar sem m.a. var farið yfir þá möguleika sem hafa verið kannaðir til að stytta biðlistann. Kannaður hefur verið möguleikinn á því að hafa leikskóladeild í Árgarði, Melsgili, Háholti, Miðgarði, Varmahlíðarskóla eða leigja gáma til að stækka Birkilund. Þá hefur verið kannaður möguleikinn á því að sveitarfélagið kaupi einbýlishús til að breyta í leikskóladeild eða leigi til dagforeldra. Þessir möguleikar eru ýmist kostnaðarsamir, tímafrekir eða óhentugir og ekki fyrirséð að þeir geti minnkað biðlista í náinni framtíð en áætlað er að ný leikskólabygging verði tekin í notkun haustið 2025. Þá hefur möguleikinn á að skólahópsbörn fari fyrr í Varmahlíðarskóla, þó ekki í 1. bekk, verið skoðaður. Á fundum og í könnunum hafa komið margar athugasemdir og ábendingar sem tekið hefur verið tillit til og brugðist við eftir bestu getu. Eftir að hafa skoðað alla kosti vel og rætt þá við foreldra og starfsfólk er niðurstaðan að besti kosturinn sé að stofna deild fyrir skólahópsbörn undir Varmahlíðarskóla í haust sem tilraunaverkefni út júní 2025 og hefur foreldrum þeirra barna verið kynnt hvernig nánari útfærsla á því gæti litið út. Fordæmi eru frá nokkrum sveitarfélögum, t.d. Vestmannaeyjum, Bolungarvík og Garðabæ. Fræðslunefnd vill þakka starfsfólki fjölskyldusviðs, Varmahlíðarskóla og Birkilundar ásamt foreldrum fyrir að leggja sitt af mörkum við að koma með hugmyndir og finna raunhæfar lausnir. Fyrir liggja umsagnir foreldraráðs Birkilundar og skólaráðs Varmahlíðarskóla um tilraunaverkefnið. Fræðslunefnd felur starfsfólki fjölskyldusviðs að auglýsa eftir starfsfólki í samráði við skólastjóra Varmahlíðarskóla og útfæra verkefnið enn frekar. Nefndin leggur áherslu á það að verkefnið verði ekki að veruleika nema a.m.k. einn starfsmaður með viðeigandi menntun verði til staðar á deildinni. Þrátt fyrir að deildin verði innan Varmahlíðarskóla er mikilvægt að starf deildarinnar byggi á starfi elstu deildar í leikskóla og að gott samstarf verði áfram á milli Birkilundar og Varmahlíðarskóla. Áfram skal leggja áherslu á samráð og samstarf við foreldra og góða aðlögun í haust áður en deildin tekur formlega til starfa innan Varmahlíðarskóla. Fræðslunefnd óskar eftir því að fá kynningu á stöðu verkefnisins á fyrsta fundi í haust. Tillagan er samþykkt samhljóða. Nefndin vísar málinu til byggðarráðs."

Byggðarráð samþykkir tillöguna samhljóða og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar."

Einar E. Einarsson tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir tillöguna með níu atkvæðum.

19.Gil L145930 - Umsagnarbeiðni frá byggingarfulltrúa

Málsnúmer 2405219Vakta málsnúmer

Vísað frá 51. fundi skipulagsnefndar frá 30. maí 2024 til afgreiðslu sveitarstjórnar þannig bókað:
"Fyrir liggur umsagnarbeiðni byggingarfulltrúa dags. 8. maí síðastliðinn með vísan til 10. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010 um leyfi til að byggja við núverandi hátæknifjós á jörðinni Gili, L145930. Meðfylgjandi aðaluppdrættir gerðir á BR Teiknistofu slf. af Bjarna Reykjalín arkitekt og byggingartæknifræðingi, uppdrættir númer 100, 101, 102, 103, 104 og 105, dagsettir 29.04.2024. Fyrirliggja umsagnir lóðarhafa lóða með landnúmer 203243, 145933 og 219239 þar sem fram kemur að ekki séu gerðar athugasemdir vegna fyrirhugaðra framkvæmda skv. framlögðum gögnum. Fyrirliggur greinargerð aðalhönnuðar þar sem m.a. eftirfarandi kemur fram: "Viðbygging sem sótt er um er á skilgreindu landbúnaðarsvæði skv. ákvæðum Aðalskipulags Skagafjarðar 2020-2035 og er í samræmi við ákvæði aðalskipulags um uppbyggingu á landbúnaðarsvæðum. Fyrirhuguð bygging er að mestu leyti á þegar röskuðu landi og skerðir því ekki ræktað land. Byggingaráform eru í samræmi við almenn ákvæði um landnotkun á landbúnaðarsvæðum sem talin eru upp í kafla 12.4 í greinargerð aðalskipulagsins, þar sem um er að ræða byggingu í tengslum við aðrar núverandi landbúnaðarbyggingar og jafnframt nýtast núverandi innviðir áfram. Ekki er verið að fjölga byggingum þar sem um er að ræða byggingu fyrir landbúnaðarstarfsemi og sem ekki er talið að hafi verulega mengun eða umhverfisáhrif í för með sér. Jafnframt segir í fyrrgreindum kafla: "Sveitarstjórn getur ákveðið að veita megi leyfi til byggingar á stökum byggingum sem tengjast starfsemi bújarða án deiliskipulags ef umfang og/eða aðstæður gefa tilefni til. Á það við þegar byggingaráform varða ekki hagsmuni annarra en umsækjandans, samrýmast landnotkun og yfirbragði svæðisins og hafa ekki neikvæð umhverfisáhrif.? Hér er sótt um viðbyggingu við núverandi fjósbyggingu sem er grundvöllur starfsemi bújarðarinnar. Byggingaráform stuðla að aukinni velferð dýra á búinu með auknu rými og samrýmast núverandi landnotkun. Lögð verður áhersla á að fyrirhuguð viðbygging samrýmist einnig yfirbragði og ásýnd staðarins, efnis- og litavali og hafi hvorki neikvæð umhverfisáhrif né veruleg ásýndaráhrif frá þjóðvegi.? Fyrirliggur jákvæð umsögn minjavarðar. Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að ekki sé gerð athugasemd við fyrirhugaða viðbyggingu og að byggingarfulltrúi veiti umbeðið byggingarleyfi."

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við fyrirhugaða viðbyggingu og samþykkir með níu atkvæðum að byggingarfulltrúi veiti umbeðið byggingarleyfi.

20.Lynghóll L146877 - Umsókn um stækkun á byggingarreit

Málsnúmer 2405230Vakta málsnúmer

Vísað frá 51. fundi skipulagsnefndar frá 30. maí 2024 til afgreiðslu sveitarstjórnar.

"Magnús Eiríksson, þinglýstur eigandi lóðarinnar Lynghóll, landnúmer L146877 óskar eftir heimild til að stækka núverandi byggingarreit úr 806,5 m² í 3134,7 m² byggingarreit á landi jarðarinnar, skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S01 í verki nr. 78891004 útg. 10. maí 2024. Afstöðuppdráttur var unnin á Stoð ehf. verkfræðistofu af Þórði Karli Gunnarssyni. Um er að ræða stækkun á byggingarreit og er stefnt að 25 m² viðbyggingu við núverandi 22,9 m² geymsluhús. Hámarksbyggingarmagn verður 500 m² og hámarksbyggingarhæð verður 5 m frá gólfi í mæni. Byggingarreitur, sem sótt er um, er á landbúnaðarsvæði í aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035 og er í samræmi við ákvæði aðalskipulags um uppbyggingu á landbúnaðarsvæðum. Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að samþykkja umbeðinn byggingarreit að fenginni jákvæðri umsögn minjavarðar."

Sveitarstjórn samþykkir með níu atkvæðum umbeðinn byggingarreit að fenginni jákvæðri umsögn minjavarðar.

21.Aðalskipulagsbreyting - Hofsstaðir - VÞ-8

Málsnúmer 2406124Vakta málsnúmer

Vísað frá 52. fundi skipulagsnefndar frá 13. júní sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:

"Sveitarfélagið Skagafjörður vinnur að breytingu á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020 - 2035 sem felur í sér breytingu á skilmálum og afmörkun á verslunar og þjónustu VÞ-8 Hofsstaðasel. Sett er fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi í vinnslu til kynningar sbr. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Landeigendur á Hofsstöðum óska eftir breytingu á aðalskipulagi í samræmi við uppbyggingaráform á ferðaþjónustu á Hofsstöðum. Á Hofsstöðum hefur verið rekin veitinga- og gistiþjónusta á tveimur lóðum innan jarðarinnar, Hofsstaðir lóð 1 og Hofsstaðir lóð 2 frá árinu 2010. Staðarval uppbyggingar var valið með tilliti til landslags, ásýndar og útsýnis. Einnig var horft til þess að velja svæði sem ekki nýttist í landbúnað. Aðalskipulagsbreytingin tekur mið af deiliskipulagi sem er í vinnslu. Framtíðar uppbygging gerir ráð fyrir stækkun beggja lóða, fjölgun gistirýma og stækkun veitingasölu. Mannvirki skulu falla vel að núverandi byggingum og umhverfi. Aðkomuvegur er frá Siglufjarðarvegi nr. 76. Ekki er þörf á nýjum aðkomuvegi.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að kynna vinnslutillögu fyrir breytingu Hofsstaða VÞ-8 í Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020- 2035 í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010."

Sveitarstjórn samþykkir, með níu atkvæðum, að kynna vinnslutillögu fyrir breytingu Hofsstaða VÞ-8 í Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020- 2035 í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

22.Aðalskipulagsbreyting - Verslun og þjónusta - Haganesi - VÞ-12 - VÞ-13

Málsnúmer 2406123Vakta málsnúmer

Vísað frá 52. fundi skipulagsnefndar frá 13. júní sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:

"Sveitarfélagið Skagafjörður vinnur að breytingu á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020 - 2035 sem felur í sér skilgreiningu á nýjum verslunar og þjónustusvæðum við Efra-Haganes I (lóð 3) L219260 og Brautarholts-Mýri L146801 í Haganesvík þar sem áform eru um ferðaþjónustu. Sett er fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi í vinnslu til kynningar sbr. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Lóðarhafar lóðanna við Efra-Haganes I (lóð 3) og Brautarholts-Mýri í Haganesvík óska eftir breytingu á Aðalskipulagi sveitarfélags Skagafjarðar 2020-2035. Efra-Haganes I (lóð 3) stendur við sjóinn á Haganesi, gamla verslunarhúsið í Haganesvík í Fljótum. Húsnæðinu hefur verið breytt í hljóðupptökuver. Brautarholt-Mýri er sumarhúsalóð í landi Brautarholts í Haganesvík í Fljótum. Á lóðinni stendur gamall sumarbústaður en til stendur að byggja nýtt hús, 8 herbergja gistihús á tveimur hæðum. Hús í næsta nágrenni eru í 60-120 m fjarlægð frá fyrirhuguðum byggingarreit. Nýbygging mun ekki skerða útsýni nágrannahúsa. Áætlað er að reka gistiþjónustu og hljóðupptökuver á þessum stöðum.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að kynna vinnslutillögu fyrir breytingu Haganess VÞ-12 og VÞ-13 í Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020- 2035 í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010."

Sveitarstjórn samþykkir, með níu atkvæðum, að kynna vinnslutillögu fyrir breytingu Haganess VÞ-12 og VÞ-13 í Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020- 2035 í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

23.Aðalskipulagsbreyting - Verslun og þjónusta - Gýgjarhóll, Gýgjarhóll 1 og Gýgjarhóll 2 - SL8 - VÞ-14 - VÞ-15 - VÞ-16

Málsnúmer 2406122Vakta málsnúmer

Vísað frá 52. fundi skipulagsnefndar frá 13. júní sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:

"Sveitarfélagið Skagafjörður vinnur að breytingu á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020 - 2035 sem felur í sér breytingu á landnotkun innan jarðamarka Gýgjarhóls, Gýgjarhóls 1 og Gýgjarhóls 2. Sett er fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi í vinnslu til kynningar sbr. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin felur í sér að skilgreina þrjú ný verslunar- og þjónustusvæði og nýtt skógræktarsvæði. Landnotkun sem breytingin nær til er skilgreind sem landbúnaðarland í núverandi aðalskipulagi. Jörðinni Gýgjarhóll hefur verið skipt upp í nokkrar landspildur. Áform núverandi landeigenda Gýgjarhóls (L145974), Gýgjarhóls 1 (L233888) og Gýgjarhóls 2 (L233889) er að byggja upp ferðaþjónustu á löndum sínu og stunda skógræktar fyrir ofan 90 m hæð yfir sjávarmáli. Breytingin felur í sér breytta landnotkun landbúnaðarsvæðis.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að kynna vinnslutillögu fyrir breytingu Gýgjarhóls, SL-8, VÞ-14, VÞ-15 og VÞ-16 í Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020- 2035 í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Sigurður H. Ingvarsson vék af fundi við afgreiðslu erindisins."

Sveitarstjórn samþykkir, með níu atkvæðum, að kynna vinnslutillögu fyrir breytingu Gýgjarhóls, SL-8, VÞ-14, VÞ-15 og VÞ-16 í Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020- 2035 í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010

24.Aðalskipulagsbreyting - Veitur á Sauðárkróki - VH-401

Málsnúmer 2406121Vakta málsnúmer

Vísað frá 52. fundi skipulagsnefndar frá 13. júní sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:

"Sveitarfélagið Skagafjörður vinnur að breytingu á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020 - 2035 vegna áforma um nýja staðsetningu á fiskeldi og fiskalíffræðideild Háskólans á Hólum á Sauðárkróki. Lögð er fram breyting á skilmálum í greinargerð aðalskipulagsins fyrir veitur á Sauðárkróki.
Sett er fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi í vinnslu til kynningar sbr. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Í tengslum við nýja staðsetningu á fiskeldi og fiskalíffræðideild Háskólans á Hólum á Sauðárkróki er gert ráð fyrir að nýta sjóveitu til vatnsöflunar fyrir fiskeldi háskólans.
Staðsetning sjóveitu er áætluð við ströndina skammt vestan við vegamót Sauðárkróksbrautar og Strandvegar. Ekki liggur fyrir endanleg hönnun á umfangi sjóveitu og lengd sjóveitulagnar.
Breytingin felur í sér breytingu á landnotkunarfláka AT-403 og nýjum landnotkunarfláka VH-401 og breytingu á lögun fyrir efnistöku- og efnislosunarsvæði E-401. Stærð aðliggjandi svæða breytist til samræmis.
Breyting tekur til uppdráttar og töflu 4.4 í kafla 4.6 og viðbótar við kafla 4.17 þar sem bætt verður við nýrri töflu 4.16 í kafla 4.17.3 Veitur og helgunarsvæði (VH).

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að kynna vinnslutillögu fyrir breytingu kafla um veitur á Sauðárkróki VH-401 í Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020- 2035 í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010."

Sveitarstjórn samþykkir, með níu atkvæðum, að kynna vinnslutillögu fyrir breytingu kafla um veitur á Sauðárkróki VH-401 í Aðalskipulagi sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020- 2035 í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

25.Aðalskipulagsbreyting - Íbúðarbyggð ÍB-404

Málsnúmer 2406120Vakta málsnúmer

Vísað frá 52. fundi skipulagsnefndar frá 13. júní sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:

"Sveitarstjórn Skagafjarðar leggur fram tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Sveitarfélags Skagafjarðar 2020 - 2035 sem felur í sér aukið byggingarmagn innan svæðis ÍB-404 á Sauðárkróki, sem afmarkast af Skagfirðingabraut, Hegrabraut, Strandvegi og Ránarstíg.
Í gildandi aðalskipulagi er gert ráð fyrir að þróun íbúðarbyggðar ÍB-404 stuðli að samfelldri byggð og hagkvæmri nýtingu innviða með því að byggja upp nærri núverandi götum, veitukerfum og þjónustustofnunum. Breytingin felur í sér að fjöldi nýrra íbúða innan ÍB-404 fjölgar um 10 og verður eftir breytingu 20 íbúðir. Heildarfjöldi íbúða verður 280 eftir breytingu.
Deiliskipulag er í vinnslu fyrir hluta af ÍB-404, Víðigrund og hluta Smáragrundar. Með breytingunni hækkar þéttleiki á svæði ÍB-404 um 0,5 íb/ha og þéttleiki á íbúðarsvæði á Sauðárkróki (tafla 4.1) hækkar um 0,1 íb/ha. Ekki er gerð breyting á uppdrætti aðalskipulagsins.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að kynna vinnslutillögu fyrir breytingu íbúðarbyggðar ÍB-404 á Sauðárkróki í Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020- 2035 í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010."

Sveitarstjórn samþykkir, með níu atkvæðum, að kynna vinnslutillögu fyrir breytingu íbúðarbyggðar ÍB-404 á Sauðárkróki í Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020- 2035 í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

26.Aðalskipulagsbreyting - Hafnarsvæði - Sauðárkrókshöfn - H-401

Málsnúmer 2406119Vakta málsnúmer

Vísað frá 52. fundi skipulagsnefndar frá 13. júní sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:

„Sveitarfélagið Skagafjörður vinnur að breytingu á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020 - 2035 vegna aukins byggingarmagns innan hafnarsvæðis Sauðárkrókshafnar í samræmi við gildandi deiliskipulag dags. 20.4.2022.
Sett er fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi í vinnslu til kynningar sbr. 2. mgr. 30.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Í Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035, kafla 4.9, er sett fram stefna um höfnina á Sauðárkróki.
Þar kemur meðal annars fram í markmiðum fyrir hafnarsvæðið að "Fyrirtæki á hafnarsvæðinu í fiskvinnslu, flutninga- og ferðaþjónustu hafi möguleika til að vaxa og dafna, að höfnin sé ákjósanlegur möguleiki fyrir flutningaskip og tengingu við gamla bæinn sé góð."
Með auknu byggingarmagni innan hafnarsvæðisins er veitt það svigrúm sem þarf til stækkunar og eflingu á hafnarsvæðinu.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að kynna vinnslutillögu fyrir breytingu Hafnarsvæðis á Sauðárkróki H-401 í Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020- 2035 í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.“

Sveitarstjórn samþykkir, með níu atkvæðum, að kynna vinnslutillögu fyrir breytingu Hafnarsvæðis á Sauðárkróki H-401 í Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020- 2035 í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

27.Aðalskipulagsbreyting - Efnistöku- og efnislosunarsvæði E-401 á Sauðárkróki við Gönguskarðsá

Málsnúmer 2406118Vakta málsnúmer

Vísað frá 52. fundi skipulagsnefndar frá 13. júní sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:

„Sveitarfélagið Skagafjörður vinnur að breytingu á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020 - 2035 sem felur í sér breytingar á efnistöku- og efnislosunarsvæði E- 401 á Sauðárkróki við Gönguskarðsá.
Sett er fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi í vinnslu til kynningar sbr. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Breytingin felur í sér breytta lögun fyrir efnistöku- og efnislosunarsvæði E-401. Stærð aðliggjandi svæða breytist til samræmis. Breyting tekur til uppdráttar og töflu 4.13 í kafla 4.14. - Breyting á þéttbýlisuppdrætti Sauðárkróks er sett fram aftast í greinargerð.
Ekki er gerð breyting á stefnu aðalskipulags að öðru leyti.
Efnistöku- og efnislosunarsvæðið E-401 verður skipt upp í þrjú svæði. Hluti svæðisins sem í dag er ekki lengur nýtt sem efnistöku- og efnislosunarsvæðið verðu skilgreint sem opið svæði OP-405. Svæðið verður frágengið og grætt upp. Þar myndast tenging opinna svæða milli Nafa, íþróttasvæði mótorcross-íþrótta og Gönguskarðsár. Vestasti hluti efnistöku- og efnislosunarsvæðisins fær nýtt landnotkunarnúmer E-404, það svæði verður eingöngu notað sem efnismóttaka og efnisgeymsla. Það svæði sem eftir er (E-401) breytist lítilega í lögun og verður áfram notað sem efnistökusvæði.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að kynna vinnslutillögu fyrir breytingu efnistöku- og efnislosunarsvæði á Sauðárkróki við Gönguskarðsá E-401 í Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020- 2035 í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.“

Sveinn Þ. Finster Úlfarsson, Einar E. Einarsson, Álfhildur Leifsdóttir og Sveinn Þ. Finster Úlfarsson tóku til máls.

Sveitarstjórn samþykkir, með níu atkvæðum, að kynna vinnslutillögu fyrir breytingu efnistöku- og efnislosunarsvæði á Sauðárkróki við Gönguskarðsá E-401 í Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020- 2035 í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

28.Aðalskipulagsbreyting - Athafnarsvæði Stóru-Brekku - AT-2

Málsnúmer 2406117Vakta málsnúmer

Vísað frá 52. fundi skipulagsnefndar frá 13. júní sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:

„Sveitarfélagið Skagafjörður vinnur að breytingu á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020 - 2035 sem felur í sér að skilgreina athafnasvæði á jörðinni Stóru-Brekku í Fljótum (L 146903).
Sett er fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi í vinnslu til kynningar sbr. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Breytingin felur í sér að bæta við athafnasvæði á jörðinni Stóru-Brekku í Fljótum.
Á Stóru-Brekku er stuðningsþjónusta við ferðaþjónustustarfsemi í Fljótum. Þar verða geymslur, verkstæði og þjónusta við tæki og bifreiðar. Einnig breytist tafla 14.5 í kafla 14.5.
Ekki er gerð breyting á stefnu aðalskipulags að öðru leyti.
Á jörðinni er verkstæði og véla- og verkfærageymsla, aðrar byggingar skráðar íbúðarhús.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að kynna vinnslutillögu fyrir breytingu Stóru-Brekku AT-2 í Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020- 2035 í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.“

Sveitarstjórn samþykkir, með níu atkvæðum, að kynna vinnslutillögu fyrir breytingu Stóru-Brekku AT-2 í Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020- 2035 í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

29.Tumabrekka land 2 L220570 - Deiliskipulag

Málsnúmer 2405682Vakta málsnúmer

Vísað frá 52. fundi skipulagsnefndar frá 13. júní sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:

"Lögð fram skipulagslýsing "Tumabrekka, Hofsósi, Skagafirði" dags. 27.05.2024, útg. 1.0, uppdráttur nr. SL01, í verki nr. 75860001 unnin af Ínu Björk Ársælsdóttir hjá Stoð ehf. verkfræðistofu. Skipulagssvæðið afmarkast af landamerkjum Tumabrekku land 2. Núverandi aðkoma að svæðinu er um heimreiðarveg í landi Tumabrekku L146597, frá Siglufjarðarvegi. Gerð er grein fyrir nýrri vegtengingu í skipulagslýsingunni. Ekkert ræktað land og engar byggingar eru innan skipulagssvæðisins. Viðfangsefnið er að gera grein fyrir fyrirhugaðri uppbyggingu innan Tumabrekku 2 land. Þar sem gerð er grein fyrir byggingarreitum fyrir íbúðarhús og vélageymslu. Skilmálar og nýtingarhlutföll verða ákvörðuð í deiliskipulagstillögunni, þegar helstu stærðir mannvirkja og lóða liggja fyrir.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn Skagafjarðar að samþykkja skipulagslýsinguna fyrir Tumabrekku 2 land, Hofsósi, Skagafirði og Skipulagsstofnun verði send lýsingin til umsagnar skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að lýsingin verði kynnt almenningi skv. sömu grein."

Sveitarstjórn samþykkir, með níu atkvæðum, skipulagslýsinguna fyrir Tumabrekku 2 land, Hofsósi, Skagafirði og að Skipulagsstofnun verði send lýsingin til umsagnar skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að lýsingin verði kynnt almenningi skv. sömu grein.

30.Athafnarsvæði - Sauðárkrókur - AT-403 - Deiliskipulag

Málsnúmer 2403135Vakta málsnúmer

Vísað frá 52. fundi skipulagsnefndar frá 13. júní sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:

„Lögð fram skipulagslýsing “Sauðárkrókur, athafnarsvæði AT-403" dags. 04.06.2024, útg. 1.0, uppdráttur nr. SL01, í verki nr. 56293300 unnin af Birni Magnúsi Árnasyni hjá Stoð ehf. verkfræðistofu. Eftirspurn eftir lóðum á athafnasvæðum hefur aukist til muna á Sauðárkróki síðustu árin og hefur framboð á lausum athafnalóðum minnkað samhliða. Vorið 2024 voru 3 hús á athafnasvæði í byggingu og áform eru um uppbyggingu á fleiri lóðum sem eru óbyggðar en hefur verið úthlutað. Skagafjörður hyggst bregðast við þessari þróun með því að skipuleggja lóðir á þeim hluta athafnasvæðis nr. AT-403, sem lóðir hafa ekki verið stofnaðar á. Afmörkunin fylgir mörkum athafnasvæðis AT-403 að vestan-, sunnan- og austanverðu. Að norðanverðu afmarkast svæðið að mestu leyti af núverandi byggð en einnig mörkum AT-403, austan Sauðárkróksbrautar (75). Skipulagssvæðið er um 21,7 ha að stærð. Skilmálar eins og nýtingarhlutfall, eða hámarksbyggingarmagn lóða, hámarksbyggingarhæð o.fl. verða ákvarðaðir þegar helstu stærðir og forsendur liggja fyrir. Skipulagsnefnd leggur áherslu á að reynt sé að flýta verkefninu eins og kostur er þar sem vöntun sé orðin á lóðum fyrir athafnarstarfsemi á Sauðárkróki.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn Skagafjarðar að samþykkja skipulagslýsinguna fyrir Sauðárkrókur athafnarsvæði AT-403 og Skipulagsstofnun verði send lýsingin til umsagnar skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að lýsingin verði kynnt almenningi skv. sömu grein.“

Sveitarstjórn samþykkir, með níu atkvæðum, skipulagslýsinguna fyrir Sauðárkrókur athafnarsvæði AT-403, að Skipulagsstofnun verði send lýsingin til umsagnar skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að lýsingin verði kynnt almenningi skv. sömu grein.

31.Umsókn um lóðir - Borgarflöt 9, 11 og 13 og sameiningu lóða

Málsnúmer 2406134Vakta málsnúmer

Vísað frá 52. fundi skipulagsnefndar frá 13. júní sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:

„Þórður Magnússon fyrir hönd Vélsmiðju Grundarfjarðar sækir um lóðirnar Borgarflöt 9, 11 og 13 og sameiningu þeirra. Fyrirhugað er að byggja 1.000 m2 hús á lóðunum, samskonar hús og verið er að reisa á lóðinni Borgarflöt 7 af sama framkvæmdaraðila. Framkvæmdatíminn er áætlaður sumarið 2025.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að lóðirnar nr. 9, 11 og 13 við Borgarflöt verði sameinaðar og lóðin fái heitið Borgarflöt 9-13, og þeirri lóð úthlutað til Vélsmiðju Grundarfjarðar.“

Sveitarstjórn samþykkir, með níu atkvæðum, að lóðirnar nr. 9, 11 og 13 við Borgarflöt verði sameinaðar og lóðin fái heitið Borgarflöt 9-13, og að þeirri lóð verði úthlutað til Vélsmiðju Grundarfjarðar.

32.Skefilsstaðir L145911 á Skaga, Skagafirði - Umsókn um framkvæmdaleyfi og stofnun byggingarreits

Málsnúmer 2406079Vakta málsnúmer

Vísað frá 52. fundi skipulagsnefndar frá 13. júní sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:

„Eyjólfur G. Sverrisson f.h. Skefilsstaða ehf., þinglýsts eiganda jarðarinnar Skefilsstaðir, landnúmer 145911, á Skaga, óskar eftir leyfi til að byggja upp vegslóða á landi jarðarinnar.
Meðfylgjandi yfirlitsuppdrættir og greinargerð, í verki nr. 7210010, útg. 06. júní 2024, gera grein fyrir framkvæmdinni. Gögn unnin á Stoð ehf. verkfræðistofu af Birni Magnúsi Árnasyni.
Framkvæmdasvæðið er á landbúnaðarsvæði nr. L-2 í aðalskipulagi Skagafjarðar 2020-2035.
Framkvæmdin er í samræmi við markmið og ákvæði aðalskipulags um nýtingu á landbúnaðarsvæði nr. L-2.
Jafnframt er óskað eftir stofnun 4.808 m² byggingarreits á landi Skefilsstaða, landnr. 145911, skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S101 í verki nr. 72100101, útg. 06. júní 2024. Um er að ræða byggingarreit fyrir sumarbústað, hámarksbyggingarmagn 160 m². Hámarksbyggingarhæð verði 7 m. Byggingarreitur er í um 800 m fjarlægð frá Skagavegi (745). Ásýndaráhrif frá Skagavegi verða því hverfandi.
Byggingarreitur er á landbúnaðarsvæði L-2 í aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035 og á landbúnaðarlandi í flokki III, sæmilegt ræktunarland. Skv. ákvæðum aðalskipulags um L-2 landbúnaðarsvæði er heimilt að nýta til byggingar, byggja stök mannvirki og/eða breyta eldri byggingum, til annarrar starfsemi, en landbúnaðarstarfsemi, ef slíkur rekstur styður við landbúnaðarstarfsemi eða búsetu á svæðinu. Byggingarreitur sem sótt er um er að öllu leyti á ógrónu mellendi og munu framkvæmdir innan hans ekki raska gróðri. Landeigandi telur verulega takmarkaða möguleika á að rækta upp landið sem fyrirhugaður byggingarreitur liggur á og hefur því áhuga á að skoða aðra nýtingarkosti.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn Skagafjarðar að samþykkja umbeðinn byggingarreit að fenginni jákvæðri umsögn Minjastofnunar Íslands og veita framkvæmdaleyfi fyrir vegslóða að fenginni umsögn Vegagerðarinnar.“

Sveitarstjórn samþykkir, með níu atkvæðum, umbeðinn byggingarreit að fenginni jákvæðri umsögn Minjastofnunar Íslands og samþykkir jafnframt að veita framkvæmdaleyfi fyrir vegslóða að fenginni umsögn Vegagerðarinnar.

33.Gautland L146798, í Fljótum - Umsókn um landskipti og stofnun byggingarreits

Málsnúmer 2406087Vakta málsnúmer

Vísað frá 52. fundi skipulagsnefndar frá 13. júní sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:

„Jón Heiðar Ríkharðsson og Rannveig Rist þinglýstir eigendur jarðarinnar Gautlands, landnr. 146798, í Fljótum, Skagafirði, óska eftir að stofna 4.500 m² lóð úr landi jarðarinnar sem "Gautland 2", skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S01 í verki nr. 79011200 útg. 06. júní 2024. Afstöðuuppdrátturinn unnin á Stoð verkfræðistofu ehf. af Birni Magnúsi Árnasyni. Óskað er eftir því að útskipt spilda verði skráð sem íbúðarhúsalóð (10).
Landskipti eru í samræmi við Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035 og breytt landnotkun skerðir ekki búrekstrarskilyrði á landi í landbúnaðarflokki I og II. Ekkert ræktað land er innan útskiptrar spildu.
Landheiti útskiptrar spildu vísar til upprunajarðar með næsta lausa staðvísi. Landheiti þetta er ekki skráð á annað landnúmer í sveitarfélaginu.
Engin mannvirki eru innan útskiptrar spildu
Engin hlunnindi fylgja landskiptum.
Lögbýlisréttur fylgir áfram Gautlandi, L146798.
Kvöð um yfirferðarrétt að útskiptri spildu er um heimreið á landi Gautlands, L146798, eins og sýnt er á meðfylgjandi afstöðuuppdrætti.

Einnig er óskað eftir stofnun 2.200 m² byggingarreits skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti. Byggingarreiturinn er innan merkja Gautlands 2 og mun tilheyra þeirri landeign að landskiptum loknum. Um er að ræða byggingarreit fyrir íbúðarhús, að hámarki 180 m² að stærð, hámarks hæð verður 7 m frá gólfi í efstu brún á þaki. Lögð verður áhersla á að fyrirhuguð bygging falli vel að nærliggjandi umhverfi.
Skv. gildandi aðalskipulagi getur sveitarstjórn ákveðið að veita megi leyfi til stakra bygginga án deiliskipulags, ef uppbygging fellur að markmiðum aðalskipulags um búsetu í dreifbýli og er til þess að styrkja atvinnulíf í dreifbýli, og ef uppbygging nýtir núverandi veitu- og samgöngukerfi. Uppbygging sem hér er sótt um kallar ekki á lagningu nýrra stofnlagna eða nýrrar vegtengingar við þjóðveg.

Merkjalýsing skv. reglugerð um merki fasteigna nr. 160/2024 er fylgiskjal með umsókn. Stofnað hefur verið mál með málsnúmer M000464 hjá Landeignaskráningu HMS, landeignaskraning.hms.is.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að samþykkja umbeðin landskipti og byggingarreit að fenginni jákvæðri umsögn Minjastofnunar Íslands.“

Sveitarstjórn samþykkir, með níu atkvæðum, umbeðin landskipti og byggingarreit að fenginni jákvæðri umsögn Minjastofnunar Íslands.

34.Molastaðir í Fljótum, Skagafirði L146862 - Umsókn um stofnun byggingarreits

Málsnúmer 2406098Vakta málsnúmer

Vísað frá 52. fundi skipulagsnefndar frá 13. júní sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:

„Halldór Gunnar Hálfdánarson, þinglýstur eigandi jarðarinnar Molastaðir, landnúmer 146862 óskar eftir heimild til að stofna 2850,5 m² byggingarreit á landi jarðarinnar, skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S01 í verki 79010301 útg. 7. júní 2024. Afstöðuppdráttur var unnin á Stoð ehf. verkfræðistofu af Þórði Karli Gunnarssyni.

Um er að ræða byggingarreit fyrir fjárhús. Hámarksbyggingarmagn verður 800 m² og hámarksbyggingarhæð verður 7 m frá gólfi í mæni.
Byggingarreitur, sem sótt er um, er á landbúnaðarsvæði L2-III í við aðalskipulag Skagafjarðar 2020-2035 og er í samræmi við ákvæði aðalskipulags um uppbyggingu á landbúnaðarsvæðum. Reiturinn gengur ekki á ræktað land. Framkvæmd styður við starfsemi á svæðinu sem er til eflingar á núv. landbúnaðarstarfsemi sem er á landi. Framkvæmd mun ekki raska góðu ræktarlandi og er fyrirhugaður byggingarreitur á óræktuðu landi. Mannvirki mun ekki hefta ásýnd á nærliggjandi mannvirki eða umferð þar sem aðrir bæir standa töluvert ofar í landi og gætt er að fjarlægðartakmörkunum frá vegi.
Gætt er að fjarlægðarmörkum frá árfarvegi og Ólafsfjarðarvegi skv. gildandi skipulagsreglugerð og vegalögum.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að samþykkja umbeðinn byggingarreit að fenginni jákvæðri umsögn Minjastofnunar Íslands.“

Sveitarstjórn samþykkir, með níu atkvæðum, umbeðinn byggingarreit að fenginni jákvæðri umsögn Minjastofnunar Íslands.

35.Prestsbær L217667 og Ás 3 L236647 - Sameining landeigna

Málsnúmer 2406115Vakta málsnúmer

Vísað frá 52. fundi skipulagsnefndar frá 13. júní sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:

„Ingar Jensen, eigandi Prestsbæjar ehf., sem er þinglýstur eigandi jarðarinnar Prestsbær, landnr. 217667 og lóðarinnar Ás 3, landnr. 236647, í Hegranesi, óskar eftir að sameina landeignirnar undir landnúmeri Prestsbæjar, skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S01 í verki nr. 74921002 útg. 05. júní 2024. Afstöðuuppdrátturinn unnin á Stoð verkfræðistofu ehf. af Birni Magnúsi Árnasyni.
Að sameiningu lokinni mun landeignin heita Prestsbær með landnr. 217667 en Ás 3 með landnr. 236647 fellur út.
Fyrir sameiningu er skráð stærð Prestsbæjar 142 ha en mælist 1.413.793,5 m² skv. hnitaskrá á teikningu nr. 0752, dags. ágúst 2007. Ás 3 er 5,44 ha (54.354 m²) fyrir sameiningu. Eftir sameiningu verður Prestsbær, L217667, 146,8 ha (1.468.148 m²). Ástæða misræmis í stærð er óþekkt en leiðréttist hér með.
Sameining landeignanna er í samræmi við aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035.
Engin bygging eða ræktað land er innan Áss 3.
Hvorki Prestsbær né Ás 3 er skráð lögbýli skv. lögbýlaskrá 2023.

Merkjalýsing skv. reglugerð um merki fasteigna nr. 160/2024 er fylgiskjal með umsókn. Stofnað hefur verið mál með málsnúmer M000477 hjá Landeignaskráningu HMS, landeignaskraning.hms.is.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að samþykkja umbeðna sameiningu þessara landa.“

Sveitarstjórn samþykkir, með níu atkvæðum sameiningu landeigna Prestsbæjar L217667 og Áss 3 L236647.

36.Ytri-Hofdalir L146411 - Umsókn um stofnun byggingarreits

Málsnúmer 2406056Vakta málsnúmer

Vísað frá 52. fundi skipulagsnefndar frá 13. júní sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:

„Guðrún Þórdís Halldórsdóttir fyrir hönd Ytri-Hofdala ehf., sem er þinglýstur eigandi jarðarinnar Ytri-Hofdalir, landnúmer 146411 óskar eftir heimild til að stofna 6375 m² byggingarreit á landi jarðarinnar, skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S01 í verki nr.73690000 útg. 28. maí 2024. Afstöðuppdráttur unnin á Stoð ehf. verkfræðistofu af Hallgrími Inga Jónssyni.

Um er að ræða byggingarreit vegna fyrirhugaðrar fjósbyggingar. Hámarksbyggingarmagn verður 2500 m² og hámarksbyggingarhæð verður 7 m frá gólfi í mæni.
Byggingarreitur, sem sótt er um, er á skilgreindu landbúnaðarsvæði nr. L-1 í aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035 og er í samræmi við ákvæði aðalskipulags um uppbyggingu á landbúnaðarsvæðum. Byggingaráform eru í samræmi við almenn ákvæði um landnotkun á landbúnaðarsvæðum sem talin eru upp í kafla 12.4 í greinargerð aðalskipulags. Jafnframt segir í sama kafla:
"Sveitarstjórn getur ákveðið að veita megi leyfi til byggingar á stökum byggingum sem tengjast starfsemi bújarðar án deiliskipulags, ef umfang og/eða aðstæður gefi tilefni til. Á það við þegar byggingaráform varða ekki hagsmuni annarra en umsækjandans, samrýmast landnotkun og yfirbragði svæðisins og hafa ekki neikvæð umhverfisáhrif."

Sótt verður um nýbyggingu á fjósi sem er grundvöllur starfsemi bújarðarinnar. Byggingaráform stuðla að aukinni velferð dýra á búinu með auknu rými, uppfylla reglugerðir, hagræðing í rekstri og samrýmast núverandi landnotkun. Lögð verður áhersla á að áformuð nýbygging muni ekki breyta byggðamynstrinu og samrýmist einnig yfirbragði og ásýnd svæðisins og hafi ekki neikvæð umhverfisáhrif.

Byggingaráform kunna að varða hagsmuni eigenda nærliggjandi landeigna og er erindið því einnig áritað af eigendum Ytri-Hofdala lóð 1, L222784 til staðfestingar um að þeim hafi verið kynnt byggingaráformin og geri ekki athugasemdir við fyrirhugaða uppbyggingu.
Meðfylgjandi er umsögn minjavarðar, dags. 29. maí 2024.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn Skagafjarðar að samþykkja umbeðinn byggingarreit.“

Sveitarstjórn samþykkir, með níu atkvæðum, umbeðinn byggingarreit.

37.Gilhagi L146163 - Umsagnarbeiðni frá byggingarfulltrúa

Málsnúmer 2405634Vakta málsnúmer

Vísað frá 52. fundi skipulagsnefndar frá 13. júní sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:

„Fyrir liggur umsagnarbeiðni byggingarfulltrúa dags. 21. maí síðastliðinn með vísan til 10. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010 um leyfi fyrir viðbyggingu, fjárhúsum sem fyrirhugað er að byggja á jörðinni Gilhaga, L146163.
Meðfylgjandi aðaluppdrættir gerðir af Þóri Guðmundssyni byggingarfræðingi. Uppdrættir eru í verki HA24140, númer A-101, A-102, A-103, A-104, A-105 og A-106 dagsettir 18.04.2024.

Fyrirliggur samþykki nærliggjandi lóðarhafa (L228838 og L146164) ásamt umsögn minjavarðar dags. 17. maí 2024.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn Skagafjarðar að samþykkja umbeðinn byggingarreit.“

Sveitarstjórn samþykkir, með níu atkvæðum, umbeðinn byggingarreit.

38.Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna borholu BM-14

Málsnúmer 2406116Vakta málsnúmer

Vísað frá 52. fundi skipulagsnefndar frá 13. júní sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:

„Gunnar Björn Rögnvaldsson fyrir hönd Skagafjarðarveitna, hitaveitu, óskar eftir heimild skipulagsnefndar Skagafjarðar fyrir eftirfarandi framkvæmdum á borholusvæði Skagafjarðarveitna í Borgarmýrum (L143926) við Sauðárkrók. Vísað er til meðfylgjandi uppdrátta sem gerðir eru á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni, nr. S-101, S-102, S-103 og S-104 í verki nr. 3122-0101, dags. 22. maí 2024.

Framkvæmdirnar sem um ræðir eru eftirfarandi:
1. Útbúa borplan vegna borunar á holu BM-14. Um er að ræða malarfyllingu ofan á núverandi land, þykkt a.m.k. 0,8 m, efni flutt úr Gránumóanámu.
2. Bora nýja vinnsluholu fyrir hitaveituna á Sauðárkróki, hola nr. BM-14. Áætlað bordýpi er 700-800 m. Áætlað er að holan verði fóðruð niður í 200-250 m með 10¾" vinnslufóðringu.
Ráðist er í borun holunnar til þess að bregðast við aukinni vatnsnotkun á Sauðárkróki, vonast er til að hún skili allt að 50 l/s af 75°C heitu vatni.
Áætlað er að borun hefjist í júlí 2024, reiknað er með að verkinu ljúki haustið 2024.

3. Leggja stofnlögn fyrir hitaveitu, DN300 foreinangrað stál, frá holu BM-14 og að núverandi gasskilju við dælustöð Skagafjarðarveitna. Lögnin verður grafin niður á um 0,65 m dýpi, sönduð og fyllt yfir með uppgröfnu efni og gengið frá yfirborði landsins þannig að sem minnst ummerki sjáist. Heildarlengd lagna um 150 m.

4. Stofna byggingarreit fyrir allt að 15 m2 stórt borholuhús við borholu BM-14. Í húsinu verður búnaður vegna vöktunar á holunni og borholuloki, hugsanlega verður komið þar fyrir borholudælu síðar. Byggingarefni og byggingarstíll í samræmi við borholuhús sem fyrir eru á svæðinu.

Í aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035 er athafnasvæði Skagafjarðarveitna í Borgarmýrum skilgreint sem iðnaðarsvæði I401, nánar tilgreint sem borholusvæði hitaveitu. Framkvæmdir þær sem hér er fjallað um miða að því að auka afkastagetu núverandi borholusvæðis og útvíkka það kerfi sem fyrir er á svæðinu. Í greinargerð með aðalskipulaginu, kafla 4.7, kemur fram að almennt sé heimilt að stækka mannvirki á iðnaðarsvæðum, og eru framkvæmdir þessar þannig í samræmi við markmið og ákvæði skipulagsins.

Hluti borplans gengur inn á óskipt land Sjávarborgar I (L145953), Sjávarborgar II (L145955) og Sjávarborgar III (L145956), samþykki eigenda jarðanna liggur fyrir, og er það fylgiskjal með umsókn þessari.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að veita umbeðið framkvæmdarleyfi og samþykkja umbeðinn byggingarreit.“

Sveitarstjórn samþykkir, með níu atkvæðum, að veita umbeðið framkvæmdarleyfi og samþykkja umbeðinn byggingarreit.

39.Míla ehf. - Framkvæmdaleyfisumsókn - Ljósleiðaravæðing á Sauðárkróki

Málsnúmer 2405694Vakta málsnúmer

Vísað frá 52. fundi skipulagsnefndar frá 13. júní sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:

„Grétar Ómarsson fyrir hönd Mílu óskar eftir framkvæmdaleyfi vegna lagningu ljósleiðara í eftirtalin 81 staðföng.
Áætlaður verktími eru 30-35 dagar og stefnt er að framkvæmdum í júlí og ágúst 2024.
Meðfylgjandi umsókn eru verkblöð sem gera grein fyrir framkvæmdinni, unnin hjá Mílu dags. 23.05.2024, verk nr. 1266504s937F.
Staðföng eru eftirtalin:
Bárustígur 1 og 3.
Fornós 1, 4, 6, 7, 9, 10, 11, 12, 13 og 14.
Grundarstígur 1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8, 10, 12, 14, 16, 18, 20, 22, 24, 26, 28 og 30.
Hólavegur 2, 4, 6, 8, 10 A, 10 B, 12, 14, 19, 21, 23, 25, 27, 29, 31, 33, 35 og 37.
Hólmagrund 1, 2, 3, 4, 6, 8, 9, 10, 11, 12, 13, 14, 15, 16, 17, 18, 19, 20, 22 og 24.
Víðigrund 7, 9, 11 og 13.
Öldustígur 2, 4, 6, 8, 10, 12, 14 og 16.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að veita umbeðið framkvæmdarleyfi.“

Sveitarstjórn samþykkir, með níu atkvæðum að veita umbeðið framkvæmdarleyfi.

40.Prókúruumboð - sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs 2024

Málsnúmer 2406150Vakta málsnúmer

Með vísan til 4. mgr. 55. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 heimilar sveitarstjórn sveitarstjóra að veita eftirtöldum starfsmanni sveitarfélagsins Skagafjarðar prókúruumboð: Baldur Hrafn Björnsson, Breiðhóli 24, 245 Sandgerði. Sveitarstjórn samþykkir að framangreindum starfsmanni verði veitt prókúruumboð í samræmi við téð lagaákvæði. Umboðið nær til að undirrita skjöl varðandi kaup og sölu fasteigna sveitarfélagsins, lántökur og ábyrgðir svo og önnur skjöl sem fela í sér skuldbindingar eða ráðstafanir sem samþykki byggðarráðs og/eða sveitarstjórnar þarf til. Umboðið gildir meðan viðkomandi gegnir tilteknu starfi fyrir sveitarfélagið, þó ekki lengur en til loka núverandi kjörtímabils sveitarstjórnar. Sveitarstjórn samþykkir einnig að áður veitt umboð fyrir Friðrik Margeir Friðriksson, Dalatúni 15, 550 Sauðárkróki, gildi meðan viðkomandi gegnir starfi fjármálastjóra fyrir sveitarfélagið, þó ekki lengur en til loka núverandi kjörtímabils sveitarstjórnar.
Forseti bar upp tillöguna sem er samþykkt með níu atkvæðum.

41.Kjör forseta og varaforseta sveitarstjórnar 2024

Málsnúmer 2406067Vakta málsnúmer

Kosning forseta og varaforseta sveitarstjórnar til eins árs. Forseti bar upp eftirfarandi tillögu:
Forseti: Einar E Einarsson
Fyrsti varaforseti: Sólborg Sigurrós Borgarsdóttir
Annar varaforseti: Sveinn Þ. Finster Úlfarsson
Aðrar tilnefningar komu ekki fram og teljast þau því rétt kjörin.

42.Kosning í byggðarráð 2024 ásamt kjöri formanns og varaformanns

Málsnúmer 2406021Vakta málsnúmer

Kosning fulltrúa í byggðarráð til eins árs í senn. Þrír aðalmenn og þrír til vara, ásamt áheyrnarfulltrúa og varamanni. Forseti bar upp tillögu um fulltrúa í byggðarráð, aðalmenn og varamenn þeirra í sömu röð. Aðalmenn: Gísli Sigurðsson, Einar E Einarsson og Jóhanna Ey Harðardóttir. Áheyrnarfulltrúi Álfhildur Leifsdóttir. Varamenn: Sólborg S Borgarsdóttir, Hrund Pétursdóttir og Sveinn Þ. Finster Úlfarsson. Varamaður áheyrnarfulltrúa: Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir. Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast þau því rétt kjörin. Einnig bar forseti upp tillögu um Gísla Sigurðsson sem formann byggðarráðs og Einar E Einarsson sem varaformann í byggðarráð. Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast þau því rétt kjörin.

43.Endurtilnefning fulltrúa í Atvinnu- menningar- og kynningarnefnd 2024

Málsnúmer 2406025Vakta málsnúmer

Endurtilnefning aðalmanna og áheyrnarfulltrúa í atvinnu- menningar- og kynningarnefnd.
Forseti gerir tillögu um Elínborgu Erlu Ásgeirsdóttur sem aðalmann, Sigurjón Leifsson sem varamann, Tinnu Kristínu Stefánsdóttur sem áheyrnarfulltrúa og Ólínu Björk Hjartardóttur sem varamann áheyrnarfulltrúa.
Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast þau því rétt kjörin.

44.Endurtilefning fulltrúa í félagsmála og tómstundanefnd 2024

Málsnúmer 2406023Vakta málsnúmer

Endurtilnefning aðalmanna og áheyrnarfulltrúa í félagsmála- og tómstundanefnd.
Forseti gerir tillögu um Sigurlaugu Vordísi Eysteinsdóttur sem aðalmann, Pál Rúnar Heinesen Pálsson sem varamann, Önnu Lilju Guðmundsdóttur sem áheyrnarfulltrúa og Sigurjón Leifsson sem varamann áheyrnarfulltrúa,
Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast þau því rétt kjörin.

45.Endurtilnefning fulltrúa í fræðslunefnd 2024

Málsnúmer 2406024Vakta málsnúmer

Endurtilnefning aðalmanna og áheyrnarfulltrúa í fræðslunefnd
Forseti gerir tillögu um Agnar H. Gunnarsson sem aðalmann, Dagmar Ólínu Gunnlaugsdóttur sem varamann, Steinunni Rósu Guðmundsdóttur sem áheyrnarfulltrúa og Tinnu Kristínu Stefánsdóttur sem varamann áheyrnarfulltrúa.
Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast þau því rétt kjörin.

46.Endurtilnefning fulltrúa í skipulagsnefnd 2024

Málsnúmer 2406022Vakta málsnúmer

Endurtilnefning aðalmanna og áheyrnarfulltrúa í skipulagsnefnd.
Forseti gerir tillögu um Álfhildi Leifsdóttur sem aðalmann, Pétur Örn Sveinsson sem varamann, Eyþór Fannar Sveinsson sem áheyrnarfulltrúa og Alex Má Sigurbjörnsson sem varamann áheyrnarfulltrúa.
Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast þau því rétt kjörin.

47.Endurtilnefning fulltrúa í almannavarnarnefnd 2024-2026

Málsnúmer 2406026Vakta málsnúmer

Endurtilnefning aðalmanns og varamanns í Almannavarnarnefnd 2024-2026
Forseti gerir tillögu um Álfhildi Leifsdóttur sem aðalmann og Jóhönnu Ey Harðardóttur sem varamann.
Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast þær því rétt kjörnar.

48.Endurtilefning fulltrúa í stjórn Náttúrusstofnu 2024 -2026

Málsnúmer 2406027Vakta málsnúmer

Endurtilnefning í stjórn Náttúrustofu 2024-2026
Forseti gerir tillögu um Hrólf Þey Hlínarson sem aðalmann og Svein Þ. Finster Úlfarsson sem varamann.
Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast þeir því rétt kjörnir.

49.Endurtilefning fulltrúa í Heilbrigðiseftirlit N.vestra 2024-2026

Málsnúmer 2406028Vakta málsnúmer

Endurtilnefning fulltrúa í Heilbrigðiseftirlit Norðurlands vestra 2024-2026
Forseti gerir tillögu um Jón Kolbein Jónsson sem aðalmann og Ólínu Björk Hjartardóttur sem varamann.
Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast þau því rétt kjörin.

50.Endurtilnefning fulltrúa í Öldungaráð 2024-2026

Málsnúmer 2406029Vakta málsnúmer

Endurtilnefning fulltrúa í Öldungaráð 2024-2026
Forseti gerir tillögu um Svein Þ. Finster Úlfarsson sem aðalmann og Steinunni Rósu Guðmundsdóttur sem varamann.
Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast þau því rétt kjörin.

51.Endurtilnefning fulltrúa á aðal- og hluthafafund Eyvindarstaðarheiðar 2024

Málsnúmer 2406030Vakta málsnúmer

Endurtilnefning fulltrúa í aðal- og hluthafafund Eyvindarstaðarheiðar 2024-2026.
Forseti gerir tillögu um Þórunni Eyjólfsdóttur sem aðalmann og Úlfar Sveinsson sem varamann.
Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast þau því rétt kjörinn.

52.Endurtilnefning fulltrúa í stjórn Hátækniseturs Íslands ses 2024

Málsnúmer 2406031Vakta málsnúmer

Endurtilnefning í stjórn Hátækniseturs Íslands ses. 2024-2026.
Forseti gerir tillögu um Tinnu Kristínu Stefánsdóttur sem aðalmann og Eyþór Fannar Sveinsson sem varamann.
Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast þau því rétt kjörin

53.Endurtilnefning fulltrúa á aðal- og hluthafafund Tímatákns ehf 2024-2026

Málsnúmer 2406185Vakta málsnúmer

Endurtilnefning fulltrúa á aðal- og hluthafafund Tímatákns ehf 2024-2026.
Forseti gerir tillögu um Svein Þ. Finster Úlfarsson í stað Hildar Þóru Magnúsdóttur.
Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast hann því rétt kjörinn.

54.Endurtilnefning fulltrúa í stjórn Skógræktarsj. Skagafjarðar 2024-2026

Málsnúmer 2406186Vakta málsnúmer

Endurtilnefning fulltrúa í stjórn Skógræktarsjóðs Skagafjarðar 2024-2026
Forseti gerir tillögu um Hildi Þóru Magnúsdóttur sem aðalmann í stað Elínborgar Erlu Ásgeirsdóttur.
Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast hún því rétt kjörin.

55.Sumarleyfi sveitarstjórnar 2024

Málsnúmer 2405544Vakta málsnúmer

Forseti sveitarstjórnar bar upp eftirfarandi tillögu:
Undirrituð leggur til að byggðarráð fái heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í sumarleyfi sveitarstjórnar samkvæmt III. kafla skv. 8. gr. samþykktar sveitarfélagsins.
Sumarleyfið hefst 20. júní 2024 og stendur til og með 20. ágúst 2024.
Sólborg S Borgarsdóttir forseti.

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með níu atkvæðum.

56.Fundagerðir Heilbrigðiseftirlit Nl. vestra 2024

Málsnúmer 2401006Vakta málsnúmer

Fundargerð Heilbrigðisnefndar Norðurlands vestra frá 24. apríl 2024 lögð fram til kynningar á 28. fundi sveitarstjórnar 19. júní 2024.

57.Fundagerðir SSNV 2024

Málsnúmer 2401025Vakta málsnúmer

Fundrgerðir stjórnar SSNV númer 106 frá 10. apríl, 107 frá 7. maí 2024, 108 frá 23. maí og 109 frá 4. júní lagðar fram til kynningar á 28. fundi sveitarstjórnar þann 19. júní 2024.

Fundi slitið - kl. 18:22.