Fara í efni

Umsóknir um framlag til NPA samninga 2024

Málsnúmer 2406005

Vakta málsnúmer

Félagsmála- og tómstundanefnd - 24. fundur - 06.06.2024

Lagt fram bréf dags. 31. maí 2024, þar sem óskað er eftir umsóknum frá sveitarfélögum um endurnýjun á 25% framlagi ríkisins í heildarsamninga NPA vegna ársins 2024. Umsóknarfrestur er til 10. september n.k. Fram kemur í bréfinu að unnið er að nýrri reglugerð um NPA og verður hún kynnt í samráðsgátt stjórnvalda á næstunni. Einnig er athygli vakin á því að samkvæmt bráðabirgðaákvæði I í lögum nr. 38/2018 lýkur innleiðingartímabili NPA í lok ársins 2024 og telst 25% hlutur ríkisins í heildarkostnaði allt að 172 samninga fullfjármagnaður með samkomulagi milli ríkis og sveitarfélaga um breytingu á fjármögnun þjónustu við fatlað fólk, sem undirritað var í desember 2023.