Landbúnaðar- og innviðanefnd - 6
Málsnúmer 2406013F
Vakta málsnúmerByggðarráð Skagafjarðar - 103. fundur - 26.06.2024
Fundargerð 6. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar frá 20. júní 2024 lögð fram til afgreiðslu á 103. fundi byggðarráðs eins og einstök erindi bera með sér.
-
Landbúnaðar- og innviðanefnd - 6 Unnið í ramma vegna fjárhagsáætlunar 2025.
Margeir Friðriksson fjármálastjóri og Baldur Hrafn Björnsson sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs sátu fundinn undir þessum lið. Bókun fundar Afgreiðsla 6. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 103. fundi byggðarráðs 26. júní með 3 atkvæðum. -
Landbúnaðar- og innviðanefnd - 6 Sæunn Kolbrún Þórólfsdóttir skipulagsfulltrúi og Sigríður Magnúsdóttir formaður skipulagsnefndar sátu fundinn undir þessum lið. Þær kynntu drög að breytingum á deiliskipulagi við Sætún, á Sauðárkrókshöfn ásamt innsendum umsögnum og viðbrögðum við þeim. Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða að leggja til við skipulagsnefnd að skoðað verði að færa tillögur að norðurlínu byggingarreits að Hesteyri 2 til suðurs með hliðsjón af fjarlægð bygginga frá vegi og gildandi reglum þar um. Þar sem ekki liggur fyrir hvernig nýta á tillögu að stækkun byggingareitsins að Hesteyri 2 til suðurs leggur nefndin til að honum verði ekki breytt frá gildandi deiliskipulagi. Tryggja þarf gott aðgengi fótgangandi að og frá bílastæðum hópbíla við Vatneyri. Í samræmi við umsögn Brunavarna Skagafjarðar þarf að gera ráð fyrir brunahönum og tryggu aðgengi að þeim við Vatneyri. Bókun fundar Afgreiðsla 6. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 103. fundi byggðarráðs 26. júní með 3 atkvæðum.