Fara í efni

Byggðarráð Skagafjarðar

103. fundur 26. júní 2024 kl. 14:00 - 15:45 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Gísli Sigurðsson formaður
  • Einar Eðvald Einarsson varaform.
  • Álfhildur Leifsdóttir áheyrnarftr.
  • Jóhanna Ey Harðardóttir aðalm.
Starfsmenn
  • Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri
  • Baldur Hrafn Björnsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Baldur Hrafn Björnsson Sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá
Á 28. fundi sveitarstjórnar Skagafjarðar þann 19. júní 2024, var samþykkt að veita byggðarráði heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í sumarleyfi sveitarstjórnar, skv. III. kafla 8. gr. samþykkta sveitarfélagsins.
Sumarleyfið hefst 20. júní og lýkur 21. ágúst 2024.

1.Umsagnarbeiðni; Tilraunaleyfi til skelræktar í Skagafirði, Northlight Seafood ehf

Málsnúmer 2406132Vakta málsnúmer

Kristján Ingi Daðason frá Northlight Seafood ehf. sat fundinn undir þessum lið og kynnti fyrir byggðarráði nánar tilraunaverkefni til skelræktar í Skagafirði.

Byggðarráð samþykkir samhljóða að óska eftir umsögn frá smábátafélaginu Drangey og FISK Seafood um áhrif fyrirhugaðrar staðsetningar rannsóknarreita Northlight Seafood ehf. á veiðar og siglingarleiðir.

2.Úthlutun byggðakvóta 2023-2024

Málsnúmer 2312020Vakta málsnúmer

Magnús Jónsson, formaður smábátafélagsins Drangeyjar sat fundinn undir þessum lið. Eftir að Magnús Jónsson yfirgaf fundinn fóru fram umræður byggðarráðs.

Byggðarráð samþykkir samhljóða breytingar á tillögum að sérreglum við úthlutun byggðakvóta. Tillögurnar fara hér á eftir:
Þrjár tillögur eru varðandi breytingu á 4. gr.:

„Nýtt ákvæði 4. greinar reglugerðarinnar verður (nýr málsl. bætist við 1. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar) svohljóðandi: "Hámarksúthlutun fiskiskipa af því aflamarki sem fallið hefur innan viðkomandi byggðarlags verður 24 þorskígildistonn á skip."

Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: „Skipting þess aflamarks, sem nú kemur í hlut byggðarlags, auk þess aflamarks byggðarlagsins sem kann að vera eftir af úthlutun fyrra fiskveiðiárs, skal að öðru leyti fara fram til einstakra fiskiskipa sem uppfylla skilyrði 1. gr., sbr. og reglur um sérstök skilyrði fyrir úthlutun byggðakvóta í einstökum sveitarfélögum sem ráðuneytið staðfestir samkvæmt 2.-3. gr., eftir því sem við á, og skal skipt hlutfallslega af því aflamarki sem fallið hefur til viðkomandi byggðarlags, miðað við allan landaðan botnfiskafla í tegundum sem hafa þorskígildisstuðla, í þorskígildum talið innan viðkomandi sveitarfélags á tímabilinu 1. september 2022 til 31. ágúst 2023

Ákvæði 2. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: "Afli sem er landað er í byggðarlagi úr fiskiskipum sem ekki eru skráð innan viðkomandi sveitarfélags, telst ekki til landaðs afla samkvæmt 1. mgr."

Rökstuðningur varðandi breytingu viðmiðunar um úthlutun til fiskiskipa (ákvæði 4. gr.):
Með breytingu á ofangreindu ákvæði er leitast eftir að koma til móts við og létta undir með minni útgerðum í Skagafirði sem hafa átt undir högg að sækja. Með breytingunni nær veiði byggðakvóta til breiðari hóps og eykur fjölbreytileika í sjávarútvegi í Skagafirði. Nefna má að byggðakvóti til Hofsóss hefur nær þurrkast út á liðnum árum og vægi hans þar því lítið. Þá styður byggðakvóti til minni báta á Sauðárkróki sem fyrr segir við fjölbreytileika í sjávarútvegi í Skagafirði og þar með við minni fyrirtæki í greininni einnig. Mótframlag við byggðakvóta frá minni útgerðum styður jafnframt við fiskvinnslu í héraðinu.

Fleiri en ein höfn er innan marka sveitarfélagsins Skagafjarðar og mikilvægt er að geta landað innan sveitarfélagsins, óháð því á hvaða höfn Sveitarfélagsins er landað. Sami rekstraraðili er að höfninni á Hofsósi og Sauðárkróki (Skagafjarðarhafnir) og gengur oft illa að manna höfnina í Hofsósi og er því mikilvægt að bátar frá Hofsósi hafi heimild til að landa á Sauðárkróki og öfugt. Mikilvægt er að allur afli sem landaður er innan sveitarfélagsins Skagafjarðar teljist til byggðakvóta óháð hvar innan sveitarfélagsins sé landað.

Ein tillaga varðandi breytingu á 6. gr.:

Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: "Fiskiskipum er skylt að landa þeim afla sem telja á til byggðarkvóta til vinnslu innan sveitarfélagsins á tímabilinu frá 1. september 2023 til 31. ágúst 2024."

Rökstuðningur varðandi breytingu á löndunarskyldu eða vinnsluskyldu (ákvæði 6. gr.):
Fleiri en ein höfn er innan marka sveitarfélagsins Skagafjarðar og mikilvægt er að geta landað innan sveitarfélagsins, óháð því á hvaða höfn Sveitarfélagsins er landað."

3.Fjárhólf vestan Sauðárkróks

Málsnúmer 2311255Vakta málsnúmer

Til umræðu voru samningar um fjárhólf vestan Sauðárkróks. Ábendingar komu fram um almennt orðalag og inntak samningsins.

Byggðarráð samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra að gera breytingar á samningi í samræmi við umræður á fundinum.

4.Landbúnaðar- og innviðanefnd - 6

Málsnúmer 2406013FVakta málsnúmer

Fundargerð 6. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar frá 20. júní 2024 lögð fram til afgreiðslu á 103. fundi byggðarráðs eins og einstök erindi bera með sér.
  • Landbúnaðar- og innviðanefnd - 6 Unnið í ramma vegna fjárhagsáætlunar 2025.
    Margeir Friðriksson fjármálastjóri og Baldur Hrafn Björnsson sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs sátu fundinn undir þessum lið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 6. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 103. fundi byggðarráðs 26. júní með 3 atkvæðum.
  • Landbúnaðar- og innviðanefnd - 6 Sæunn Kolbrún Þórólfsdóttir skipulagsfulltrúi og Sigríður Magnúsdóttir formaður skipulagsnefndar sátu fundinn undir þessum lið. Þær kynntu drög að breytingum á deiliskipulagi við Sætún, á Sauðárkrókshöfn ásamt innsendum umsögnum og viðbrögðum við þeim. Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða að leggja til við skipulagsnefnd að skoðað verði að færa tillögur að norðurlínu byggingarreits að Hesteyri 2 til suðurs með hliðsjón af fjarlægð bygginga frá vegi og gildandi reglum þar um. Þar sem ekki liggur fyrir hvernig nýta á tillögu að stækkun byggingareitsins að Hesteyri 2 til suðurs leggur nefndin til að honum verði ekki breytt frá gildandi deiliskipulagi. Tryggja þarf gott aðgengi fótgangandi að og frá bílastæðum hópbíla við Vatneyri. Í samræmi við umsögn Brunavarna Skagafjarðar þarf að gera ráð fyrir brunahönum og tryggu aðgengi að þeim við Vatneyri. Bókun fundar Afgreiðsla 6. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 103. fundi byggðarráðs 26. júní með 3 atkvæðum.

5.Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 24

Málsnúmer 2406017FVakta málsnúmer

Fundargerð 24. fundar atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar frá 21. júní 2024 lögð fram til afgreiðslu á 103. fundi byggðarráðs eins og einstök erindi bera með sér.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 24 Tekin fyrir styrkbeiðni frá Sögusetri íslenska hestsins dagsett 30.05.2024.
    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir samhljóma að styrkja Sögusetrið um 1.500.000 kr til starfseminnar á árinu 2024. Fjármunir teknir af málaflokki 05890.
    Sigurður Hauksson vék af fundi undir þessum lið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 24. fundar atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar staðfest á 103. fundi byggðarráðs 26. júní með 3 atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 24 Tekin er fyrir styrkbeiðni frá Essa ehf dagsett 6. júní 2024, vegna tónleika í gamla bænum á Sauðárkróki 22. júní. Vilja forsvarsmenn félagins endurvekja bæjarhátíðarstemmingu á Sauðárkóki til framtíðar.
    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir samhljóma að styrkja framtakið um 300 þúsund kr. Tekið af lið 05710.
    Bókun fundar Afgreiðsla 24. fundar atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar staðfest á 103. fundi byggðarráðs 26. júní með 3 atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 24 Fjárhagsrammi fyrir rekstrarárið 2025 ásamt forsendum lagt fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 24. fundar atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar staðfest á 103. fundi byggðarráðs 26. júní með 3 atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 24 Lögð fyrir ársskýrsla Félags ferðaþjónustunnar í Skagafirði fyrir árið 2023. Bókun fundar Afgreiðsla 24. fundar atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar staðfest á 103. fundi byggðarráðs 26. júní með 3 atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 24 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 18. júní 2024 frá menningar- og viðskiptaráðuneytinu, þar sem kynnt er til samráðs mál nr. 121/2024 - "Drög að rannsóknaráætlun 2024-2026 um rannsóknir og gagnaöflun í ferðaþjónustu". Umsagnarfrestur er til og með 18.07.2024. Bókun fundar Afgreiðsla 24. fundar atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar staðfest á 103. fundi byggðarráðs 26. júní með 3 atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 15:45.